Morgunblaðið - 02.07.1966, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 02.07.1966, Blaðsíða 8
s MORGUNBLAÐIÐ ' L,augardagur 2. júlí 1966 Islenzkar bókmenntir kynntar á Norðurlöndum MORGUNBLAÐINU hafa borizt og „Leikföng leiðans" eftir Guð tvö norraen rit, þar sem meðal annars er fjallað allýtarlega um íslenzkar samtímabókmenntir. Höfundarnir eru Sigurður A. Magnússon og Ólafur Jónsson. Annað ritið nefnist „Ny littera- tur i Norden 1962—64“ og hefur að geyma fimm yfirlitsgreinar yfir bókmenntir á Norðurlönd- um á árunum 1962—64. Greinarn ar birtust í fyrra í ýmsum heft- um sænska bókmennta tímarits- ins „Nordisk Tidskrift", en hefur nú verið safnað saman í eina bók, sem gefin er út af Rabén & Sjö- gren á vegum Norræna félaganna á Norðurlöndum. Hafa slíkar bæk ur verið gefnar út á þriggja ára fresti sex sinnum á'ður, þannig að þær taka samanlagt yfir tíma- bilið 1945—62. Um tímabilin 1956—58, 1959—61 og 1962—64 hefur Sigurður A. Magnússon skrifað. Að þessu sinni fjallar gagnrýn- andinn Bent Mohn, sem starfar við „Politiken", um danskar bók- menntir á tímabilinu og nefndir yfirlit sitt „Eksperimenterns tid“. Um finnskar bókmenntir Ólafur Jónsson. ritar Olé Torvalds, skáld og rit- stjóri í Ábo, og nefnir grein sína „Finlandsk skönlitteratur 1962— 64“. Um norskar bókmenntir skrifar Eiliv Eide, bókmennta- gagnrýnandi við „Bergens Tid- ende“. Yfirlit hans nefnist „Norsk litteratur 1962—64“. Um sænskar bókmenntir skrifar Ingemar Wizelius, bókmenntagagnrýnandi við „Dagens Nyheter" í Stokk- hólmi. Grein hans nefnist „Svensk litteratur 1962—64“. Greinarnar um danskar og ís- lenzkar bókmenntir eru á dönsku, um norskar bókmenntir á norsku, um finnskar og sænskar bók- menntir á sænsku. Grem Sigurðar A. Magnússon- ar, „Islandsk skönlitteratur 1962 —64“ (bls. 48—75) hefst á stuttu yfirliti yfir almennt ástand í sam tímabókmenntum íslendinga. Síð an er fjallað allýtarlega um sex skáldsögur sem út komu á árun- um 1962—64: „Húsið" eftir Guð- mund Daníelsson, „Yeginn að brúnni“ eftir Stefán Jónsson, „Land og syni“ eftir Indriða G. Þorsteinsson, „Hamingjuskipti" eftir Steinar Sigurjónsson, „Dag- blað“ eftir Baldur Óskarsson og „Brauðið og ástina“ eftir Gísla J. Ástþórsson.. Ennfremur er stuttlega minnzt á Ragnheiði Jórisdóttur og Jón Björnsson. í kaflanum um smásögur er fjallað um sex smásagnasöfn: „Sjöstafakverið“ eftir Halldór Laxness, „Dreng á fjalli" eftir Guðmund Daníelsson, „Blakkar rúnir“ eftir Halldór Stefánsson, „Punkt á skökkum stað“ eftir Jakobinu Sigurðardóttur, „Nætur heimsókn" eftir Jökul Jakobsson berg Bergsson. í kaflanum um Ijóðlist er fjall- að um tíu ljóðabækur: „Óljóð“ og „Tregaslag" eftir Jóhannes úr Kötlum, „Saltkorn í mold“ og „Landsvísur" eftir Guðmund Böðvarsson, „Austan Elivoga" eftir Böðvar Guðmundsson, „Heiðnuvötn" eftir Þorstein Valdimarsson, „Stund og stað“ eftir Hannes Pétursson, „Vor úr vetri“ eftir Matthías Johannes- sen, „Lifandi manna land“ og „Lágnætti á KaWadal" eftir Þor- stein frá HamrL Ennfremur er stuttlega minnzt á Dag Sigurðar- son og Kristján Árnason. í kaflanum um leiklist er fjall- að um níu íslenzk leikrit: „Dimmuborgir” eftir Sigur’ð Róbertsson, „Forsetaefnið“ eftir Guðmund Steinsson, „Hart í bak“ eftir Jökul Jakobsson, „Brunna Kolskóga" eftir Einar Pálsson, „Reiknivélina" eftir Erling E. Halldórsson og loks um fjóra einþáttunga Odds Björnssonar, sem sýndir voru af Grímu. „Ny litteratur i Norden 1962— 64“ er 116 blaðsíður, auk nafna- skrár. Þessar yfirlitsbækur eru seldar víða á Norðurlöndum, en hafa af einhverjum ókunnum or- sökum ekki verið fáanlegar í bókabúðum hérlendis, a.m.k. ekki síðasta áratug. — ★ — Hitt ritið, sem Morgunblaðinu barst nýlega, er sænska