Morgunblaðið - 02.07.1966, Blaðsíða 24
24
MORGUNBLADIÐ
Laugardagur 2. júlí 1966
FÁLKAFLUG
•••••••••••••
EFTIR DAPHNE
Mér hnykkti við og ég gat
engu orði upp komið. Nú var allt
öryggi mitt horfið. Ég þreif
blaðið af Beppo til að lesa þetta
sjálfur. Fréttin var stuttorð:
Konulík fannst klukkan
fimm í morgun á kirkjutröpp
um við Via Sicilia. Hún hafði
verið rekin í gegn. Konan
virtist vera flækingur og
hafði verið drukkin. Aðeins
fáir skildingar fundust á
henni, svo að þetta virðist
hafa verið tilgangslaus glæp
ur. Lögreglan leitar nú þeirra
sem hafa séð konuna, eða tek
ið eftir einhverju óvenjulegu
þarna í nágrenninu meðan
dimmt var, og gætu gefið ein
hverjar bendingar, sem að
gagni gætu komið.
Ég rétti Beppo blaðið aftur.
Hópurinn aðgætti, hvernig mér
yrði við þetta.
— Þetta er leiðinlegt, sagði
ég, — en ég er hræddur um,
að það sé ekkert óvenjulegt. Of-
beldisglæpir koma fyrir í hverri
borg. Maður verður bara að
vona, að giæpamaðurinn finn-
ist fljótlega.
— En við sáum hana, kvein-
aði kennslukonan. — Við Hilda
reyndum að tala við hana, rétt
fyrir klukkan níu. Og þá var
hún ekki dauð. En hún var sof-
andi og hraut. Þið sáuð hana úr
vagninum, þegar við fórum
framhjá. Allir sáu hana. Og þá
bað ég ykkur að hafast eitthvað
að.
Beppo leit á mig og yppti
öxlum. Hann smeygði sér að
vagninum og settist í ökusætið.
Það var mitt hlutverk að fást
við þetta, en ekki hans.
— Frú, sagði ég. — Ég vil nú
ekki vera harðbrjósta, en hvað
okkur snertir, þá er þetta atvik
liðin saga. Við hefðum lítið get-
að gert fyrir konuna, þá og
ekkert nú. Lögreglan hefur feng
ið málið í hendur sér. Og við
erum þegar orðin á eftir áætl-
un......
En hópurinn var þegar farinn
að pexa. Svo komu þeir síðustu
og spurðu, hvað á gengi. Veg-
farendur stönzuðu og gláptu.
— Upp í vagninn! sagði ég
einbeittlega. — Allir upp í! Við
erum fyrir umferðinni.
Þegar menn voru konmir í
sæti sín hélt skvaldrið áfram,
fullum krafti. Trosið, með hr.
Hiram Bloom að framsögumanni
hélt því fram, að það þýddi
aldrei neitt að vera að sletta
sér fram í annarra manna mál-
efni. Maður fengi aldrei annað
en skammir að launum. En Eng-
ilsaxarnir voru gramir, einkum
þó kennslukonurnar frá Suður-
London. Kona hafði dáið á
kirkjutröppum, fáein skref frá
Vatikaninu sjálfs páfans, og inn
an heyrnarmáls frá brezku
ferðafólki, sem svaf í Hotel
Splendido, og ef ekki Rómarlög
reglan kynni sitt fag, þá væri
tími til kominn að fá brezkan
lögreglumann til að kenna henni
að lifa.
— Hvað nú? sagði Beppo. Er
það þá lögreglustöðin eða Cara-
callablöðin?
Beppo var heppinn. Hann stóð
DU MAURIER
utan við þetta allt saman. Öðru
máli gengndi um mig. „Enginn
tilgangur“, hafði lögreglan sagt,
þar eð hún vissi ekki um að-
stæðurnar. Konan hafði verið
myrt, og ekki vegna þessara fáu
skildinga, sem fundust á henni,
heldur vegna tíu þúsund líranna
sem ég hafði stungið í hönd
hennar. Svo einfalt var málið.
Einhver flækingur sjálfur ban-
hungraður hafði rekizt á hana
síðla nætur, stungið á sig seðl-
inum og kannski vakið hana en
þá orðið hræddur um líf sitt
og stungið upp í hana fyrir fullt
og allt. Smáþjófarnir okkar bera
litla virðingu fyrir mannslífinu.
Hver mundi fara að syrgja flæk
ing og fyllibyttu. Þarna þurfti
ekki annað en taka fyrir munn-
inn og beita síðan hnífnum, og
loks hlaupa burt.
— Ég heimta, að þetta sé til-
kynnt lögreglunni, sagði önnur
kennslukonan og var nú yfir
sig æst. — Það er skylda mín
að segja henni það, sem ég veit.
Það getur orðið henni að gagni,
að heyra, hvað ég sá á kirkju-
tröppunum klukkan níu. Ef hr.
Fabbio vill ekki koma með mér,
fer ég ein.
