Morgunblaðið - 02.07.1966, Síða 10

Morgunblaðið - 02.07.1966, Síða 10
10 MORGU NBLADID ? Laugardagur 2. julí 1966 Ösérhlííið framlog er mest virði Rstt við Pétui Sigurðsson forstjóru Lundhelgisgæzlunar Pétur Sigrurðsson i aðalstöðv um Landhelgisgæzlunnar. EFTIR að hafa kynnt okkur nokkuð forsögu Landheigis- gæzlunnar og starfsemi Björg unarfélags Vestmannaeyja, sem telja má móðurfélag ís- lenzku landhelgisgæzlunnar, snúum við okkur til Péturs Sigurðssonar forstjóra og fell ir hann nokkuð inn í eyðurn ar og kynnir okkur upphaf gæzlunnar á vegum ríkisins, svo og fýsir okkur að kynna hann sjálfan nokkuð og drep um á starf gæzlunar í dag og framtíðarhorfur. Það er samþykkt á Alþingi hinn 8. nóv. 1>92»6 að kaupa Þór aí Vestmannaeyingum fyrir kr. 80 þús., sem voru áhvílandi skuldir á skipinu. Þess í stað var svo lofað að halda uppi gæzlu á vetrarvertíð við Eyjar í 3% mánuð gegn 16 þús. kr. ár- legu gjaldi frá Eyjaskeggjum, en það mun fljótlega hafa verið niður fellt. Um þessar mundir er verið að byggja óðin úti í Kaupmannahöfn og kom skipið hingað hinn 23. júní 1026. Skip- ið heldur út til gæzlustarfa hinn 29. júní, en Þór heldur út hinn 1. júlí og um þessi mánaða- mót er því miðað að íslenzka ríkið hefji landhelgigæzlu, þótt að sjálfsögðu hafi allt undir- Forsaga UM þessi mánaðamót minn umst við þess að liðin eru f jörutíu ár frá því íslenzka ríkið tók að fullu við land- helgisgæzlu hér við land á eigin skipum. í tilefni þessa vill Morgunblaðið rekja í mjög stórum dráttum sögu landhelgisgæzlu við ísland frá fyrstu tíð, geta í stuttu máli forystuhlut- verks Björgunarfélags Vest mannaeyja og skipakaup til björgunarstarfa og land helgisgæzlu og að lokum ræðir blaðið við forstjóra Landhelgisgæzlunnar, Pét- ur Sigurðsson, sjóliðsfor- ingja, Þórarin Björnsson, skipherra á Óðni, flagg- skipi gæzlunnar, Kristján Sigurjónsson, yfirvélstjóra og eftirlitsmann með við- gerðum og vélum gæzlunn- ar í dag, og auk þess á blað ið htutt símaviðtöl við skip herrana Jón Jónsson á Þór og Harald B jörnsson á Ægi, en þeir halda afmælið há- tíðlegt á hafi úti. Því eru þessir fjórir menn valdir auk forstjórans, að þeir voru me&al áhafnar á fyrsta skipi gæzlunnar eftir að hún fcomst að fullu í hendur ís- letizka ríkisins á eigin skipum. búningsstarf hafizt fyrir þann tíma. Til gaman flettum við blö,ðum fyrstu sjóferðabókar Óðins og kemur þá í ljós að fyrsta áhöfn er skipuð þessum mönnum: Jóhann P. Jónsson, skipherra, Einar M. Einarsson, I. stýrim., Magnús Björnsson, II. stýrim., Þórarinn Björnsson, III. stýri- maður (núv. skiph. á Óðni) Þorsteinn Loftsson, I. vélstj., Aðalsteinn Björnsson II. vélstj. Magnús Jónsson III. vélstj. Elías Dagfinnsson, bryti, Þórarinn Vilhjálmsson háseti, Jón Jónsson, haseti (núverandi skipherra á Þór), Þorvarður Gíslason háseti, Stefán Ó. Björnsson, háseti, Guðbjörn Bjarnason, háseti, Haraldur Björnsson, háseti, (núverandi skipherra á Ægi) Sigurlaugur Sigurðsson, kynd., Kristján Sigurjónsson, kynd. (núv yfirvélastj. og eftilm.), Jón Helgason, kyndari og Ottó J. Ólafsson, loftskeytam. í sjóferðabókinni segir að skip ið hafi haldið út frá Reykjavík snemma dags hinn 20. júní 1926. Daginn eftir hinn 30. júní, rétt