Morgunblaðið - 01.06.1966, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 01.06.1966, Blaðsíða 17
Miðvikudagur 1. Jfiní 1966 MORGUNBLADID 17 Guðmundur Jónsson, skólastjóri: FYRIR rúmlega tveim árum skrifáði ég stutta grein í Morg- unblaðið um nauðsyn á því að torúa Hvalfjörð (18. apríl 1964) bæði til þess að stytta leiðina og ekki síður til hins að losa ferðalanginn við verstu kaflana (snjóþyngsli, hálka og skriðu- föll). Ég benti á 3 lefðir, sem allar mundu spara (meira eða minna) tíma í ferðalögum og kostnað við fyrirhafnasamar vegalagningar. Þessar leiðir eru: Yfir Rotnsvog nálægt Þyrilsey (1 km), úr Þyrilsnesi í Hvítanes (1,6 km) og frá Hrafnabjörgum í Hvammsey (1,6 km). Bent var á að gera mætti brýr þessar að meira eða minna leyti með upp- fyllingu frá sanddæluskipi eða igrjótfyllingu frá landi. Yzta brú in mundi stytta Hvalfjarðar- leiðina um rúml. 20 km, en hinar ininna. Sfðastliðin tvö ár hefur allmik- lð verið rætt um styttingu veg- arins um Hvalfjörð, sem er ein hin fjölfarnasta leið á þjóðveg- um landsins og notuð af svo til öllum byggðalögum þess. Menn tala um ferju á Hvalfjörð, skipa- ferju frá Reykjavík til Akraness eða samgöngur í lofti, en fátt er ©pinberlega talað um brú. Nú fara um Hvalfjörð um 150.000 bifreiðir á ári, og þess mun ekki langt að bíða, að sú tala tvöfaldist. Þessi umferð geng ur mjög í bylgjum, einkum yfir sumartímann. Er því vart hugs- •nlegt, að ferjur eða skip geti annað þeim flutningum, svo að í lagi væri, hvað þá loftsamgöng- ur. Eina leiðin, sem framtíðin mun gera sig ánægða með, er brú yfir Hvalfjörð. Fyrir utan þau 3 brúarstæði, lem ég benti á 1964, vil ég hér ugt um, hvort grynningarnar sunnanmegin fjarðarins eru myndaðar úr bergi, jökulruðn- ingi eða sandi og möl, en á því veltur áð sjálfsögðu að verulegu leyti, hvernig að verkinu yrði staðið. Brú yfir Hvalfjörð, hvar sem hún kann að verða sett, yrði vafalaust að verulegu leyti gerð úr uppfyllingu út frá löndum báðum megin. Þær uppfyllingar mundu annað tveggja verða fengnar úr botni fjarðarins me’ð dæluskipum eða með því að aka efni úr landi. Það síðarnefnda yrði mun dýrara. Hér á landi er talsverð reynsla fengin á síðari árum með að dæla ýmiskonar efnum af sæv- arbotni upp í skip eða til upp- fyllingar á staðnum. Hlutafélag- i*ó Björgun h.f. í Reykjavík dælir t.d. efni fyrir um 40,00 kr. á rúm- metra og getur tekið það til upp- fyllingar úr a.m.k. 1 km fjarlægð. Garður, sem væri 20 m hár og að meðaltali 40 m breiður og 1 km á lengd mundi þá kosta 32 millj. kr., ef efnið nýttist að fullu, og ef það væri tekið báðum megin garðsins, þá þyrfti þykkt efnisins á hafsbotni ekki að vera meiri en 40 cm. áð meðaltali yfir allt svæðið. Væri garður- inn 30 m hár og að meðaltali 50 m breiður, þá mundi 1 km af slíkum garði kosta um 60 millj. kr. og þá þyrfti hið lausa lag á hafsbotni, sem tekið væri til uppfyllingar, að vera um 80 cm þykkt. Þessi dæmi sýna, að það er tiltölulega ódýrt að dæla upp efni af sævarbotni, þar sem það liggur fyrir í hentugu