Morgunblaðið - 14.05.1966, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 14.05.1966, Blaðsíða 5
Laugardagur 14. maf 1946 MORGUNBLAÐIÐ 5 ii ÚR ÖLLUM ÁTTUM HJÚKRUNARFÉLAG Islands gekkst sl. sunnudag fyrir kaffisölu á Hótel Sögu, til styrktar tveim hjúkrunar- Hjúkrunarnema í þjóðbúningum alltaf er félagið leitaði til hans. l>ær sögðu, að fyrrnefnt námskeið væri haldið á veg- um samvinnu hjúkrunar- kvenna á Norðurlöndum, sem stofnað var árið 1920 af hjúkrunárfélögum hinna Norð urlandanna, en ísland gekk í hana árið 1923. Námskeiðið verður haldið 1 Danmörku í desember og stendur í 15 daga, en Hjúkr- unarfélag íslands stendur straum af öllum kostnaði. Námskeiðið er haldið í sam ráði við alþjóða heilbrigðis- stofnunina. Tvær hjúkrunar- konur hafa nú verið valdar til fararinnar, þær Ingibjörg R. Magnúsdóttir yfirhjúkr- unarkona við fjórðungssjúkra húsið á Akureyri og Gunnur Sæmundsdóttir deildarhjúkr- unarkona á sama stað. Félagar í Hjúkrunarfélagi fslands eru nú um T70, og stöðugur skortur á fólki. María lagði áherzlu á, að mik ill skortur væri nú á vel- menntuðu fólki til starfa að hjúkrunastörfum. T.d. til þess að veita hinum ýmsu sér- deildum sjúkrabúsanna for- stöðu. Hún sagði að lokum: „Við erum mjög þakklátar öllum sem hafa stutt okkur, því að okkur er mikið í mun að halda sem beztu samstarfi við hin Norðurlöndin og vi'lj- um eftir megni auka mennt- un og víðsýni íslenzkra hjúkr .unarkvenna og manna og stuðla að því að ungt hjúkr- unarfólk fari utan til frck- ara sérnáms". fyrir sólu. Meðan á kaffi- drykkjunni stóð voru skemmtiatriði. Sigurður Steinþórsson söng nokkur lög við undirleik Páls Kr. Pálssonar, hjúkrunarkon- arkonur sýndu tízkufatnað, hjúkrunarnemar s ý n d u nokkra fallega þjóðbúninga og að lokum var danssýning, þar sem Heiðar Ástvaldsson og Guðrún Pálsdóttir sýndu nokkra nýja dansa. Við hittum að máli Maríu Pétursdóttur, formann Hjúkr unarfélags^ fslands og Ingi- björgu Ólafsdóttur ritara félagsins, og ræddum stutt- lega við þær. Þær voru mjög ánægðar með undirtektir almennings, og sögðu að þannig væri það Hjúkrunarnemar sýndu fallega þjóöbúninga konum. sem munu fara utan á námskeið í vinnuhagræð- ingu við hjúkrunarstörf á vegum samvinnu hjúkrunar- kvenna á Norðurlöndum og einnig til að styrkja hjúkrun- arkonu á Norðurlandaþing hjúkrunarkvenna sem haldið verður í Stokkhólmi 19. sept. n.k. Hefur Alda Halldórs- dóttir deildarhjúkrunarkona við barnaspítala Hringsins verið valin til þeirrar ferðar. Er blaðamaður Mtol. kom á Hótel Sögu síðdegis á sunnu- dag var þar fyrir mikill fjöldi fólks, og komust færri að en vildu. Víðsvegar um Súlna- salinn voru borð, hlaðinn alls konar kræsingum, og var ekki annað að sjá, en að gestir kynnu vel að meta meðlætið, því að hver tertan á fætur annarri hvarf eins og dögg íslandskvikmyndin pöntuð í okt. 1968 Bandaríkjamaður tekui hana í sumoir Bandarískur maður, Harry R. Reed, er kominn til Islands, í þeim tilgangi að gera í sumar fræðslumynd um land og þjóð. Hann er kunnur fyrirlesari og gerir kvikmyndir, sem hann sýnir með fyrirlestrum sínum. Þannig hefur hann gert kvik- myndir víða um heim, svo sem í Lapplandi, Finnlandi, Alaska og víðar, og flytur fyrirlestra um þessi lönd með myndunum í vísinda- og fræðslustofnunum og á opinberum vettvangi í Bandaríkjunum og Kanada. — Ég hef tekið slíkar kvik- myndir í 28 ár, sagði Heed, er við hittum hann á City Hótel. Og nota þær eingöngu með persónulegum fyrirlestrum. Ég eel þær ekki