Morgunblaðið - 02.07.1966, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 02.07.1966, Blaðsíða 7
LaugarðagUT 2. Jfilf 1966 MORCU NBLAÐIÐ 7 Háfjallamyndir í Listamannaskála UM þessar mundir stendur yfir málverka- og Háfjallamyndasýn- ing Sigurðar Gíslasonar fyrrum ekipstjóra. Á sýningunni eru 20 oliumálverk, 10 teikningar og 130 háfjallamyndir. Sýningin er opin frá kl. 2—10 til mánudags- kvölds. Sigurður Ieit inn til okkar í gær og sagðist sýna kvikmynd kl. 9:30 laugardags, sunnudags og mánudagskvöld. Hann lánaði okkur til birtingar háfjalla- myndina hér að ofan, en hún er frá ferð hans og nokkurra fé- laga hans í kringum Langjökul. Það er Eiríksjökull, sem sést í baksýn, en ferðafólkið er að fara yfir Norðlingafljót, og má þekkja á myndinni Mariu Maack, lijúkrunarkonu, Björn Björnsson hagfræðing og Helga Sigurðsson hita v eitust j ór a. í dag verða gefin saman í hjónaband í Garðakirkju af séra Braga Friðrikssyni ungfrú Sig- rún Gisladóttir kennari, Hátúini, Garðahreppi og Guðjón Magnús- son stud. med. Goðheimum 12, Reykjavík. í dag verða gefin saman í Kópavogskirkju af séra Gunn- ari Árnasyni ungfrú Anna Ás- geirsdóttir, Hátröð 5 og Sigur- jón G. Sigurðsson, aðstoðarflug- umferðarstjóri, Álfhólsvegi 6. Laugardaginn 11. júní voru gefin saman í hjónaband af séra Ólafi Skúlasyni Kristín Þóris- dóttir og Skúli B. Árnason, flug- afgreiðslumaður. Baldursgötu 12. (Loftur ljósmyndastofa, tngólfs- stræti 6. Reykjavík. 17. júní opinberuðu trúlofun sína ungfrú Ásdís Sæmundsdótt- ir, Blönduhlíð 31 og Gunnlaug- ur J. Karlsson, Karfavogi 52. Nýlega opinberuðu trúlofun eína, ungfrú Ragnheiður Garðars dóttir Hlíðarveg 41 og Yiðar Jónsson hljóðfæraleikari Hlíðar- veg 39. Kópavogi. 28. júní s.l. opinberuðu trúlof- un sína í Koblenz í Þýzkalandi Stúdent Arnbjörg Anna Guð- mundsdóttir, Gilssonar organleik ara á Selfossi, og Stúdent Gunn- er öm Arnarson, Guðmundsson- er viðskiptafræðings í Reykja- vík. Þann 16. júní síðastliðin opin- beruðu trúlofun sína ungfrú Ragnhildur Sandholt, Kirkjuteigi 25, og Jón Eiríksson Langholts- vegi 40. Nýlega hafa opinberað trúlof- un sína ungfrú Jóna Margrét Guðmundsdóttir, stud. philol. (Guðmimdssonar, útgm. á ísa- firði) og Valdimar óskar Jóns- son loftskeytamaður (Guðjóns- eonar prests á Akranesi). Nýlega hafa opinberað trúlof- un sína Björg Sigurðardóttir. Tómasarhaga 17 og Theodór Blöndal frá Seyðisfirðii. LÆKNAR FJARVERANDI Alfreð Gíslason fjv. frá 4/7—6/8. Stg. Bjarni Bjarnason. Andrés Ásmundsson frí frá sjúkra- samlagsmeðlimum óákveðið. Stg. frá 27/6—30/6 Kristinn Björnsson og frá 1/7 Þórhallur Ólafsson. Bjarni Jónsson fjv. frá 1. maí til 9. júlí Stg.: Jón G Hallgrímsson. Erlingur I>orsteinsson fjv. til 1/8. Einar Helgason fjv. júlímánuð. Eyþór Gunnarsson fjarverandi 6- ákveðíð. Staðgengill: Erlingur Þor- steinsson, Stefán Ólafsson, Guð- mundur Eyjólfsson, Viktor Gestsson og Björn JÞ. Þórðarson. Frosti Sigurjónsson fjarv. 