Hr. Blóom snerti við öxlinni
á mér. — Hvað yrði afleiðingin
af því? sagði hann. — Gæti það
valdið öðrum í hópnum óþægind
um? Eða yrði það bara skýrsla
frá yður, fyrir hönd damanna,
og svo ekki meira?
— Ég veit ekki, svaraði ég. —
Hver getur reiknað út lögregl-
una, ef hún fer að spyrja á
annað borð?
, Ég sagði Beppo að aka áfram.
Eg heyrði sundurleitar raddir
að baki mér. Umferðin tafði fyr
ir okkur, til beggja handa. Ég
varð að hafa úrskurðarvaldið,
hvað sem það kynni af sér að
leiða. Mistækist mér, mundi all-
ur félagsandi í hópnum fara út
um þúfur, og einn reka sig á
annars horn, en það er hrein
eyðilegging á svona fjölmennri
skemmtiferð.
Ég seildist í vasa minn og
rétti hr. Bloom seðlahrúgu. —
Ef þér vilduð vera svo vænn að
sjá um hópinn við Caracalla-
böðin og á Forum, þætti mér
vænt um það. Á báðum stöðun-
um eru leiðsögumenn sem kunna
ensku. Beppo getur líka túlkað,
ef í hart fer. Þið eigið að koma
í Enska Tesalinn við Spánar-
torg klukkan hálf fimm. Ég hitti
ykkur þar.
Önnur kennslukonan hallaði
sér fram. — Hvað ætlið þér að
gera? spurði hún.
— Fara með yður og vinkonu
yðar til lögreglunnar, sagði ég.
Jæja, nú varð ekki aftur snú-
ið. Ég sagði Beppo að hleypa
okkur ,út við fyrsta leigubíla-
stæði. Ég og Samverjarnir tveir
horfðum á eftir vagninum, þar
sem hann hvarf áleiðis til Cara-
callabaðanna. Ég hef sjaldan
sett neina brottför meira fyrir
mig.
Á leiðinni til lögreglustöðvar
innar voru samferðakonur mín-
ar óhugnanlega þöglar. Þær
höfðu sýnilega ekki búizt við,
að ég yrði svona greiðlega við
ósk þeirra.
— Tala lögreglumennimir
ensku? spurði sú taugaveiklaðrL
— Það er vafasamt, sagði ég.
— Ætlist þér til, að ykkar lög-
regla tali ítölsku?
Þær litu hvor á aðra. Ég gat
séð fjandskapinn, sem eins og
frysti þær niður í sætin. Einnig
mikla vantrú á rómverskri rétt-
VÍ3Í. Lögreglustöðvar eru um
allan heim ekkert sérlega aðlað-
andi en mér var einnþá verr við
þetta en þeim, sem mundu senni
lega skoða þetta sem skemmti-
legt atvik í kaupbæti á skemmti
ferðina. Mig langaði mest til að
taka til fótanna, ef ég sé ein-
kennisbúning — hvaða einkenn-
isbúning sem er. Fótatramp,
snöggar fyrirskipanir, kuldalegt,
rannsakandi augnaráð hafa í för
með sér hvimleiðar endurminn-
ingar — þær minna mig á æsku
mína.
Við komum á ákvörðunarstað-
inn og ég sagði bílstjóranum að
bíða. Ég aðvaraði hann um —
og gætti þess, að láta þær heyra
til mín — að þetta gæti orðið
margra klukkustunda bið.
Það bergmálaði undir fótum
okkar þegar við gengum yfir
húsagarðinn til stöðvarinnar.
Okkur var vísað frá upplýsinga-
borðinu í biðstofuna og þaðan
í inriri skrifstofu, þar sem vakt-
maðurinn spurði um nöfn okk-
ar, heimilisföng og erindi. Er
ég sagði honum, að ensku döm-
urnar óskuðu að gefa upplýsing
ar viðvíkjandi kommni, sem
fannst dauð á kirkjutröppunum
□----------------□
5
□----------------n
í Via Sicilia, þá glápti hann á
okkur. Svo hringdi hann bjöllu
og hvæsti einhverja skipun til
mannsins, sem kom inn. Það var
kalt í lofti. Eftir stundarkorn
komu tveir lögreglumenn inn í
viðbót. Minnisbækur voru tekn-
ar upp. Allir störðu á kennslu-
konurnar tvær, sem nú voru
gjörsamlega orðnar að kvikind-
um. Ég útskýrði fyrir mannin-
um við skrifborðið, að hvorug
þeirra talaði ítölsku. Þær væru
enskir skemmtiferðamenn, en ég
fararstjóri frá Sólskinsferðum.
— Ef þið hafið einhverjar
gagnlegar upplýsingar að gefa
um morðið í nótt sem leið, þá
komið fram með þær, sagði
hann stuttaralega. — Við höfum
engan tíma að eyða til óþarfa.
