Morgunblaðið - 21.05.1966, Page 31
! Laugardagur 21. maf 1966
MORGU NBLAÐIÐ
31
Sjómaður drukknar
Annar bjargaðist mjög þjakaður
AKUBEYRI, 20. maí. — Það
slys varð laust eftir hádegi í
dag, að rúmlega tvítugur háseti
á togaranum Harðbaki féll fyrir
borð og drukknaði á innanverð-
um Eyjafirði. Annar háseti á
svipuðum aldri kastaði sér út-
byrðis strax á eftir, en var
bjargað.
Togarinn lét úr höfn héðan á
hádegi í góðu veðri. Þegar skip-
ið hafði verið hálftíma á sigl-
ingu og var statt nokkru innsn
við Hjalteyri, urðu skipverjar
J>ess varir að einn hásetinn, 21
árs piltur, hafði fallið fyrir
borð, en ekki sást glöggt með
hverjum hætti það bar að.
Srax á eftir sást hvar annar há-
seti kastaði sér útbyrðis.
Togarinn hafði verið á fullri
ferð og mikill skriður á skipinu,
svo að nokkurn tíma tók að
stöðva það og snúa því við. En
björgunarbátar voru strax sett-
ir út.
Piltarnir héldu sér allgóða
stund uppi á sundi. Sá síðar-
nefndi var vel syndur og syftti
hann á móti skipinu og var
bjargað um borð mjög þjökuð-
um, þótt ekki hefði hann sop-
ið mikinn sjó. í sama bili sást
sá fyrrnefndi hverfa í djúpið
og fannst hann ekki þótt þaul-
leitað væri í hálfa aðra klukku-
stund á þessu svæði, bæði af tog
aranum og björgunarbátum.
Togaranum var síðan snúið til
Akureyrar aftur og hásetinn,
sem bjargað var, fluttur í sjúkra
hús. Er hann talinn úr allri
hættu. En ekki hefur þó verið
unnt að taka af honum skýrslu
enn sem komið er.
Skv. ósk yfirvalda verða nöfn
hásetanna ekki birt að þessu
sinni.
— Sv.P.
Auglýst eftir vitnum
A s.l. miðvikudagskvöld var
drengur á leið eftir Álfheimum
á reiðhjóli kl. 18.15—19. Lenti
hann í árekstri við bifreið á
móts við Glaðheima. Hann hef-
ur fengið höfuðhögg með heila-
hristing og hjólið skemmzt. Ef
einhver gæti gefið upplýsingar
um þetta, er hann beðinn um
að hafa samband við rannsókn-
arlögregluna. En drengurinn
veit ekki hvort bílstjórinn hafði
samband við hana.
Ekið hefur verið tvisvar á
bifreið,. sem stóð fyrir framan
Bergstaðastíg 33 á hálfum mán-
uði. Þetta er Ford Anglia, blár
að lit, R. 13315.
Einnig var ekið á bifreiðina
R 16625 fyrir framan Blönduhlíð
23 aðfaranótt föstudag. Það er
Consul Cortina, hvít að lit.
Biður lögreglan þá sem kynnu
að vita um þetta að gefa sig
fram. Og einnig ef einhver hef-
ur fundið veski með 2100 kr.,
sem útlendur maður, Kari Uusi-
máki, týndi 7. þ.m. í veskinu er
sjúkrasamlagskírteini og öku-
skírteini, sem hann vantar til-
finnanlega.
Opnuð tilboð í gatna-
gerð í Breiðholtshverfi
í GÆR voru hjá Innkaupa-
stofnun Reykjavíkurborgar opn-
uð tilboð í gatnagerð og lagnir
í einbýlishúsahverfi í Breiðholti.
Hið úbboðna verk er tvíþætt.
Verk A nær til gatnagerðar í
Brúnastekk, Geitastekk, Gilsár-
stekk, Grænastekk, Fornastekk
og Fremristekk að hluta ásamt
skolp-, vatns- og rafmagnslögn-
um í þær götur. Verk B nær til
gatnagerðar í Lambastekk,
Skriðustekk, Hamrastekk. Hóla-
stekk, Urðarstekk og hluta af
Fremristekk og Stekkjarbakka
ásamt tilheyrandi lögnum.