tímaritið „Ord & Bild , 2. hefti 1966. Þetta merka tímarit er mjög nýtízku- legt og leggur rækt við nýjungar í heimsbókmenntunum, en er einnig farið að höfðu til nor- rænna lesenda yfirleitt, m.a. með því að birta yfirlitsgreinar um bókmenntir einstakra Norður- nefnir af verkum hans „Fjallið og drauminn" (1944), „Vorkalda jörð“ (1951), „Gangvirkið" (1955), „Litbrigði jarðarinnar" (1947) og „Leynt og ljóst" (1S65). Næst víkur hann a'ð Stefáni Jónssyni, og þá verða fyrir val- inu „Sagan hans Hjalta litla“ (1948), „Sendibréf frá Sand- strönd“ (1960), „Vegurinn að brúnni“ (1962) og „Við morgun- sól“ (1966). Af verkum Indriða G. Þorsteinssonar fjallar Ólafur um „79 af stöðinni" (1955), „Land og syni“ (1963) og „Mannþing“ (1965). Af verkum Elíasar Mars ræðir hann „Sóleyjarsögu“ (1954 —59) og „Vögguvísu" (1950). Af verkum Jökuls Jakobssonar fjall- ar hann um skáldsöguna „Dyr standa opnar“ (1960) og leikritin „Hart í bak“ og „Sjóleiðin til Bagdad“. Af verkum Agnars Þórð arsonar ræðir hann skáldsöguna „Haninn galar tvisvar" (1949) og leikritin „Gauksklukkan“ (1958 og „Sannleikur í gifsi“ (1965). Síðan víkur Ólafur Jónsson að nýjungum í íslenzkri sagnaritun og ræðir m.a. um „Stofnunina" (1956) eftir Geir Kristjánsson, „Andlit í spegli dropans“ (1957), Sigurðar A. Magnusson. landa. Þannig eru t.d. í þessu hefti greinar um danskar bók- menntir (Jörgen Johansen), sænska Ijóðlist í Finnlandi (Thom as Henrikson), sænska prósalist í Finnlandi (Christer Kihlman), finnskar bókmenntir (Max Rand) og norskar bókmenntir (Thor- stein Hoff). Ýtarlegust þessara greina er ritsmíð Ólafs Jónssonar, „Tradi- tion og förnyelse. Islándsk prosa idag“. Þar gerir hann skýra og skilmerkilega grein fyrir sagna- skáldskap á íslandi síðustu árin og þeim vandamálum sem við er að etja. Hann ræðir fyrst stutt- lega áhrif Þórbergs Þórðarsonar og Halldórs Laxness á seinni tíma skáldskap, en víkur síðan að einstökum yngri höfundum og verkum þeirra. Af verkum Guð- mundar Daníelssonar verða fyrir valinu „Á bökkum Bolafljóts" (1940), „í fjallskugganum" (1951), „Blindingsleikur (1955), „Sonur minn Sinfjötli" (1961) og „Húsið" (1963). Siðan snýr hann sér að Ólafi Jóh. Sigurðssyni og Steinar Hólm Mínning Fæddur 27. nóvember Dáinn 25. júní 1966. 1947 „Hve sæl, ó, hve sæl er hver leikandi lund. En lofaðu engan dag fyrir sólarlags stund“. „Líf- inu er nauðsyn að eiga sitt sól- setur til þess að því megi Ijúka í gullnum roða kvöldsins“. Kæri vinur, nú fyrst skynjum við sannleiksgildi þessarar Ijóðlína. Þú, sem varst meðal okkar vina þinna að kvöldi, varst horfinn að morgni. Sólskinsbarn varstu þína stuttu ævi, og lauk henni með fögru sólsetri. Þú varst góð- ur félagi, ætíð kátur og broshýr og ávallt reiðubúinn, ef á a_ð- stoð þinni þurfti að halda. Ég þakika þér allar þær stundir, sem við áttum saman. Þær set ég í safn minninga minna, sem ekki verða frá mér teknar. Steinar Hólm var fæddur að Kirkjubóli í Miðnes'hreppi 27. nóv. 1947. Þar ólst hann upp til 11 ára aldurs hjá fjölskyldu sinni Síðan hefur hann átt heim ili sitt í Keflavík. Steinar út- skrifaðist frá Gagnfræðaskóla Keflavíkur 1964. Næsta vetur stundaði hann nám við verzlun- ardeild Verzlunarskóla Islands, ásamt leiknámi í leikskóla Ævars Kvaran. Síðast liðinn vetur var hann við verzlunar- störf í Reykjavík. Nú var Stein- ar kominn í sumarleyfi og ætíð kom hann heim til Keflavíkur í öllum sínum frístundum, jafn- vel að kvöldi og fór aftur að morgni til starfa sinna í Reykja- vík. Nú verður þú kvaddur vinur minn, af okkur öllum, á þeim stað, sem við fyrir tveimur ár- um gengum út glaðir og ámægðir með gagnfræðapróf okkar. Hug- ur okkar allra úr vinahópnum fylgir þér og ekki sízt hugur þess