ástandi, og t.d. nota það til byggingu vega yfir firði eða vötn. Sennilega mundi þurfa að klæða garða þessa utan með grjóti, einkum um sjávarmál. Mér virðist að tölur þær, sem bent er á hér að framan, gefi fyllilega til kynna, að það sé rannsókna vert áð gera áætlun um, hvað vegur og brú yfir Hvalfjörð mundi kosta. Á þeim stað, sem hér um ræðir, mundi leiðin um Hvalfjörð styttast um tæpa 50 km. Væri tekinn brúar- tollur, t.d. 100,00 kr. að meðal- tali á bíl (lægra á minni bíla, en hærra á stærri) og reiknuð umferð 300.000 bílar á ári, þá mundi brúartollur nema árlega um 30 millj. kr. Sú upphæð mundi renta um 400 millj. kr. í stofnkostnáði. Mundi vegur og brú yfir Hvalfjörð kosta meira en þá upphæð? Hváð kostar að leggja 50 km langa hraðbraut um Hvalfjörð með þeim kröfum, sem gerðar verða til slíkra vega í framtíðinni? Og hvað spara þær mörgu þúsundir ökumanna, sem árlega aka um Hvalfjörð, þótt þeir þyrftu áð greiða hluta af þeim sparnaði í brúartoll? Ég álít, að ég tali fyrir munn fjölmargra ökumanna og ann- arra, sem oft fara um Hvalfjörð, er ég beini þeim tilmælum til samgöngumálaráðherra, að hann láti sem allra fyrst fara fram rannsókn á því, hvort ekki sé réttmætt að leggja í þá fram- kvæmd, sem hér hefur verið gerð að umtalsefni, og fresta, þar til þeirri athugun er lokið, allri nýlagningu vega í Hval- firði. Þótt brú komi á Hvalfjörð, kemur að sjálfsögðu ekki til greina að leggja niður veg inn fyrir fjörðinn. En vegna byggð- arinnar þar og vegna ferða- f "" 4 ' V mfj J v ■ ■■/ .is.. ; fc í í r / , ’ > 'tt 'v >; >"•»•/<> • >. „ .S-.S * ** 'X ? . ■■; ■' \ . •' V s*>.\>y. ■•• ■ s . ' .•>>> . *•:• « (.v é 'V' - • ■ \ . < '/><* s V* \ /r «'>4 « s *. • —. .. \.’. .. :d - I. ,, , J \ * 4 , :%*>*■: 4 - * . " \ ./■ ■■.,# \ .:. S*. . ' * Sj'fo/ - Av,' .,«.4 -s íf •• sri • ••?>- •....ySSSMw^S Kort af Hvalfirði, þar sem brúarstæði yrði (undirstrikað). manna, sem vilja sjá mikla nátt- . úrufegurð, er engin þörf á mjög kostnaðarsamri vegagerð.. Til þeirra hluta mætti vegurinn að mestu vera í því formi sem hann er og viðhald hans yrði ekki mikfð. Gamla máltækið „Betri er krók ur en kelda“ á í mörgum til- fellum ekki lengur við hér á landi. Við verðum að fara yfir kelduna á hentugum stað og stytta okkur þannig leið. Og því fleiri sem ferðamennirnir eru og því stærri sem krókurinn er, því meira má leggja í kostnað. Og 50 km er alltaf mikill krókur inn fyrir Hvalfjörð og stundum getur sú ferð tekið fleiri klukku stundir, þótt sæmileg færð sé ann ars stáðar á vegum. Með 300.000 bifreiða umferð um Hvalfjörð mundi vegur og brú við Akra- fjall spara 15.000.000 km akstur árlega. Mér finnst, að þetta umferðar- mál, sem hér hefur lauslega ver ið bent á, megi ekki liggja í þagnargildi. Vegur og brú yfir Hvalfjörð hlýtur að ég held, að verða framtíðarlausn á umferð á þessum sló'ðum. Og ég vænti þess, að rannsókn muni leiða í ljós, að við höfum efni á því að leggja í þetta fyrirtæki strax. Guðmundur Jónsson Hvanneyri. Leikfélag Akureyrar — Iðnó: Bærinn okkar