Morgunblaðið - 02.07.1966, Page 18

Morgunblaðið - 02.07.1966, Page 18
18 MORGU N BLAÐID Laugardagur 2. júlí 1966 Loftur Ölafsson vélstjóri - Minning f. U. apríl 1903 d. 23. júní 1966 „Flýt þér, vinur, í fegra heim. Krjiiptu að fótum friðarboðans og fljúgðu á vængjum morgunroðans meira að starfa Guðs um geim. * (J.H.) í dag verður gerð frá Dóm- kirkjunni útför Lofts Ólafsson- ar, vélstjóra, Eskihlíð 23, sem lézt í Landsspítalanum þann 23. júní eftir langa og harða baráttu við banvænan sjúkdóm. Með Lofti Ólafssyni er góður drengur genginn, traustur mað- ur og sannur, — maður, sem í engu vildi vamm sitt vita, en var í ríkum mæli gæddur þeim hæfileikum, er góðan og trygg- an þjón mega prýða. Hann var mikill starfsmaður, lagði alúð við störf sín og vildi ávallt gjöra það eitt, sem hann vissi sannast og réttast. — Loftur Sumarvin Ólafsson var fæddur í Mölshúsum á Álfta- nesi á sumardaginn fyrsta, þann 24. apríl árið 1902. Voru foreldr- ar hans Ólafur Stefánsson bóndi þar og kona hans Málfríður Loftsdóttir. Á öðru ári varð Loft ur fyrir þeirri þungu raun að missa móður sína. Var honum þá komið í fóstur að Halakoti á Álftanesi, og þar ólst hann upp hjá þeim Diðriki Pálssyni bónda þar og Ingibjörgu Jónsdóttur. Minntist hann fósturforeldra sinna jafnan með mikilli hlýju og þakklæti og reyndist þeim sem hinn bezti sonur, svo lengi sem þau lifðu. Loftur stundaði járnsmíðanám i Reykjavík, gekk síðan í Vél- stjóraskólann og lauk þaðan prófi árið 1928. Næstu tvo ára- tugina starfaði hann lengst af sem vélstjóri, var m.a. lengi á togaranum Max Pemberton, en var í leyfi, er togarinn fórst. Loftur vann síðan í Vélamiðstöð Reykjavíkurborgar og var þar aðstoðarverkstjóri mörg síðustu árin. Þessum störfum sínum gegndi hann af stakri trú- mennsku, elju og árvekni, enda var hann samvizkusamur og ósérhlífinn og gekk heilshugar að hverju því starfi, sem hann tók sér fyrir hendur. Hinn 8. október 1927 gekk Loftuf að eiga eftirlifandi konu sjna, Katrínu Sigurðardóttur. Áttu þau jafnan heimili í Reykja vík, síðustu 19 árin í Eskihlíð 23, þar sem þau bjuggu sér fali- egt og hlýtt heimili, sem þau voru samhent um að fegra og prýða á allan hátt. Þeim hjónum varð þriggja barna auðið, sem öll eru á lífi. Þau eru: Gunnar, flugvirki, kvæntur Maggýju Jónsdóttur, Ingi Loftur. flugvirki, kvæntur Önnu Láru Þorsteinsdóttur, og Málfríður, gift Kristjáni Sigurðs syni, vélstjóra. Áður en Lofíur kvæntist, eignaðist hann eina dóttur, Elínu, sem búsett er í Vestmannaeyjum, gift Gísla Eng ilbertssyni málarameistara. Loftur var góður eiginmaður, umhyggjusamur og kærleiksrík- ur faðir, tengdafaðir og afi. Katrírfu var hann hinn sterlci og trausti lífsförunauttir, sem aldrei brást eða bognaði, en óx við hverja raun. Hann unni og vann heimili sínu allt, sem hann mátti, enda mat hann heimilið og starfið öllu öðru meira. Hann var sístarfandi, harður við sjálf- an sig og hlífði sér hvergi. Líf hans einkenndist af iðjpsemi, trúmennsku og skyldurækni. Það sannaðist á honum, það sem skáldið segir, að „átak hvert er ævilán í iðjumanna höndum.