Morgunblaðið - 02.07.1966, Blaðsíða 21
! Lattgarðagur S. Jfttf 1966
MORGU N BLAÐIÐ
21
Þormar
Minnmg
Fæddur 15. júlí 1947.
Dáinn 25. júní 1966.
HELFREGNIN, sem spurðist um
þorpið að morgni dags 25. júní
var þung og sár.
Þormar Magnússon haíði slas-
azt til bana þá um morguninn
austur á Norðfirði þar sem hann
með Skipsfélögum sínum var að
landa síldarafla úr síðustu veiði-
för. Til þessa hafði allt gengið
að óskum.
Tíminn var að vísu ekki lang-
tir síðan horfið var úr heima-
höfn þó nógu langur til þess, að
fréttir höfðu áður borist frá þeim
félögum um góðar aflavonir og
einnig það að sérlega góð eining
ríkti meðal skipsfélaganna, þar
sem hver vildi greiða úr ög
hjálpa öðrum, var því horft von
glöðum augum til góðs og feng-
sæls sumars.
En hér urðu þáttaskil. Á einu
augabragði var einn kallaður úr
hópnum, dáinn, og vinirnir stóðu
eftir ráðþrota, þetta var svo ó-
vænt og sársaukafullt.;
Þormar Magnússon var yngst-
Magnússon
Þormar, það gladdi hann að sjá
að öðrum vegnaði vel, enda er
mér kunnugt að þar var gagn-
kvæm vinátta vakin — og
þannig mun félagsandinn í hin-
um fámenna hóp, skipverjanna
á Þorbirni II, hafa mótazt af
vináttu og hjálpsemi þennan
stutta tíma, sem leiðir láu sam-
an. Og nú að leiðarlokum þökk-
um við vinir og starfsfélagar
Þormars honum ljúflyndið og
hlýjuna, sem við nutum jafnan í
nálægð hans — og óskum honum
blessunar á ströndinni eilífu þar
sem við öll væntum að ná landi
að lokum.
E. K.
ur fjögurra bræðra, fæddur 15.
júlí 1947. Foreldrar hans voru
Magnús Þórðarson og kona hans
Ingibjörg Þórarinsdóttir, Brú í
Grindavík, var Þormar enn í
föðurhúsum aðeins 18 ára að
aldri. Ungur að árum mun
Þormar hafa ákveðið að gera
sjómennsku að ævistarfi og þeg-
ar hér var komið mun hann
hafa verið búinn að sækja um
inngöngu í Sjómannaskóla fs-
lands á komandi vetri en rétt-
indi þaðan eru háð tilskildum
siglingatíma. Sumarstarfið var
því eðlilegur liður að ákveðnu
marki, ein auk þess þurfti nú að
afla meiri tekna til að bera
væntanlegan námskostnað, þær
voru því bjartar framtíðarvonirn-
ar, sem bundnar voru hinu afla-
sæla skipi Þorbirni II.
Við, sem kveðjum Þormar nú
fáum vissulega ekki skiMð hvers
vegna honum var svo fljótt ætl-
að að ráða skipi sínu í naust.
En þetta er spurningin, sem er
þó alltaf ný, en þegar við horf-
um eftir góðum vin er hugljúf
minning um hann dýrmætari en
aMt annað og með guðshjálp gef-
ur hún okkur styrk til að eygja
farmtíðarlöndin þar sem leið-
ir liggja aftur saman og slys-
farir eru engar.
Þannig er minningin, sem við,
er þekktum Þormar geymum um
hann, ljúfur og þýður, enda svo
gæfusamur að eiga í hópi jafn-
aldra sinna og starfsbræðra
fjölda tryggðavina, sem hugðu
svo gott til framavona ha-ns og
framtíðardrauma. Einn var sá
eikipsfélaga Þormars, sem var
yngstur og óreyndastur og átti
því mest undir drengskap félaga
sinna, sem eldri voru og reynd-
ari. Það lýsir Þormari bezt, að
hann var búi-nn að hafa orð á
því við móður sína og aðra góða
vini, að þessi nýHði reyndist vel
og mundi brátt verða fær um
að val-da sínu starfi, þannig var
KVEÐJA FRÁ SKÓLA-
SYSTKINUM.