Hofundur: Thornton Wilder Þýðandi: Bogi Ólafsson Leikstjóri: Jónas Jónasson gera að umtalsefni fjór*ða stað- inn, sem áreiðanlega verður því álitlegri sem tækni vex við gerð garða og brúa. Þessi staður er frá Grafarmel við norðanvert Akrafjall í stefnu rétt norðan við Kiðafell. Fjörðurinn er áð vísu nllmiklu breiðari þarna en við hin brúarstæðin, en hann er yfir- veitt ekki mjög djúpur. Vil ég nú lýsa þessu brúarstæði eins og það kemur mér fyrir sjónir, en að sjálfsögðu geri ég mér fylli- lega ljóst, að ég er enginn sér- fræðingur á þessu sviði. Breidd fjar'ðarins telst mér vera um 2960 m á þessum stað. Dýptin er þannig í stórum dráttum, miðað við stórstraums- fjöru: dýpi er á um m vegalengd 1 0— 5,5 550 5,5—11,0 870 11,0—18,0 260 18,0—36,0 1060 36,0—42,0 230 2960 Á þessum tölum má sjá, að nær því helmingur af breidd fjarðarins á þessum stað er með 11 m dýpi eða minna við stór- straumsfjöru og um 60% af leið- inni er með dýpi undir 20 m. Þetta sóst á meðfylgjandi þver- skurði af Hvalfirði. Botn Hvalfjarðar mun aðeins að litlu leyti hafa verið rann- sakaður. Mér er því ekki kunn- LEIKFÉLAG Akureyrar gisti höfuðstaðinn um helgina og sýndi hið víðfræga leikrit „Bæ- inn okkar“ eftir Thornton Wild- er í Iðnó annan í hvítasunnu. Þýðinguna gerði Bogi Ólafsson. Fyrir rúmum tveimur áratugum sýndi Leikfélag Reykjavíkur þetta verk á sama stað, og þótti sýningin þá sæta allmiklum tíð- indum, enda er leikritið um margt nýstárlegt og búið mörg- um góðum kostum. Eru mér í fersku minni hin sterku áhrif sem sýningin hafði á mig, en hún var meðal fyrstu leiksýn- inga sem ég sá. Thornton Wilder semur „Bæ- inn okkar“ skömmu fyrir seinni heimsstyrjöld og er greinilega undir áhrifum frá austurlenzk- um leikstíl og þýzku expressjón- istunuml Hann leitast við áð leysa sviðslistina úr viðjum hefðbundinna forma natúralism- ans, m.a. með því að sleppa sviðsbúnaði og láta „leiksvi'ðs- stjóra“ tala beint til áhorfenda og fá þá til áð taka þátt í því sem fram fer á sviðinu. Hann dregur upp í fáum dráttum mynd af dæmigerðu smábæjar- lífi í Nýja Engláhdi, en jafn- framt stefnir hann að því með nýstárlegri tækni sinni að draga upp algilda mynd af mannlegum kjörum, mynd sem sprengir ramma venjulegs „raunsæis". Eins og víðar í skáldskap Wild- ers er hér fyrst og fremst fjall- að um þrjá höfuðþætti mann- lífsins, fæðingu, ástir og dau’ða. Myndin verður í senn staðbund- in og algild, af því bak við dag- legar venjur og tiltektir hins bandaríska smábæjarfólks liggja hvatir, draumar og örlög sem eru partur af * reynslu flestra manna. Það má teljast djarft tiltæki af hópi óskólaðra áhugaleikara að ráðast til atlögu við jafnviða- mikið verkefni og „Bæinn okk- ar“, þar sem svo mikíð veltur á öruggri leiktækni og réttum blæ- brigðum. Raunin varð líka sú, að Leikfélagi Akureyrar reynd- ist um megn að skapa þá stemn- ingu á leiksviðinu, sem blési fersku lífi í sýninguna, þó óneit- anlega væri ýmislegt vel um við- leitni leikstjóra og leikenda. Kom þar bæði til mjög misjafnlega