Morgunblaðið - 01.06.1966, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 01.06.1966, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ Miðvikudagur 1. júní 196fl Útgefandi: Framkvæmdastjóri: Ritstjórar: Rits t j órnarf ulltrúi: Auglýsingar: Ritstjórn: Auglýsingar og afgreiðsla: Áskriftargjald kr. 105.00 1 lausasöiu kr. Hf. Árvakur, Reykjavík. Sigfús Jónsson. Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Þorbjörn Guðmundsson. Árni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6. Aðalsíræti t5. Sími 22480. á mánuði innanlands. 5.00 eintakiff. ÞJOÐIN VILL VINNUFRIÐ ITábjargræðistími er nú framundan í íslenzku at- vinnu- og efnahagslífi. Þess vegna veltur enn sem fyrr mikið á því að vinnufriður haldist, framleiðslu þjóðar- innar verði haldið í fullum gangi og margvíslegar fram- kvæmdir og umbætur, sem á döfinni eru verði unnar sam- kvæmt áætlun. Óhætt er að fullyrða að yfir gnæfandi meirihluti íslend- inga óskar einskis frekar en að vinnufriður verði sem tryggastur. Almenningur vill að sjálfsögðu fá réttmæta hlutdeild í vaxandi arðsköp- un í þjóðfélaginu, og á að fá hana. Um það greinir menn ekki á. Þau öfl eru hins vegar til í þjóðfélaginu, sem vilja spenna bogann svo hátt að kröfurnar, sem gerðar eru á hendur framleiðslunni séu ekki í neinu samræmi við Sraunverulega greiðslugetu hennar. Þetta er það sem gerzt hef- ur á liðnum árum. Á sama tíma sem ríkustu þjóðir heims ins hafa talið hagvöxt sinn bera 2—4% árlega kauphækk- jin, hafa leiðtogar einstakra stétta á íslandi krafizt 15— 20% árlegrar kauphækkunar, alveg án tillits til þess hvort útflutningsframleiðslan og efnahagskerfi þjóðfélagsins hafi minnstu möguleika til þess að rísa undir slíkum stökkbreytingum í kaupgjalds málum. Sem betur fer hefur vax- andi skilningur skapazt á nauðsyn aukinnar varfærni í þessum efnum á allra síðustu árum. Launþegar og vinnu- veitendur hafa gert sér far um að freista nýrra og raun- hæfari leiða til þess að fram- ‘ kvæma raunverulegar kjara- bætur öllum almenningi til handa. Ríkisvaldið hefur undir forystu ríkisstjórnar- innar haft mikilsverða for- ystu um bætta sambúð og aukinn skilning í viðskiptum verkalýðs og vinnveitenda. Hér er vissulega stefnt í rétta átt. Höfuðatriðið er að áfram verði tryggður örugg- ur hagvöxtur, sem skapi öll- um almenningi í landinu möguleika raunhæfra kjara- bóta frá ári til árs. Verðbólg- ajn og dýrtíðin verður aldrei sigruð með árlegum stökk- breytingum í kaupgjalds- og verðlagsmálum. Þvert á móti er slíkt atferli vísasti vegur til efnahagslegs öngþveitis, gengishruns og upplausnar með svipuðum hætti og við blasti þegar vinstri stjórnin gafst upp fyrir óðaverðbólgu þeirri, er hún hafði skapað. Þau spor hræða. Ótrúlegt er að nokkur ábyrgur og hugs- andi íslendingur vilji feta þá slóð að nýju. En það verður aldrei nóg- samlega brýnt fyrir þjóðinni, að það er ekki nóg að hún segist vera á móti dýrtíðinni. Hún verður að sýna það í verki að hún vilji vinna gegn henni. Reynslan sannar að viðleitni ríkisstjórnarinnar til þess að sigrast á verðbólg- unni dugir ekki ein. Hin áhrifamiklu almannasamtök hafa að verulegu leyti í hendi sér þróunina í verð- lags- og kaupgjaldsmálum. Það er sú þróun sem mestu ræður um það, hvernig bar- áttan gegn dýrtíðinni tekst. VIÐGERÐAR- VERKSTÆÐIN OG LÉLEGT BENZÍN ¥ flestum greinum iðnaðar hafa orðið stórfelldar framfarir á