Morgunblaðið - 14.05.1966, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 14.05.1966, Blaðsíða 12
12 MOR.GU HBLAÐIÐ Laugardagur 14. maí 1966 IJR BOKGIMIMI II ORGIM1MI Eftirspurn eftir lóðum til bygginga fjölbýlishúsa og iðn- fyrirtækja nú fullkomlega annað — Næsta ár mun verða uthlutað lóðum fyrir um það bil 2000 íbúðir, eða meira en nokkru sinni fyrr Helgl V. Jónsson skrifstofustjó ri borgarverkfræðings á skrif- stofu sinni. HELGI V. JÓNSSON skrifstofu- stjóri borgarverkfræðings er ung ur maður og greinilega mjög á- hugasamur um starf sitt. Það gekk nokkuð íreglega að ná til hans þar sem hann er nú mjög önnum kafinn við móttöku fólks sem á í samningum við borgina um sölu- eða kaup lóða og auk þess sem þessa dagana stendur yfir umfangsmikill undirbúning- ur undir úthlutun iðnaðarlóða við Ártúnshöfða. Helgi veitti okkur margvíslegar upplýsingar um lóðamál borgarinnar og kom m.a. fram hjá honum að nú yrði í fyrsta sinn fullkomlega - annað eftirspurn eftir iðnaðar- lóðum og einnig fengju allir þeir er uppfylltu skilyrði lóðir fyrir fjölbýlishús: Sagði Helgi að á næsta ári mundi væntan- Iega verða úthlutað lóðum fyrir um það bil 2000 íbúðir eða meira en nokkru sinni fyrr. Sagði hann ennfremur að nær undan- tekningarlaust væri samstarfið við borgarana gott og að þeir sýndu skipulagsmálum borgar- innar mikinn áhuga og vildu gera sitt til þess að það mætti sem bezt fara. Fara hér á eftir spurningar okkar og svör Helga. — Hvaða verkefni eru það sem ber hæst hjá ykkur núna þessa dagana? Úthlutun lóða. — í>að er úthlutun iðnaðar- lóða við Ártúnshöfða, er mun 'ljúka í þessum mánuði og einnig er gert ráð fyrir að úthlutun lóða Fossvogssvæðisins ljúki um miðjan næsta mánuð. Á Ártúns- höfða eru ætlaðir 46 hektarar lands til þarfa iðnaðarins og verður þetta í fyrsta skiptið sem hægt verður að anna eftirspurn um þær lóðir, á þann hátt að allir þeir er uppfylla skilyrði geti fengið lóðiir. Það hefur oft verið kvartað um margskonar iðnað er fram færi í bílskúrum eða öðrum skúrum í íbúðar- hverfum, og er vonandi að sem flestir þeirra er slíkan iðnað reka sj'ái sér fært að byggja þarna, — enda fá þeir ekki Jeng- iir rafmagn lagt í slíka^ skúra til iðnreksturs. Þarna á Ártúns- höfðanum kemur til með að verða lang stærsta iðnaðairhverfi borgarinnar, enda sóttu 83 að- ilar um lóðir þar, en einhverjir •mumu þó ganga úr skaftinu þegar á herðir. Fyrirhugað er að svæði þetta skiptist í þrennt eftir teg- undum iðngreina í málmiðnaðar *væði, svæði fyrir tréiðnað og loks verkstæði og athafnasvæði fyrir þungavinnuvélar. Svæði það er úthlutað var til iðnaðar milli Miklubrautar og Suður- landsbrautar og kallað er íðn- garðar er nú langt komið í bygg- ingu. — Hefur tekizt að anna eftir- spurn eftir lóðum fyrir íbúðar- hús? — Síðan 1904 hefur verið hægt að fullnægja öllum sem *ótt hafa um fjölbýlishús og juppfylit þau skilyrði sem sett hafa verið. Mikið er um það að einstaklingar hópi sig saman og myndi byggingafélög um stiga- hús. Þeim hefur öllum verið hægt að veita úrlausn. Hins vegar hefur ekki verið hægt að enna eftirspurn eftir lóðum fyrir raðhús og einbýlishús. — Hvað hefur mörgum lóðum verið úthlutað síðustu ár? — Síðan 1960 hefur úthlutun íbúðarhúsalóða miðað við fjölda íbúða verið þessi: 1960: 4 i rað- húsum, 204 í tvíbýlishúsum og 518 í fjölbýlishúsum, eða sam- tals 725. 