Morgunblaðið - 02.07.1966, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 02.07.1966, Blaðsíða 27
Laugardagur 2. jölí 1968 MORGUNBLAÐtÐ 27 Fulltrúar ATA ráðsfundarlns voru gestir fovseta Islands kð Bessastöðum i gær, Við það tækifæri lögðu dönsku fulltrú- arnir blómsveig að leiði Sveins Björnssonar forseta og konu hans frú Georgíu Björnsson. Þeir eru Egil Barfod, Per Ar- boe-Rasmussen og Per Markusson, gjaldkeri ATA, sem er í þann veginn að leggja blóm sveiginn. — ATA-fundur Framhald af bls. 1. ins í miðju Atlantshafi hefði verið álitin hernaðarlega mikil- vægari, en ef íslendingar hefðu lagt fram nokkur þúsund her- menn. Ráðheriann rakti síðan það hlutveik, sem ísland hefði gegnt innan Atlantshafsbanda- lagsins, en sagði síðan, að sam- staða hinna 15 aðildarríkja hefði verið mjög góð, og þess vegna hefði bandalagið verið sterkt og því tekizt að gegna hlutverki sínu. í ræðu, sem Sir Gladwyn Jebb flutti, gat hann þess m. a. að sér væri það sérstök ánægja að setja þennan fyrsta ráðfund vestrænna samtaka í þessu landi, sem frá upphafi hefði verið svo nátengt sögu Vestur- landa. Hann kvaðst minnast þess, að hann kom til Reykja- víkur í fyrsta sinn, árið 1943, að hann hefði ekið eftir slæm- um vegi frá Keflavík til Reykja víkur, þar sem hann hefði þá haft 3—4 stunda dvöl. Minning- in um um þessa ferð gerði sér kleift að gera sér grein fyrir þeirri miklu uppbyggingu, sem átt hefði sér stað hér á landi s.l. 23 ár. Hér væri risin upp ný- tízkuleg borg nær óþekkjanleg miðað við þá borg, sem hann hefði séð fyrir 23 árum. Sir Gladwyn kvaðst fagna því, að þessi fámenna, stolta en vopnlausa þjóð hefði aðhyllzt hugsjónir hins vestræna banda- lags, sem hefði átt sinn mikil- væga þátt í því að varðveita menningu vestrænna þjóða. ís- land væri mikilvægt vegna legu þess í miðju Atlantshafi milli Ameríku og Evrópu og myndi hafa vaxandi hlutverki að gegna í samskiptum þessara hluta heims. Kvaðst hann vilja lýsa yfir ánægju sinni. að þessi ráðs- fundur væri haldinn í Reykja- vík. Sir Gladwyn gat þess enn- fremur, að á þessum ráðsfundi yrði rætt um störf sambandsins í hinum ýmsu aðildarlöndum þgss, hvað gert hefði verið frá því að síðasti fundur þess var haldinn og enníremur um und- irbúning að næsta allsherjar- fundi sambandsins, sem halda á í Munchen í september n.k. Að lokiivni ræðu Sir Glad- wyns var gerð grein fyrir dag- skrá ráðsfundarins, flutt grein- argerð um starfsemi sambands- ins, og um fjármál þess. í dag verður svo fundum sambandsins haldið áfram og á morgun, sunnu dag verður sérstakur fundur í hátíðasal Háskéla íslands, þar sem rætt verður m. a. um mikil- vægi íslands í samstarfi Evrópu og Norður-Ameríku. Flestir hinna erlendu gesta á ráðsfundi ATA munu dveljast hér á landi í fjóra daga og munu þá m. a. skoða sig um í Reykja- vík og nágrenni og fara til Þing- valla. Sumir þeirra munu hins vegar dvelja lengur og fara víðar svo sem til Akureyrar. — Valdastreita Framhald af bls. 1 starfi, lagt til að samþykkt yrði lausnarbeiðni Aleksanders Ranko vic, varaforseta, sem um árabil hefði verið ábyrgur fyrir póli- tískri starfsemi Öryggisþjónust- unnar og jafnframt, að Svetislav Stefanovic, formanni stjórnar- nefndar þeirrar