Morgunblaðið - 01.06.1966, Page 32

Morgunblaðið - 01.06.1966, Page 32
Helmingi útbreiddara en nokkurt annað íslenzkt blað Langstærsta og fjölbreyttasta blað landsins 121. tbl. — Miðvikudagur 1. júní 1966 Lagarfljótsormurinn er aðeins heyröst Egilsstöðum, 31. maí. UM tvö leytið í dag iom kona Sigurðar Blöndais, skógarvarðar á Hallormsstað auga á að dökk rönd lá eft- ir Lagarfljóti nokkuð vestur af Hailormsstað. Þegar 'hún hafði athugað þetta nokkra stund gerði hún manni sín- um aðvart. Menn fóru að horfa á þetta fyrirbrigði og komust áð þeirri nðurstöðu að hér væri um að ræða hinn gamla Lagarfljótsorm. i>etta fyrirbrigði barst svo hægt suður fljótið og var undan Atlavík um áttaleytið í kvöld. í.g hailast að því að hér sé að ræða um gróður úr botni fljótsins, sem flýtur upp við ákveðin skilyrði. i>essi röst er um 400-500 metr ar á fljótinu. Fréttamaður blaðsins at- hugaði málið nánar í gær- kveidi og hafði samband við blaðið kl. 21.30, en þá var fyrirbrigðið rekið að landi og reyndist vera heyrastir, sem losnað hafa af nesjum, sem liggja að fljótinu, en það óx nú í vorieysingunum. 1 fréttaauka útvarpsins í gærkveidi hafði skógarvörður inn á Hallormsstað, Sigurður Blöndai, þetta m.a. að segja um fyrirbærið á Lagarfljóti: í 4—5 kiukkustundir hefir undarlegt fyrirbæri borið fyr ir augu úti á Lagarfljóti héð an frá Hailormsstað. Er það lengja mikil, einir 500 metr- ar og sundurslitin í 6 búta. Hefur þetta rekið inn eftir fijótinu. f>að er ein,s og sé hreyfing á þessu, bungunum hverri fyrir sig, og grein'- iegt að fuglar (endur) setj- ast á það. Ekki sjáum við móta fyrir haus né sporði, og engar sundhreyfingar. — Er þetta mjög svipað fyrirbæri og við sáum hér fyrir einum 4 árum. Fór þetta þá hraðar og var ekki svona langt. — Sagði Sigurður Blöndal að einhvern tíma hefði slikt sem þetta verið kaiiað Lagar- fljótsormurinn. í útvarpinu í gærkvöldi (kl. 10) gáfu þeir Sigurjón Rist vatnamælingamaður og Guðm. Kjartansson, jarðfræð ingur þessa skýringu á fyrir- bærinu í Lagarfljóti, en það væri tilgáta ein: Undan Hallormsstað er 110 metra dýpi. Jökulleir er í Lagarfljóti. Hann fellur til botns í vatninu og hangir á snanbröttum klettasíðum Lagarins. Neðanvatns falla svo af og til aurskriður og niður hina snarbröttu hliðar- veggi. Þessar aurskriður koma af stað hvirflum, sem ná allt til yfirborðsins, sem gruggugir dökkir fiekkir. Frú Agústa Vignisdóttir gefur Snarfaxa nafnu Hin nýja Friendshipvál F. I. hlaut nafnið SNARFAXI Stórbætir innanlandsflug félagsinns HIN nýja Fokker Friendship skrúfuþota Flugfélags tslands kom til Reykjavíkur kl. 16.00 sl. laugardag. Eftir lendingu ók flugvélin að flugskýli No. 4, þar sem mót- tökuathöfn fór fram. Margt gesta var viðstatt komu flugvélarinnar: Birgir Kjaran, formaður stjórnar Flugfélagsins, flutti ræðu. f>ví næst var hinni nýju flugvél gefið nafn, þá flutti Ingólfur Jónsson, flugmálaráð- herra ræðu og að lokum flutti Örn O. Jöbnson ávarp. f>egar Flugfélag íslands samdi endanlega við Fokker flugvéla- verksmiðjurnar í Hollandi um smiði á fyrri Friendshap skrúfu- þotu sinni „Blikfaxa“, sem kom ráðabirgöasamkomulag við verka- iýðsfélögin á Norðurlandi í FYRRADAG tókst sam- komulag til bráðabirga með flesíum verklýðsfélögum á Norðurlandi og Vinnuveit- endasambandi Islands og Vinnumálasambandi sam- vinnufélaganna um samræm- ingu um kaup og kjör svip- uð þeim, sem nú gilda við verkalýðsfélög við Faxaflaó. í gærkvöldi runnu út, vegna uppsagpar, flestir samningar við félÖg verkamanna og verka- kvenna í landinu. Samninga- viðræður eru fyrir nokkru hafn- ar miili vinnuveitenda og Verka- mannasamlbands íslands. Við- ræður þessar eru það skammt á veg komnar, að ekki er hægt að skýra frá þeim að marki. Þeim verður haldið áfram. í athugun er hvort verkalýðs- félögin á Austurlandi gerist að- ilar að samkomulagi því er Norðlendingar gerðu. Samningur sá er gerður var við félögin á Norðurlandi hljóð- ar svo, samkvæmt upplýsingum fréttaritara blaðsins á Akureyri: „Það hefir orðið að samkomu- lagi með undirrituðum aðilum að framlengja um óákveðinn tíma kjarasamningum aðilanna dagsetta 7. júní 1065 með þeim 'breytingum, sem hér greinir: 1. Vinnuvika verði 44 klst. með óskertu grunnkaupi og unnin á