Morgunblaðið - 02.07.1966, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 02.07.1966, Blaðsíða 14
14 MORCUNBLAÐIÐ Laugardagur 2. júlí 1966 Jlflwgiittltfftfcffr Útgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: SigurSur Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Ritstjórnarfulltrúi: Þorbjörn Guðmundsson. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Áskriftargjald kr. 105.00 á mánuði innanlands. í lausasölu kr. 5.00 eintakið. SKA TTARNIR essa dagana er mikið rætt um skattana, eins og ætíð, er skattskráin kemur út. — Fleiri eru þeir vafalaust nú sem fyrr, sem óánægðir eru með skattana, en hinir sem á- nægðir eru. Vera má, að ís- lendingum séu skattar meiri þyrnir í augum en öðrum, a.m.k. er óhætt að fullyrða, að þrátt fyrir kvartanirnar eru skattar ekki hærri hér á landi en í nágrannalöndunum, og raunar nokkru lægri en víð- ast annars staðar. Á hitt er líka rétt að leggja áherzlu, að skattar eru ekki lagðir á af handahófi, heldur eftir föstum reglum, en sum- ir virðast álíta að enn sé fylgt einhverjum handahófsregl- um og framtalsnefnd hafi sömu völd til að leggja á út- svör eftir efnum og ástæðum og niðurjöfnunarnefnd hafði áður. Þetta er mesti misskiln- ingur. Skattarnir eru lagðir á eftir framtölum skattborgar- anna sjálfra, með þeim breyt- ingum, sem skattyfirvöld gera á þeim til leiðréttingar, enda kunngjöra þau þá fram- teljendum um hvaða breyt- ingar sé að ræða. Hitt er svo annað mál hvort reglur þær, sem eftir er farið séu hinar einu réttu. Um það má deila og verður deilt í hið endalausa. Sömuleiðis má að sjálfsögðu um það deila, hve háar skatt- tekjur hins opinbera í heild eigi að vera, enda snúast stjórnmáladeilur hvarvetna að verulegu leyti einmitt um það. Vinstri menn vilja sem mest opinber afskipti og að f jármagn sé sem mest á hendi rxkis og sveitarfélaga. En hér hefur það verið meginsjónar- mið Sjálfstæðismanna að tak- marka eigi skattheimtu eftir því sem unnt væri og eftirláta borgurunum sem mest umráð aflafjár síns. Hinu er þó ekki að neita, að kröfur um opinberar fram- kvæmdir hafa verið mjög miklar og til þeirra hefur þurft að afla fjár. Þar verður því að meta mismunandi hags muni, annars vegar hve mikl- ar framkvæmdirnar skuli vera og hinsvegar hve mikla skatta sé réttmætt að heimta af borgurunum. Hitt er að sjálfsögðu út í bláinn, sem stjórnarandstæðingar þó sí- fellt gera sig, seka um, að heimta hvort tveggja í senn, stórauknar framkvæmdir og opinber útgjöld og jafnframt að skattar lækki. SKATTGREIÐSL- UR FÉLAGA fT" ommúnistamálgagnið hef- ur enn sem fyrr gert sig sekt um freklega fölsun í sambandi við umræður um skattgreiðslur félaga í Reykja vík. Heldur blaðið því fram, að þær hafi lækkað verulega síðan 1960, en því er öfugt farið. Aðferðin, sem blaðið notar er sú, að telja veltuút- svörin árið 1960 með öðrum útsvarsgreiðslum félaganna, en sleppa hinsvegar aðstöðu- gjaldinu nú, þótt allir viti, að það hafi' komið í stað veltu- útsvaranna og sé svipaðs eðlis. Réttur útreikningur er þannig, að árið 1960 greiddu félög 24% af heildarútsvörum að veltuútsvörunum meðtöld- um, en einstaklingar 76%. Nú greiða félögin hinsvegar 26.8% af heildarútsvörum og aðstöðugjaldi, en einstakling- ar 73.2%, eða talsvert lægri hundraðstölu en 1960. Aftur á móti voru tölurnar þær í fyrra að félög greiddu 29.2%' en einstaklingar 70.8%, þann- ig að hlutur félaga hefur lækkað nokkuð frá síðasta ári, þótt hann sé nú hærri en 1960, gagnstætt því sem komm únistar halda fram. Heildarhækkun gjalda fé- laga til borgarinnar nú frá því sem var í fyrra er um 17%, og talsvert minni en hækkun gjalda einstaklinganna. — Á