er fjallar um inn anríkismál, yrði vikið úr mið- stjórn flokksins og ríkisstjórn- inni. Tító sagði, að valdaþyrstir ein- staklingar hefðu reynt að ná völdum í flokknum með því að beita Öryggisþjónustunni og lagði áherzlu á, að slíkar tilraun- ir væru hættulegar einingu þjóð- arinnar og flokksins. Þá kvað hann Öryggisþjónustuna hafa undir vissum kringumstæ’ðum reynt að hindra framkvæmd sam þykkta miðstjórnarinnar og flokksþinganna. Yfirstandandi fundur, sagði hann, að hefði það mikilvæga verkefni með hönd- um að hreinsa til í flokknum og búa svo um hnútana að Öryggis- þjónustan gæti ekki komizt í ráð andi afstöðu innan flokksins. — „Við lifum á sögulegum tímum“, sagði Tító, „og verðum að vinna að gerð samþykkta, sem verða til hagsbóta fy*ir þróun ríkisins og efla álit þess á alþjóðavettvangi. í öllum stéttum þjóðarinnar var tortryggni farin að gera vart við sig og fólk var farið að hvísla. Minnir slíkt ekki á það, sem gerðist á Stalinstímanum?“ sagði Tító. Rankovic, sem er 56 ára að aldri, hefur lengi verið einn nán- asti vinur og samstarfsmaður Títós. Hann er öllum Júgóslövum kunnur undir nafninu MARKO, sem hann tók sér, er hann barð- ist í neðanjarðarhreyfingu komm únista fyrir og í heimsstyrjöld- inni síðari. í heimsstyrjöldinni gerði Ranckovic m.a. tilraun til að sprengja í loft upp útvarps- stöð í Belgrad. Var hann þá hand tekinn af nazistum, sem mis- þyrmdu honum svo, að hann missti meðvitund. Tító gaf þá skipun um áð honum skyldi bjarg að úr fangelsi, hvað sem það kostaði — og 40 skæruliðar brut- ust þangað inn og náðu honum. Rankovic var innanríkisráð- herra frá 1946 til 1953, er hann varð varaforsætisráðherra. 1963 varð hann varaforseti. Gullbruðkaup — Upphaf Framh. af bls. 1 að skerða eldsneytisbirgðir N- Víetnam. Goldberg lagði á það á- herzlu, að bandarísku flugmenn- irnir hefðu strangar fyrirskipan- ir um að ganga vandlega úr skugga um að eingöngu hernaðar lega mikilvægar stöðvar yrðu fyr ir árásum. Hann bætti því við, að ekki væri unnt að segja að komm únistar sýndu óbreyttum borgur- um í S-Víetnam slíka tillitssemi, hermdarverk þeirra og morð færðust sífellt í aukana. Árásirnar í dag voru gerðar frá flugvélamóðurskipinu „Constella- tion“, sem lá um 25 km frá Haip- hong. AFP-fréttastofan hefur fyr ir satt, að Hanoi-stjórnin hafi á- kveðið að flytja óbreytta borg- ara frá Hanoi og Haiphong. Ýmsir hafa orðið til a'ð for- dæma loftárásir þessar — telja að þær muni einungis verða til þess að hleypa meiri hörku í Hanoi- stjórnina og e.t.v. leiða Kínverja til beinnar þátttöku. „Dagblað al- þýðunnar" í Peking fordæmir árásirnar harðlega í dag og heitir Hanoi fullum stuðningi •— án þess þó að tilgreina á nokkurn hátt, hvernig þeim stuðningi verður háttað. Blaðið kveðst þó endurnýja loforð Pekingstjórnar- innar um, að hún muni „hætta öllu og grei’ða hvaða gjald, sem er“, til að styðja N-Víetnam. Að sögn Moskvuútvarpsins hef ur stjórnin í Hanoi skorað á öll kommúnísk ríki að auka aðstoð við N-Víetnam og andmæla hin- um „glæpsamlegu árásum Banda ríkjanna", eins og komizt var að orði. Brezhnev, aðalritari sovézka kommúnistaflokksins, hélt harð- orða ræðu í Kreml í dag, við at- höfn, er þar var haldin til heið- urs