Morgunblaðið - 02.07.1966, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 02.07.1966, Blaðsíða 1
28 sföur ©íc«titWa 53. árgangur. 147. tbl. — Laugardagur 2. júlí 1966 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Fyrsti ráðsfund- ur ATA á Islandi hófst í gœr l)m 70 erlendir fulltrúar sitja fundinn <- ->• r i * ' •>. * ' <* * * * ý » Ý % * ♦ f < . * v * * X •». ^ i •> * ý r r t v • < • ' .. * ,> f GÆRMORGllN hófst að Hótel Sögu ráðsfundur ATA, sam- bands Atlantshafsfélaganna (At- lantic Treaty Associations). Um sjötíu erlendir fulltrúar sækja þennan fund, sem er fyrsti ráðs- fundur ATA hér á landi. Sam- tök þessi voru stofnuð 1954 en árið 1958 gerðust Samtök vest- rænnar samvinnu á íslandi aðilar að sambandinu. Aðalstöðvar sambandsins eru í París, en það er ekki í skipulagslegum tengsl- um við Atalntshafsbandalagið. Ýmsir kunnir stjórnmála- menn eru á meðal hinna erlendu gesta, sem fund þennan sltja. Úr hópi þeirra má nefna Sir Glad- wyn Jebb, forseta ATA, sem er fyrrverandi sendiherra Bret- lands í París, Sir Geoffrey de Freitas, forseta ráðgjafarþings Evrópu, dr. Richard Jaeger, dómsmálaráðherra Vestur-Þýzka lands og prófessor Maurice Faure, forseta Evrópuhreyfing- arinnar. Ráðstefnan hófst með því, að Sir Gladwyn, forseti ATA og Knútur Hallsson, forseti Sam- taka um vestræna samvinnu buðu fulltrúa á ráðsfundinum velkomna en síðan flutti Emil Jónsson utanríkisráðherra ávarp. Emil Jónsson gat þess m. á. að fyrir 17 órum hefðu þrír full- trúar þeirrar ríkisstjórnar, sem þá fór með völd, þ. e. einn frá hverjum lýðræðisflokkanna far- ið til Washington til þess að kanna ,hvort ísland gæti tekið I Fögnuðu of fljót London, 1. júlí. — NTB. • Minnstu munaði í gær, að fávís ferðamaður fengi að greiða atkvæði gegn stjórn . Harold Wilsons í Bretlandi. I Þannig var mál með vexti, að fyrir höndum stóð atkvæða i greiðsla í Neðri málstofunni I «— en hún fer fram með þeim' hætti, að þingmenn ganga all ir úr þingsalnum í sérstök her bergi og inn í hann aftur uin ..— uyr exar því, hvort þeir segja já eða nei. Þegar þingmenn stj órnarandstöðu nn ar komu úr þingsalnum, sáu þeir skyndilega nýjan mann sín á meðal. Héldu íhalds- menn, að þarna væri kominn liðhlaupi úr liði stjórnarinn- ar, fögnuðu honum vel og buðu hann hjartanlega vel- kominn. Þeim mun hins veg- ar hafa brugðið all mjög í brún, er hann skýrði málið og kvaðst saklaus ferðamaður, sem þar væri kominn í leit að testofu þingihússins. Var þegar í stað kallað á lög- reglu, sem vísaði ferðamann inuim á dyr. þátt í Nato. Ljóst hefði verið, að ísland gæti ekki lagt fram neinn her, vegna þess hve þjóð- in væri fáhienn, en lega lands- Framhald á bls. 27 Argentína: Herferð gegn kommúnistum Buenos Aires, 1. júlí NTB. HIN nýja stjórn Argentínu hef- ur hafið herferð gegn kommún- istum, lokað aðalstöðvum þeirra í Buenos Aires og 29 skrifstof- um öðrum og lagt hald á mikið magn áróðursrita. 16 manns hafa verið handteknir. Svipaðar ráð- stafanir voru gerðar í öðrum borgum. Þá er haft eftir áreiðanlegum heimildum í Buenos Aires, að Ricardo Illia, bróðir Arturos fyrrverandi forseta, hafi verið handtekinn. Ennfremur hafi verið handtekinn fyrrver mdi borgarstjóri í Buenos Aires, Frandisco Rabanal og sonur hans Ruben. Frá setningu ráðsfundar ATA, Sambands Atlantshafsfélag anna að hótel Sögu í gærmorgun. Valdastreita í Júgóslavíu Vaiaíorsetanum og yfirmanni Öryggisþjónustunnar vikið írd Belgrad, 1. júlí — AP-NTB Ó Á fundi miðstjórnar júgó- slavneska kommúnista- flokksins í dag, gagnrýndi Tító, forseti, harðlega tvo af nánustu samstarfsmönnum sínum fyrir valdagræðgi og tilkynnti, að þeir hefðu látið af trúnaðarstörfum fyrir flokkinn og ríkið. Menn þess- ir eru Aleksander Rankovic, varaforseti landsins — lengi talinn einn