vinar, sem ekki getur fylgt þér nú, en var með þér síðustu stundina. Þú varst ávallt sann- ur vinur, þó að nýir vinir bætt- ust í hópinn mundir þú alltaf þína gömlu vini. Ástvinum þínum flyt ég mínar dýpstu samúðarkveðjur. Vertu sæll, Steini minn, og hafðu þakkir fyrir allt. Hve sæl, ó, hve sæl er hver leikandi lund. Og lukkan hún er eilíf, þótt hverfi um stund. L. S. H. FYRIR 18 árum fæddist lítill geisli, og þessi Titli geisli spratt upp af frækorni mannlegs lífs. Geislinm stækkaði og varð að stóru ljósi, sem alls staðar breiddi yl og birtu kringum sig, hvar sem hann fór. Þetta ljós var of skært til þess að fá að skína meðal okikar, mannanna barna, hér á jörð. Þess vegna færði Guð það yfir á landið eilífa, til þess að það fengi að skína ennþá skærar, til þess að aldrei kæmi að því skuggi sem dregið gæti úr birtu þess, og bjármi minninganma gæti allt af verið jafn fagur, — jafn heið- ur og tær eins ög bjartur vor- morgunn. Þessar urðu hugsanir mínar, þegar ég frétti lát Steimars Hólm, því „þeir, sem guðirnir elska, déyja ungir“. Ég vil taka undir með skáld- inu, sem sagði: „Enginn harmur, engan sorg- arhreim. Útsvörin á Húsavík Á MÚSAVÍK voru útsvör lögð á eftir lögboðnum álagningastiga og síðan lækkuð um 5%. Jafnað var niður kr. 10,380.000,00 á 19 félög og 530 einstaklinga. Útsvör fyrra árs, sem greidd voru að fullu fyrir árslok 1965, voru dregin frá tekjum á'ður en útsvar var álagt. Sjómannafrá- dráttur, svo og fæðisfrádráttur sjómanna var leyfður til frádrátt ar að fullu. Frádráttur vegna tekna konu utan heimilis var bundinn við hámark kr. 20.000,00 hjá hverjum gjaldanda. Undan- þegnar útsvarsálagningu voru allar bætur almannatrygginga, svo sem elli- og örorkustyrkir. Ennfremur sjúkrabætur og sjúkradagpeningar og fjölskyldu- bætur, sem greiddar eru með fleiri börnum en tveim hjá hverj- um gjaldanda. Útsvör lægri en kr. 1500,00 voru felld niður. Hæstu útsvör bera eftirtaldir gjaldendur: Sigurður Sigurðsson, skipstjóri, kr. 219,700,00; Kristbj. Arason, skipstjóri, 174,300,00; Útgerðarfé- lagið Hreifi hf., 161,200,00; Út- gerðarfélagið Barðinn hf., 160,- 500,00; Fiskiðjusamlag Húsavík- ur hf., 144,700,00; Hörður Þor- finnsson, matsveinn, 120,500,00; Daníel Ðaníelsson, héraðslæknir, 104,200,00. Aðstöðugjöld námu samtals kr. 2,879,500,00, sem lög'ð voru á 71 einstakling og 20 félög. Hæstu aðstöðugjöld bera eftir- taldir gjaldendur: Kaupfélag Þingeyinga kr. 1,- 069,600,00; Fiskiðjusamlag Húsa- víkur hf., 280,700,00; Útgerðarfé- lagið Barðinn hf., 195,900,00; Síld arverksmiðja ríkisins, 158,100,00. Hæstu gjeldendur samanlagðra aðstöðugjalda og útsvara eru þessir: Kaupfélag Þingeyinga, kr. 1,- 087,300,00; Fiskiðjusamlag Húsa- víkur hf., 425,400,00; Útgerðarfé- lagið Barðinn hf., 356,400,00. „Regn á rykið“ (1960), „Svipi dagsins, og og nótt“ (1962) og „Kjarval“ (1964) eftir Thor Vil- hjálmsson. Þá fjallar hann um Guðberg Bergsson og bækur hans, „Mús- ina sem læðist" (1961) og „Leik- föng leiðans" (1964), og að end- ingu víkur að tveimur bókum Ingimars E. Sigurðssonar, „Hveiti brauðsdögum“ (1961) og „Borgar lífi“ (1965), og þremur bókum Jóhannesar Helga, „Allra veðra von“ (1957), „Hinum hvítu segl- um“ (1962) og „Svartri messu“ (1965). „Ord & Bild“ mun ekki hafa fengizt hér í bókaverzlunum, en menn geta gerzt áskrifendur með því að snúa sér til Bókabúðar Máls og menningar á Laugavegi 18. — Allir komum við að lokum heim“. Blessuð sé minning þessa unga vinar. Sigrún Fannland Gólfklæðning frá DL w er heimskunn gæðavara. GÓLFDÚKAR GÓLFFLÍSAR GÓLFTEPPI við allra hæfi. Munið merkið er trygging yðar fyrir beztu fáanlegri gólfklæðningu. Deutsche Linoleum Werke AG

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.