“ — Loftur ólafsson var traustur maður og heilsteyptur, einarður og fastur fyrir. Hann var vilja- sterkur maður og kjarkgóður og mikið karlmenni í þess orðs beztu merkingu. Kom það t.d. glöggt fram í hinum erfiðu veik indum hans, sem hann bar af mikilli karlmennsku og einstöku þolgæði. Loftur var heiðarlegur maður, hreinskiptinn og undirhyggju- laus og svo orðheldinn, að þeg- ar hann lofaði einhverju, þá stóð það eins og stafur á bók. Og þess vegna þoldi hann lika illa hvers konar óráðvendni, svik- semi, fals og uppskafningshátt. Hann kom ávallt til dyranna eins og hann var klæddur og þurfti aldrei að hjúpa sig neinni dulu blekkingar eða sýndar- mennsku. Að eðlisfari var Loft- ur fremur dulur og hlédrægur, tranaði sér aldrei fram eða sótt ist eftir metorðum. En hann var skapfastur maður og lét ekki hlut sinn fyrir neinum. Hann var góður og tryggur vinur vina sinna, fölskvalaus og fastur sem bjarg. Og sá, sem einu sinni hafði eignazt vináttu hans, gat treyst því að eiga hana ævi- langt. Loftur var góður félagi og var ávallt glaður og skemmti- legur í góðra vina hópi. Og oft vakti hann vinum sínum bros á vör með græskulausri kímni og hnyttnum andsvörum. — Loftur starfaði mikið í Félagi járniðnaðarmanna, svo og Vél- stjórafélaginu, þar sem hann sat lengi í stjórn. Hann lét sig miklu skipta hag og hamingju stéttar- bræðra sinna, og ráð hans voru miklis metin, enda var hann heill í félagsskapnum og brennandi af áhuga fyrir hverju því máli, sem til farsældar og framfara kunni að horfa. Einnig tók hann virkan þátt í starfi Oddfellow- reglunnar, og þar sem annars staðar munaði um hann. — Það er því mikið skarð fyrir skildi, þegar þessi hrausti og góði drengur, vinur og félagi, er horfinn af vettvangi þessa lífs langt fyrir aldur fram. En mestur og sárastur harmur er kveðinn af ástvinum hans, sem hann var svo ómetanlega mikils virði. Missirinn er mikill, sorg- in bitur og djúp, en þess ber að minnast, að sá einn hefur mikið að missa, sem mikið hefur verið gefið. Það er vissulega mikil gjöf og mikið þakkarefni að hafa átt Loft Ólafsson að ást- vini, félaga og samferðamanni. Og það væri ekki að skapi hans að láta sorgir og erfiðleika buga sig eða beygja. Dæmi hans er okkur, sem eftir lifum, eggjun til að vera hugdjörf og sterk og takast af alefli á við verkefni komandi daga. Slíkan mann er gott að hafa þekkt og átt að vini. Og það er bjart yfir minning- unni um þennan drenglundaða heiðursmann. Mynd hans, björt og hrein, er skýrt grópuð í vit- und vina hans og mun þar geym ast alla ævi. Slíkur maður á vissulega góða heimvon í himin inn, þar sem honum verður feng ið „meira að starfa Guðs um geim“. — f vor hafði Loftur orð á því við vini sína að sér mundi verða batnað í júlí, en júlí var sá mán uður ársins, sem hann hélt mest upp á, og í þeim mánuði vildi hann helzt fá sumarleyfið sitt. Júlí er kominn og honum er vissulega batnað, leystur frá þrautum og stríði þessa heims til að lifa hjá Guði og með Guði. Við hjónin og fjölskylda min þökkum honum fölskvalausa vin áttu og tryggð, hjalpsemi og ást úð í okkar garð, og biðjum al- góðan Guð að blessa hann og leiða í nýjum heimi. Eiginkonu hans, börnum, tengdabörnum, barnabörnum, systkinpm hans, öldruðum tengdaföður og ástvin um öllum vottum við okkar inni legustu samúð og biðjum þeim blessunar Guðs, styrks hans og huggunar í harmi. — Og við, veikir, ófullkomnir menn, meg- um treysta því, að Guð þerrar öll tár af hvörmum barna sinna, því að Guð er kærleikur. „Guð er oss hæli og styrkur, örugg hjálp í nauðum." Hann gefur hugsvölun og styrk í baráttu og þrautum, veitir hinum vegmóða hvíld og endurnærir hinn þreytta. Hann græðir sárin og huggar, gefur sjúkum styrk og grátnum gleði. Hann einn er vor hjálp og hreysti, vort ljós og vor likn í lífi og í dauða. — Loft Ólafsson, vin minn, vil ég að lokum kveðja með þessum orðum sálmaskáldsins, Valdi- mars Briem: „Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt“. Jón