þeim, er útskrifuðust úr her- skólanum sovézka. Fréttamenn í Moskvu benda á, að Brezhnev hafi þar að vísu ekki tilgreint nákvæmlega með hverju Sovét- stjórnin hyggðist veita N-Víet- nam aukinn stuðning -— en ekki sé ólíklegt, að hún telji sig til þess knúna, að grípa í taumana, eins og komið er málum. Stjórnmálafréttaritarar í Was- hington. eru hinsvegar þeirrar skoðunar, að sögn NTB, að ekki komi til beinnar íhlutunar Sovét- ríkjanna og Kína — og á þeirri forsendu ætli Bandaríkjastjórn nú að sýna aukna hörku og reyna með því að neyða Hanoi-stjórn- ina til friðarviðræðna. — Segir NTB, að loftárásirnar að undan- förnu séu aðeins fyrsta stig í harðari stefnu Bandaríkjastjórn- ar. — Lyndon B. Johnson, forseti, sagði í ræ'ðu í gær, að sökum stefnu kommúnista ættu Banda- ríkjamenn ekki annars úrkosta en halda áfram loftárásunum á N-Víetnam. Forsetinn kvaðst hafa reynt allar leiðir til að fá komið á friðarumleitunum — en án árangurs. Engu að síður yrði þessum tilraunum haldið áfram, og fulltrúar stjórnarinnar væru reiðubúnir að fara hvert á land sem væri með aðeins fárra klukkustunda fyrirvara. Nguyen Cao Ky, hershöfðingi, forsætisráðherra S-Víetnam, lýsti í dag einhuga stuðningi við stefnu Bandaríkjastjórnar og kvað loftárásirnar hafa glatt sig mjög. Kva'ðst Ky sannfærður um, að þær myndu valda þáttaskilum í átökunum í Víetnam og sér segði svo hugur, að stjórn N-Víet nam færi fram á vopnahlé, áður en langt um liði. Yrði lotárásun- um haldið áfram, taldi Ky, að út- séð yrði um úrslit átakanna í Víet nam áður en þetta ár væri úti. Stjórnir Ástralíu og Nýja-Sjá- lands hafal ýst yfir stuðningi við loftárásirnar á N-Víetnam. Hins- vegar sagði utanríkisráðherra Bretlands, ^ Michael Stewart, í Sydney í Ástralíu í dag, að árás- irnar gætu orðið til þess að heCða baráttuvilja Hanoistjórnarinnar og hindra skjótan sigur Banda- ríkjamanna. Jafnframt gætu þær orðið til þess að aðrar þjóðir yrðu ekki eins fúsar að aðstoða við að finna friðsamlega lausn á deil- unni. Aðspurður um það, hvort hann teldi líklegt, að Kínverjar gripu til beinna a'ðgerða, svaraði Gullbrúðkaup áttu í gær sæmdar hjónin Elíse og Jón Jónsson, leik- fangasmiður, Leifsgötu 28. Voru þau gefin saman í Noregi, þar Stewart, að Kínverjar hefðu aldrei verið eins harðir á borði og þeir væru í orði og ekkert benti enn til þess að þar yrði á breyting. — Þyrlur Framhald af bls. 28. þá stærstu, sem hér eru nú, að viðbættu einu aflvélarverði, eða 80—90 milljónir króna. Að loknum blaðamannafund- inum um borð í Óðni var sam- koma gesta í borðsal skipsins og voru þar mættir dómsmálaráð- herra, yfirmenn varðskipanna og slysavarnafélagsins, svo og nokkr ir fleiri. Þar ávarpaði Pétur Sig urðsson gesti og lýsti tilefni þess arar samkomu, en dómsmálaráð herra, Jóhann Hafstein, bað menn minnast elztu starfsmanna gæziunnar með húrrahrópi. Til nefndi hann þar hina 5 þeirra, sem hefðu verið uim borð í fyrstu skipum gæzlunnar á veg- um íslenzka ríkisins svo og látna skipherra, sem voru brautryðj- endur í því starfi. Var þetta hið bezta hóf. — Fjallvegir Framhald af bls. 28 eyjarhöfða. Lengra kvaðst hann ekki hafa farið, en útlit vera fyrir, að góður vegur væri inn að Eyvindarkofa og Innra