Morgunblaðið - 02.07.1966, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 02.07.1966, Blaðsíða 2
V 2 MORCUNBLAÐIÐ ! Laugardagur 2. júlí 1966 ? Tækniskóla íslands slitið TÆKNISKÓLA íslands var slit- ið í hátíðarsal Sjómannaskó-lans í gær. Við skólaslitin flutti skóla- stjórinn Ingvar Ingvarsson ræðu þar sem hann skýrði frá starf- semi skóians og úrslitum prófa. Tækniskóli íslands tók til starfa haustið 1964 og er þetta því í annað skintið sem nemendur eru útskrifaðir úr fyrrihlutadeild skólans. í upphafi ræðu sinnar sagði Ingvar m.a.: Á síðastliðnu sumri útskrifuð- ust 14 nemendur úr fyrrihluta- deild. Eru flestir þessara nem- enda nú við nám í síðarihluta tæknifræði, aðallega í Dan- mörku, en einnig í Noregi. Eru þessir menn nú að Ijúka fyrra af tveggja ára framhaldsnámi erlendis og vonumst við því til að sem flestir þeirra komi aft- ur heim til íslands á næsta ári sem fullmenntaðir tæknifræðing ar. Síðastliðið haust settust 34 nemendur í fyrrihlutadeild Tækniskólans. Af þessum nem- endum höfðu 23 lokið prófi frá undirbúningsdeild Tækniskólans hér í Reykjavík og á Akureyri. í deildina settust einnig 2 nem- endur, er lokið höfðu vélstjóra- prófi og fjórir nemendur, er áður höfðu lokið stúdentsprófi. Á skólaárinu hættu 3 nemendur námi. Á hinum nýafloknum prófum náðu 23 nemendur fyrrihluta- deildar þeim tilskildum próf- einkunum, sem með þarf til að Sovézkir mælast til sátta Moskvu, 1. júlí. — NTB • Kommúnistaflokkur Sovétríkj anna hefur enn á ný skorað á kínverska kommúnistaflokkinn að slíðra sín sverð og stuðla að einingu og samvinnu kommún- ista í baráttunni við vaxandi á- gengni Bandaríkjamanna. Askorun þessi kom fram í orð- sendingu frá miðstjórn sovézka kommúnistaflkksins til flokks- stjórnarinnar í Pekinig í tilefni þess, að kínverski flokkurinn heldur um þessar mundir hátíð- legt 45 ára afmæli sitt. Fréttamenn í Moskvu segja að orðalag orðsendingarinnar sé svipað og oftast áður, og ekkert sé þar að finna sem bendi sér- staklega á hinar auknu loftárás- ir Bandaríkjamanna á N-Viet- nam. í Peking hefur fréttastofan Nýja-Kína hins vegar birt úr- drætti úr opinberum yfirlýsing- um Bandaríkjamanna um loftár- ásirnar og staðhæfir, að Banda- ríkjastjórn hafi skýrt Sovét- stjórninni fná því fyrirfram, að hún hyggðist færa út stríðið í Vietnam. standast prófin, en undir prófin gengu 31 nemandi. Einn nem- andi varð veikur á próftímabil- inu, en 2 nemendur náðu ekki tilskildum lágmarkseinkunum í einstökum greinum. Samkvæmt heimilid í reglugerð skólans geta þessir nemendur endurtekið próf í þessum greinum. Vonast má því til, að einnig þessir nem- endur ljúki fyrrihlutadeildar- prófi innan tíðar. Fimm aðrir nemendur luku ekki prófum. Við byrjun fyrra missiris þetta skólaár settust 48 nemendur í forskóladeild. Af þessum nem- endum hættu 3 námí í byrjun skólaársins, vegna vankunnáttu í dönsku. Undir missirispróf, er fór fram í síðari hluta janúar- ust í hópinn 6 nýir nemendur. en af þeim stóðust 35 prófið. Er kennsla hófst í öðru missiri bætt ust í hópinn 6 nýir nemendur. Voru það nemendur, er lokið höfðu prófum úr fyrsta missiri áð áður, en ekki lokaprófi. Fjöldi nemenda, er hófu nám á öðru missiri forskóladeildar var því 41 v I hinum nýafloknu prófum náð>u 30 nemendur tilskildum einkunnum af þeim 40, er gengu undir próf. Einn utanskóla nem- andi innritaðist í prófin, en lauk þeim ekik. Eins og kunnugt er þá er einnig starfrækt undirbúningsdeild fyrir Tækniskóla á Akureyri. Hefur sú deild starfað í þrjú ár. Hafa 33 nemendur þreytt próf