tímabilinu k,l. 8—17 mánudaga til föstudaga og kl. 8—12 á laugardögum. Heimilt er verkafólki með samkomulagi við vinnuveitendur að vinna af sér laugardaga og skal dagvinna þá unnin frá mánudegi til og með fimiptudegi vera frá kl. 7.20— 17.20 og á föstudegi frá kl. 7.20— 16.20. Fyrstu tvær klst, að dagvinnu lokinni teljast eftirvinna. Þegar IFnglingadansleikur DANSLEIKUR verffur fyrir þá fjölmörgu unglinga, sem störfuðu fyrir D-Jistann fyrir eða á kjördag, í Sigtúni í kvöld kl. 20,30. Foník og Einar leika og syngja fyrir dansi. — Mið- ar aíheritir á skrifstofu Sjálfstæðisflobksins í Sjálfstæðishús- inu við Austurvöll (2. hæð) til kl. 6 í dag. S JÁLFSTÆÐISFLOK KURINN. vinnu er þannig háttað, telst næturvinna frá því er eftir- vinnu lýkur til kl. 7.20. 2. Til samræmis við aldurs- uppbót þá, að upphæð 5% fyrir þá, sem öðlazt hafa rétt til óskerts vikukaups eftir tveggja ára samfellda vinnu hjá sama vinnuveitanda, sem samningar sunnanlands kveða á um, skal greidd meðaltalshækkun á grunnkaup að upphæð 2.5%. 3. Fiskvinna, sem nú er greidd eftir 1. taxta, verði greidd sam- kvæmt 2. taxta og vinna við pökkun, snyrtingu og vigtun hækki 'hlutfallslega. 4. Samningar Vinnuveitenda- Framhald á bls. 23 Nýtt skip unfirðinga Flateyri, 31. maí. SÍÐASTLIÐIÐ föstudagskvöld fögnuðu Örnfirðiingar nýj'U og glæsilegu fiskiskipi. Skip þetta heitir Sóley, ÍS 225 og er 245 torúttólestir. Eigandi skipsins er Hjallanes hf. Flateyri, en aðal- eigandi þess er Kaupfélag Örn- firðinga. Skipið er búið Wichmann-vél 600 hö. Hjálparvéiar eru tvær af M.W.M. gerð og knýr hvor þeirra riðstraumsraf að stærð 31,5 kw. Það sem vekur sérstaka athygli í þessu skipi er ný gerð og kraft- blökk sem er norsk og hei'tir Hov/Notringvinsj, 8 tonna. Skip- ið er búið öllum nýjustu siglinga- og fiskileitartækjum. Þá er það nýjung að korta- klefi er staðsettur bakborðsmeg- in fyrir aftan stýrishús, sem gef- ur meira rými fyrir blökkina og nótina á bátalþxifari. Teikninigar o,g fyrirkomul>ag á innréttingu skipsims gerði Agúst G. Sigunðsson skipatæknifræði'ng ur, en- teikningin af skipimu e-r norsk. Skipið gekk í reynsluför 12,4 sjómílur. Skipstjóri er Ari Kristjánsson frá Hafnarfirði og sigldi hanm skipinu heim. Skipinu var hleypt af stokkun- um 7. m-aí sl. hjá Lindstöls skipa- smíðastöðinni í Risör í Noregi. Skipinu var vel fagnað hér og fór héðan til síldveiða á hvíta- sunnunni. — Kristján. Eggiastyrjöld Akranesi 31. maí. NÚ ER eggjastyrjöldin í Akrafjalli tekin að geisa á nýjan leik. Hámarki náði hún nm hvítasunnuna, er sýslu- maðurinn í Borgarnesi sendi 3 af lögregluþjónum sínum á Akrafjall til fulltingis bænd- unum, sem land eiga að og í Akrafjalli. — Oddur til landsins 14. maí í fyrra, var jafnframt gengið frá samkomu- lagi um forkaupsrétt á annarri skrúfuþotu samskonar til af- 'hendingar vorið 1966. Endanlegir kaupsamningar varðandi þessa vél voru svo undirritaðir í Reykjavík 25. fetorúar 1965. TF-FIK, sem við heimkomu hlaut nafnið „SNARiFAXI“ er tveggja hreyfla skrúfuþota knúin Rolls-Royce hverfihreyfl- Framhald á bls. 23. Háskóla- fyrirlestur REKTOR Háskólans í Leíden i Hollandi, prófessor D, J. Kuen- en, dvelst hér á landi frá 30. maí til 5. júní í boði Háskóla íslands. Prófessor Kuenen er kunnur dýrafræðingur, og hefir harm verið áhrifamikill um mótun stefnumiða í hollenzkum háskóla málum eftir styrjöldina. Á stúd- entsárum sínum dvaldist prófess- orinn sumarlangt hér á landL Það var sumarið 1935, þegar hann var á Brúsastöðum í Þing- vallasveit hjá Jóni Gu'ðmunds- syni. D. J. Kuenen var þá einn af 35 stúdentum, sem komu hing- að fyrir atbeina van Hamel, pró- fessors í Utrecht, og Alexanders Jóhannessonar, prófessors. D. J. Kuenen heldur hér tvo fyrirlestra í Háskólanum, hinn fyrri miðvikudag 1. júní kl. 5.30 e. h. og hinn síðari föstudag 3. júní kl. 5.30. — Fyrri fyrirlest- urinn nefnist „Hollenzkir há- skólar eftir heimsstyrjöldina síð- ari“ og hin síðari „Maðurinn og umhverfi hans frá líffræðilegu sj ónarmiði.“ Fyrirlestrarnir verða fluttir 'á ensku, og er öllum heimill að- gangur. kostar frá 1. júní kr. 105.— á mánuði. AugJýsingaverð kr. 65.— pr. eindálka tm. Lausasöluverð er óbreytt ltr. 5.—

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.