ÞAÐ var að morgni hins 25.
fyrra mánaðar að okkur barst
sú mikla sorgarfregn að vinur
okkar og jafnaldri, Þormar Magn
ússon frá Brú í Grindavík, væri
látinn. — Hörmulegt slys hafði
hent austur í Neskaupstað, þar
sem þessi ungi og æskuglaði
vinur okkar vann að löndun
síldar úr mótorbátnum Þorbirni
II. — Við áttum í sannleika erf-
itt með að átta okkur á að þetta
væri svo, en innan lítillar stund-
ar sáum við, að hvarvetna í
þorpinu okkar blöktu fánar í
hálfa stöng og undirstrikuðu, á
sinn hljóða hátt, þessa helköldu
staðreynd, sem fyllti hjörtu okk
ar þyngri harmi en orð geta
lýst. — Engin hugsun var okk-
ur jafnöldrum þessa unga og
efnilega manns í raun og veru
fjarlægari en sú að leiðir gætu
skiMð svo skjótt og óvænt. —
Þormar heitinn var okkur öllum
svo hpgljúfur og kær, að við eig-
um erfitt með að sætta okkur
við að hann skuli nú horfinn úr
hópi okkar, og við ekki framar
fá að njóta samvista hans í þessu
Mfi. — Við minnumst hans sem
hins glaðlynda, hjartahlýja,
tra-usta og góða vinar, minnumst
liðinna samveruára í skóla og
við leik og störf, í önn og hvíld
þessa undarlega lifs, þar sem
hið dimmasta ský getur skyndi-
lega byrgt okkur skin hinnar
björtu sólar, þótt hásumar sé, og
sveipað hugi okkar þeirri rökk-
urmóðu,, er máttur Guðs fær
einn af okkur létt.
En eitt verður þó ekki frá
okkur tekið, minníngin um hug-
ljúfan vin og félaga, og slíka
minningu geymum við öll í þakk
látum huga um Þormar Magnús-
son. — Við vottum foreldrum valda rfki, öðlaðist það heimild
hans, bræðrum og öðrum nán-
um vandamönnum, innilega sam
úð í söknuði þeirra, og megi sá
Drottinn og Guð, er einn getur
lagt okkur mannanna börnum
Mkn með þraut, veita þeim, er
sárast sakna, huggun harmi
gegn.
Far heiil til fegri heima, vin-
ur og félagi, og haf hartans þökk
okkar allra fyrir liðna tíð.
Skóiasystkin.
— forsaga
Framhald af bls. 10
Skal nú stiklað á stóru í sögu
landhelgisgæzlunnar.
Um aldaraðir hafa hin auðugu
og fengsælu fiskimið okkar ís-
lendinga verið sótt af erlendum
ffiskimannum. Fiskimiðin voru
og eru einhver dýrmætasti þjóð-
arauður, sem íslandi fylgdi og
það eru fyrst og síðast þau, sem
haldið hafa lífi í þjóðinni á
þrengingartímum hennar og
skapað henni velsæld eftir að
hún fór að rétta úr kútnum.
Meðan íslendingar lutu er-
lendu valdi áttu þeir þess Mtinn
kost að verja hendur sínar
sjálfir eða gæta fiskimiða sinna.
í byrjun 14. aldar hófu Enig-
lendingar fiskveiðar hér við
land. Ekki leið á löngu þar til
gæta tók mikils ofríkis af þeirra
hálfu og létu þeir sér þá ekki
nægja fiskimið landsmanna,
heldur fóru þeir rænandi og
drepandi á land upp. Greinir
saga okkar frá mörgum atvik-
um er þetta sanna. Skömmu
eftir kom-u Englendinga hófu
Þjóðverjar útræði frá íslandi.
Á 17. öld byrjuðu Hollendingar
veiðar hér við land og um
miðja 18. öld komu Frakkar, en
síðar Belgíumenn eftir aldamót-
in 1800.
Árið 1648, á stjórnarárum
Kristjáns 4., hins volduga kön-
ungs Danaveldis, var fyrsta til-
skipunin u-m landhelgi íslands
gefin út, en fyrir þann tíma
hafði konungur haldið frarn
óskertum rétti sínum til allra
Norðurhafa. Með þessari til-
skipan var landhelgi íslands
ákveðin 32 sjómílur, en síðar
staðfest 24 sjómílur. Þar með
féll konungur frá tilfealli sínu
til aMra Norðurhafa. Árið 1641
fékk konun-gur því verzlunar-
félagi, sem einokunaraðstöðu
hafði hér á landi, einkaleyfi til
hvalveiða, einnig mátti félagið
taka annarra þjóða skip í 1-and-
helgi, Englendinga innan 16 sjó-
mílna og skip hinna innan 24
sjómílna. Árið 1661 var fjórum
mönnum gefin einkaleyfisheim-
ild á landhelgi Íslan-ds og um
leið voru sett ákvæði, sem bönn-
uðu öllum útlendingum vei-ðar
inn-an 16 sjómílna. Þessi tilskip-
un hélzt lítið breytt fram á
miðja 19. öld. Englendingar
voru þá undir sama hatti og
aðrir.
Eftir því sem fl-eiri þjóðir
sóttu veiðar við fsland harðnaði
leikurinn og þær tóku að deila
sín á mrlli, en öllum var þeim
sameiginlegur yfirgangurinn við
landsmenn sjálfa.
íslendingum þótti hart að una
við slíkt og árið 1558 var endan-
lega bundinn endi á útræði er-
lendra manna héðan með sér-
stökum lögum frá Alþingi.