E. Einarsson. t ÞANN 23. þ.m. lézt á Landsspit- alanum Loftur Ólafsson, vél- stjóri, Eskihlíð 23 hér í borg. Hann var fæddur 2. apríl 1902 að Melshúsum á Álftanesi, sonur hjónanna Ólafs Stefánssonar og Málfríðar Loftsdóttur. Loftur missti móður sína barn að aldri og var tekinn í fóstur af Ingi- björgu og Diðriki Pálssyni, en þau bjuggu í Halakoti á Álfta- nesi. Til Reykjavíkur fluttist hann svo árið 1919 aðeins 17 ára gamall. Hann varð því ungur að standa á eigin fótum og var sjó mennskan það starf er hann valdi sér og stundaði það í fjölda ára lengst af sem vélstjóri á togurum. Hann fékk snemma áhuga á því að læra eitthvað, sem gæfi öruggari fótfestu í líf- inu, en almenn sjómennska. Hann hóf því nám í járnsmíði hjá einum þekktasta járnsmið bæjarins, Þorsteini heitnum Jónssyni. Því námi lauk hann 1924. Ekki fannst Lofti þetta nægjanlegt, en fór síðan í Vél- stjóraskólann og lauk þar prófi árið 1928. Á þessum árum þótti það töluvert afrek fyrir unga. félitla menn, að afla sér slíkrar menntunar, en með dugnaði og reglusemi tókst Lofti það, er hugur hans stóð til. Harin varð brátt eftirsóttur vélstjóri enda kom fljótt í Ijós, að það rúm var vel skipað þar, sem hann réði málum, vegna allra þeirra mannkosta, sem hann átti yfir að búa, dugnaði, árvekni í starfi, prúðmannlegri framkomu og sér stakri reglusemi á vinnustað, hvort beldur var í vélarúmi eða annars staðar. Lengst af var hann 1. vélstjóri á togaranum Max Pemberton, fyrst með Halldóri Þorsteins- syni í Háteigi og síðar með Pétri heitnum Maack, tveim ágætum skipst j órnarmönnum. Loftur kvæntist Katrínu, syst- ur minni, 8. okt, 1927 og eign- uðust þau 3 börn. Gunnar flug- vélavirki að mennt, nú yfirverk stjóri hjá Landhelgisgæzlunni, kvæntur Maggý Jónsdóttur, Ingi Loftur, flugvélavirki, flugvél- stjóri hjá Landhelgisgæzlunni, kvæntur Önnu Láru Þorsteins- dóttur, Málfríður, gift Kristjáni Sigurðssyni, vélstjóra,. Dóttur átti Loftur áður en hann kvænt ist, Elínu, er hún búsett í Vest- mannaeyjum gift Gísla Engil- bertssyni, málarameistara. Öll eru þessi börn mestu mannkosta manneskjur. Fyrstu búskaparár þeirra dvaldi ég á heimili þeirra, og var mér frá fyrstu tíð hlýtt til Lofts, enda var hann maður traustur og vinfastur. Á þessum árum voru fjarvistir sjómanna frá heimilum sínum jafnvel enn meiri en nú — viðstaðan oft- ast nokkrir klukkutímar. Eftir að hann kom að fullu í land urðu kynni okkar mjög náin og lærði ég alltaf betur og bet- ur að meta hans miklu kosti. Hann var einn þessara traust- vekjandi manna, sem yfirvega hlutina, en rasa ekki um ráð fram. Allt, sem hann gerði fyr- ir sig eða aðra, var vel gert enda báru öll verk hans vott sérstæðrar snyrtimennsku. Hann var mjög góður heimilisfaðir, bjó vel að sínu og skapaði, ásamt sinni góðu konu, börnum þeirra fagurt heimili, sem ávalt hefur staðið opið frændum og vinum. Var gott að sækja þau heim Katrínu og Loft. Hann átti mjög skemmtilega kímnigáfu, var hnyttinn í tilsvörum og naut sín vel í góðum vinahópL Loftur hætti sjómennsku árið 1939 og eftir það vann hann að mestu í Áhaldahúsi Reykjavík- ur. Þar eignaðist hann marga ágæta vinnufélaga og vini, og er mér kunnugt að í þeim hópi er ^vinar og góðs félaga saknað. Á þessum árum hafði hann all mikil afskipti af félagsmálum Vélstjórafélags fslands og Félagi íslenzkra járnsmíðamanna og þótti afbragðs félagsmaður, traustur og mjög tillögugóður. í langri og þungri sjúkdóms- legu var karlmennskan yfirsterk ari þrautunum. Hann kvartaði aldrei. Það er gott að hafa feng ið