1 til 2 mánuði. Staðgengíll Þórhallur Ólafs- son, Lækjargötu 2. Geir Tómasson tannlæknir fjv. frá 25/6—8/8. Geir H. Þorsteinsson fjarverandi frá 4/7—1/8. Stg. Sæmundur Kjart- ansson. Gunnar Guðmundssoc fjarv. um ókveðinn tíma. Guðjón Klemenzson, Ytri-Njarðvík fjv. frá 2/7—10/7. Staðgengill Arnbjörn Ólafsson og Kjartan Ólafsson. Guðmundur Björnsson fjarverandi frá 29/6—19/7. Halldór Hansen eldri fjv. til miðs ágústs. Staðg. Karl S. Jónasson. Hörður Þorieifsson fjarverandi frá 12. apríl til 30. september. Staðgengill: Þórhallur Ólafsson, Lækjargötu 2. Jón Hannesson tekur ekki á móti samlagssjúklingum óákveðinn tíma, Stg. Þorgeir Gestsson. Jón K, Jóhannsson í Keflavik fjar- verandi 20. 6. til 5. 7. Karl Jónsson verður fjarverandi frá 22. maí, óákveðið. Staðgengill er Jón Gunnlaugsson sem heimilislæknir. Kjartan R. Guðmundsson fjarv til 1. sept. Kristján Hannesson fjarv. frá 1/7— 15/7. Stg. Þorgeir Jónsson. Kristján Jóhannesson, Hafnarfirði í 2—3 vikur. Stg. Eiríkur Bjarnason. Kristján Sveinsson fjarv. frá 13/6. til 3/7. Stg# Bergsveinn Ólafsson. Ófeigur J. Ófeigsson fjv. frá 27/6 til 12/7. Staðgengill Þorgeir Gestsson. Ólafur Jónsson fjarv. til 1. ágúst Stg.: Ragnar Arinbjarnar. Páll Jónsson tannlæknir á Selfossi fjarverandi í 4—6 vikur. Rafn Jónsson tannlæknir fjv. frá 27/6—25/7. Stefán Guðnason fjv. frá 28/6—11/7. Staðgengill Páll Sigurðsson. Tryggvi Þorsteinsson fjv. frá 21/2 í 4—5 mánuði. Stg. Jón R. Árnason, Aðalstrætl 18. Valtýr Bjarnason fjarv. frá 27/6— 1/9. Staðgengill Jón Gunnlaugsson. Þórður Þórðarson fjarv. frá 1/7— 31/8. Stg. Björn Guðbrandsson og Úlfar Þórðarson. Akraneserðir með áætlunarbílum ÞÞÞ frá Akranesi kl. 12, alla daga nema laugardaga kl. 8 að morgni og sunnudaga kl. 17:30. Frá Rvik (Um- ferðarmiðstöðin) kl. 6 alla daga nema laugardaga kl. 2 og sunnudaga kl. 21 og 23:30. Elmsðcipnfélag Reykjavílkur h.lf. Katla er | Aalborg. Askja er á leið til Reyðarfjarðar JPrá Hull. H.f. Jöklar: Drangjökull kemur til London i dag frá Le Havre. Hofs- jökull er í Savannah. Langjö'kull fer í dag fré Grimsby til Great Yarmouth. Vatnajökull fór í gærkveldi frá Seyð- isfirði til London, Rotterdam og Ham borgar. Skipadeild S.Í.S.: Arnarfell er I Borgarnesi. Jökulfell er væntanlegt til Þorlákshafnar í dag. Dísarfell er í Cork. Fer þaðan til London, Ham- borgar og Stettin. Litlafell losar á Austfjörðum. Helgafell er á Akureyri. Hamrafell fór 30. þm. frá Aruba til íslands. Stapafell er væntanlegt til Rvíkur á morgun. Mælifell er í Ark- hangelsk. Fer þaðan til Belgíu. Hafskip h.f.: Langá er í Rvik Laxá fór frá Gautaborg 28. þm. til Rvík- ur. Rangá er í Rvík Selá er í Grims- by Elsa F erií Rvík. Patricia S er á Bolungarvík. Salvinia er væntanleg til Vestmannaeyja á morgun. Star lestar 1 Kaupmannahöfn 3. júld til Rvíkur. Skipaútgerð rikisins: Hekla fer frá Kristiansand kl. 18:00 í dag áleiðis til Thorshavn og Rvíkur. Esja var á Akureyri í gær á austurleið. Herjólf- ur Þorlákshafnarferð frá Vestmanna- eyjum sdðdegis í dag og einnig ár- degis á morgun og annað kvöld (sunnudag) Surtseyjarferð frá Vest- mannaeyjum kl. 13:30—17:00 á morg- un. Skjaldbreið fer frá Rvík í dag estur um land til Ólafsifjarðar. Herðu breið er á Ausfjarðahöfnum á norð- urleið. LOFTLEIÐIR H.F. Bjarni Herjólfsöon er væntanlegur frá NY kl. 09:00. Fer til ba-ka til NY kl. 01:46. Vilhjálmur Stefánsson er væntanlegur f ráNY