fyrir hádegið, heyrist neyðarkall frá e/s Goðafossi, sem er þá strandaður við Fáskrúðsfjörð. Þegar er sett á fulla ferð, en Auk þessara fjögurra manna, sem enn starfa hjá gæzlunni er Gunnar Gíslason, stýrimaður, starfsmaður enn í dag, en hann var einn af áhöfn gamla Þórs, er hann komst í eigu Land- helgisgæzlunnar, og fór í sína fyrstu för á hennar vegum að- eins tveimur dögum síðar en Óðinn, eða 1. júlí 1926. í stuttu yfirliti sem þessu verður að sjálfsögðu enginn Óðinn var mikið gangskip, gekk 16% mílu á klst. En kl. tæplega 3 sama dag, þegar skipið er statt við Hrollaugseyjar, kemur skeyti frá Goðafossi um að hann sé kominn á flot og þurfi engrar hjálpar við. Hinn 2. júlí tekur Óðinn svo sinn fyrsta togara við Portland. Er það þýzki togarinn Fridericus Bex frá Geestemúnde. Er farið með togarann til Vestmanna- eyja. Þannig segir í upphafi fyrstu sjóferðabókarinnar. Það er í upphafi stjórnarráðið, sem sér um útgerð varðskip- anna. Þegar Skipaútgerð ríkisins er svo stofnuð 1030, tekur hún við rekstri þeirra, eins og öðr- •um skipum þeim, e.r ríkissjóður átti. Varðskipin heyra þó undir dómsmálaráðuneytið, en hin falla undir fjármálarðuneytið. Á þessu verður svo engin breyt- ing þar til árið 1952 að sérstakur forstjóri er settur yfir Landhelg- isgæzluna, 'enda þótt Skipaút- gerðin hefði áfram bókhald kostur að geta allra þeirra mætu manna, sem meiri og minni þátt hafa átt í margvís- legum og stórmerkum málum og verkefnum, sem landhelgis- gæzlan hefir leyst af hendi. Öll- um þessum mönnum hafa for- ystumenn gæzlunnar beðið blað- ið að færa þakkir og þeirra, sem látnir eru, er minnzt af hlýjum huga. Framhald á bls. 21. fyrirtækisins og er svo að nokkru enn í dag, þótt það hafi tekið talsverðum breytingum. Skip Landhelgisgæzlunnar á þessum fjörutíu árum hafa ekki verið ýkja mörg og um skeið bæði lítil og ófullkomin mörg þeirra, til þess að vinna það verk efni, sem þau annars þurftu. Margt kemur til þess að ekki var meira hugsað um skipastól- inn, en raun ber vitni. Mestu hefir sennilega ráðið kreppan á árunum um og eftir 1030. Sögu- ferill skipa gæzlunnar er í skemmstu máli þessi: Gæzlan á tvö skip hinn 1. júlí 1026. Gamli Óðinn er seldur úr landi 1036. Gamli Þór er þá einn við gæzluna þar til 1029 að Ægir er keyptur nýr af nálinni. Það ár strandar Þór á Sölva- bakkafjöru við Húnaflóa. Eru þá strax gerðar ráðstafanir til kaupa á nýju skipi í stað Þórs. Er þá Mið-Þór, eða Fjöru-Þór keyptur, en hann var áður gam- all þýzkur togari og hét Senator Scháfer. Hann er svo notaður til landhelgigæzlu og fiskirann- sókna, eins og gamli Þór hafði verið notaður, allt fram í síðari heimsstyrjöld. Fyrst var hann þar á eftir leigður til fiskflutn- inga til Englands, en síðan seld- ur. Hann strandaði við Skot- land 1050. Þegar gamli Óðinn var seldur 1036 til Svíþjóðar, var það vegna þess hve dýr hann var í rekstri, því hann var kolakyntur. Þá var í hans stað byggður litli óðinn á Akureyri 1038. Samfara þessum breytingum á skipastólnum voru ýms skip tekin á leigu tvl gæzlunnar, en allt miðað við það að spara sem mest. Litli Óðinn bar Óðinsnafnið, allt þar til nýi Óðinn var byggð- ur 1959, en þá ver hann skírður Gautur