þessu er sú eðlilega skýring, að hagur félaganna hefur að undanförnu ekki verið eins góður og íiann var árið 1964, og tekjur þeirra þar af leið- andi minni. Þetta vita raunar allir, enda margtekið fram, bæði af hagsmunasamtökum atvinnuveganna og raunar öllum dagblöðunum, að at- vinnureksturinn eigi nú við erfiðleika að etja vegna hinna miklu kauphækkana og verð- bólguþróunarinnar. En af þeirri staðreynd ættu menn líka að geta dregið þá lærdóma, að þegar atvinnu- vegunum vegnar ekki nógu vel, verða byrðar opinberra gjalda þyngri á einstaklingun um en ella væri. Þannig er verðbólgan launþegum til tjóns, einnig að þessu leyti. Sannleikurinn er sá, að það er brýn nauðsyn, ekki síður fyrir launþega en vinnuveit- endur, að atvinnureksturinn gangi vel og skili hagnaði. Honum er þá ekki einungis kleift að standa undir veru- legum hluta sameiginlegra út gjalda til þjóðarbúsins, held- ur getur hann þá líka bætt og styrkt reksturinn, komið við heppilegri vinnubrögðum og aukið afrakstur með minnk- andi kostnaði. Það er raunar eina leiðin til þess að bæta af- komuna. Ótímabærar kröfur leiða hins vegar til versnandi af- komu, en ekki bættrar. Þessa staðreynd verða forustumenn jry W UTAN ÚR HEIMI Robert Kennedy i viðtali við AP: Frjálsar kosningar í S- Vietnam bezta leidin til að afla stefnu Bandaríkjastjórnar fylgis • Fréttamaður bandarísku fréttastofunnar Associated Press, Jack Bell, átti í vik- unni viðtal við öldungadeild arþingmanninn Robert F. Kennedy, þar sem fram komu skoðanir hans á ýmsum helztu deilumálum á vett- k vangi utanrikismála. 1 við- / tali þessu sagði Kennedy það J m.a. skoðun sína, að bezta ( leiðin til þess að vinna stefnu Bandaríkjastjórnar í S-Viet- nam fylgi, væri að láta þar fara fram frjálsar kosningar og koma á laggimar borgara- legri stjórn. Robert Kennedy hefur áður látið í ljós þá skoðun, að stjórn Lyndons Johnsons for- seta, hafi ekki gengið nægi- lega langt í tilraunum sín- um til að koma á friðarvið- ræðum um Vietnam málið. í viðtalinu sagði hann m.a. að loftárásirnar á olíubirgða- stöðvarnar á Hanoi- og Haip hong-svæðunum væru líkleg- ar þess að torvelda allar frið arviðræður og draga úr mögu leikunum á því að komið yrði á beinum viðræðum Bandaríkjastjórnar og Peking stjórnar, er hann telur æski legar. Kennedy var að því spurð- ur, hvort hann teldi, að kosn ingar í Suður-Vietnam yrðu til þess, að unnt væri að koma á laggirnar lífvænlegri borg- aralegri stjórn. Hann svaraði að vafalaust yrði það eríitt, en hann væri því engu að síður hlynntur, að það skref yrði stigið. „Ég tel, að Banda ríkjastjórn ætti að stuðla að því, að kosningar yrðu haldn ar, annað hvort undir eftir- liti Sameinuðu þjóðanna eða alþjóða eftirlitsnefndarinnar (ICC), sem skipuð er full- trúum Kanada, Indlands og Póllands. „Sjálfur væri ég því hlynntari, að Sameinuðu þjóðirnar önnuðust þetta eft- irlit, en alþjóðaeftirlitsnefnd in hefur áður látið þetta mál til sín taka og því gæti kom- ið til hennar kasta að hafa yfirumsjón með eftirliti". — En segjum svo, að ekkert eftirlit yrði haft með kosning um? spurði fréttamaður AP. — Mundi það hafa í för með sér, að ekki væri hægt að viðurkenna úrslitin? — Vissulega ekki, svaraði Kennedy, en ég álít, að að- staða okkar verði miklu sterk ari, ef við höfum farið þess á leit og stuðlað að því, að einhver alþjóðleg samtök hafi eftirlit með kosningunum. Fulltrúar eftirlitsaðila ættu að fylgjast með undirbún- ingi kosninganna og fram- kvæmd til þess að tryggja að hvergi komi til misbeitingar — þá fyrst er eins tryggt og unnt er, að fólkið í Vietnam og öðrum löndum heims hafi einhverja trú á