Morgunblaðið - 01.06.1966, Page 19

Morgunblaðið - 01.06.1966, Page 19
MiSvikudagur 1. júní 1966 MORGUNBLAÐIÐ 19 Guðrún Ogmundsdóttir frá Kollsá — Minning NÝXjEGA fór fram jarðarför Guðrúnar Ögmundsdóttur, sem dó 18. maí sl. Með Guðrúnu hverfur af vettvangi lífsins ein af staerstu hetjum Strandasýslu ef litið er á lífsaðstöðu alla. Ég veit að Strandasýsla hefur átt og á imarg ar hetjur, og það er ekki á kostn- eð neinna þeirra sagt, þó ég efist um, að erfiðara lífshlutverk en Guðrúnar hefur engin þeirra leyst. Guðrún var fsedd á Stað i Hrútafirði 12. júlí 1870 og ólst hún upp hjá vandalausum að mestu. Ung að árum var hún heitbundin manni, sem síðan hvarf á brott og var hún þá [þunguð af hans völdum. Nú stóð Guðrún upipi meðal yandalausra og ástæður eins og áður er sagt. Ofan á hin ósegjan- lega sáru vonbrigði og sorg hinnar ungu væntanlegu móður bættist nú við áhyggjur af þvi að ráða fram úr allsleysi og þeim hörðu lífskjörum, sem við blöistu. Þetta haust var það starf Guð rúnar, að standa yfir fé í hvaða veðri sem var. A þeim tím um, sem hér um ræðir, voru ekki til olíukápur, gúmmí- stígvél eða annað til að verjast regni og bleytuhríðum. Hlífðar- fötin voru þá saumuð úr striga- pokum og gefur það auga leið hvaða hlífð var í slíkum fatn- aði. Fótabúnaðurinn í mesta lagi akinnsokkar, sem oft vildu leka. Þetta voru aðstæðurnar, sem hin unga væntanlega móðir bjó við. Hvernig mynduð þið, ungu væntanlegu mæður, horfa við slíkum lífsskilyrðum? En allir tímar líða og þeir erfiðu líka. Sú stund rann upp, að Guðrún fæddi sitt barn í sárri þjáningu án hjálpar læknis eða deyfi- lyfja. Eftir hina mjög svo erfiðu fæðingu hvíldi nú barnið, sem var stúlka, við brjóst móður sinnar. Hvíld, friður og ham- ingja ríkti yfir móður og dóttur í litlu baðstofunni á Stóru- Hvalsá. Og þrátt fyrir hin erf- iðu lífskjör móðurinnar, var litla dóttirin hraust, fríð og vel af Guði gefin í alla staði. Við skímina hlaut dóttirin nafnið Hallfríður. Upp af öllum okkar draumum verð um við að vakna, hvort sem þeir eru erfiðir eða ljúfir. Nú tók sú hugsun hug Guðrúnar allan, að sjá Fríðu, svo var nafn hennar stytt venjulega, far- borða, svo hún þyrfti ekki að líða neitt fyrir þá fátækt og íbúðarhœð 5 herbergja með öllu sér til sölu. Bílskúrsréttindi. Laus til íbúðar. RANNVEIG ÞORSTEINSDÓTTIR. HRL. Laufásvegi 2 — Sími 13243. íbúð 4ra herbergja íbúð á 1. hæð til sölu. Þvottahús á hæðinni. Laus til íbúðar. Lán til langs tíma fylgir. RANNVEIG ÞORSTEINSDÓTTIR, HRL. Laufásvegi 2 -— Sími 13243. Reiðhfólaskoðun Samkvæmt frétt frá lögreglunni og Umferðanefnd Reykjavík- ur, um reiðhjólaskoðun o.fl. eru börn beðin að mæta með hjól sín eins og hér segir: Hvassaleitisskóli 1/6 kl. 09:00 allir aldurs-fl. MiðbæjarskóU 1/61 — 13:00 aldursfl. 7, 8, og 9 ára Sami skóli 1/6 — 15:30 ,— 10, 11 og 12 — Aus turbæ j ar skóli 2/6 — 09:00 — 7, 8 og 9 — Sami skóli 2/6 — 13:00 — 10, 11 og 12 — Laugarnesskóli 3/6 — 09:00 — 7 til 12 — ILaugalækjarskóli 3/6 — 13:00 — 7, 8 og 9 — Sami skóli 3/6 — 15:30 — 10, 11 og 12 — Langholtsskóli 4/6 — 09:00 — 7, 8 og 9 — Sami skóli 4/6 — 13:00 — 10, 11 og 12 — IHlíðarskóli 6/6 — 09:00 — 7, 8 og 9 — Sami sikóli 6/6 — 13:00 — 10 og 11 — Sami skóli 6/6 — 16:00 — 12 — IMelaskóli 7/6 — 09:00 — 7, 8 og 9 — Sami skóli 7/6 — 13:00 — 10 og 11 — Sami skóli 7/6 — 16:00 — 12 — Breiðagerðisskóli 