cg bar það nafn til þess er hann var seldur, en heitir nú í dag Goðanas og er í eigu trygg- ingarfélaganna til hjálpar síld- veiðiflotanum. Sæbjörg er svo byggð árið 1037. Hún er i eigu Slysavarna- félagsins, en tekin á leigu og gerð út af Landhelgisgæzlunni þar til í fyrra að Slysavarnafélag ið tók aftur við henni. Vitaskip- ið Hermóður, eldri og yngri, voru einnig á stundum notuð til gæzlustarfa. Eftir stríðið voru keyptir hingað 3 hraðbátar frá Englandi og skýrðir Baldur, Bragi og Njörður, en voru notaðir lítið og gengu kaupin á þeim til baka. Árið 1950 er María-Júlía byggð sem varðskip, en Björg- unarskútusjóður Vestfjarða lagði fram fjárhæð til skipsbyggingar- innar. Síðan er nýji Þór byggður árið 1951. Albert er svo byggður með tilstyrk Björgunarskútu- sjóðs Norðurlands árið 1957 og loks nýi Óðinn byggður 1059. Þegar lokið er athugun á skipa kosti gæzlunnar kemur að flug- vélunum. Fluggæzla er fyrst haf- in með leiguvélum en árið 1963 er keypt sérstök gæzlu- og björg unarvél, Catalina-flugbáturinn Rán og var hún starfrækt óslitið þar til Skymasterflugvélin Sif var keypti og tekin í notkun ár- ið 1962. Loks var svo þyrlan Eir keypt árið 1965. Ætla mætti að orðið hefði að fjölga starfsliði Landhelgisgæzl- unnar með auknum verkefnum og stækkandi skipum. Hitt hefir þó orðið raunin á að starfsliðinu hefir verið fækkað sem nemur 25% á undanförnum árum. Það þykir rétt, þegar hér er komið sögu, að kynna nokkuð forstjóra Landhelgisgæzlunnar, Pétur Sigurðsson, sjóliðsfor- ingja. Hann byrjar starf hjá gæzlunni þegar árið 1927, þá sem viðvan- ingur um borð í skipum henpar. Jafnframt því er hann í Mennta- skólanum í Reykjavík. Tvö sum- ur er hann á varðskipunum, en er síðan á skipum Eimskipa- félagsins. Hann tekur stúdents- próf frá stærðfræðideild árið 1931, en siglir samsumars utan sem háseti og er afskráður i Kaupmannahöfn þar sem hann fer þá þegar í nám hjá danska flotanum og er þar samfleytt þar til árið 1937. Fyrst tekur hann sjóliðsforingjapróf, en fer síðan í sérnám við sjómælingar. Pétur kemur út aftur árið 1938 og byrj ar þá vinnu við sjómælingadeild Vitamálastjórnarinnar, en stund- ar jafnframt kennslu við Stýri- mannaskólann og vinnur hjá Skipaskoðun ríkisins. Sumarið var helgað sjómælingum og er hann þá jafnframt stýrimaður á einhverju hinna minni varð- skipa, sem aðallega voru notuð til þessara framkvæmda þá, eins og nú. 1 stríðslokin er svo keypt sér- stakt sjómælingaskip, Týr, og var Pétur með það skip þar til hann tók við forstjórastarfinu árið 1952. Hann hefir þó aldrei alveg að fullu skilið við sjómæl- ingarnar, enda mikil og náin samvinna milli sjómælingadeild arinnar og Landhelgisgæzlunn- ar, ekki hvað sízt vegna þess, að allar meiriháttar mælingar á hafi úti eru framkvæmdar af varðskipunum. Og nú leggjum við nokkrar spurningar fyrir Pétur Sigurðs- son. — Þú munt allra manna kunn- ugastur þorskastríðinu fræga. Vilt þú ekki segja okkur eitt- hvað um það? — Nei. Ég vil ekkert um það tala, þótt sennilega hafi enginn kafað dýpra í það mál en ég. — En hvað er að segja um starfslið gæzlunnar? Framhald á bls, 17 Gamli Þór ísl. landhelgisgæzlu

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.