Morgunblaðið - 14.05.1966, Page 2

Morgunblaðið - 14.05.1966, Page 2
MORGUNBLAÐIÐ Laugardagur 14. max 1966 Rússar vara V-Þjoðv. við að gera landkröfur Moskvu, 13. maí. — NTB. ALEXANDER Shelepin, sem sæti á í miðstjórn sovézka komm únistaflokksins, sagði í dag að allar tilraunir V-Þjóðverja til að ná aftur á sitt vald landssvæðum þeim er þeir misstu í stríðinu, væru fyrirfram dæmdar til að misheppnast. „Friður mun ríkja áfram í Evrópu“, sagði Shelepin, ,,en það verður ekki þeim að þakka sem ekki hafa sætt sig við afleið- ingar þess. Það mun engum tak- ast að breyta landamærum Ev- rópu eins og þau eru nú í dag“. Shelepin sagði þetta í ræðu er hann flutti í Kaliningrad (fyrr- um Königsberg) er hann afhenti bænum Lenin-orðuna fyrir upp- byggingu og endurreisn eftir stríðið. Mikhaií Suslov sem einnig á sæti í miðstjórninni, flutti líka ræðu í dag, í Ulyanovsk, sem einnig var veitt Lenin-orðan — og varaði Bonn-stjórnina við á- ■pii MMjfi iw»iiwiiiwyw m> m pvnvw -r................. Ólafur Jónsson. Settur tollgæzlustjóri Fjármálaráðuneytið hefur í dag sett Ólaf Jónsson, fulltrúa, til þess að gegna starfi tollgæzlu- stjóra frá 15. þ.m. að telja. Ólafur Jónsson er fæddur 27. maí 1923. Hann varð stúdent frá menntaskólanum á Akureyri 1945 og cand. juris frá Háskóla ís- lands 1951. Settur fulltrúi hjá lögreglustjóranum í Reykjavík 1951 og hefur starfað þar síðan. Ólafur var við framhaldsnám í Bandaríkjunum árið 1952—’53 og lagði stund á „Police Administ- ration“ og sumarið 1959 var hann í Danmörku og Þýzkalandi og k kynnti sér lögreglumál. formum v-þýzkra hernaðarsinna um endurheimt lands þess er tapazt hefði. Einnig gagnrýndi Suslov í ræðu sinni Bartdaríkin sem hann sagði styðja með heims veldisstefnu sinni þá hópa manna í V-Þýzkalandi, sem enn dreymdi um hefnd og endurheimt fyrri landa. Leiðréttingar í fréttagrein af aðalfundi Eim- skipafélags íslands í blaðinu í gær, féll niður nafn Birgis Kjar- ans, en hann á sæti í stjórn fé- lagsins. — Einnig misritaðist nafn Vestur-íslendingsins Grettis Egg- ertssonar (Árni stóð í fréttinni). í minningargrein um Pétur Pálsson frá Hafnardal hér í blað- inu i gær, féllu niður nöfn og brengluðust er upp voru talin börn og tengdabörn hans. — Garðar rafvirkjameistari í Kefla vík, sonur Péturs, er kvæntur Svövu Agnarsdóttur, og Hannes, sem er vélsmiður á Blönduósi. er Við undirritxux samningana. Stálsmidjan hf. byggir vafnsgeyma fyrir borgina Samningar undirritaðir i gær 1 GÆRMORGUN var á skrif- stofu borgarstjóra undirritaður samningur milli Reykjavíkur- borgar vegna hitaveitunnar og Stálsmiðjunnar hf. um smiði tveggja stálgeyma, sem reistir verða á Öskuhlíð. Hver geym- ana verður 9000 rúmmetrar að stærð. Samkvæmt samningnum, sem Geir Hallgrímsson borgar- stjóri undirritaði fyrir hönd borgarinnar, en Benedikt Grönd- ai forstjóri og Ásmundur Guð- mundsson fulltrúi fyrir hönd Stálsmiðjunnar Hf. á annar kvæntur Guðrúnu Björnsdóttur. geymirinn að vera tilbúinn til Adele Addisson syngur hjá Tónlistarfélaginu AMERÍSKA sópransöngkonan Adele Addisson heldur söng- skemmtun fyrir styrktarfélaga Tónlistarfélagsins nk. mánudags kvöld kl. 7 og þriðjudagskvöld kl. 9.15. Á efnisskránni sem er mjög fjölbreytt, eru fimm lög eftir Schubert, „Ganymed", „Dass sie hier gewesen", Selig- keit“, „Wanderer's Nachtlied" Adele Addisson. og „Die junge Nonne“. „Lyris Poems“ fjögur lög eftir Luigi Dallapiccola. „Philini" fjögur Mignan-ljóð eftir Mugo Wolf, blíða vor á Norðurlandi. Hiti var 11 stig á Nautabúi í Skaga firði og 10 á Akureyri. Lægð- kyrrstæð og var því von til, að hlýindin mundu haldast um mestan hluta landsins. „Trois Chansons de Bilitis" eftir Debussy og Kantata eftir Johan Carter. Adele Addisson er svo kunn söngkona bæði af hljómleikum og hljómplötum og einnig eftir að hafa sungið hér með Sinfó- níuhljómsveitinni að óþarfi er að kynna hana nánar. Undirleik annast ameríski píanóleikarinn Brooks Smith en hann er kunnur píanóleikari í Bandaríkjunum og víðar. Tónlistarfélagið biður blaðið um að vekja athygli á því, að tónleikarnir á mánudagsk völd byrja klukkan 7 en á þriðjudags- kvöld kl. 9.15. Prestskosningar í Garða- og Möðruvalla- prestakolli PRESTSKOSNING fór fram í Möðruvallaprestakalli 8. maí s.l, og var sr. Ágúst Sigurðsson kos- inn lögmætri kosningu. Fékk han 184 atkvæði. Sr. Bolli Gúst- avsson, sem sótti um sömu sókn hlaut 143 atkvæði. 