kosningun- um“. Kennedy sagði, að rétt eins og frjálsar kosningar í Domin kanska lýðveldinu hefðu leið rétt og bætt fyrir þau mis- tök er Bandaríkjastjórn hefði orðið á með íhlutun sinni þar — og hann hefði á sínum tíma verið andvígur og gagn- rýnt — eins gæti Bandaríkja- stjórn með kosningum í Suð ur-Vietnam stuðlað að því að sannfæra heiminn um, að hún væri einungis að berjast fyrir sjálfsákvörðunarrétti þjóðar- innar þar. Þá var Kennedy að því spurður, hvort hann teldi 'hin ar auknu loftárásir á Norð- ur-Vietnam draga úr mögu- leikum á þeim viðræðum við Pekingstjórnina, sem hann hefði sjálfur hvatt til. Því svaraði hann svo, að vafa- laust hefði orðið miklum erfið leikum bundið að fá Peking- stjórnina til viðræðna, fyrir loftárásirnar, — en þær hefðu enn torveldað slíkt, a.m.k. í náinni framtíð. — Hvernig teljið þér, að ætti að stuðla að slíkum við- ræðum, var Kennedy spurð- ur — og hann svaraði? — Vissulega höfum við þessar stöðugu viðræður í Varsjá. Ég hef sett fram þá tillögu, að Kínverjum verði boðið á afvopnunarráðstefnuna í Genf og ég hef einnig haldið því fram, að við ættum að vera reiðubúnir að tala við þá, hvenær sem er og hvernig sem er. — Hvað um allsherjarlausn fyrir SA-Asíu? — Slík lausn yrði undir öllum kringumstæðum að ná einnig til Kína. Ég hef lagt til, að Bandaríkjamenn lýsi sig reiðubúna til viðræðna við Viet Cong og NLF. Ég geri ráð fyrir því, að árásirn- ar á olíubirgðastöðvarnar s.l. miðvikudag hafi verið gerðar til þess að reyna að þvinga Hanoi-stjórnina og Viet Cong til viðræðna. En ég hef ekki trú á, að slíkar aðferðir leiði til árangurs, — heldur muni þær herða þá í afstöðu þeirra. Fréttamaðurinn leiddi ta'lið að Afríkuför Kennedys og spurði hvað hann áliti, að Bandaríkjastjórn þyrfti helzt að gera á þeim vettvangi. Kennedy svaraði, að fyrsta skilyrðið væri að fá meiri og virkari áhuga á Afríku. Bandaríkjastjórn hefði ekki sent háttsetta embættismenn þangað svo neinu næmi á síð ustu árum en að sínu áliti væri það mikilvægt. „í öðru lagi er þess að gæta, að íbúa- fjöldi Afríku er um 325 millj. manna. Aðstoð okkar við Afríkuríkin öll nemur 320 milljónum dala árlega, eða um helmingi þeirrar efna hagsaðstoðar, sem við veit- um S-Vietnam einu. Við veit- um ailri Afríku aðstoð, sem nemur kostnaðinum við fimm daga bardaga í Vietnam. Ég er þeirrar skoðunar, að Afríka eigi við bráð vanda- mál að stríða og aukin efna- hagsaðstoð, þar sem hún yrði rétt notuð, gæti orðið til mikils gagns. Þá var Kennedy spurður, hvort hann teldi, að Banda- ríkjamenn ættu að fækka í herliði sínu í Evrópu. Svar- aði hann því neitandi — „ekki að svo stöddu“ og bæitti því við, að Bandaríkjastjórn ætti að gera allt, sem í henn- ar valdi stæði, til þess að leysa þau ágreiningsmál, er risu milli Frakklands og Þýzkalands — og gæta þess, að gera ekkert er skapað gæti ný ágreiningsmál þeirra. „Ég held að við höfum, þar til fyrir nokkrum vikum, gert meira til að sundra þessum ríkjum en sameina þau“. Bætti Kennedy því við að hann teldi mikilsvert, að Frakkar hefðu áfram herlið í V-Þýzkalandi. Kennedy sagði að lokum, að hann teldi ekki rétt að fækka herliði Bandaríkja- manna í Evrópu, nema því aðeins, að komið y-rði á samn ingum við Sovétríkin og önn ur aðildarríki Varsjárbanda- lagsins um að þau gerðu þá slíkt hið sama. Þann mögu- leika bæri að kanna ýtarlega. launþegasamtaka að fara að gera sér ljósa, ef þeir á annað borð vilja hag launamanna sem beztan. Ef ekki er vel búið að atvinnuvegunum geta launþegar ekki öðlast raun- hæfar kjarabætur. I I I I ! I I I i I I , I I I I , I 11

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.