Tilboð bárust frá 5 aðilum
<j>þannig:
Verk A.
Verk B.
1. Hlaðbær h.f. Kr.
2. MiðfelJ h.f.
3. Loftorka s.f. —
4. Almenna Byggingafél. —
6. Véltækni h.f. —
Kostnaðaráætlun gatna-
málastjóra var: —
9.251.138.—
11.124.745.—
11.559.120.—
12.926.355.—
10.400.000,—
Kr. 14.164.158,—
— 14.979.935.—
— 15.330.945 —
— 23.171.480.—
— 15.200.000,—
Eftir er að yfirreikna boðin.
Kuldinn og éljagangurinn heldur áfram
þaðan áfram austur um Nor- Eyrarbakka, 10 stig um nón-
eg. Kuldinn og éljagangurinn bil.
heldur því áfram á Norður-
Unnið að grunni stóru hitaveitugeymanna.
Unnið að grunni stóru
hitaveitugeymanna
sem risa i
Öskjuhlíðinni
sumar
1 SUMAR á að reisa tvo stóra
hitaveitugeyma í Öskuhlíðinni,
skammt ofan við nýju siökkvi-
stöðina. Hefur undanfarnar vik-
ur verið unnið að því að undir-
búa grunninn undir þá.
Morgunblaðið náði í gær tali
af Jóni Bergssyni verkfræðingi
hjá Ok h.f., sem annast undir-
Treg fundar-
sókn hjá
Framsókn
Framsóknarmenn efndu til
kosningafundar í Austurbæj-
arbíói í gærkvöldi og var
fundarsókn treg. Fimm
fremstu bekkjarraðir voru svo
til auðar en þar sátu samtals
13 manns. Auð sæti voru enn
fremur víða um húsið.
búningsframkvæmdir fyrir bygg
ingu nýju hitaveitugeymanna og
spurði hann um gang verksins.
Jón sagði að framkvæmdir
gengju mjög vel, þrátt fyrir erf-
iðar aðstæður. Mikið þyrfti að
sprengja úr klöppinni, og stór-
virkar vinnuvélar ryðja grjótinu
burtu jafnóðum. Sagði hann að
sprengingum lyki einhvern tím-
an næsta hálfa mánuðinn, og að
grunnurinn fyrir fyrri geymir-
inn yrði tilbúinn 1. júlí, en að
verkinu yrði frá þeirra hálfu
lokið 1. september í haust.
Slys
TÍU ára drengur, Óskar
Björnsson, varð undir bíl á haf-
skipabryggjunni í Hafnarfirði
laust eftir hádegi í gær. Lær-
brotnaði hann og meiddist á
fæti og var fluttur á Landakots-
spítala.
„Rauðu skórnir
í UPPHAFI ræðu sinnar á hin-
um fjölmenna fundi í Háskóla-
bíói í gærkvöldi, sagði Geir Hall-
grímsson, borgarstjórí:
„Mér er sagt, að fólk hafi
skemmt sér hér vel í gær við
ævintýri H. C. Andersens „Nýju
fötin keisarans", sem gamansam-
ir samborgarar breyttu í „Nýju
fötin borgarstjórans“.
Síðan sagði borgarstjóri:
„.... en þar sem H. C. Ander-
sen er með svo sviplegum hætti
leiddur inn i borgarstjórnarmál-
efni Reykjavíkur, þá datt mér í
hug annað ævintýri hins göfuga
skálds, nefnilega ævintýrið um
rauðu skóna.. Það er átakanleg
saga um afleiðingar svikseminn-
ar.
Það er um litla munaðarlausa
stúlku, er komst í fóstur til góðr-
ar konu. En stúlkan notaði sér
sjóndepru og veikindi fóstru sinn
ar að komast yfir rauða skó og
yfirgaf fóstru sína til áð fara á
dansleik, og segir svo: „Og hún
setti upp rauðu skóna, það var
líka auðgert. Og síðan fór hún á
dansleikinn og því næsta að
dansa.