8/6 — 09:00 — 7 og 8 — Sami skóli 8/6 — 13:00 — 9 og 10 — Sami skóli 8/6 — 16:00 — 11 og 12 — Vogaskóli 9/6 — 09:00 — 7 og 8 — Sami skóli 9/6 — 13:00 — 9 og 10 — Sami skóli 9/6 — 16:00 — 11 og 12 __ Álftamýrarskóli 10/6 — 09:00 — 7, 8 og 9 — Sami skóli 10/6 — 13:00 — 10, 11 og 12 — Vesturbæjarskóli 11/6 — 09:00 — Allir. Árbæjarskóli 11/6 — 13:00 — Allir. Höfðaskóli 11/6 — 14:30 — Allir. ísaksskóli 13/6 — 09:00 — 7 og 8 — Æfingaskóli K. 13/6 — 13:00 — Allir. Börn úr Landakotsskóla komi í þá skóla, sem eru næst heim- ilum þeirra. Þau börn, sem hafa öryggisbúnað reiðhjólsins í lagi fá af- hent viðurkenningamerki. VINSAMLEGAST KLIPPIB AUGLÝSINGUNA ÚT. vöntun, sem hún sjálf þekkti svo vel. Á Stóru-Hvalsá hagar svo til, að strax eftir að tún var slegið og taðan hirt, að engjaheyskap- ur var þá byrjaður inn á Hvals- árdal sem liggur langt inn til fjalla. Þar sem lengst er á Dal- inn að sækja, er 2—2Vz tíma lestarferð. Og meðan heyskapur stendur yfir á Dalnum er legið við, sem svo var kallað, fólkið, sem að heyvinnunni vann svaf í tjaldi og kom ek'ki til bæjar nema á helgum. Vinnutíminn var frá kl. 6 að morgni til kL 10 að kvöldi. Það lá því óhjákvæmilega fyrir, að Guðrún yrði að skilja við litlu Fríðu sína bæði dag og nótt. En það gat hún ekki hugs- að sér. Hún bað því húsbónda sinn að lofa sér að sofa heima hjá barninu sínu, og lofaði jafn- framt, að vera kominn jafn- snemma til vinnu og þeir, sem lægju við. Og hún bað hann ennfremur að lána sér Kinnu til að ríða þess leið kvölds og morgna. Þetta varð að samning- um þeirra á milli. Ekki er mér kunnugt um að Guðrún þyrfti að vinna sérstaklega fyrir lán- inu á Kinnu. Ég verð að minnast dálítið á Kinnu, hún var reiðhross Guð rúnar um mörg ár og svo sam ofin minningum mínum um Guðrúnu, að þær verða ekki að skildar á þeim myndum, sem hugur minn geymir. Kinna var snjóhvít með svartan vinstri vang ann og hringeygð á vinstra auga Ætt hennar var frá Réykhólum og ég held að hún hafi verið þriðji liður frá Lárusar Brúnku Hún var smávaxin, sívöl og fín- byggð, snögghærð og selhærð Annáluð var hún fyrir vilja, flýtir ag þol og var oft á það reynt. Á hverju kvöldi, já, jafn- vel framan frá Feykishólum bar hún Guðrúnu heim til Fríðu sinnar á algjörlega ótrúlega stuttum tíma. Aðdáun mín, sem barni, er ósegjanleg, er ég sá Guðrúnu koma ríðandi á Kinnu niður með Hvalsá og seinarnir loguðu undan hófum hennar kvöld'húminu. Ég hlustaði og horfði hrifinn og hugfanginn, er hún geystist áfram. Þarna var á ferð mesta reiðkona og hlaupa dýr Strandasýslu. Meðan heyjað var á Feykis hólum eða Dalnum, þá var það starf Guðrúnar að fara á milii, sem svo var nefnt, er heyið var flutt heim. Og það var nú ekki nein smá lest, sem Guðrún fór með, 10 til 12 hrosis undir reið ing. Ekki var það óvenjulegt að sili eða tagl slitnaði á þessari leið. Þá þurfti að hafa hröð handtök við að bæta slitið og koma á sátunni á klakk, lestin hélt áfram og hrossin höfðu það til að leggjast og velta af sér böggunum. Á þessum ferð um reið Guðrún alltaf Kinnu, sem áreiðanlega var líka bezta hrossið til slíkra ferða og reynd ar allra ferða. Ef tafir höfðu orðið á heimleiðinni þá varð að vinna það upp á bakaleið, er hrossin gengu laus. Til aðstoðar við rekstur hrossanna hafði Guðrún hund, sem hún nefndi Krumma, og sá hann um að hrossin héldu götu. Þegar svo bar undir