Morgunblaðið - 01.06.1966, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 01.06.1966, Qupperneq 22
22 MORGU NBLAÐIÐ Miðvikudagur 1. júní 1966 Maðurinn ininn og faðir okkar AXEL BENEDIKTSSON fyrrverandi skólastjóri, lézt í Landakotsspítalanum 30. mai síðastliðinn. Þóra Guðmundsdóttir, Guðmundur Axelsson, Benedikt Axelsson, Lára Axelsdóttir. Konan mín, móðir okkar ÁSGEKÐUK GUÐMUNDSDÓTTIK frá Lundum, andaðist í sjúkrahúsi Hvítabandsins að morgni 30. maí. Útför hennar fer fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík föstudaginn 3. júní klukkan 10,30. Athöfninni verður útvarpað. — Blóm afþökkuð, en þeim sem vildu minnast hinnar látnu, er bent á Krabbameinsfélag íslands. Jón Guðmundsson, Sólveig Jónsdóttir, Ólafur Jónsson. Maðurinn minn, JÓN JÓNSSON Hofi á Höfðaströnd, andaðist í sjúkrahúsi 30. maí. Sigurlína Björnsdóttir. Maðurinn minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi JÓN GUÐMUNDSSON Hamrahlíð 17, andaðist 28. maí. Jarðarförin auglýst síðar. Sigrún Sigmundsdóttir, Hólmfríður Jónsdóttir, Héðinn Hermóðsson, Sigmundur Jónsson og barnaböm. Konan mín, HANSÍNA GUÐKÚN GUÐJÓNSDÓTTIR fyrrverandi ljósmóðir, andaðist að Sólvangi, Hafnarfirði, hinn 29. maí. Jarðar- förin verður ákveðin síðar. Árni Brynjólfsson. Móðir og tengdamóðir okkar VIGDÍS KETILSDÓTTIR verður jarðsungin frá Dómkirkjunni fimmtudaginn 2. júní kl. 2 e.h. Fyrir hönd fjölskyldunnar. Halldóra Ólafsdóttir, Alexander Jóhannsson, Grettisgötu 26. Alúðarþakkir sendum við til allra þeirra, sem auð- sýndu okkur samúð og vináttu við andlát og útför SIGRÍÐAR KRISTÓFERSDÓTTUR frá Hörgsdal. Aðstandendur. Móðir okkar, tengdamóðir og amma FANNEY JÓNSDÓTTIR Hlíðarvegi 36, Kópavogi, verður jarðsungin miðvikudaginn 1. júní kl. 1,30, frá Foss vogskirkj u. Böm, tengdaböm og bamaböm. Alúðarþakkir færum við öllum, er sýndu samúð og vinarhug við andlát og jarðarför INGVELDAR ÞÓRU JÓNSDÓTTUR Guðmundur Eiríksson, börn, tengdaböm og barnabörn. Þökkum innilega auðsýnda samúð og vináttu við andlát og jarðarför móður, tengdamóður og ömmu GUÐRÚNAR ÖGMUNDSDÓTTUR Fornhaga 22. Haraldur Guðmundsson, Valdís Þorkelsdóttir, Guðrún Haraldsdóttir, Guðlaugur Jörundsson. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hluttekn- ingu við andlát og jarðarför eiginkonu minnar ÞÓRDÍSAR ALBERTSDÓTTUR Klápparstíg 16, Ytri-Njarðvík. Guð blessi ykkur öll. Jóhann Guðmundsson. Aðalfundur Verksljórafél. VERKSTJ ÓR AFÉLAG Reykja- víkur hélt aðalfund sinn 3. maí s.l. Hagur félagsins stendur með miklum blóma og hafði á árinu orðið nokkur aukning sjóða. Félagsmenn eru nú 340 þar af 257 gjaldskyldir aukning á árinu var 24 nýir félagar. Verkstjórafélagið á tvær hæðir í húseigninni Skipholt 3 í Reykjavík og er hugmyndin að þar verði framtíðaraðsetur fé- lagsstarfseminnar. Á aðalfundinum kom það fram að mikill uggur er í verkstjór- um þar sem í ljós hefur komið að ábyrgðartrygging fyrirtækja nær ekki yfir greiðslur bóta vegna slysa á verkstjórum í starfi, og var því beint til stjórn- arinnar að beita öllum tiltækum ráðum til þess að koma þessum málum í viðunandi horf. Fundurinn samþykkti að gera þá Jón G. Jónsson og Jónas Magnússon að heiðursfélögum Verkstjórafélagsins fyrir fórnfús störf í þágu verkstj órastéttai innar. Stjórn félagsins var öll endur- kjörin en hana skipa: Formaður Atli Ágústsson, ritari Hjörtur Jónsson, gjaldkeri Gunnar Sigur- jónsson og meðstjórendur Einar K. Gíslason og Guðmundur R. Magnússon. (Frá Verkstjórafélagi Reykjavíkur). Fréttir úr Kjós Valdastöðum, 23. maí 1966 Gróðri fer nú fram, og eru tún