hnitmiðaður látbragðsleikur og óörugg textameðferð. Sýningin var í allra hæggengasta lagi og skorti þær skýru heildarlínur sem svona stílfært verk krefst. Látbragðsleikurinn, sem gegnir veigamiklu hlutverki í leiknum, var vfða fálmandi og ónákvæm- ur, þannig að hann orkaði oft beinlínis truflandi á áhorfendur. Einnig fóru nokkrir leikenda mjög gálauslega með textann, þannig að ambögur og mismæli voru tíð, auk þess sem víða skorti tilfinnanlega á rétta fram- sögn og eðlilegar áherzlur ís- lenzkrar tungu. Á hinn bóginn virtist mér leikstjórinn, Jónas Jónasson, hafa náð allgóðum tök um á einstökum atriðum verks- ins, t.d. vígsluatriðinu og kirkju- garðsatriðinu í þri'ðja þætti, en síðarnefnda atriðið er að vísu svo áhrifamikið í sjálfu sér, að það hrífur leikhúsgesti jafnvel þótt talsvert skorti á leikræn til- þrif. Ennfremur hefur leikstjórinn laðað fram furðugóðan leik hjá yngri leikendum, og þá einkan- lega hjá þeim Sunnu Borg (Emily Webb) og Sigurgeiri Hilmari (George Gibbs), sem bæ'ði skiluðu hlutverkum sínum á látlausan og sannfærandi hátt og höfðu mun betra vald á réttri framsögn en eldri kynslóðin, ef frá eru taldir tveir leikendur í aukahlutverkum, Kjartan Ólafs- son (Howie Newsome) og Kristín Konráðsdóttir (frú Soames), sem bæði skópu skemmtilegar mann- gerðir. Jón Ingimarsson dró einn- ig upp sérkennilega smámynd af Símoni Stimson. Af eldri leikendum í stórum hlutverkum kvað mest að Guð- laugu Hermannsdóttur (frú Gibbs) og Marinó Þorsteinssyni (Webb ritstjóri), sem bæði áttu góða spretti, en skópu hvorugt nægilega heilsteyptar mannlýs- ingar. Meginljóðurinn á ráði eldri leikaranna virtist mér vera of rík tilhneiging til raunsærr- ar túlkunar, sem fór í handaskol- um af því þá skorti innlifun og kannski líka þekkingu á því fólki sem leikritið fjallar um. Meiri stílfærsla og jafnvel skoplýsing hei’ði því verið vænlegri til á- rangurs. Haraldur Sigurðsson hafði á hendi hlutverk „leik- sviðsstjórans", en náði mjög ó- fullnægjandi tökum á því, m.a. sökum blæbrigðalausrar fram- sagnar og alltof einhæfrar túlk- unar. Aftur á móti brá hann upp hnyttilegri mynd af afgreiðslu- manni. Förðun leikenda virtist mér handahófskennd og spillti til muna gervi þeirra sumra. Ljósa- beiting var í þokkalegu lagi, en hefði mátt vera margbreytilegri, því hún kemur í rauninni í stað- inn fyrir leiktjöld. Ljósameistari var Árni Valur Viggósson. Þrátt fyrir ofantalda ann- marka var sýningunni á mánu- daginn vel tekið af leikhúsgest- um, og ættu þær viðtökur að vera hinu dirfskufulla áhuga- fólki frá Akureyri nokkur umbun fyrir erfiði sitt og lofsvedða við- leitni. Sigurður A. Magnússon. Skemmtun D-listans í Kopavogi SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN í Kópavogi efnir ti.1 skemmtun- ar föstudaginn 3. júní í Sjálf- stæðisbúsinu fyrir þá, sem störf- uðu fyrir D-listann á kjördag. Skemmtunin hefst kl. 20.30. Aðgöngumiðar verða afhentir í Sjálfstæðishúsinu fimmtudag- inn 2. júní kl. 20—2i2

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.