kl. 11:00. Heldur áfram til Luxemborgar kl. 12:00. Er væntanlegur til baka frá Luxemborg kl. 02:45. Heldur áfram til NY kl. 03:45. Snorri Sturluson fer til Gauta- borgar og Kaupmannahafnar kl. 10:00. Snorri Þorfinnsson fer til Óslóar kl. 10:15. Er væntanlegur til baka kl. 00:30. Eiríkur rauði er væntanlegur frá Kaupmannahöfn og Gautaborg kl. 00:30. Flugfélag íslands h.f. Millilandaflug: Gullaxi fer til Glasgow og Kaupmanna hafnar kl. 08:00 í morgun. Vélin er væntanleg aftur til Rvíkur kl. 21:50. Vélin fer til Glasgow og Kaupmanna- hafnar kl. 08:00 í fyrramálið. Skýfaxi fer til London kl. 09:00 í dag. Vélin er væntanleg aftur til Rvíkur kl. 21:05 í kvöld. Vélin fer til London kl. 09:00 á morgun. Sólfaxi fer til Kaupmannahafnar kl. 10:00 í dag. Vélin er væntanleg aftur til Rvíkur kl. 22:10 í köld. Innanlandsflug: í dag er áætlað að fljúga til: Akureyrar (3 ferðir), Vestmannaeyja (3 ferðir), Patreksfjarðar, Húsavíkur, ísafjarðar, Egilsstaða (2 ferðir), Hornafjarðar og Sauðárkróks. Á morgun er áætlað að fljúga til: Akureyrar (4 ferðir), Vestmannaeyjar (2 ferðir), ísafjarðar, Hornafjarðar og Egilsstaða (2 ferðir). H.f. Eimskipafélag íslands: Bakka- foss er staddur á Austfjarðahöfnum. Brúarfoss fer frá Gautaborg 2 þm. til Kristiansand. Dettioss kom til Ham borgar 29. þm. frá Rotterdam. Fjall- íoss kom til Rvíkur 27. þm. frá Ham- borg Goðafoss fór frá Reyðarfirði 29 þm. til Leningrad. Gullfoss fer frá Rvík kl. 15:00 á morgun 2. þm. til Leith og Kaupmannahafnar. Lagar- oss fer frá Kotka á morgun 2. þm. til Hamborgar, Antwerpen og Rvíkur. Mánafoss fer frá Kaupmannahöfn 7. þm. til Gautaborgar og Kristian- sand. Reykjafoss fer frá Rvík á morg- un 2 þm. til Akureyrar. Selfoss er æntanlegur til Rvikur 2. j>m. frá NY. Tungnfoss fer frá Rotterdam i dag 1. þm. til Hull og Rvíkur. Askja fór frá Hull 29. þm. til Reyðanfjarðar og Rvíikur. Rannö fór frá Húsavík 26. þm. til Leningrad ,Vaeaf Pietersari, Kokkola og Kotka. Garðeigendur athugið! Tökum að okkur að slá bletti. Uppl. i síma 30817 og 37110 kl. 12—1 og 7—8. Keflavík Afgreiðslumaður óskast. — Piltur, sem áhuga heíur á afgreiðslustörfum, kemur einnig til greina. Nonni og Bubbi. Múrarar Vantar múrara strax í mjög góð verk, úti og inni. — Einar Símonarson, Sími 13657. Cortina — aðeins tilkeyrð, til söJu. Skipti möguleg á V.W., Moskvitch, Skoda eða Fiat. Sími 1326, Keflavik. Tjarnarbúð Dansleikur kvöldsins 5 pens leika Frá kl. 9 — 1 Og nú fær eldri kynslóðin tækifæri til að kynnast þéssari frábæru hljómsveit og skemmtilegum húsakynnum. Allar veitingar. Ath.! Aldurstakmark 18 ára. Útgerðarmenn — Vélaeigendur Vér höfum til sölu nokkrar Anderton G-4500 aflúrtakskúplingar með fimmfaldri reimskífu. — Tilvalið til tengingar framan á vélar, ef knýja á loft þjöppur, austurdælur og þess háttar. Ennfremur höfum vér til nokkrar bátaskrúfur-öxla og stefnisrör. • Upplýsingar á skrifstofu vorri. ÖAií££«/E^é^aA. Æl.£ Suðurlandsbraut 6. — Sími 38540. Verzlunarhúsnæði fyrir snyrtivörur óskast strax. Þarf ekik að vera stórt. — Tilboð, merkt: „Snyrti vörur — 8908“ sendist afgr. Mbl. fyrir 5. þ.m.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.