9 seðlar voru auðir og einn ógildur. Prestskosning til Garðapresta- kalls fer fram n.k. sunnudag, 15. maí. Fjórir prestar hafa sótt um prestakallið, þeir sr. Bragi Friðriksson, sem þjónar íslend- ingum á Keflavíkurflugvelli, sr. Bragi Benediktsson, aðstoðar- prestur á Eskifirði, sr. Tómas Guðmundsson á Patreksfirði og sr. Þorbergur Kristjánsson í Bol- ungarvík. í Garðahreppi eru eins og kunnugt er þrjár sóknir: Bessastaðasókn, en þar eru á kjör skrá 108, Kálfatjarnarsókn, þar eru á kjörskrá 208 og Garða- sókn, á kjörskrá 782. Alls eru því á kjörskrá í Garðaprestakalli 1098 manns. notkunar næsta haust en hinn árj síðar. Heildarverð geymanna er kr. 18.970.000.-. Með þessum stálgeymum er að sjálfsögðu stórbætt aðstaða eldri hverfanna í borginni að því er snertir heitt vatn og er vonað, að þeir nægi til að fyr- irbyggja vatnsskort þar í fram- tíðinni. í samtali við Mbl. í gær sagði Benedikt Gröndal forstjóri Stál- smiðjunnar hf., að til smíði stál geymanna færu 280 tonn af stáli, sem þegar hefur verið pantað frá Þýzkalandi og von er á innan tveggja mánaða. Verð ur þá byrjað á fyrri geyminum í júlímánuði og honum lokið í haust, eins og fyrr segir. Þetta eru stærstu geymar, sem Stál- smiðjan hf. hefur séð um smíði á og með fyrstu vatnsgeymum, sem hún smíðar. Sagði Benedikt að Stálsmiðjan hefði reist fjöl- marga geyma undir olíu og síld um land allt. En meginverkefni Stálsmiðjunnar hefur jafnan ver ið bygging slíkra geyma og hún hefur auk þess starfað mikið 1 að viðgerðum á skipum. Isl. iðnrekendur og vinnuveitendur Kynna sér álframleiðslu hjá Alusuisse FYRIRTÆKIÐ Suisse Alumini- um hefur boðiff nokkrum islenzk um iðnrekendum til Sviss, til aff gefa þeim kost á aff kynnast af eigin raun hvernig ál er unn- iff, þó fyrst og fremst hvaff hægt er aff vinna úr áli meff hliffsjón af því aff ef til vill mætti koma upp slíkum iffnaði hér, eftir aff ál er orffið innlent hráefni. Farið verður á sunnudaginn Og dvalið 4 daga í boði Suisse Aluminium, ferðast um og skoð- aðar verksmiðjur, sem framleiða ál og vinna úr því. Fjórtán íslendingar eru boðnir í þessa ferð, sem átti að vera undir forustu Kjartans Thors og Gunnars J. Friðrikssonar. En Kjartan hefur forfallast og fer að líkindum ekki. Berlín 8. maí. AP. MÁLGAGN a-þýzku stjórnar- innar „Neues Deutschland“ seg- ir í grein í blaðinu í dag, að A-Þjóðverjar muni taka fyi-stu kjarnorkuaflstöð sína í notkun næstu daga. Höfundur greinar- innar er forstjóri verksmiðjunn- ar, próf. Karl Rambusch, og segir hann þar m.a. að starfs- mennirnir hafi hlotið þjálfun sína í Sovétríkjunum í svipaðri verksmiðju þar í landi. Einnig sagði hann að Sovét- menn hefðu algt til allan sér- útbúnað stöðvarinnar. Menntamálaráffherra ræðir vi ff frú Kristínu Andrésdóttur. Sýning á saSniMarh jr úsar Ivarssonar í DAG verffur opnuff í lista- safni ríkisins sýning á listaverka safni Markúsar ívarssonar. Verffa sýndar þar 57 myndir, sem erfingjar Markúsar afhentu listasafninu meff gjafarbréfi sl. vetur. Listaverkin eru eftir 22 málara og er komið fyrir í 4 sölum safnsins. Sýningin var sl. fimmtu dag opnuð nokkrum gestum, og voru þar á meðal menntamála- ráðherra og frú, frú Kristín Andrésdóttir ekkja Markúsar dæur hennar og tengdabörn svo og safnsstjórn Listasafnsins. Markús ívarsson var fæddur árið 1884. Hann nam járnsmiði og lauk síðar vélstjóraprófi, Arið 1923 stofnaði hann vél- smiðjuna Héðin ásamt Bjarna Þorsteinssyni og var fram- kvæmdastjóri hennar til dauða- dags. Hann fékk snemma áhuga á fögrum listum og eignaðist fagurt listaverkasafn, og eru þessar 57 myndir hluti af þyí safni. Sýningin verður opin alla virka daga frá kl. 13.30 til 16 og um helgar til kl. 22.00

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.