Morgunblaðið - 01.06.1966, Qupperneq 3

Morgunblaðið - 01.06.1966, Qupperneq 3
MORCUNBLAÐIÐ MiSvflfuðagur 1. júní 1966 HK Einkaskeyti til Mbl. —Rytgaard. SlÐ ASTL.1Ð IÐ föstudags- kvöld birtist í danska sjón- varpinu viðtal, sem Ole Storm hafði við Halldór Lax ness hér á íslandi í vor. Samtalið hófst með göngu- ferð Storms og Laxness á víðavangi fyrir utan hús skáldsins, Gljúfrastein í Mos- fellssveit. Því miður var veðr ið ekki sem bezt. Allmikill vindur var og því heyrðist samtalið fremur illa. í>að var mikil bragarbót að sjá Laxness á æfingum á eig- in verkum í báðum leikhús- um Reykjavíkur. Laxness sagði spyrjandanum, að hann væri búinn að leggja sagna- gerð á hilluna. Storm þótti það næsta óskiljanlegt, þar sem allur heimurinn þekkti Laxness fyrst og fremst Ole Storm og Halldór Laxness ræðast við. ## Ég hef viðbjóð á kvikmyndum #/ sagði Halldór Laxness i viðtali i danska sjónvarpinu vegna skáldsagnanna, sem hann hefði og fengið Nóbels- verðlaun fyrir. Laxness gat þess að hann hefði haft kynni af öllum meiriháttar stjó'rnmála og trú arhugmyndum allra alda, en þó gæti hann ekki talizt á- hangandi neinnar þeirra. — Ég styðst við mína heilibrigðu skynsemi og tek ekki afstöðu til nokkurs hlut ar. Þegar skynsemin segir mér að ein eðja önnur af hin- um ýmsu hugmyndum sé not hæf, þá notfæri ég mér hana, sagði skáldið. 1 samtalinu við Laxness kom fram greinileg vísbend- ing um það, hvers vegna hann hefur valið sér þetta nýja verksvið, lel\itagerð. Letta kom bezt í ljós er við fylgdumst með Laxness á æf- ingum á leikritinu Prjóna- stofan Sólin, sem uppfærð var í Þjóðleikhúsinu. Við fengum að fylgjast með því hvernig leikritið þróaðist, hvernig skáldið og leikstjór- inn unnu saman að uppsetn- ingu þess og hvernig Lax- ness gerði margvíslegar breyt ingar á textanum þegar hon- um þótti þess þurfa. — Ég hef mikla ánægju af því að vinna svona, sagði skáldið, þetta verk á ekki að verða neitt skrifborðsleik- rit. Á þennan hátt fæ ég ýmsar góðar hugmyndir. Markmiðið með Prjónastof- ixnni er hið sama og skáld- sögunnar; að segja frá marg- víslegum fyrirbrigðum um- heimsins. Meðferðin sýnir upphaf endaloka heimsins og í þriðja þætti birtist uppris- an. Ágæti þessa leikrits er einkum hið samþjappaða and rúmsloft og málið á því er einfalt mjög. t>ó verð ég að segja, að í Prjónastofunni strikaði ég í upphafi of mik- ið út. Á æfingunum komu í ljós ýmsir vankantar sem ég varð að lagfæra. Laxness sagði ennfremur, að þróun hans sem sagna- skálds hefði óhjákvæmilega leitt til þess að hann hóf leik- ritagerð. — Margir lesenda minna hafa sagt við mig, að stórir þættir í skáldsögum mínum væru sem leikrit. Þeir hefðu formbyggingu með hápunkt- um og „antiklimax" og væri hægðarleikur að sviðsetja þá. Framhald á bls. 11 Reykvískar húsmæður í orlofi á Laugarvatni sumarið 1962. Frú Herdis Asgeirsdóttir fjórða frá hægri í fremstu röð. Qrlofsnefnd Reykjavíkur oftnar skrifstofu Konur dveljast í Laugalækjar- skóla í sumar ORLOFSNEtFND Reykjavikur ©pnar í dag skrifstofu í Aðal- stræti 4, þar sem unnið verður að orlotfsmálum húsmæðra í Reykjavik og eru húsmæður, sem ætla að sækja um orlofs- dvöl í sumar, beðnar um að senda umsóknir þangað sem fyrst. Skrifstofan er opin kl. 3.30—5 alla virka daga nema laugardaga og sími er 17366. 1 tilefni af þessum merka áfanga í orlofsmálum húsimæðra, er fengin er föst skrifstofa, fengum við nokkrar upplýsingar um 'þessi mál hjá frú Herdísi Ás- geirsdóttur, formanni orlofs- nefndar, sem manna mest hefur unnið að þeim undanfarin ár. Frú Herdís rakti í stuttu máli upphaf orlofsdvala fyrir hús- mæður í Reykjavík, síðan lögin um orlof til handa húsmæðrum landsins voru samþykkt á Al- þingi 30. maí 1960. Sama ár var kjörin orlofsnefnd af Bandalagi kvenna fyrir Reykjavíkurborg, og hefur hún starfað síðan. Undanfarin ár hefur nefndin átt samstarf við orlofsnefndir í Gullbringu- og Rjósarsýslu, Kópavogi og Keflavík. Fyrsti hópurinn atf Reykja- víkurkonum fór í orlofsdvöl að Laugarvatni sumarið 1961. Fór frú Herdís Jjangað með 47 kon- ur. Rómaði hún mjög allar mót- tökur Eysteins Jóhannessonar hótelstjóra, sem nú er lát- inn, sagði