að verða græn. Nokkur gróður er kominn utan túns. Sauðburður er nú kominn vel á veg, hann hefir gengið misjafn- lega. Heybirgðir munu vera nægjanlegar, þó ekki um of, þó af miklu væri af að taka, á síð- ustu haustnóttum, því gjafatími er orðinn langur. Klaki er enn alknikiil í jörðu. Ekki hafa allir bæir fengið vatn, aftur þar sem það þraut í vetur, vegna frosta. Nú er byrjað að láta út kýr. St. G. — Orlofsnefnd Framh. af bls. 3. Nú, þegar verið er að taka á móti umsóknum, verður til mik- ils hagræðis að hafa hina nýju skrifstofu fyrir starfsemina, þar sem allar upplýsingar eru veitt- ar um orlcrf húsmæðra í sumar. Skólinn rúmar 56 konur í einum hóp, en sú tala takmarkast af fjárráðum nefndarinnar. Verða þrír hópar kvenna í sumar. Fer sá fyrsti 1. júlí undir forustu Herdísar Ásgeirsdóttur, en hún hefur frá byrjun dvalið með 1—2 orlofshópum á hverju sumri. Allt starf nefndarkvenna í orlofsnefnd er sjálfboðastarf, og nýtist þannig vel það fé, sem nefndin hefur ár hvert yfir að ráða. En aðalmarkmið orlofs- nefndanna er og hefur verið að að veita sem flestum húsmæðr- um nauðsynlega hvíld og upp- lyftingu. — Fólk veit almennt ekki hversu nauðsynlegt þetta er, segir frú Herdís. Aðstæður eru víða svo erfiðar og ofurlítil hvíid og upplyfting nauðsynleg mörg- um konum. Öll þessi starfsemi takmarkast þó vissulega af því hversu mikið fé það er, sem við höfum til umráða ár hvert og hefur framlag hins opinbera samkvæmt orlofslögunum ekki hækkað að sama skapi sem al- mennt verðlag í landinu. Er það von okkar að úr því rætist sem bezt. Á sl. ári hafa orlofssjóði borizt góðar gjafir og áfaeit frá vinum og velunnurum og er nefndin þeim þakklát. Öllum þeim, sem heiðruðu mig á sjötugsafmæli minu 22. maí, færi ég hugheilar þakkir og árnaðaróskir. Guð blessi ykkur öll, kæru frændur og vinir. Una G. Þ. Þorsteinsdóttir. Innilega þakka ég öllum þeim frændum og vinum er á margvíslegan hátt sýndu mér vináttu og hlýju á áttræðisafmæli mínu þann 24. maí síðastliðinn. Ófeigur Guðnason. í tilefni af áttræðisafmælinu sendi ég öllum vinum mínum og samferðamönnum hjartans þakkir og kærar kveðjur. Andrés Eyjólfsson. FASTEIGNA SKRIFSTOFAN AUSTURSTRÆTI 17 4 HÆÐ SlMI, 17466 Atvinna t, Útför mannsins míns, föður, fósturföður og tengdaföður KRISTINS P. GRÍMSSONAR frá Horni, fer fram frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 2. júní kl. 10,30 fyrir hádegi. — Athöfninni verður útvarpað. Guðný Halldórsdóttir, börn, fósturbörn og tengdabörn. Konan mín, móðir okkar og amma GUÐFINNA ANDRÉSDÓTTIR Miðfelli Hrunamannahreppi, verður jarðsungin frá Hrunakirkju fimmtudaginn 2. júní kl. 2 eftir hádegi. Jón Þórðarson, börn og barnabörn. Innilegar þakkir færum við öllum, er sýndu samúð og vinarhug við fráfall og jarðarför GUÐMUNDAR AUÐUNSSONAR Klapparstíg 11. Jóhanna Þorsteinsdóttir, börn, tengdabörn og barnabörn. Viljum ráða laugarvörð og baðvörð að Sundlaug Vesturbæjar. Góð sundkunnátta nauðsynleg. Upp- lýsingar gefur Stefán Kristjánsson íþróttafulltrúi, sími 21430. Fræðsluskrifstofa Reykjavíkur. Hárgreibslumeistarafélag Íslands, auglýsir Hr. E. W. Larsen fyrrv. Evrópumeistari í hárgreiðslu og H. Westerg&rd sérfræðingur í háralitun koma frá L’oreal og sýna nýjustu háraliti, vor og sumar hártízkuna í Súlnasal Hótel Sögu sunnudaginn 5. júní kl. 8. Aðgöngumiðar seldir að Hótel Sögu föstudag og laugardag frá kl. 4—6 báða dagana. Notið þetta einstaka tækifæri, sýningin verður ekki endurtekin. — Matur framreiddur frá kl. 7.00. Móttökunefndin. !

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.