líklegasti eftirmað ur Títós í valdastóli, og Sveti- slav Stefanovic, yfirmaður Öryggisþjónustunnar. Báðum var gefið að sök að hafa reynt að beita fyrir sig Öryggisþjón ustunni til þess að ná völdum í kommúnistaflokknum. Hin opinbera fréttastofa, Tan- jug skýrði frá þessu í kvöld og sagði, að lausnarbeiðnir beggja hefðu verið lagðar fram á miðstjórnarfundinum í dag og samþykktar. Mi'ðstjórnarfundurinn, þar sem sæti eiga 155 manns, er haldinn á eyjunni Brioni í Adriahafi. — Hélt Tító, forseti, þar ræðu í dag og gagnrýndi harðlega forystu- menn Öryggisþjónustunnar, sem hann sagði, að hefði gert ýmiss konar ráðstafanir til að kúga júgóslavnesku þjóðina — ráð- stafanir, sem minntu helzt á Stalinstímann í Sovétríkjunum. Tító upplýsti, að framkvæmda- stjórn flokksins hefði haldið fund 19. júní sl. þar sem starfsemi Öryggisþjónustunnar hefði verið rædd í smáatriðum og þá verið skipuð flokks- og stjórnarnefnd til að rannsaka vafasöm atriði. Nefnd þessi hef'ði, að loknu Framhald á bls. 27 Upphaf haröari stefnu Bandaríkja- stjórnar í Vietnam? — Loitórósir ó olíustöðvor þriðja daginn í röð Saigon, Washington, Moskvu, 1. júlí — AP-NTB Ó Bandarískar flugvélar gerðu enn í dag loftárásir á olíubirgðastöðvar í N-Víet- nam, að þessu sinni í ná- grenni hafnarborgarinnar Hai phong. Óstaðfestar fregnir herma, að stjórn N-Víetnam hafi ákveðið að flytja ó- breytta borgara frá höfuðborg inni, Hanoi og Haiphong. Ó NTB-fréttastofan hefur eft ir áreiðanlegum heimild- um í Washington, að loftárás- irnar síðustu þrjá daga séu fyrsta stig í meiri háttar út- færslu styrjaldarinnar í Víet- nam. Herma heimildir þessar, að nú sé komið að tímamótum í styrjöldinni og ætlun Banda- ríkjastjórnar sé að taka upp harðari stefnu en áður, jafn- framt því þó að vera reiðu- búin til friðarviðræðna, óski stjórnin í Hanoi eftir þeim. ♦ Brezhnev, aðalritari sovézka kommúnistaflokksins, hefur fordæmt harðlega árásfrnar síð- ustu daga og heitið N-Víetnam aukinni aðstoð. Sömuleiðis „Dag- blað alþýðunnar'* í Peking, sem jafnframt sakar sovézka leiðtoga um aðild að „áætlun Bandaríkja- manna um að skapa frið með sprengjum“ eins og komizt er að orði. > Stjórnir Ástralíu og Nýja-Sjá- Þyrlur björguðu 76 manns af skipi er brotnaði í tvennt Höfðaborg, 1. júlí. AP-NTB • í nótt strandaði 8000 tonna farþegaskip, „South Africa Sea- farer“, skammt frá Höfðaborg, — og brotnaði síðan í tvennt í ofviðri. Óttast var í fyrstu, að ekki mundi takast að bjarga farþegum og áhöfn, alls 76 manns, þar sem ógerningur var að setja út björgunarbáta og ekki tókst að koma línu út í skipið. Þegar dagaði tókst hins vegar að bjarga öllum heilum á húfi, með því að nota þyrlur. Meðal farþega var sex mánaða ganialt barn. lands, auk stjórnar Kys, hers- höfðingja í S-Víetnam, hafa lýst yfir stuðningi við stefnu Banda- ríkjastjórnar. Aðalfulltrúi Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum, Arthur J. Goldberg, skýrði í dag forseta Öryggisráðs SÞ frá loftárásunum á olíustöðvarnar í N-Víetnam, en lagði jafnframt áherzlu á, að Bandaríkjastjórn hygðist halda áfram friðarumleitunum. Lagði Goldberg til, að Genfar-ráðstefn- an yrði kölluð saman á ný til þess a!S fjalla um málið. Goldberg gerði Öryggisráðinu jafnframt grein fyrir stefnu Bandaríkjanna og skýrði þær á- stæður, er hún legði til grund- vallar loftárásunum að undan- förnu. Sagði þar m.a. að her- og hergagnaflutningar frá N-Víet- nam til S-Víetnam hefðu aukizt verulega að undanförnu og til þess að stemma stigu fyrir þess- um flutningum' væri nauðsynlegt Framhald á bls. 27. Sovézkur blaða- nrtaður í London London, 1. júlí. — NTB. • Sovézkur blaðamaður, Leonid Finkelstein, hefur fengið hæli í Bretlandi sem pólitískur flótta- maður.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.