1961: 1 einbýlishús, 14 í raðhúsum 22 í tvíbýlishúsum og 218 í fjölbýlishúsum. eða sam- tals 255. 1962: 47 einbýlishús, 1 raðhús, 97 í tvíbýlishúsum og 563 í fjölbýlishúsum eða samtals 708. 1963: 33 einbýlishús, 32 í raðhúsum, 8 í tvíbýlishúsum og 470 í fjölbýlishúsum eða samtals 543. 1964: 123 einbýlishús, 115 í raðhúsum og 919 í fjölbýlishús- um eða samtals 1221. Endanleg- ar tölur ársins 1965 liggja ekki fyrir, en þá munu hafa verið um 1405 íbúðir í byggingu. í þess um tölum er hér voru nefndar eru undanskildar 1—2 kjallara- íbúðir, sem éru yfirleitt í hverju stigahúsi og tvíbýlishúsum, sem byggð hafa verið svo og íbúðir byggðar á eignarlóðum. — Og hvað er svo framundan í lóðaúthlutuninni? — Það er nú Fossvogssvæðið, en þar á að úthluta á svæði 1, eða austurhlutanum 156 íbúðum í fjölibýlishúsum, 79 í raðhúsum sem eru ein og hálf hæð, 12 rað húsum sem er ein hæð og 24 einbýlishús. Á svæði 2 á að út- hluta 210 íbúðum í fjölbýlishús- um, 114 í raðhúsum sem verða ein og hálf hæð, 45 I einnar hæðar raðhúsum og 48 einbýlis- húsum, eða samtals á báðum svæðunum 688 ibúðum. í Breiðholtshverfinu er svo ætlunin að úthluta 114 einbýlis- húsum, 73 íbúðum í raðhúsum og 1092 íbúðum í fjölibýlishús- um eða samtals 1279 íbúðum. í Eikjuvogi á að úthluta 16 ein- býlishúsum og 12 íbúðum í rað- húsum. Þetta verða því samtals um 2000 íbúðir, og þegar reikn- að er með 4 íbúðum á hverja íbúð kemur í ljós að hverfi þessi verða fyirir um 8000 ibúa. í næstu framtíð verður svo Breið holtið stærsti punkturinn, en samkvæmt hinu nýja skipulagi borgarinnar, er gert ráð fyrir að þar verði risið 20 þúsund manna hverfi fyrir 1983. Byggingarframkvæmdir á lóðunum. — Hvernig miðair framkvæmd um í hinu nýja Árbæjarhverfi? — Frostin í vetur hafa tafið mjög fyrir framkvæmdum þar, en þó má segja að framkvæmdir við byggingar fjölbýlishúsa hafi gengið nokkuð vel. Þó munu vera þar um 24 stigghús og um 130 úthlutaðar lóðir sem þarf að reka á eftir með, þar sem fram- kvæmdir eru ýmist ekki hafnar eða mjög skammt á veg komn- ar. Núna þegar veðrið fer að skána og frost fer úr jörðu verð- ur rekið á eftir því að fram- kvæmdir hefjist og mönnum gefin ákveðin byggingafrestur, ef þeir ætla að halda lóðum sínum. Það er mikið verk að herða á mönnum við að hefjast handa, enda hafa þeir margar afsakanir og þá helzta að mikill skortur sé á iðnaðarmönnum. Um peningaleysi kvartar hins vegar enginn. — Hvaða skilyrdi verða menn svo að uppfylla til þess að geta átt von á því að fá lóð — Þeir þurfa að hafa átt lög- heimili hér I borginni frá 1. jan- úar 1961 og ekki hafa fengið lóð fyrir einbýlishús eða raðhús síðustu 10 ár, eða aðild að fjöl- býlishúsi síðustu 5 ár. Þá þurfa menn að vera fjárráða og skuld- lausnir