Morgunblaðið - 02.07.1966, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 02.07.1966, Blaðsíða 5
Laugarðagur 2. Jólí 1966 MORGUNBLAÐID 5 hann nánari fregna af þessari sýningu og undirtektum dansks almennings. Veturliða fórust orð á þessa leið: — Mér virðist þessi sýning í Kaupmannalhöfn hafa verið ágætlega heppnuð. Aðsóknin var gífurleg þann hálfa mán- uð, sem sýningin stóð yfir, en ég hefi ekki enn frótt af söl- unni. Ef dæma má eftir að- sókninni, sem sýnir menning- arstig Dana má ætla að salan hafi verið góð. — Frá Danmöiku fór ég tii Noregs, þar sem ég skoðaði skreytingar norskra lista- manna á byggingum iþar og jafnvel í farþegaskipum. Að nýjar og miklar byggingar séu skreyttar af listamönnum þekkjum við því miður ekki hér á íslandi. Það hefur verið lögskipað í Noregi að lista- menn fái ákveðinn hundrað- hluta af nýjum stórbyigging- um tii skreytingar, en slíkt þekkist ekki hér á íslandi. Ég er viss um að ekkert verk- efni yrði kærkomnara íslenzk- um listamanni en það að fá að myndskreyta veggi nýrra bygginga, sem ætlaðar eru fe- lenzkri allþýðu til einhverra nota. Listamaður er einu sinni þannig gerður að hann viil opinbera sín verk öllum, sem nenna að virða hann viðlits, og iþví miður eru það ekki all- ir sem koma á sýningar fe- lenzkra lfetamanna, heldur aðeins minnihlutinn, sem þyk- ir vænt um listir og finnst til um þá sálarorku og þá bar- áttu, nánast upp á líf og dauða, sem listamenn verða að heyja við list sína. — Mér varð af einhverri undarlegri tilviljun boðið að halda sýningu nú í haust í Kaupmannahöfn í þeirra Lista mannaskála sem Danir kalla, Den Frie. í Osló var mér einn- ig fooðið að halda sýningu á mínum verkum, í Kunstens Hus, eftir að ég hafði sýnt nokkrum Norðmönnum fáein- ar litskuggamyndir af mál- verkum mínum. Ég skoðaði í Noregi hið frá- bæra málverkasafn Sonju Henie og manns hennar. í>au hafa nú í hyggju að byggja nýtt safnhús í héraðinu Hövikodden skammt fyrir ut- an Osló. Ég sá teikninguna af þessu safni óg heyrði frú Henie útskýra það, og ég varð gagntekinn af hrifningu á þessari fyrrverandi skauta- drottningu, sem varið hefur öllum sínum aldri til að safna fágætum málverkum, enda er safn hennar eitt hið bezta í víðri veröld. Ég vona að ís- lendingar eigi eftir að byggja þvílíkt safn, en þar eru ekki aðeins samankomin verk snill- inga á þessari öld heldur einn- ig verk sumra meistaranna á liðnum öldum, og bókasafn með sjaldgæfum og dýrum bókurn. — Ég vona það og spái því, að þess sé ekki langt að bíða að Íslendingar eignist safn sambærilegt við safn fni Henie en þangað tii verðum við vfet að vona og bíða og sjá hvað setur. HINN 1. júní sl. opnuðu fjórir felenzkir listamenn myndlfet- arsýningu í Galerie Gammel Strand í Kaupmannahöfn. — Þessir listamenn voru þeir Jón Engilberts, Veturiiði Gunnarsson Jóhannes Jóhann esson og Kjartan Guðjónsson. Danskir gagnrýnendur fóru lofsamlegum orðum um þessa sýningu. Henning Olsen í blaðinu Kultur og Kritik seg- ir m. a.: þessum orðum: — Þrátt fyrir vissa veikleika er sýningin þýðingarmikil. Um myndir Veturiiða Gunn arssonar segir fyrrgreindur gagnrýnandi Kultur og Krit- ik m. a.: — í málvekum Veturliða Gunnarssonax er fe- Hið ný ja safnhus Sonju Henie. tekst ekki að gera tjáningar- formið keimlíkt, en litirnir eru þeir þættir, sem skera úr um málverkin. Gagnrýnandi Berlingske Tidende, Gunnar Jespersen tekur í sama streng: Náttúran hefur augsýnilega haft sterk- íslenzk málverkasýning í Kaupmannahöfn Rætt v/ð Veturliða Gunnarsson, listmálara — Íslendingarnir fjórir hafa sameiginlega „a-bstraktsjón- ina“ og litagleðina, en að öðru leyti eru þeir mjög ólík- ir hvað snertir tilfinninga- og skaphita. Olsen lýkur grein sinni með lenzkasti tónn sýningarinnar. Bak við