Sú eldri fór eitthvað að segja,
en gerði hlé milli setninga, svo
að ég gæti túlkað málið. Ég
ákvað sjálfur, hverju ég sleppti
úr þessum samhengislitla fram-
burði hennar. Athugasemd henn
ar um það hve skammarlegt
væri að enginn hæli skyldu vera
til fyrir svona fólk, gat varla
vakið áhuga lögreglunnar.
— Þér snertuð konuna raun-
verulega? spurði lögreglumaður
inn.
—■ Já, svaraði kennslukonan.
— Ég snerti á henni öxlina og
ávarpaði hana. Hún snuggaði eitt
hvað. Ég hélt, að hún kynni að
vera veik, og það hélt vinkona
mín líka. Við flýttum okkur aft-
ur í vagninn og báðum hr.
Fabbio að gera eitthvað í mál-
inu. Hann sagði, að okkur kæmi
þetta ekkert við og við værum
að tefja vagninn.
Lögreglumaðurinn spurði mig
með því að líta á mig. Ég kink-
— Vekið mig kl. 8 í fyrramáliff með kaffibolla og tólf rúnstykkjum.
aði kolli á móti til merkis um,
að þetta væri rétt hermt. Þá
hafði klukkan verið rétt yfir
níu.
— Og þegar þér komuð aftur
út ferðinni, tókuð þér ekki eft-
ir, hvort konan var þama enn?
spurði hann, fyrir milligöngu
mína.
— Nei, ég er hrædd um ekki.
Vagninn fór ekki þarna um, og
við vorum allar orðnar mjög
þreyttar.
— Og ekkert minnzt á þetta
framar?
— Jú að vísu minntist vin-
kona mín á það aftur þegar við
vorum að hátta. Við töluðum um
að það væri skammarlegt, að hr.
Fabbio skyldi ekki hafa kallað
á sjúkravagn og lögreglu.
Aftur leit lögreglumaðurinn á
mig og ég gat lesið samúð hans
út úr augnatill-itinu. — Viljið þér
þakka þessum dömum fyrir að
hafa gefið sig fram? sagði hann.
— Framburður þeirra hefur ver-
ið mjög gagnlegur. En skýrslun-
ar vegna, verð ég að biðja þær
um að þekkja aftur fötin, sem
sú myrta var í, ef þær treysta
sér til þess.
Ég hafði ekki búizt við þessu.
Og þær heldur ekki. Þær föln-
uðu ofurlítið.
— Er það nauðsynlegt? stam-
aði sú yngri þeirra.
— Það virðist svo, sagði ég.
Við eltum einn lögreglumann
eftir löngum gangi og inn í lítið
herbergi. Þjónn í hvítum slopp
kom fram og eftir nokkrar um-
ræður fór hann í annað innra
herbergi og kom aftur með föt
og tvær körfur. Nú fölnuðu kon
urnar enn meir.
— Já, sagði sú eldri eftir
nokkurt hik. — Ég er viss um,
að þetta eru fötin hennar. Hvað
það getur verið hræðilegt......
Hvítklæddi þjónninn hafði
sýnilega einhverja meinfýsnis-
lega ánægju af þessu, og spurði,
hvort þær vildu ekki sjá líkið.
— Nei, sagði ég. — Til þess
er ekki ætlazt af þeim. Fötin
eru nægileg til að þekkja hana
af. En ef það getur nokkurt
gagn gert, er ég reiðubúinn að
gera það fyrir þeirra hönd.
Fylgdarmaður okkar yppti
bara öxlum. Ég skyldi ráða þvL
Hvorug kennslukonan vissi um
hvað var verið að tala. Ég gekk
með manninum inn í líkhúsið.
Dregin áfram af einhverjum dul
Járniðnaðarnemar —
Iðnnemar
Hópferð verður farin á vegum járniðnaðarnema á
Landsmótið í Vaglaskógi á föstudagsmorgun. —
Miðar verða seldir á skrifstofu I.N.S.Í., Skipholti
19, laugardag og sunnudag milli kl. 2 og 6.
Bifreiðaeígendur
Austurlandi
Ljósastillingar á vegum Félags íslenzkra bifreiða-
eigenda hefjast á Hornafirði laugardaginn 2. júlí.
Síðan er ráðgert að fara til Breiðdalsvíkur, Stöðv-
arfjarðar, Fáskrúðsfjarðar og Vopnafjarðar.
Bifreiðaeigendur eru beðnir um að snúa sér til um-
boðsmanna F.Í.B. á viðkomandi stöðum.
Ljósastillingar á Eskifirði og Egilsstöðum verða aug
lýstar síðar.
Félag íslenzkra bifreiðaeigenda.
MATIOIMAL RAFHLÖÐUR
Ný gerð af rafhlöðum á íslcnzkum markaði.
Helmingi betri en nokkur önnur tegund
og þess vegna eru þær ódýrastar í notkun.
Heildsölubirgðir:
G. Helgason & IHelsteð hf.
Rauðarárstíg 1. — Sími 11644.