og hafa þar af 27 lokið prófum. Nú í vetur tók til starfa for- skóladeild Tækniskóla á fsafirði. Verður deildin þar rekin sem framhaldsdeild iðnskóla, þannig að það mun taka nemendur tvo vetur að fara yfir námsefnið. Sjö nemendur eru nú í þeirri deild. í>á vék skólastjóri að fram- haldsnámi við erlenda tækni- skóla, og bað nemendur að minn- ast þess að þrátt fyrir ýmsa byrj- unarerfiðleika ætti námið þar ekki að verða erfiðara en hér heima, er fram í sækti. Hann ræddi því næst framtíð- arverkefni Tf og fjallaði í því sambandi um þörf tæknimennt- aðra manna á íslandi og sagði: Iðnaðar og tæknimenntun má skipta í þrjá aðalflokka. 1) Iðnnám, iðnverkamenn, iðn- skólar. 2) Tæknifræði, tæknar, tækni skóli. 3) Verkfræði, eðlis og efna- fræði, háskóli. Verksvið iðnskólanna verður þá fyrst og fremst menntun iðn aðarmannsins og iðnmeistarans. Allt nám á að geta farið fram innanlands, nema þá í stuttum námskeiðuim í einstökum 9érgrein um. Verið er að athuga hver skuli verða verksvið verkfræði- deildar Háskólans á sviði verk- fræðimenntunar á næstu árum. Ef til vill verður þróunin sú, að deildin útskrifi verkfræðinga eftir 4 ára nám hér innanlands (menntun tilsvarandi ensku B.S. gráðu). Síðan má ráðgera, að hluti þessara manna fari í fram- haldsnám við erlenda háskóla. Verksvið Tækniskóla íslands Verður þá að veita menntun á þeim stigum tækninnar, sem liggur á miili verksviðs iðnaðar- mannsins og verkfræðingsins. Verkefnum má skipta í tvo aðal hluta. 1) Tækna- nám; styttra tækni nám (1-2-3 ár), fyrir teiknara, aðstoðarfólk í rannsóknarstofum m. m. Hafa skólanum borizt margar fyrirspurnir vaiðandi kennslu í ýmsum sérgreinum ,sem til þessa hafa ekki verið kenndar hér á landi: Hefur því miður ekki verið hægt að sinna þess- um beiðnum ennþá. 2) Tæknifræðinganám; sem skiptist í undirbúningsnám, fyrri hlutanám og síðarihlutanám. Undirbúningsnámið getur ver- ið að nokkru leyti sameigin'.egt fyrir bæði tækna og tæknifræð- inga. Nám í fyrrihluta verður að nokkru leyti sameiginlegt í öllum greinum tæknifræðinnar og ætti að vera kennt hér heima, eins og nú er gert. Nám í síðarihluta tæknifræðinnar verð ur sérnám í einstökum greinum. Verkefni, sem T. í. þarf að leysa í náinni framtíð umfram nú- UNDANFARIN sumur hefur veðurstofan gert spár fyrir síldarmiðin austur stf landinu. Þetta svæði hefur nú verið stækkað og skipt í þrjá hluta, sem hver um sig er að flatar- máli álika og allt ísland. Svæðið er á milli 12. gráðu og 1. gráðu ... Nær nyrzti hlutinn norður að 70 gráðu N og er kallaður Norðaustur- djúp. Syðri takmörk syðsta hlutans er um 62. gráðu N, eða við Færeyjar og heitir Færeyjadjúp. Miðhluti svæð- isins er austur af íslandi, milli 64,5. gráðu og 67. gráðu N, og er nefndur Austurdjúp. Á kortið hér að ofan eru spá- svæðin teiknuð til glöggvun- ar þeim, sem spárnar nota, en það eru að sjálfsögðu síld- veiðisjómenn og útgerðar- menn. Skólastjóri afhendir Jóni Vigni Karlssyni prófskírteini, en Jón hlaut hæstu einkunn sem gefin hefur verið við T.Í. (Ljósm.: Sv. Þorm.) verandi starfsemi er - í fyrsta lagi að koma á kennslu í ýmsuin greinum „tækna“-náms og að hefja kennslu í síðarihluta tækr.i fræðináms í nokkrum sérgrein- um tæknifræðinnar. Aðalástæðan fyrir að koma þarf á síðarihluta kennslu í tæknifræði hér heima sem fyrst 1) Sérþarfir íslenzkra atvinnu- vega, t.d. í fiskiðnaði (fiksiðn aðartæknifræði) sbr. landbún aðartæknifræði í Danmörku). 