huglæga persónulega tjáningu eru fyrirmyndirnar: hafið, íslenzka sumarnóttin, hraunið og ströndin, sem lista- maðurinn sér með gleraugum huga sins. Þessum gleraugum ust áhrif á Veturliða Gunn- arsson, sem er innblásinn af grýttri jörð landsins .... og líklega einnig af málverkum Jóhannesar Kjarvals. Blaðið hafði tal af Vetur- liða Guinnafssyni og spurði ÚR ÖLLUM ÁTTUM Hópferðamið- stöðin stoínuð Ræður yfir um 40 bifreiðum FYRIR nokkru var stofnað hér Félag hópferðaréttindahafa, og nær sá félagsskapur til allra landsmanna. Þar hafa félags- nienn réttindi til þess að reka etærri bifreiðar til mannflutn- Inga í hópferðum hvert sem er um landið, en hafa á hinn bóg- inn engin sérleyfi á ákveðnum leiðum. Þetta nýja félag telur nú þegar rúmlega 30 félagsmenn, og enn á eftir að bætast við tals- vert stór hópur hópferðaréttinda hafa utan ReyKjasvíkur. Þetta félag hefur nú ákveðið að koma sér upp sérstakri bæki- Btöð að Skipholti 35, þar sem félagið mun reka sameiginlega afgreiðslu fyrir félagsmenn. Tjáðu forráðarnenn félagsins á fundi með fréttamönnum í gær, að félagið, sem ber nafnið „Hóp- ferðamiðstöðin" myndi reka sjálfstæða skrifstofu fyrir félags- menn, sem væntanlegir við- skiptavinir gætu leitað til. Síma númer skrifstofunnar er 38860, og er hún opin alla virka daga frá kl. 9—6. Auk þess stendur til að þar verði komið upp sím- svara, er gefur upp símanúmer nokkurra félagsmanna, sem leita má til. Forráðamenn Hópferðamið- stöðvarinnar tjáðu fréttamönn- um ennfremur að fram til þessa hefði hver einstaklingur, sem á hópferðabifreið, starfað einn með sinn bíl, án alls félagsskap- ar. Þykir þeim sem sérstaklega hafi verið gengið á rétt sinn, sér- staklega í sambandi við leyfis- gjöld, en þar sem þeir áttu engan málsvara við samningu reglugerðar, sem fjallaði um leyfisgjöld hópferðabifreiða, var ákveðin stofnun félagsins. Þeir gátu þess ennfremur, að þegar bifreiðar væru teknar á leigu hjá miðstöðinni, mætti einnig búast við liðlegri og betri þjónustu, en hjá sérleyfis- höfum, þar sem þar hjá Hóp- ferðamiðstöðinni væru það yfir- leitt eigendurnir sjálfir, sem ækju bifreiðunum, en ekki laun- þegar hjá einstökum sérleyfis- höfum. Hópferðamiðstöðin verður með flestar stærðir af hópferðabif- reiðum, allt frá níu manna og upp í 45 manna langferðabif- reiðum, auk nokkurra háfjalla- bifreiða, af ýmsum stærðum. Hefur miðstöðin nú þegar á að skipa um 40 bifreiðum. Hóp- ferðamiðstöðin rekur ekki af- greiðslu á borð við venjulegar sérleyfisstöðvar, enda hefur hún hvorki þörf fyrir stór bifreiða- stæði, né farangursgeymslur, þar sem hver einstaklingur rek- ur hana eftir sem áður fyrir sig og tekur hópa fólks, þar sem þess er farið á leit. Er þessi af- greiðsla aðeins tengiliður milii væntanlegra leigutaka og eig- enda þeirra, og fara samningar að mestu fram gegnum síma. Verður þessi afgreiðslusalur Hópferðamiðstöðvarinnar opnað ur í dag. Kosið til Búnoðurþings n Suðurl. Selfossi, 30. júní. OM SÍÐUSTU helgi fóru fram kosningar til Búnaðarþings í Suðurlandskjördæmi. Á kjör- skrá voru 1409, en 1173 greiddu atkvæði. Atkvæði féllu þannig: B-listi Framsóknarflokksins hlaut 724 atkvæði og 3 menn kjörna. D-listi Sjálfstæðisflokksins hlaut 431 atkvæði og 2 menn kjörna. Auðir seðlar voru 16 og ógildir 2. Kosningaþátttaka var 83%. — Ólafur. Stjórn Hópferðamiðstöðvarinnar, ásamt afgreiðslustúlku: t.v. Jón H. Guðmundsson, meðstjórn- andi, Gísli Eiríksson, varaformaður, Reykdal Magnússon, me ðstjórnandi, Skarphéðinn D. Ey- þórsson, formaður, Kristbjörg Helgadóttir, afgreiðsiustúlka, Jón Gestsson ,gjaidkeri, og Jón Ágústsson ritari. I baksýn er nokkur hluti þeirra bifreiða, se m Hópfreðamiðstöðin hefur nú yfir að ráða.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.