Morgunblaðið - 02.07.1966, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 02.07.1966, Blaðsíða 12
r 12 MORGU HBLAÐID I taugardagur 2. Jttlí 1966 Bretarnir kölluðu Þór jólatréð' — vegnn þess nð eldglæringor stóðu upp úr reykhcinum Rabbað við Kristján Sigurjónsson yfirvélstjóra E I N N þeirra f jögurra manna, sem enn starfa hjá Landhelgisgæzlunni, og voru meðal áhafnar á fyrsta skipi gæzlunnar, gamla Óðni, er Kristján Sigurjónsson, yfirvélstjóri, nú eftirlitsmaður viðgerða og véla skipa fyrirtækisins. Við hefjum samtalið við Kristján með því að kynna okkur uppruna hans og starfs- feril. Kristján er faeddur árið 1905, hinn 30. september, á Bíldudal í Árnarfir’ði, en fluttist þaðan tveggja ára til Reykjavíkur. Á árunum 1921 —1925 lærði hann járnsmíði í Hamri og lauk þaðan prófi í rennismíði með ágætri eink- unn. Stundaði einnig nám í Iðnskólanum og lauk þaðan prófi. Árið 1927 lauk hann prófi frá Vélstjóraskóla • ís- lands og 1936 prófi úr raf- magnsdeild sama skóla. Þegar Kristján fer á varð- skipið Óðin 1926, en hann fór þangað sem kyndari og sótti skipið út til Kaupmannahafn- ar og var síðan á því til hausts ins, var hann í Vélstjóraskól- anum, en var að ná sér í sigl- ingatíma sem kyndari, en það var skilyrði fyrir vélstjóra- prófi. A’ð því prófi loknu starfaði hann ýmist sem I. eða II. vél- stjóri á togaranum Apríl í IV* ár. Fór hann síðan til Kaupmannahafnar og vann þar á dísilmótorverkstæði hjá Burmeister og Wain í 6 mán- uði við byggingu mótorvéla og uppsetningu þeirra, allt upp í 3000 hö. — Hvenær kemur þú svo al- kominn til Landhelgisgæzl- unnar? — Það var árið 1929, er við fengum Ægi. Ég byrjaði þar sem III. vélstjóri. Síðan hef ég verið vélstjóri á skipum Skipaútgerðarinnar og Land- helgisgæzlunnar á meðan svo háttaði að vélstjórar tóku starfsaldursstig hjá báðum fyr irtækjunum saman. Þetta breyttist síðar og þá voru þeir, sem voru þá á skipum fyrir- tækjanna áfram hjá þeim hvoru fyrir sig. Áður hafði ég gegnt vélstjórastörfum á Súð- inni, Þyrli og á Esju var ég í Petsamóförinni frægu. — Og þú hefur unnið fleiri störf fyrir þessi fyrirtæki svo sem við eftirlit með bygging- um skipa? — Ég hef verið sendur utan sem eftirlitsmaður við bygg- ingu nýja Þórs, Óðins, Esju og beggja „breiðanna". — Og nú ert þú orðinn eftir litsmaður hjá Landhelgisgæzí- unni. í hverju er það starf fólgiðj — Ég gerðist eftirlitsmaður með vélum og viðgerðum skipanna árið 1962. í því er fólgið áð sjá um allar við- gerðir, bæði ofan þilfars og undir því, fylgjast með öllum sjótjónum og reikningum í þessu sambandi, pöntun vara- hluta, sjá um slippferðir og fleira er við kemur viðhaldi — Ég man eftir einu atviki í sambandi við nýja Þór. Sem kunnugt er hafa vélar hans alltaf verið nokkuð erfiðar viðureignar. Þær vildu ausa olíunni upp í skorsteininn og síðan kviknaði þar í öllu sam- an og stóðu reykjamekkir og eldglæringar upp úr reykháfn um alltaf af og til. Það kva'ð svo rammt að þessu, að Bret- arnir kölluðu okkur ekki varð skip og sögðu ekki, að varð- skipið væri að koma, heldur væri „Christmas Tree“ á ferð- inni. Við heyrðum oft talað um „jólatréð“ í talstöðvum þeirra, það væri ýmist að sigla norður éða suður. Svo bar það eitt sinn til að við vorum að elta togara hér aust- ur með landinu og vorum þá búnir að sigla mikinn og end- aði eftirförin með því að skot- ið var á togarann og þá fyrst nam hann staðar. Við stopp- uðum einnig og allri skothríð var hætt. Skipherrann okkar, Eiríkun Kristófersson, var í kortaklefa að athuga staðsetningu og mælingar, þegar ógurlegt skot ríður af. Hann snarast fram í brú og segir: „Hvurslags er þetta. Og ég sem var búinn að segja þeim áð hætta að skjóta“. Þá hafði viljað svo til að olía hafði safnazt í reyk- háfinn og þar myndast gas, sem kviknaði í og olli spreng- ingunni, sem var engu minni en fallbyssuskot. Og nú stóð kolsvartur mökkur og eld- glæringar upp úr „jólatrénu". — En þegar farið er til að bjarga strönduðum skipum, þá hafið þið vélstjórarnir oft þýð ingarmiklum störfum að gegna, og verðið að fara um borð og vinna þar oft við illar aðstæður. Var ekki einhver sukksöm ferð á því sviði, sem þú kannt að segja mér frá? — Það var eitt sinn að við vorum seridir á Ægi til að bjarga enska togaranum Lord Beconsfield austur á Söndum. Sjór var ládauður og logn, en talsverð alda við sandinn. Ég