við borgarsjóð. Þá er það einnig regla að einhleypingur fær ekki lóð fyrir ein'býlishús eða raðhús. Það er mikið verk að vinna úr gögnum og er oft gaman að heyra röksemdafærsl- ur manna fyrir því að fá lóð. Sumir segja að nú hljóti þeir að fá lóð, þar sem þeir séu svo oft búnir að sækja um, en aðrir segja að þeir hljóti að fá hana þar sem þeir hafa ekki sótt um áður. — Nú hefur verið mikið rætt um leiðir til að kanna lækkun byggingarkostnaðar og í vetur var á Alþingi samþyk'kt breyt- ing á töllalögunum, sem leið til þess að innfluttir húshlutar og hús verða lægra tolluð en áður. Kemur þetta til að hafa mikil áhrif? — Framkvæmdanefnd bygging áætlunar hefur nú fengið út- hlutað 18 lóðum undir tilrauna- hús og verða þau væntanlega reist þar í sumar. Það er ekki gott um að segja hvort þetta er mikilll ávinningur til lækkunar byggingarkostnaðar fyrr en reynsla er á það komin. Það er margt sem verður að taka tillit til í þessu sambandi og þá ekki sízt gæðin. Annars hefur lóðaúthlutunin verið nokkuð gagnrýnd af bygg- ingarmeisturum — og sagt að hún auki byggingarkostnað. Það er persónulegt álit mitt að það mundi ekki hafa svo ýkja mikil áhrif þótt úthlutað væri lóðum fyrir fleiri stigahús í einu. Það hefur sýnt sig að byggingamenn hafa hvorki vinnuafl, né fjár- magn til þess að standa undir miklu stærri einingum. Ég teldi það æskilegra að byggingamenn fullgerðu húsin að utan og inn- an og gengju frá lóðum, áður en þeir seldu, en nú er mest af íbúð um seldar tilbúnar undir tré- verk. Þegar íbúðirnar eru seldar þannig fást svo jafnvel jafn- margir aðilar við innréttingu og íbúðirnar eru margar. Já, það væri örugglega hagkvæmara fyrir bæði borgina og borgarana að byggingamennirnir fullgerðu húsi í stað þess að skjóta upp hússkrokkunum og rjúka svo í annað. Með þessu komast ekki íbúðirnar í notkun fyrr en eft- ir dúk og disk. Þá finnst mér einnig óeðli- leg að trésmiðir skuli vera á hærri launataxta þegar komið er inn fyrir Elliðaár. T.d. fær trésmiður sem á heima í Ár- bæjarhverfinu lægra kaup fyrir að vinna vestur á Seltjarnar- nesi, en hann fær fyrir að vinna í næsta húsi. Það sézt líka á þessu að vinnan verður dýrari í Breiðholtshverfinu, en í Poss- vognum. Það þarf á einhvern hátt að samræma þetta betur og byggingamenn mættu að skaðlausu hafa meiri samstöðu um byggingarframkvæmdir. Borgin á megin hluta landsins. — Á Reykjavíkurborg það land sem nú á að byggja á? — Við erum nú yfirleitt svo heppnir að borgin á megin hluta þesis lands sem byggt er á, en ef svo er ekki þarf að semja við þá aðila sem fyrir eru á staðnum. Nú er t.d. verið að semja við erfðafestuhafa í Foss- vogi. Þar sem er um að ræða eignarlönd eins og t.d. í Selásn- um og á Skildingarnessvæðinu verður að 'kaupa landið til þess að hægt sé að koma því í byggð. eða heimila landeigendum að byggja með þeim skilyrðum að þeir leggi 1/3 hluta lands und- ir götur og opin svæið og taki auk þess þátt í gatnagerðarkostn aði. Menn hafa ekki til skamms tíma gert sér fulla grein fyrir því hvað borgin