Morgunblaðið - 01.06.1966, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 01.06.1966, Blaðsíða 28
28 MORGU NBLAÐIÐ Miðvikudagur í. júni 1966 Mary Raymond: STÚLKA MEÐ CRÍMU Steve var döikkklæddasti mað urinn í hópnum. Yestið og stutt- buxurnar var hvorttveggja svart, enda þótt rifur væru á vestinu, þar sem gult fóður skein í gegn. Mér fannst hann nú samt afskaplega rómantísk- ur. Eftir kvöldverðinn tróðum við okkur í nokkra bíla. — Við aettum nú að réttu lagi að vera ríðandi eða í skraut- vögnum heyrði ég, að Jill sagði, og Anna Boleyn skríkti eitthvað því til samþykkis. — Það skul- um við gera. Áttu nokkra söðla Steve? Steve átti þá og hafði erft þá eftir móður sína, og ég hafði oft séð þá og dáðist að þeim. Brom leit vel eftir þeim og fægði þá og funsaði, enda þótt enginn not- aði þá lengur. En eftir nokkrar umræður voru Jill og Anna Boleyn fengar ofan af þessari illframkvæman- legu hugmynd sinni, og við kogiumst loksins af stað. Samkvæmt ósk gestgjafa okk- ar höfðum við nú öll sett upp grímurnar. Ég var með ofurlít- inn lepp úr svörtum kniplingum, sem var kræktur í hárið á mér. Steve var í svörtum domino, en Jill var með þríhyrnu úr svörtu flaueli. Þegar ég leit á þau hin, fannst mér sem þessar grímur gerðu engan torkennilegan. Þeir yrðu auðþekktir, eftir sem áður. En þar skjátlaðist mér, því að þegar við vorum komin innan um tvö eða þrjú þúsund manns, gat ég varla einu sinni þekkt samferðafólk mitt, auk heldur aðra. Hovenden Hall var öll upp- ljómuð, en þó ekki með raf- magnsljósum. Stórir blossandi kyndlar höfðu verið settir með- fram akbrautinni, og á garðhjall ana. í stóra salnum sjálfum, þar sem var hellugólf, sem venju- lega var hulið persneskum á- breiðum, var nú stráð sefi, og þar voru þúsundir kerta á veggj unum og á langa veitingaborð- inu, þrátt fyrir eldhættuna, sem af þessu hlaut að stafa. Þarna var Louise Sheldon, 1 n--------------------------□ 19 □-------------------------n gljáandi silkikjól og smarögð- um, sem Elísabet drottning, ásamt manni sínum sem Leicest- er, við hlið sér, og tók móti gest- unum. Þau voru búin að eiga Hovend- en Hall ásamt görðum og ökr- um í þrjú ár, og á þessum þremur árum höfðu þau sópað skrambúðir Lundúnaborgar til þess að finna sextándu aldar hús gögn að skreyta þetta brúðuhús sitt með, og svaia þannig hé- gómagirnd sinni. Hver einasti smáhlutur af innanstokksmunum, sem þarna var að sjá var ósvikinn. Þetta var ekkert eftirlíkt skran, held- ur raunverulegir forngripir, fægðir og gljáandi af aldagam- alli notkun margra kynslóða, rétt eins og brimsorfnir steinar í fjörunni. Ég er nú ekkert sér- lega hrifin af þessu tímabili sög- unnar — vegna þess að því hef- ur verið spillt með eftirlíking- úm — en ekta hlutir eru allt af ekta hlutir og í þessu umhverfi, með hinum dásamlegu vegg- tjöldum, varð ég að játa, að þeir höfðu mikinn glæsibrag til að bera. Þegar búið var að heilsa gest- gjafahjónunum, fékk hver gest- ur pergamentsræmu, þar sem á var letrað með fornlegu letri og á gamalli ensku dagskrá kvölds- ins, og hvenær hvert atriði skyldi fram fara. Ég missti af samferðafólki mínu næstum strax eftir að ég var komin inn. Ég varð þvi samferða meðan hjónunum var heilsað og Steve kynnti mig, en þá lét ég berast fyrir straumn- um upp á loft. Þá voru Jill Stens field og hitt kvenfólkið enn með mér í fylgd. Við vorum á leið- inni að koma yfirhöfnunum okk ar fyrir. Ég komst inn í eitt> svefnher- bergið, sem var notað fyrir fata- géymslu kvenna, tók við miða upp á sjalið mitt úr hendi dig- urrar konu, sem var klædd eins og barnfóstra úr Rómeó og Júl- íu, púðraði á mér nefið, lagaði á mér grímuna og gekk síðan aftur að stiganum. Ég var um- kringd á alla vegu af persónum frá Elísabetartímanum. — Þarna voru Shake9peare, Bacon, María Stúart, og heilmikið að hirðsnáp um, en_ engan þeirra gat ég þekkt. Ég stóð ofan við breiða stigann og horfði niður í forsal- inn, á mannfjöldann, sem niðri var og gekk í bylgjum erns og öldusjór, eins og þegar sýður í sultupotti, en þó að ég svipaðist eftir einhverju andliti, sem ég þekkti, var það