að hann hefði orðið einlægur vinur orlofs- kvenna og hefði verið gott að fá svo góðar móttökur í upphafi. Næsta ár dvöldu "orlofskonur i Húsmæðraskólanum á Laugar- vatni hjá frk. Jensínu. f>á voru konurnár orðnar á annað hundr- að talsins, sem nutu orlofsvistar, þrír hópar í 10 daga hver. Næstu tvö sumur, 1963 og 1964, dvöldu konurnar í Hlíðardalsskóla, þá 123 talsins hvort ár. Bað Herdís fyrir þakklæti til alls þess fólks, sem séð hefur um konurnar í leyfunum. — Með vaxandi dýrtíð ákváð- um við svo í fyrra að fara nýjar leiðir, svo að fé það'sem við hötf- um yfir að ráða nýtist sem bezt og að sem flestar húsmæður geti fengið að njóta þessara réttinda til orlofs, sem lög gera ráð fyrir, sagði frú Herdís. Við tókum það ráð, þegar við sáum hve litið yrði úr þessu fé okk- ar, að leigja skóla, ráða starfs- fólk og taka framkvæmdir að öllu leyti í okkar hendur. Við fengum inni í skólahúsinu við Sælingsdalslaug í Dölum. Þar var aðbúð hin bezta og okkur tókst að halda verðlagi aðeins fyrir neðan það, sem áður hafði verið greitt, þrátt fyrir hækkað verðlag og nokkurn flutnings- kostnað. Og nú ætlum við að hafa sama hátt á í sumar. Við höfum fengið 'hið nýja og glæsi- lega LaugalækjarskÓlahús á Snæfellsnesi fyrir orlofshópana. Framhald á bls. 22. 3 STAKSTÍINAR Draumur Fram- sóknarmanna búinn í mörg ár hafa Framsóknar- menn lagt vaxandi áherzlu á að vera jJrjáblyjuUir umbótaflokk- taT” gem hefði rúm fyrir alla frjálslynda vinstri menn. Þeir - hafa biðlað ákaft til þeirra kjós- enda, sem staðið hafa á vinstri armi stjórnmálanna, og gert ítrek aðar tilraunir til þess að afla Framsóknarflokknum fylgis i verkalýðshreyfingunni. Þær til- raunir tóku á sig kátbroslegar myndir í kosningabaráttunni nú í vor, þegar gefin voru út heil fylgirit með Tímanum til þess eins að lýsa aðdáunarverðri per- sónu verkstjóra Tímans. Það hef ur sem sé verið draumur Fram- sóknarmanna að koma á fót tveggja flokka kerfi, þar sem « flokkur þeirra væri sá aðili sem sameinaði vinstri öfl í landinu. En þessi draumur er nú búinn. Það er e.t.v. ein athyglisverð- asta niðurstaða borgar- og sveit arstjórnarkosninganna. , Framsókn hafnað Atkvæðatala Alþýðubandalags ins, var að vísu nokkurn veginn sú sama og Alþýðubandalagið og Þjóðvarnarflokkurinn fengu samtals í borgarstjórnarkosning- unum 1962, en töluvert meiri en Alþýðubandalagið fékk í þing- kosningunum í Reykjavík 1963, sýnir þó svo ekki verður um villzt, að sókn Framsóknar- flokksins inn í raðir þessa kosn- ingabandalags kommúnista hef- ur verið stöðvuð. Hugmyndin*. um „frjálslyndan umbótaflokk“, sem sameina mundi alla vinstri menn undir einum hatti er rokin út í veður og vind. Eftir stendur afturhaldssamur hagsmunaflokk ur SlS-veldisins, sem hefur slit- ið rætur sínar í sveitunum, en ekki fundið sér neinn stað í bæj unum. Sú pólitík Eysteins að afla atkvæða til vinstri til þess að komast inn í ríkisstjórn með Sjálfstæðismönnum hefur brugð izt. Eysteinn stendur frammi fyrir þeirri staðreynd, að sú pólitík sem hann hefur byggt framtíð sína á sem formaður Framsóknarflokksins hefur mis- heppnast, og hann hlýtur að taka afleiðingum þess. Hvað er framundan? ^ Þessi niðurstaða kosninga og vonsvik Framsóknarmanna af þeim sökum gerir það að verk- um, að Framsóknarforingjarnir verða að taka upp til endurskoð unar alla stefnu flokks síns. 1 því skyni að afla fylgis vinstri manna hafa þeir haft tvær stefn ur í utanríkis- og öryggismálum þjóðarinnar. 1 sama skyni hafa þeir ráðizt gegn iðnvæðingu ís- lands í skjóli fossaaflsins með erlendu fjármagni. En hver eru þau laun sem Framsóknarfor- ingjarnir hafa upp skorið? Vissu lega ekki þau sem til var ætlazt. Þess vegna munu nú hefjast inn- an Framsóknarflokksins víðtæk- ar umræður um framtíðarstefnu hans, og þær munu ekki ganga átakalaust, því sjálsagt hefur Ey steinn ekki skilið úrslit kosning- anna á réttan veg, og jafnvel þótt svo væri, mundi hann sjálf- sagt neita að viðurkenna þessar óhagganlegu staðreyndir sem Framsóknarmenn standa nú frammi fyrir, — skipsbrot þeirrar stefnu, sem þeir hafa byggt allt sitt á.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.