síðustu áratug- um. Mikið brestur þó á að einstakar iðngreinar geti veitt hér þá þjónustu, sem tíðkast í nágrannalöndum okkar. Það á t.d. við um bifreiðaviðgerð- ir. Bifreiðar eru eina sam- göngutæki okkar íslendinga á landi. Þær eru dýr og vönd- uð tæki, sem mikið veltur á að vel sé með farið og vel við haldið. En því miður verður sú saga að segjast umbúða- laust, að bifreiðaviðgerðum er ákaflega áfátt hér á landi enn sem komið er. Þjónusta við- gerðarverkstæðanna sumra hverra a.m.k. er svo léleg að undrun sætir. Það er t.d. al- gegnt að verkstæði sem hafa umboð fyrir algengustu bif- reiðategundir, hafi mánuðum saman ekki nauðsynlegustu varahluti í þessar bifreiðar. Veldur það að sjálfsögðu bif- reiðaeigendum margvíslegu óhagræði og tjóni. Á þessu þarf að verða bráð umbót. Það er vissulega ekki nóg að hrúga bifreiðum inn í landið, ef ekki er hægt að halda þeim við með skapleg- um hætti. Vitanlega eru til heiðarleg- ar undantekningar í þessum efnum. Til eru t.d. hér í Rvík sæmileg viðgerðarverkstæði, sem reyna að rækja þjónust- una við viðskiptavini sína eins vel og kostur er. En alltof víða ríkir skeytingarleysi, sem veldur bifreiðaeigendum margvíslegu tjóni og erfið- leikum. í þessu sambandi má einn- ig minna á það, að það benzín, sem nú er flutt til landsins UTAN ÚR HEIMI Bosch eða Balaguer? Farsetakosníngar í Dánini- kanska lýðveldinu í dag Kosningar fara fram í Dóminikanska lýðveldinu í dag, 1. júni og eru í senn for- setakosningar, þingkosningar og bæjar- og sveitastjórnar- kosningar. Mesta athygli hafa þó að vonum vakið for- setakosningarnar, svo að varla hefur verið á hinar minnzt utan landsins sjálfs, þótt sjálf kosningabaráttan hafi verið heldur sviplítil. Frambjóðendur eru tveir, Juan Bosch og Joaquín Balag uer. Báðir eru fyrrverandi forsetar lands síns og báðir boða þeir svipaða stefnu, frið endurskipulagningu jarðnæð- is, umbætur í landbúnaðar- málum, meiri vinnu til handa landsmönnum, uppbyggingu á flestum sviðum. Bosch er þó ákafari umbótamaður og vill skjótar breytingar og þjóðfélagsumbætur en Bala- guer vill fara hægar í sak- irnar og telur frið og atvinnu öryggi skipta mestu máli. Engu verður spáð um úr- slit kosninganna af kosninga- baráttu frambjóðendanna, sem verið hefur mjög svip- lítil. Juan Bosch hefur ekki stigið fæti sínum út fyrir dyr síðan hann kom heim úr út- legðinni í Puerto Rico fyrir átta mánuðum utan tvisvar, öðru sinni að heimsækja sjúkan son sinn á spítala, hitt skiptið til þess að taka tilnefningu flokks síns, Bylt- ingarflokksins, sem forseta- efni, svo mjög er hann sagð- ur óttast að sér verði sýnt banatilræði. En þótt landar Bosöh hafi ekki fengið að sjá hann, hef- ur hann látið til sín heyra dag hvern í útvarpinu og tal- að þar um fjórðung stundar og stundum meir. Hefur hann þar flutt þjóð sinni boð- skap áþekkan þeim er hann var kjörinn til forseta fyrir árið 1962 — en þá var hann rekinn frá völdum eftir sjö mánuði og þótti hafa færzt of mikið í fang — en nú er umbótastefna hans aðgangs- minni og Bosch hefur mjög á orði að menn verði að hlíta aga, gæta hófs í hvívetna og treysta grundvöllinn fyrir umbótum þeim er gera verði. Joaquín Balaguer sem varð forseti eftir fall Trujillos ein- ræðisherra og þótti takast harla vel í embætti hefur ekki verið eins hræddur um líf sitt og Boseh. Hefur hann ferðast nokkuð um landið að fala fylgi fólksins upp til