man að Einar M. Einarsson, sem þá var skipherra, sagðist ekki skipa neinum að fara um borð i togarann, en leitaði eft- ir sjálfboðaliðum. Við fórum svo nokkrir um bor'ð í skips- bát, bæði vélstjórar til að setja vélarnar í gang, því togarinn var mannlaus, og stýrimenn og hásetar til að koma fyrir vírum. Á leiðinni í land fór- um við gegnum þrjú brot við sandinn og fyllti bátinn í þeim öllum, en við gátum ausið hann á milli. Þegar um borð kom, sem tókst eftir að bátinn hafði þrífyllt og verið jafnoft ausinn, var byrjað að reyna að koma vélum í gang og aðrir fóru að festa víra. Þegar allt var klárt voru vélarnar ræst- ar og tekið í vírana af Ægi og okkur tókst að ná togaranum út. Þáð má segja að það séu á stundum svaðilfarir, sem starfsmenn gæzlunnar verða að fara í, bæði við eftirlit og björgun. Þá verða vélstjórar gæzlunnar að vera ýmsum vélum vanir og ekki minna menntaðir en starfsbræður þeirra á öðrum skipum. Þeir verða að geta stjórnað vélum handtekinna skipa, af hvaða gerð sem þær eru. — Þú varst yfirvélstjóri á einum hraðbátanna frægu, sem keyptir voru hingað í stríðslokin, en síðar skilað aft- ur? — Já. Það mun hafa verið árið 1945 að keyptir voru hing að 3 hraðbátar frá Englandi til landhelgisgæzlu. Voru þeir hálfgerðar flatbytnur og léleg sjóskip. Þeir voru litlir, 100— 150 tonn að stærð, með þrem- ur 1000 hestafla vélum og ganghraðinn var 24 mílur í logni. Ég get sagt þér lítillega frá ferð, sem við fórum vestur til ísafjarðar, og lögðum upp frá Reykjavík 24. janúar 1946 á miðnætti í sæmilegu veðri. Þegar skammt hafði verið siglt tók skipið að láta svo illa að ekki varð við neitt ráðið um borð. Það var ekki nokkur leið að hita kaffisopa alla leið- ina og enn síður fært að elda mat og kuldinn í skipinu var illþolandi. Veður var þó aldrei verra á leiðinni en 5 vindstig en talsverð alda. Segja mátti að hver maður yrði að vera þar sem hann var kominn eftir að skipið fór að ólátast og þar til komið var til ísafjarðar. Vélstjórana vahð að binda í stólana þeirra við vélarnar. í bátnum fund- um við hitadunka, sem sýni- lega höfðu verið notaðir af Bretum til að halda heitum mat, og hafa þeir þvi haft þann hátt á, þegar þeir þurftu að ferðast lengri veg á bátun- um. Ég man að kokkurinn skorðaði sig milli tveggja mjöl poka og gat ekki hreyft sig þaðan og ekkert gert til gagns. Hann var bæði hvít- klæddur og fölur og fár og því var vart hægt að þekkja hann frá mjölpokunum. Brúin á skipum þessum var opin, þ.e. þaklaus, og snjókomu gerði á okkur á leiðinni og urðu menn þá að standa í snjó upp í mjóa legg. Við komum til Isafjar'ðar eftir 16 tíma siglingu, kaldir, svangir og hraktir. Ef sléttur sjór hefði verið alla leið hefði skipið getað farið þessa leið á ca. 7 tímum. Ég held að menn hafi fuilvissað sig um það í þessari ferð að þessi skip væru óhæf til strandgæzlu við Is- land. — Margt hefur breytzt hjá gæzlunni á þessum árum? — Já, það má nú segja. Ég hef haft mjög gaman af að fylgjast með þeim miklu breyt ingum og framförum öllum. Sérstaklega hef ég haft á- nægju af að sjá hve allt skipu- lag hefur nú ná'ð föstúm skorð um. Áður henti það, að varð- skiptin voru kannske að elta hvert annað í myrkrinu. Þau voru úti í þrjár vikur og vissu ekkert hvert um annað og eng in skeyti fóru á milli þeirra. — Hvað vildir þú að lokum segja, Kristján, í tilefni þess- ara tímamóta? — Ég árna Landhelgisgæzl- unni allra heilla og vona að hún fái sem fyrst gott varð- skip, ekki minna en Óðinn, og aðra þyrlu, stærri en þá, sem við höfum nú. Ennfremur vona ég að gæzlan megi sem lengst njótá starfskrafta Pét- urs Sigurðssonar, sem af festu og fyrirhyggju hefur byggt upp gott skipulag stofn- unarinnar. — vig. skipanna. .................___ ______ ___ Á svo löngum vélstjóra-Þessi mynd er tekin árið 1926 austur á Seyðisfirði þar sem ungir skipsmenn af Óðni eru samankomnir upp i brekku. Á mynd- ferli hlýtur þú að minnastinni eru taldir frá vinstri: Kristján Sigurjónsson (nú yfirvélstj.), Jón (líkl. Jónss.) frá Akranesi, Sigurlaugur Sigurðsson, ýmissa skemmtilegra atvika íkyndari, Haraidur Björnsson, háseti, (nú skipherra á Ægi), Jón Jónsson háseti (nú skipherra á Þór) og danskur nvaður, Jensen sambandi við starfið. að nafni, sem var kyndari. Kristján Sigurjónsson, yfirvélstjóri.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.