Morgunblaðið - 01.06.1966, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 01.06.1966, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐHD Miðvikudagur 1. júní 1966 ,,..það riýjasta á gólfið kemur frá Krommenie Linoleum, gólfflísar og vinylgólfdúkur með áföstu korki eða fílti allt hollenzkar gæða- vörur frá stærstu framleiðendum Evrópu á þessu sviði. Fyrirliggjandi í miklu litaúrvali. MÁLARINN Bankastræti 7 —; Sími 22866. I # • •*.* • • :•:• . • • • • • • I • ■• •.*. ::•: :•:• •:•: % V. *.*. • • • • :* # • • • •.*. •.*. • • „sveltir” fílípensana Þetfa vísindalega samsetta efni getur hjálpað yður á sama hátt og það hefur hjálpað miljónum unglinga C Banda- ríkjunum og viðar - Því það er raunverulega áhrifamikið.« I. F«r inni húðina Hörund.litað: Cfeara.il hylur bólurnar á m.ðan það vinnur á þeim. Þar sem Clearasll er hörundslitað leynast filípensarntr — samtímis þvf, sem Clearasil þurrkar þá upp með því oð fjarlœgja húðfituna, sem naerir þá -sem sagt .sveltir' þá. 2. Deyðir gerlana fílípenMna ........ • • • ••_••••• e • . ....... ....... ... ............. HVlTT grunnmálninfl Húseigendafél. Reykjavíkur AÐALFUNDUR Húseigendafé- félags Reykjavíkur var haldinn í Þjóðleikhúskjallaranum 29. apríl s.l. Fundarstjóri var Páll S. Pálsson hrl., formaður fé- lagsins. Framkvæmdastjóri félagsins, Þórður F. Ólafsson, flutti skýrslu um starfsemina á s.l. ári. Aðal- starfsemi félagsins var fólgin í rekstri skrifstofunnar að Grund- arstíg 2A, og hefir þeim fjölg- að mikið, sem til skrifstofunnar leita, til að fá ýmsar upplýsingar og lögfræðilegar leiðbeiningar. Flestar eru fyrirspurnirnar varðandi leiguhúsnæði og sam- býli í fjölbýlishúsum. Mest- er leitað til skrifstofunnar fyrst eftir áramót og í kringum far- daga. Eyðublöð fyrir húsaleigu- samninga fást á skrifstofu fé- lagsins og ennfremur í Bókabúð Lárusar Blöndal á Skólavörðu- stíg. Auglýsingar vegna bruna- varna birti félagið í dagblöðun- um um jólaleytið, eins og áður. Stjórn félagsins sendi frá sér mótmæli vegna hækkaðra fast- eignaskatta, bæði í apríl og í október, þegar frumvörp lágu fyrir Alþingi um þreföldun og síðar sexföldun fasteignamats til skattálagningar. Stjórn félagsins fór á fund félagsmálaráðherra og ræddi við hann um sexföldun fast- eignamatsins, lögin um hámark húsaleigu, ennfremur um ný húsaleigulög og fleira, sem þá var verið ■ að ræða á Alþingi. Þá fór og nefnd á vegum stjórn- ar félagsins á fund fjármálaráð- herra í janúar s.l. þeirra erinda að fá fyrningu af húsum hækk- aða, þannig að hún yrði reiknuð af fasteignamati sexföldu, miðað við 4% fyrningu af steinhúsum en 6% fyrningu af timburhús- um. Var þetta hugsað til að vega eitthvað upp á móti sexföldun- inni til eignarskatts. Um mörg undanfarin ár hefir stjórn Húseigendafélags Reykja- víkur beitt sér fyrir afnámi lag- anna um hámark húsaleigu, nr. 30 frá 1952. Lög þessi voru loks afnumin í desember s.l., og má má þá segja, að merkum áfanga hafi verið náð. í janúar s.l. festi félagið kaup á skrifstofuhúsnæði fyrir félags starfsemina á 1. hæð í nýju húsi að Bergstaðastræti 11 A, og verð ur skrifstofan flutt þangað í vor. Nokkrar umræður urðu um skýrslu stjórnarinnar og voru menn sammála um nauðsyn þess að efla félagið, og láta það ná til sem flestra húseigenda í borg inni. Stjórn Húseigendafél. Reykja- víkur er nú þannig skipuð: Páll S. Pálsson, formaður, Leifur Sveinsson, Jón Guðmundsson, Friðrik Þorsteinsson og Alfreð Guðmundsson. Varastjórn: Jens Guðbjörnsson, Ólafur Jóhannes son og Óli M. fsaksson. Endur- skoðendur voru kosnir Jónas Jósteinsson og Sigurður Hólm- steinn Jónsson, en til vara Guð- mundur R. Ólafsson. — Minning Framh. af bls. 19 sambandið milli okkar slitni ekki en berist milli okkar með hinum þráðlausu skeytum hugans. Ég enda þessar línur með ljóði eftir Kristján Jónsson, fjallaskáld, sem Guðrún hélt mjög upp á. Þú sæla heimsins svalalind ó, silfurskæra tár, er allri svalar ýtakind og ótal lækna sár. Æ, hverf þú ei af auga mér þú ástarblíða tár, er sorgir heims í burtu ber þótt blæði hjartans sár. Mér himneskt Ijós í hjarta skín í hvert sihn, er ég græt, en drottinn telur tárin mín ég trúi og huggast læt. Brandur Búason. Snyrtivörur Ódýru amerísku snyrtivörurnar komnar aftur. — Síðasta sending seldist strax upp. Mjög þekktar og góðar snyrtivörur. Nýjustu tízkulitir. — Margar gerðir. Lækjargötu 4. Óskum eftir að ráða mann til verksmiðjustarfa. Tala ber við verkstjórann. Sœlgœtis- og efnagerðin Freyja hf. * \ börnin í sveitina Terelynebuxur — Stretchbuxur. Gallabuxur — Leðurlíkisjakkar. Síðar drengjabuxur. Verzlurain INijálsgötu 49 REX UTIMÁLNINC er sérstaklega œtluð á glugga og annað tréverk utan húss. Hún veðrast hœgt, en spríngur hvorki né flagnar. Notið Rex málnmgu til viðhalds og fegrunar ^JOFN AKUREYRI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.