Um skipulega varðgæzlu við
landið af hálfu Dana var ekki að
ræða fyrr en um miðja 19. öld.
Heldur þóttu Danir slakir við
gæzluna og ýtti það undir við-
leitni ma-n-na að taka þessi mál
í eigin hendur.
Árið 1850 hófu Bandaríkja-
menn lúóðuveiðar við ísland óg
30 árum seinna hófu Norðmenn
hval- og síldveiðar hér við land.
1889 samþykkti Aiþingi lög um
bann við bötnvörpuvei-ðum í
landhelgi. 1901 sömdu Danir við
Englendinga og með þeim samn-
ingi öðluðust Englendi-ngar fisk-
veiðiréttindi upp að þriggja
mílna mörkum. Þessi s-amningur
opnaði einnig öllu-m öðrum þjóð-
um leið upp að sama marki.
Árið 1918 , er ísland varð full-
samkvæmt sambandslögunum til
þess að taka landhelgis-málin í
eigin hendur. Fyrir þann tíma
höfðu einstakar verstöðvar fun-d-
ið til nauðsynjar þess að h-aldið
væri uppi varðgæzlu fyrir ís-
lenzku fiskibátana. Einkum kom
þetta mjög hart niður á ver-
tíðarbátu-m á veturna, sem reru
frá Vestmannaeyjum. Bæði kom
þarna til að bátarnir þurftu að-
stoðar og hjálpar við, er íslenzk-u
vetrarveðrin skullu skyndilega
yfir. Einnig gerðu erlendú tog-
ararnir bátunum ýmsar skráveif-
ur og einkum eyðilögðu þeir
veiðarfæri þeirra og ullu þannig
bæði tjóni af afla og línu bát-
anna.
Vestmannaeyingar urðu því
fyrstir til að hefjast handa um
að afla sér raunhæfrar gæzlu
fyrir báta sína og þar var stofn-
að Björgunarfélag Vestmanna-
eyja. Björgunarfélagið átti sér
nokkurn aðdraganda og er talið
að fyrst hafi komið fram hug-
mynd um það á þingmálafundi
í Vestmannaeyjum árið 1914, er
Hjalti Jónsson skipstjóri braut
upp á því, að nauðsynlegt væri
að hafa sérstakt björgunarskip
við eyjarnar, sem bæði aðstoð-
aði bátana og stuggaði erlendum
togurum á brott. Vestmanna-
eyingar telja hinsvegar raun-
verulegan stofndag björgunar-
félagsins hinn 26. marz 1920, en
þá kom björgunar- og varðskip
þeirra, Þór, til landsins. Hluta-
bréf voru seld fyrir meginhluta
kostnaðarverðs skipsins og sýndu
eyjaskeggjar mikla fórnfýsi í
sambandi við það mál og rau-nar
fleiri, svo sem ýmsir aðilar í
Reykjavík svo og stjórnarvöld.
Það sýndi sig þegar að skip
þetta var til hinna mestu þarfa,
en það reyndist hins vegar erfitt
í rekstri fyrir Vestmannaeyinga
eina, enda þörfin fyrir það mest
á vetrarvertíðinni, eða nánast að-
eins 3—4 mánuði á ári. Ríkið tók
það brátt á leigu tíma og tí-ma
og svo fór að það fékk skipið
endanlega fyrir skuldum þeim,
er á því hvíldu.
Fra-mhald sögu Landhelgis-
gæzlunnar kemur svo hér á eftir
í samtali við Pétur Sigurðssonar
forstjóra og svipmyndum er
brugðið upp í samtölunum við ,þá
Þórarin Bjömsson skipherra og
Kristján Sigurjónsson yfirvél-
stjóra.
JAMES BOND
James Bond
BY HN FUMING
WING BY JOHN MclBSXY
Xr~
X
Eftii IAN FLEMING
— Hver ert þú? sagði ég eins og ég vissi
það ekki.
— Ég er Tatiana Romanova. Vinir mínir
kalla mig Tania.
— Ég er ánægður með að við skulum
loksins hafa hitzt, Tania.
— Já, ég er líka mjög ánægð yfir því.
— >ú ert mjög falleg, Tania.
— En við skulum taka málið alvarlega.
Er það virkilega ætlun þín að fara með
JÚMBÖ —X
mér til Englands? Ertu ekki hrædd?
— Jú, ég er hrædd, en ekki eins mikið
núna og áður. Þú munt sjá um mig. Ég að
minnsta kosti held það.
Teiknarú J. M O R A
Spori ráfar tímum saman í tunglskininu
og leytar vina sinna . . .
Hann krýpur á kné og aðgætir hvort
hann geti séð tjaldið bera við himinn.
En hann sér ekkert og ákveður því að
liggja kyrr þar til sól kemur upp. Þar að
auki dettur honum i hug að mammútur-
inn hafi enga ástæðu til að fara einmitt
þessa leið.
Með þá hugarfróun gefur Spori sig
svefnguðinum á vald.