að kynnast manni eins og Lofti Ólafssyni og í þakkarlát- um huga geymum við minningu um góðan dreng og sæmdar- mann. Sæmundur Sigurðsson. t MNN úr hópnum er í dag bor- inninn til hinztu hvíldar. Það er Loftur S. Ólafsson, vélstjórL sem andaðist í Landsspítalanum 23. júní 1966. Hann var fæddur að Melshús um á Álftanesi 24. apríl 1902 og var því 64 ára að aldri, er hann lézt. Foreldrar hans voru þau hjónin Ólafur Stefánsson og Málfríður Loftsdóttir. Móður sína missti hann 1*4 árs og ólst upp hjá þeim ágætu hjónum Ingibjörgu og Diðriki PálssynL að Halakoti á Álftanesi. Til Reykjavíkur flutti hann 1919 og réðist síðar til hins valinkunna athafnamanns Þorsteins Jónsson ar járnsmiðs við Vesturgötu og lauk þaðan sveinsprófi 1924. Skömmu síðar innritaðist hann í Vélstjóraskóla sílands og lauk þaðan prófi 1928. Árið 1927 kvæntist hann eftir- lifandi konu sinni Katrínu Sig- urðardóttur, Sigurðssonar pípu- lagningameistara, ágætustu konu. Áttu þau þrjú börn, Gunn- ar flugvélavirkja, Inga flug- vélavirkja og Málfríði hús- freyju. Auk þessara barna hafði Loftur eignast dóttur áður en hann gekk í hjónaband. Kynni okkar Lofts hófust 1934, er ég gerðist undirmaður hans á togaranum Max Pember- ton, en þar var Loftur þá 1. vélstjóri. Vorum við síðan sam- an á sjónum að undanskildujn nokkrum árum til ársins 1948. Loftur var mjög fær í sínu starfi, og sóttust fleiri eftir hon- um en fengu, þar eð hann kaus að starfa hjá sama útgerðar- fyrirtæki. Var hann lengstum hjá Halldóri Þorsteinssyni út- gerðarmanni í Háteigi. Sem yfir- maður var Loftur stjórnsamur og mikilhæfur. ALlt starf var unnið af samvizkusemi, og röð og regla var í fyrirrúmi. Við undirmenn sína var hann mjög þægilegur og með. okkur mynd- aðist á þessum árum sú vinátta, sem stóð ætíð síðan. Viðkynning við góða drengi er gulli betri, og það var mikið lán fyrir mig að verða vináttu hans aðnjót- andi. Kunnáttu hans sem vél- stjóra var viðbrugðið og var honum einkar lagið að miðJa öðrum af þekkingu sinni. Gerði hann það á skýran og einfaldan hátt, þannig að erfið viðfangs- efni urðu augljós í framsetningu hans. Lærði ég margt af kunn- áttu hans og reynslu. Var hann mér hinn bezti lærifaðir. Með sanni má segja, að starf hans hafi verið honum einkar hug- fólgið. Ýmis félagsstörf hlóðust á Loft bæði 1 Járniðnaðarmannafélag- inu og Vélstjórafélagi íslands. Gengdi hann þeim af sömu trú- mennsku og með sama trausti og honum var lagið. í kririgum 1950 hætti Loftur að mestu sjómennsku og gerðist þá starfsmaður hjá Reykjavíkur- borg, þar sem hann fékkst við vélsmíðar. Loftur var mikill heimilisfað- ir. Oft talaði hann um hvílík gæfa það hafði verið að fá þá konu, sem reyndist honum svo tryggur lífsförunautur. Hún bjó honurn fagurt heimili og mat hann það mikils. í sínu einkalífi var Loftur gæfumaður, og þau hjónin sérstaklega samrýmd. Oft var þeim er áttu í erfiðleikum og höfðu lítið á milli handanna Framhald á bls. 25 Hjai^ans þakkir færi ég öllum er glöddu mig með heimsóknum, blómum, gjöfum og skeytum á '75 ára afmæli mínu 26. júní sl. Sigríður Jensdóttir, frá Árnagerði. Eiginkona mín, SVANLAUG KRISTJÁNSDÓTTIR írá Álfsnesi, andaðist fimmtudaginn 30. júní í Landakoti. Jón Þorbjörnsson. Konan mín, PÁLÍNA ÞÓRÐARDÓXTIR Óðinsgötu 15, andaðist í Landsspítalanum að morgni 1. þ. m. Bjarni Ólafsson. Þökkum innilega auðsýnda samúð og vináttu við andlát og jarðarför, litla drengsins okkar Sigurhanna Gunnarsdóttir, Jón E. Hjartarsson, Læk, Ölfusi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.