vex ört og má til gamans nefna sem dæmi mann einn er ætlaði að byggja hús fyrir tréiðnað fyrir 20 ár- um. Um tvo staði var að an bygging stendur yfir fá kaupverð þeirra greitt út velja, annan þar sem nú er Gróðrarstöðin Alaska við veginn út á Reykjavíkurflugvöll, hinn var við Háaleitisbraut. Var hon- um sagt að byggja heldur þar, því hann yrði síður fyrir þar úti í sveit! — En hvað um þau bráða- birgðahús er reist voru t.d. með- fram Suðurlandsbrautinni? — Verið er að kaupa þau hús sem þar eru föl. Eigendum þeirra hefur verið gefin kostur á að fá lóð og vera í húsinu á með- an bygging þess hefur staðið og fá kaupverð þeirra greitt út eftir því sem framkvæmdum miðaði áfram. Kaupverð þess- arra húsa er helmingur mats- verðs og má segja að borgin mæti fólkinu þar á miðri leið. iþví vitanlega eru þessi hús lít- ils virði, þar sem þau verða rif- in. Yfirleitt verður alltaf gott sam komulag um þessi gömlu hús og mjög margir verða til þess að nota sér það að fá lóð, sérstak- lega iibúar við Suðurlandsibraut- ina og þeir sem eiga hús utan skipulagsins í Blesugróf. Svæði þau er þessi hús standa á losna þannig smátt og smátt og er húsaþyrpingin við Suðurlands- braut nú eina afgerandi svæðið sem eftir er. Vestur í bæ íhinum svonefnda Kamp Knox voru eignarlóðir og hafa eigend- ur þeirra nú selt þær og verður það svæði byggt 1 sumar. — Kemur ekki fyrir að menn selji lóðir, sem þeir hafa fengið úthlutað, án þess að byggja á þeim? Slíkt er náttúrlega algjörlega óheimilt, en samt eru alltaf einhver brögð að því að menn reyni að leika þetta. Það var t.d. rannsakað í vetur hvað marg ar lóðir hefðu verið seldar þannig árið 1963 og kom þá í ljós, að af lóðum undir 543 íbúðir höfðu 7 lóðir verið seldar án þess að bygging væri hafin, Ef við verðum varir við þetta er lóðin skilyrðislaust afturkölluð og gengu slíkt ekki alltaf hljóð- laust fyrir sig. Erfðafestuhafar hafa heimild til að ráðstafa sín- um lóðum, og er ekkert við sölu þeirra að segja. Áhugi borgarbúa á skipulags- málum. — Hvernig bregst nú fólk yfir leitt við þegar þið talið við það og segið að það verði að fara úr húsum sínum og að þau verði rifin? — Fólk sýnir undantekningar- lítið mikinn skilning og jafn- framt áhuga á skipulagsmálum borgarinnar. Það skilur að það verður að fara, en aðstæður þess eru eins og gefur að sikilja mis- jafnar. Við reynum eftir mætti að skilja þær og hjálpa eins og hægt er. Það er eins og ég sagði nær undantekning að ekki sé um skilning að ræða. Einstaka menn þráast við og hafa hátt. Ég get sagt þér frá einu dæmi til gam- ans. Það var móttaka hjá mér og margir sem biðu. Þá kom inn til mín kona sem þurfti margt að tala og hafði svo hátt að pað hefur örugglega heyrst vel fram. Þegar konan hafði svo, íokið máli sínu og ég ætlaði að taka á móti þeim næsta, voru alhr bekkir auðir frammi. Þeim hef- ur líklega ekki litist á að tala við mig eftir þessa miklu hríð er á hafði dunið, sagði Helgi og brosti. lí R GIMMI IJ BORGIMMI IJ R BORGIMMI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.