að hraða þurfti ferð inni þá sá maður að það steig létt upp Hvarfið, Valshrygg og Ásana, og Kinna með knapann sinn fylgdi fast eftir. Ein af mörgum góðum minn ingum minum um Guðrúnu Ögmundsdóttur er þessi: Einu sinni, er ég var að fara á milli úr svokölluðum Lækjum með þrjú hross undir reiðingi og gekk með, en til baka reið ég á reið ing, sem svo var nefnt. Þegar ég kem niður með Hvalsá sé ég að Stóra-Hvalsár fólk er við hey skap nærri ánni. Guðrún er þar ein við rakstur og rakar af kappi að venju og sýnist mér jafnan þrjár tuggur á lofti. Svo var nú rakað í þá daga. En svc sé ég að Guðrún leggur frá sér hrífuna og hleypur niður að ánni, fer úr sokkunum og veður yfir ána og hleypur í einum spretti upp hallann í veg fyrir mig. Hún heilsar mér vingjarn- lega að venju og stingur kandis- mola í lófa minn. Ég vissi að þessi kandismoli var sykur- skammturinn hennar þann dag og að nú varð hún að drekka kaffið sitt sykurlaust. Hún gaf bitann frá munni sér. Já, svona stór var hún í sinni fátækt. Mér er það vel ljóst, að þessi saga fær ekki núna þann hljóm- grunn sem henni ber. Nú er það mjög til efs að börn myndu þyggja kandismola, þótt fram væri boðinn. En það voru aðrir timar 1908 en nú. En ég gleymi ekki henni Guðrúnu, er hún kom hlaupandi frá rakstrinum og gaf mér sykurskammtinn sinn. Svo unga fólkið geta skyggnzt inn í liðnu árin og skilið þau lífskjör, sem fólkið þá bjó við, vil ég »egja þetta: Þrátt fyrir það, að Guðrún var þekkt fyrir sérstakan dugnað, þá hafði hún í kaup þessi fyrstu ár, sem hún var með Fríðu sína á Stóru- Hvalsá mat fyrir þær báðar og einar kr. 30.00 — þrjátíu krónur þrátt fyrir hinn langa vinnú- tíma, sem áður er getið. Það var iþví takmarkað, sem verja mátti til fatnaðar. Á þessum árum vann Guðrún oft hjá nágrannakonum sínum við hreingerningar og önnur erfið verk, er hún átti frídag. Þetta létu húsbændur hennar óátalið enda stóð ekki upp á Guðrúnu hvað vinnu snerti hversu mikið, sem hún lagði á sig þessa daga, sem hún réði sér sjálf. Snemma kom það í ljós, að Fríða var gáfuð, enda af greind um foreldrum komin. Ég tel Guðrúnu mjög vel greinda konu, og áhugi hennar eftir að læra og fræðast var sérstakur. En á þeim tímum var slíkt ekki auðsótt og allra sízt fyrir vanda- laus börn. En þrátt fyrir öll höft og bönn tókst Guðrúnu að læra ýmislegt. Hún náði að læra að skrifa góða rithönd og all- hann skírður Bergur Haraldur. En ekki varð sambúðin löng því Guðmundur dó, er Haraldur sonur þeirra var sjö ára. Enn stóð Guðrún ein upp með soninn, eftir langa, erfiða og dýra legu mannsins. Þá var ekki til sjúkrasamlag eða önnur samhjálp til að létta undir með mönnum, er veikindi og dauðs- föll báru að höndum. En nú var Guðrún þroskuð, lífsreynd og búin að sigrast á svo mörgum erfiðleikum lifsins, og enn sama hetjan. Erfið verk- efni láu framundan, sem hún varð strax að snúa sér að og leysa. Hún þurfti að ala upp drenginn þeirra og sparaði þar ekkert til, og hún þurfti að vinna af sér skuldir, sem mynd- uðust í veikindum og jarðarför mannsins hennar. En það skal tekið fram, að nú eru lífskjörin betri en er Fríða fæddist og ólst upp. Nokkru eftir að Guðmund- ur dó fluttist Guðrún með Harald son sinn að Kollsá í Hrútafirði til þeirra hjónanna Herdísar Einarsdóttur og Daní- els Tómassonar og þar dvaldi hún þar til hún flutti hingað til borgarinnar og