árangurslaust. Ég þekkti þarna ekki nokkura sálu. í nokkrar sekúndur horfði ég á Sheldonhjónin heilsa gestum sínum, dáðist að matarborðinu, þar sem allt var þakið steikum og öðru góðgæti. Þjónarnir og stúlkurnar sem gengu um beina, voru öll klædd í búninga sext- ándu aldar. Kampavínstapparnir þutu í loft upp og menn og kon- ur snigluðust gegn um þröngina, með bakka, sem virtust ætla að detta þá og þegar, alsetta glös- um með hinum gullnu veigum. Nei, þetta þýddi ekki neitt. Það var aldrei hægt að fá þetta al- fullkomið. Enginn mundi drekka þunnt öll eða mjöð, eða hvað það nú var, sem menn drukku á sextándu öldinni. Louise Sheld- on var að tryggja sér, að gest- irnir hennar skemmtu sér — og notaði kampavín til þess! — Ertu að villast? spurði rödd við hliðina á mér. — Peter! sagði ég og sneri mér að honum, og mér létti stórum. — Ég er búin að týna öllum. — Við finnum þau einhvern- tíma, sagði Peter. Hann tók mig undir arminn og beindi mér upp stigann aftur en svo í kring og niður annan stiga, og síðan inn í sal, sem var sýnilega aðalsalur- inn í húsinu. Allsstaðar var fullt af fólki, en bara engixui úr okk- ar hópi. Loksins komum við á Löngu Svalirnar, sem voru eitt helzta stolt Hovenden Hall. Annar hliðarveggurinn var eintómir gluggar, sem vissu út að garðin- um. Hinn veggurinn var þakinn andlitsmyndum og olíumálverk- um. Hér hafði Louise Sheldon ekki þorað að nota kerti, og sval irnar voru upplýstar af tveimur stórfenglegum ljósakrónum, en auk þess voru kastljós á mynd- irnar sjálfar. Þarna var lika upp hækkaður pallur og þar var eitt- hvað af fólki, sem hafði ekki látið hrífast af gömlu hljóðfær- unum, að dansa tuttugustu aidar dansa. Það var hjákátleg sjón. — Louise tekur alltaf vel á móti gestum, sagði Peter. —■ Hún hefur eitthvað handa öll um. Um leið og hann sagði þetta, lauk hljómsveitin lagi sínu með miklum gauragangi á gítarana, dansfólkið dreifðist og eitthvert par, sem var að hætta að dansa, kallaði í Peter. Ég var kynnt þessu fólki, en tók ekki eftir nöfnunum. Gítarleikararnir höfðu nú hlé til að hvíla sig og önnur hljómsveit, ekki líkt þvi eins ofsaleg, tók við og ég fór með kunningja Peters út á gólf- ið í hægum foxtrot. Dansherrann minn var nokkru hærri vexti en ég og eftir rödd- inni að dæma, var hann ungur maður. En það var alveg furðu- legt, hve erfitt búningur hans gerði mér að geta mér til um það. Við skröfuðum eitthvað um þennan einkennilega dansleik. Hann spurði mig nafns, þar eð hann hafði ekki heyrt það, þeg- ar við vorum kynnt, og ég spurði hann um hans nafn, sem reyndist vera Philip og eitthvað meira. Ég gat sem sé ekki heyrt seinna nafnið og vildi ekki vera að ganga eftir því frekar. Hann þekkti ekki Steve en hafði þekkt Peter lengi. Þegar dansinum var lokið, gengum við að stólnum, þar sem Peter sat. En nú voru komnir þangað ein- hverjir fleiri. Ég leit kvíðin á hópinn, en þarna var enginn sem ég þekkti. Vitanlega var ég ekki að gá að nema einum 4ra herbergia íbúðir Til sölu eru 3 fjögurra herbergja íbúðir í fjölbýlishúsi, sem er í byggingu á eignarlóð í Vesturbænum. íbúðirnar seljast tilbúnar undir tréverk og verða afhentar í haust. Tveimur íbúðunum fylgir íbúðarherbergi í risi. Nánari upplýsingar gefur: BIRGIR ÍSL. GUNNARSSON, HDL. Málflutningsskrifstofa, Lækjargötu 6 B Sími 20628. ORÐSENDING frá Bifreiðastöð Steindórs og Kaupfélagi Arnesfnga Þann 1. júní 1966 flytjum við afgreiðslu sérleyfisb ifreiða okkar í Umferðamiðstöðina við Hringbraut. Simi 22300. — Á það skal bent að fyrsta áætlunarferð Steindórs til Keflavíkur kl. 6 árdegis fer frá Bifreiðastöð Steindórs, Hafnarstræti 2 og ekur um Hafnarstræti, Lækjargötu, Sóleyjargötu og um Miklatorg. — Síðasta áætlunarferð Steindórs frá Keflavík—Reykjavík kl. 11,45 síðdegis mun enda hjá Bifreiðastöð Steindórs, Hafnarstræti 2. Bifreiðastöð Steindórs Kaupfélag Árnesinga — Opnum í dag rymingarsölu að Skólavörðustíg 3 STÓRKOSTLEG VERÐLÆKKUN Allskonar snyrti- og gjafavara — Sokkar í úrvali, GJÖRIÐ SVO VEL A Ð LÍTA INN. RYMINGARSALAIM - SKÓLAVÖRÐUSTÍG 3

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.