öðrum. Það er mikill áhugi á slíiku í um 700 borgum í Kanada og Bandaríkj- unum. Á fyrirlestrana koma eitthvað um og yfir 1000 manns á hverjuim stað, svo það eru ekki evo fáir, sem sjá myndirnar. Auk þess sem það kemur fyrir eð ég sýni þær í sjónvarpi. Mr. Reed kvaðst hafa verið eð kynna sér íslenzk málefni el. 3 ár. í vetur kom hann hing- að, tók nokkra kviikmyndabúta *il reynslu, og undirbjó kvik- myndatökuna í sumar. Hann hef ur gert nákvæma áætlun um gerð myndarinnar og haft sam- band við þá menn, sem munu aðstoða hann við þessa kvik- myndagerð. T.d. mun dr. Finn- bogi Guðmundsson verða til ráðuneytis um sögu og þjóð- eögur, dr. Sigurður Þórarins- eon um náttúrufræði, og fer hann með honum út í Surtsey, dr. Finnur Guðmundsson um dýralíf og fer hann með honum til rjúpnarannsókna í Hrísay, dr. Kristján Eldjárn um forn- gripi og Þjóðminjasafnið, dr. Harry R. Reed Gunnlaugur Þórðarson um list- ir, Ásmundur Sveinsson um höggmyndagerð, dr. Jón Þórar- insson um tónlist, Harry Fred- eriksen um iðnaðarframleiðslu, fiskiðnað og landbúnað, Haukur Gunnarsson uni listiðnað og unnar eru íslenzkar peysur og verður þá m.a. sýnd hvernig ofnir kjólar, og skipaútgerð og flugfélög aðstoða við þann þátt kvikmyndatökunnar. Reed kvaðst byrja í Reykjavík, en ferðast um landið eftir veðri og aðstæðum. Hann væri vanur að ferðast þar sem ekki eru allt- of gúðir vegir eða nær engir. Hann væri feginn, að fólk yrði búið að lesa í blaðinu um hvað hann væri að gera hér, svo það skildi hvað um væri að vera þegar það sæi hann koma með kvikmyndavélina sína. Hann vildi ekki, að svo liti út sem hann væri að ryðjast með ein- hverri frekju inn í einkalíf fólks, heldur aðeins reyna með fullri virðingu að festa á filmu líf fólks á Islandi, til að geta sýnt það og sagt frá því. Kvikmyndin, sem er litmynd og tekur hálfan annan tíma ,verð ur að vera tiltoúin fyrir 17. sept- emtoer, því þá er bókaður fyrsti fyrirlesturinn um ísland. Er búið að ákveða fyrirlestra og sýningu á þessari mynd í tvö ár og nokkuð á þriðja ár. Reed kvaðst að vísu ekki verða með Islandsmyndina eina, en hún væri mjög mikið pöntuð næstu árin. Nú rétt áður en hann fór, skrifaði hann undir samning við The American Museum of . Nat- ional History í Washington um að sýna íslandsmyndina 24. okt- óber 1968. Hann kvaðst sýna myndina í 5 fyrstu vikurnar á næsta fyrirlestrartímabili, venju lega 5 sinnum í viku á ýmsum stöðum í Kanada og Bandaríkj- unum. Og um kostnað af slíkri kvik- myndatöku, sagði Reed, að beinn kostnaður, ef ekki væri reiknað ur tími hans sjálfs eða vinna, væri sennilega 20-25 þús. doll- rara fyrir myndina. — Ég vona að kvikmynd af þessu tagi, sem kemur inn á svo mörg svið ís- lenzkra lifnaðarhátta verði góð landkynning, sagði hann að lok um. 5 tonn af blómakerum MYNDIN er tekin um síðustu mánaðamót í Hveragerði við garðyrkjustöð Gunnars Björns- sonar (Álfafell), og sýnir þar sem verið er að hlaða blóma- kerum í bifreiðar til Reykjavík- ur. Þessir stóru blómakassar voru notaðir til skreytinga í hinn svokallaða „blómasal" Loftleiða- hótels, en alls voru það rúmlega 5 tonn af blómakerum, sem notuð voru til fegrunar og yndisauka í hótelið, og sem fyrr greinir var það hinn gamalkunna garðyrkju- stöð Gunnars Björnssonar, sem tók að sér uppeldi gróðursins, en stöðin hefur frá byrjun sérhæft sig í stofuplöntun auk þess sem hún selur afskorin blóm, svo sem nellikkur, chrysantemum 4«o. fl.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.