En í hvert sinn, sem húp ætl-
aði að dansa til hægri, döhsuðu
skórnir til vinstri, og þegar hún
ætlaði inn eftir gólfinu, fóru
skórnir með hana út eftir því,
síðan ofan stigann, út eftir göng-
unum og út um borgarhliðið.
Hún dansaði, nauðug, viljug
dansaði hún alla leið út í kol-
dimman skóginn“.
Litlu stúlkunnar biðu dapur-
leg örlög, og þannig mun vænt-
anlega fara fyrir þeim, sem nú
reýna að töfra kjósendur með
þyí að stíga dans á rauðum
skóm. Fyrir þeim mun fara eins
og í ævintýrinu. Rauðu skórnir
munu bera þá út um borgarhlið-
ið“.
Þ A Ð er samdóma álit þeirra
manna, sem hleypidómalaust
lita á samninga þá, sem Hafnar-
fjarðarbær hefur gert varðandi
álverksmiðjuna, að þeir séu hag
kvæmir fyrir bæjarfélagið og
muni verða til stórrar upplyft-
ingar fyrir allt atvinnu- og at-
hafnalif i bænum og þannig
skapa mikla og vaxandi vinnu.
Þegar andstöðuflokkar þessa
samnings hafa engin haldbær
rök gegn hagkvæmni hans fyrir
Hafnfirðinga og þjóðfélagið í
heild þá er gripið til þess að
reyna að vekja ótta hjá fólki og
hefur læknisheiðri Alfreðs Gísla
sonar verið fórnað í því efni.
Kommúnistinn og framsóknar
maðurinn i bæjarstjórn Hafnar-
fjarðar voru á móti samningn-
um og nú hefur Árni Gunnlaugs
son bætzt í þann hóp með flokk-
inn sinn.
Er nú sýnt, svo að ekki verð-
ur um villst, að kommúnistar,
framsókn og óháðir eru gréinar
á sama meiði, þeir hafa aðeins
skipt með sér verkum. Þeir eru
eitt, þótt þeir segi þrennt, eins
og bæjarfulltrúi framsóknar-
flokksins er einn. þótt hann
hefði þrjár afstöður í sama
máli.
Er gott til þess að vita, að
það skyldi gerast fyrir kosning-
ar, að Árni Gunnlaugsson komst
heim til föðurhúsanna, vina
sinna kommúnistanna og fram-
sóknarmanna.
Það er ekki björgulegt fyrir
Hafnfirðinga að treysta á siíkt
glundroðalið. Þess vegna fylkj-
ast æ fleiri undir merki Sjálf-
stæðisflokksins tU að skapa bæn
um sínum samhenta og trausta
forystu tU aukinna framfara og
velmegunar. Allir eitt fyrir
Hafnarf jörð.
Framh. á bls. 25
i feluleik
með frambjoðanda
Þjóðviljinn hefur að- undan
förnu birt viðtöl við fram-
bjóðendur kommúnista í borg
arstjórnarkosningunum og er
blaðið komið allt niður í 9.
mann á listanum. En einn
frambjóðandi hefur orðið út-
undan. Við hann er ekkert við
tal haft. Þar er um að ræða
son Hannibals Valdemarsson-
ar, sem skipar 6. sæti lista
kommúnista í Reykjavík. Af
einhverjum dularfullum á-
stæðum hefur Þjóðviljinn
ekkert viðtal birt við hann.
1 blaði sem kommúnistar
hafa gefið út fyrir kosningarn
ar og nefnt er Alþýðubanda-
lag ritar Páll Bergþórsson for
maður Sósialistafélags Reykja
vikur grein þar sem hann
hælir óspart efstu mönnum á
lista kommúnista þ.e. að 6.
manni. Þá hrekkur veðurfræð
ingurinn við og fer að tala
um Framsókn.
Þessi tvö dæmi sýna glógg-
lega, að gamta kommúmsta-
klíkan hefur enn öll völd í
Alþýðubandalaginu og mal-
gögnum þess. Þar er þeim
ekki hampað, sem kommún-
istaklíkan telur sér andsnúna.