sveita. >ar búa um 40% landsmanna og enginn veit hverjum þeir fylgja að mál- um, þótt Bosch hafi verið talinn eiga þar meiri liðs von en keppinautur hans. En í síðustu ferð sinni út á lands byggðina nokkuð austan höf- uðborgarinnar, var Balaguer veitt fyrirsát við þjóðveginn. Féll þar einn manna hans og fjórir særðust en sjálfur slapp hann ómeiddur. Ekki var Balaguer eínn um að vera nærri því úr léik í kosningunum. Boscn tók sig til einn daginn og hótaði að draga framboð sitt til baka ef hægrisinnar innan hersins hættu ekki ógnunum sínum við fylgismenn hans til sveita. Héctor García Godoy, sem gegnt hefur forsetastörf- um til bráðabirgða, lét þegar x stað skipa nefnd til að kanna hvað hæft væri í ásök unum Bosdhs og kallaði allt herlið heim til herbúða sinna fram yfir kosningar. Margir gruna Bosch um að kvartanir hans hafi komið fremur til af því að honum hafi litizt miður vel á athafna semi Balaguers, sem virtist standa sig mun betur í kosn- ingabaráttunni en við vaf bú izt, en af því að beint tilefni 1ÍT ☆ Balaguer ér svo lélegt að til vandræða horfir. Stöðugar kvartanir berast vegna þessa lélega elds neytis, sem er það eina sem völ er á. Einnig á þessu sviði verður að athuga hvað hægt er að gera til umbóta. Félag ísl. bifreiðaeigenda hefur unnið gott og gagnlegt starf á ýmsum sviðum í þágu bifreiðaeigenda og öryggis- og umferðarmála í landinu. Æski legt væri að þessi samtök sneru sér nú að því að fá þjónustu viðgerðarverkstæð- anna bætta, þannig að við þurfum ekki áratugum sam- an að vera langt á eftir ná- grannaþjóðum okkar í þess- um efnunx Juan Bosch. hafi verið til umkvartana. Eitt fyrsta verk hins ný- kjörna forseta Dóminikanska lýðveldisins verður að taka afstöðu til dvalar herliðs Samtaka Ameríkuríkja í landinu, en eins og kunnugt er af fréttum er þar nú 8.600 manna lið á vegum samtak- anna til friðargæzlu og hefur oft haft ærinn starfa. Lang- flestir eru hermennirnir bandarískir og hvorki Bosch né Balaguer er neitt sérlega mikið um þá gefið — en vandséð er hvort þeir geta samt án friðargæzlusveitanna verið. Mjög var um það deilt á sínum tíma, hversu rétt- mætt hefði verið að senda þær til Dóminikanska lýð- veldisins í upphafi, en þeir sem því réðu telja þá íhlut- un réttlætanlega ef kosn- ingarnar nú fara friðsamlega fram. Jöklafarar við Pálsfjall Þoka og slæm íærð tefur ferðina VATNAJÖKULSFARAR, s e m lögðu upp í vorleiðangur sinn á laugardagsmorgun kl. 8.30 komu í Jökulheima í Tungnaárbobnum síðdegis á hvítasunnu eftir rúm- lega 30 klst ferð. Voru í ferðinni trukkar með snjóbílum á, og jeppar, sem skildir voiu eftir við Tungnaá. Taisverður snjór var á leiðinni inn eftir, en er nú mikil bráðn- un þar og Tungnaá mikil, að sögn trukkabílstjóranna, sem komu í bæinn affcur í fyrrakvöld. Sögðu þeir að talsvert basl hefði verið að Icomast inn úx og til ‘baka. Jökulfarar gistu svo í Tungna- árbotnum og lögðu á jökulinn’ að morgni annars hvítasunnu- dags í 5 snjóbílum. Fólik í einum snjóbílnum frestaði förinni á jökulinn áður en leiðangurinn lagði af sfcað úr Reykjaví'k. Síðdegis í gær er jökiiafargr höfðu samband við Giufunes- radíó, voru þeir við Pálsfjall £ vestanverðum jöklinum, en á þeim slóðum eru mælingasteng- ur. Er það um það bil hálfa leið til GTÍmsvafcna. Var alilt í bezta lagi hjá iþeim, ea þoka og slæ.mt færi tafði

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.