þá til sonar síns og tengdadóttur Valdísar Þor- kelsdóttur frá Kollsá. Eftir að Guðrún kom hingað vann hún við hreingerningar í tveimur verzlunum. Oft minntist Guðrún á það við mig hvað þessi vinna væri vel borguð. ,,Já, ef ég hefði fengið svona borgaða vinnu meðan ég var og hét, þá hefði ég ekki átt erfitt með að komast áfram. Já því- líkur rnunur". Þá blessaði hún og móðir mín oft þá menn, sem mest og bezt börðust fyrir elli- og örorku- tryggingum, sem þær að aðrir nutu góðs af. Meðan Guðrún vann við hreingerningar varð hún fyrir því óhappi að verða fyrir bifreið. Og þó hún væri nú orðin háöldruð þá náði sér sér undarlega fljótt og gat tekið upp störf sín aftur. Efpiviður í Guðrúnu og bygging öll hlýtur að hafa verið sérstaklega góð, að hún skyldi ná sér svo fljótt og vel. En sjaldan er ein báran stök, stendur þar, og svo varð það, að Guðrún varð aftur fyrir bifreið og nú slasaðist hún al- varlega. Við þetta slys hlaut hún höfuðkúpubrot og marðist mik- ið á öxl og læri. Eftir þetta slys náði hún sér aldrei. Það sótti verkur að brotinu og vanlíðan. Guðrún bar allan sársaukan vel og kvartaði helst ekki. En merki legt var það, að strax eftir slysið hafði hún fulla rænu og þekkti þá, sem komu til hennar, aldrei óráð eða meðvitundar- leysi. Eftir þetta óhapp varð Guðrún að leggja niður hrein- gerningarnar og þótti henni það mjög miður. Og eftir þetta eyddi hún tímanum við ullar- vinnu og prjóna. „En það gaf nú minna í hönd en hreingerning- arnar“, sagði hún stundum við mig. Eins og áður er sagt átti hún alltaí heima hjá Haraldi syni sínum og Valdisi tengdadóttur sinni. Já, hjá þeim átti hún hlýtt og elskulegt heimili til síðasta dags. Og þar á heimilinu var mikið í reikningi eftir mati þess lengsta tímann augasteinninn tíma og ekki var að tvíla skiln- ing hennar á tölum. Guðrúnu var það vel ljóst, hve mikið var í húfi, að Fríða hennar fengi að menntast, sjálf var hún búin að reyna hve sárt það var að fara á mis við það að mestu. En kjark og'bjartsýni þurfti til að eygja að slíkt væri fært fyrir konu, er lifði við slík lífsskilyrði og Guðrún. En þrátt fyrir alla erfiðleika og fátækt þá fór Fríða í Kennaraskólann og lauk þaðan prófi með ágætis einkunn. Þetta, sem hér hefur verið sagt frá eru æskuár Guðrúnar, læt ég 'hverjum þeim, sem þess- ar línur les, meta þau og vega. Meðan Guðrún var á Stóru- Hvalsá, kynntist hún manni, sem þar var henni samtíða. Hann hét Guðmundur og var Guðmundsson og giftust þau á Stóru-iHvalsá. Guðrún eignaðist son með manni sínum og var hennar, nafna hennar og sonar dóttir. Þegar Guðrún missti Fríðu sína, þá kom nafna henn- ar fram við hana af svo mikil- vægum skilningi og ást og fyllti upp í eyðuna, þerraði tárin af vöngum ömmu sinnar og kyssti kjark og þrek í svip hennar, sem nú fyrst gaf eftir. Skammt frá Fornhaga 22 átti Guðrún aðra nöfnu, sem bún tók að sér, sem lítið barn og breiddi sig . yfir 'hana af miklum kærleika, ást og fyrirbænum. Þessi nafna hennar þakkar henni nú, er hún hverfur burtu frá okkur, allt sem hún hefur fyrir hana gert í verkum, hugsun og bæn. Og hún biður Guð að blessa minningu nöfnu sinnar, og hún sé varðveitt í hjarta sínu. Minningin um Guðrúnu Ög- mundsdóttur mun geymast i huga mínum og sál og ef lífið heldur áfram, þá vona ég að Framhald á bls. 14

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.