2) Vegna mikils álags á erlenda tækniskóla og þarafleiðandi tokmörkun á fjölda íslenzkra nemenda, er geta fengið skóla vist við erlenda tæknifræði- skóla. Skólastjóri ræddi því næst hús næðismál skólans og skort á vel- menntuðum kennurum til starfa þar, en kvaðst vona að úr þess- um málum rættist fljótlega. Að lokum lýsti hann úrslitum prófa og afhenti verðalun. Einn nemandi, Jón Vignir Karlsson, hlaut ágætiseinkunn, 184 stig, sem er hæsta einkunn sem gefin hefur verið við skólann. Afhenti skólastjóri honum bókaverðlaun fyrir framúrskarandi námsafrek. Níu nemendur fengu 1. einkunn og var þar hæstur Karl Þorleifs- son með 177 stig og hlaut hann verðlaun fyrir hæstu prófseink- unn í þýzku. Þrettán nemendur hlutu aðra einkunn. Skólastjóri óskaði nemendum til hamingju með prófin og árn aði þeim allra heilla í framtíð- inni. Skólanum barst vegleg gjöf frá Einari Ásmundssyni í Sindra. Er það kvikmyndasýningarvél sem ætluð er til kennslu og tvö sýningartjöld. Er annað fylgja henni um 60 filmur og þeirra einskonar sjónvarpsskerm ur, sem nota má í fullri dags- birtu. Er útbúnaðuf allur mjög fullkominn og færði skólastjóri góðu gjöf, sem hann kvað mundu verða skólanum til mikils gagns. Einari beztu þakkir fyrir þessa Að lokum tók til máls af hálfu nemenda Þorvarður Vilhjálms- son og færði skólastjóra og kenu urum beztu þakkir fyrir góða og ánægjulega samvinnu. Þessa mynd tók Sveinn Þormáðsson, Ijósmyndari Mbl., af bifreið, sem ekið hafði á ljósastaur á Eiðsgranda í gær. Bifreiðastjórinn gleymdi sér eitt augnablik, að því er ljósmyndaranum var tjáð og á myndinni má sjá afleiðingarnar. Það má segja, að aldrei sé nægilega brýnt fyrir mönnum að aka varlega. Strangari aðgerða þörf - segir Seðlabankinn um hina innistæðulausu tékka HINN 25. júní sl. fór fram skyndi könnun á innistæðulausum tékk- um með svipuðu sni'ði og áður hefur verið. Kom í ljós, að inn- stæða var ófullnægjandi fyrir rékkum, hamtals að upphæð kr. 2.247.000.—. Heildarvelta dagsins í tékkum við ávísanadeild Seðla- bankans var 213,8 milljónir kr. og var því 1,05% fjárhæðar tékka án fullnægjandi innstæðu. Frá nóvember 1963 hafa alls farið fram 11 skyndikannanir. í fyrstu skyndikönnuninni kom fram, að um verulega misnotkun tékka var að ræða, en er fram í sótti og þessar aðgerðir Seðla- bankans og viðskiptabankanna urðu tíðari, virtist draga úr mis- notkuninni. Til dæmis var prós- entutala innstæðulausra tékka miðað við heildarveltu í ávísana- skiptadeild Seðlabankans, er skyndikannanir fóru fram á síð- asta ári 0,48%—0,69%. Niðurstaða þessarar síðustu skyndikönnunar ber með sér, að misnotkun tékka hefur aukizt verulega á ný miðað við undan- farandi skyndikannanir. Seðla- bankinn og viðskiptabankarnir líta á þessa niðurstöðu mjög al- varlegum augum. Er ljóst, að frekari og strangari aðgerða er þörf til þess að sporna við mis- notkuninni. Eru slíkar aðgerðir í undirbúningi hjá bönkunum. — Kemur m.a. til greina að leita lagabreytinga, sem leiddi til þyngri refsidóma fyrir útgáfu innstæðulausra tékka. Auk þess verða bankarnir að setja strang- ari reglur um stofnun tékkareikn inga og innlausn tékka. Seðlabankinn mun, sem áður, halda áfram aðgerðum til þess að vinna á móti misnotkuninni, m.a. með tíðari skyndikönnunum og öðrum nauðsynlegum aðgerð- um. (Frá Seðlabanka íslands). Skólastjóri hættur VIÐ skólaslit Tækniskóla íslands ar Ingvarsson frá því að hann hefði beðizt lausnar frá störfum frá og með næsta hausti áf fjárhagslegum ástæðum. Kvaðst skólastjórinn hafa ákveðið að í gær skýrði skólastjórinn, Ingv- I leita sér að staríi annars staðar,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.