hreysi, gegnt Arnarfelli hinu mikla, vestan við Þjórsá. Á þess- um slóðum kvað Halldór var- hugavert að fara út af vegin- um, þar eð þar sem ótroðið væri gætu leynzt bleytur. Þá kvað Halldór að öllum lík- indum orðið sæmilega fært fyrir tveggjadrifabifreiðar að Köldu- kvíslarbrú og austur í Jökul- heima og Veiðivötn, leið Sigur- jóns Rists, norðan við Þórisvatn. Halldór kvað Fjallabaksleið vera færa allt að Jökulkvísl, en ekki lengra, þar eð hún lægi nú fast við Náminn. Hann kvað veginn í Þórsmörk hafa verið heflaðan í vikunni, er leið, en kvað vötnin mjög varasöm, svo sem mjög títt er um þetta leyti árs. Um veginn í Kerlingarfjöll og á Hveravelli sagði Halldór, að hann yrði brátt fær, ef þornaði vel. Hann kvaðst vita til þess að Einar Sigurjónsison, vegaverk- stjóri á Selfossí, hefði ætlað í gær inn að Bláfellshálsi til þess að gæta að. því, hvort unnt væri að hefla og hvort vatnið hefði sigið úr veginum. Þá kvað Halldór vegi í Ár- nes- og Rangárvallasýslum með bezta móti, nýheflaða og að mestu ryklausa, þannig að fólk, sem væri að fara í sumarfrí gæti notið fjallakyrrðarinnar í ofanverðum sýslunum. Halldór, sagði, að á leið þeirra félaga hefðu þeir séð miklar breiður af gæs með unga og virtist honum gæsin hafa kom- ið vel út þrátt fyrir kalt vor. „Það má segja, að öldurnar hafi kvikað, þegar hún forðaði sér upp úr verunum“, sagði Halldór að lokum. sem þau áttu heima í 13 ár, en 19 29 fluttust þau til Reykjavíkur og hafa búið hér síðan. Stálfrumvarp Wilsons lagt fram London, 1. júlí AP-NTB. ir BREZKA stjórnin lagði í dag fram frumvarp sitt um þjóðnýt- ingu brezka stáliðnaðarins. Er þar gert ráð fyrir þjóðnýt- ingu 14 stærstu stálfyrirtækja landsins eða um 90% stáliðnaðar ins alls. Gert er ráð fyrir að eig- endur fyrirtækjanna fái bætur, en þær töluvert minni en fyrr var ætlað. Frumvarpið er að mestu eins og það, sem lagt var fram í fyrra en dregið til baka sökum' hins nauma meirihluta Verka- mannaflokksins. Umræður um frumvarpið hefjast innan tíðar. Framhjól sprakk og bíllinn útaf Bíldudal, 1. júlí. í GÆRDAG vildi það óhapp til, á vöruiflutningabifreiðini B-16, er hún var að koma frá Patreks- firði til Bíldudals að framdekk sprakk með þeim afleiðingum að bifreiðin fór útaf og skemmd- ist mjög mikið. í bifreiðinni voru tveir menn auk bílstjóra og sluppu þeir að mestu ómeidd- ir. Þetta var nýr bíll 8 tonn og tjónið tilfinnanlegt hjá bifreiða- stjóranum, þar sem hann er ný- byrjaður á flutningum hér. — Hannes. — Engin miskunn Framhald af bls. 3. heppnaðri byltingartilraun í sept ember s.l. Aref kvaðst þá hafa stuðlað að því, að Razzak og félagar hans yrðu náðaðir, en þeir hefðu sýnt þakklæti sitt með annarri byltingartilraim. „Ég harma, að þetta skyldi ger- ast meðan yfir standa hátíða- höld vegna samkomulagsins við Kúrda“, sagði Aref — „og svo skömmu fyrir afmsélisdag Mú- hammeðs spámanns“. — /jb róttir Framhald af bís. 26 Um þessa helgi fer fram golf- keppni á Akureyri um bikar er Soprtvöruverzlun Brynjólfs Sveinssonar gaf. í dag kl. 13.30 hefst keppnin en úrslitakeppnin kl. 8.30 á sunnudagsmorgun. Keppnin er 36 holu höggleikur með forgjöf. SYNDIÐ 200 metrana

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.