Morgunblaðið - 02.07.1966, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 02.07.1966, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ £augar<fagur 9. Jflfí 1966 >r BÍLALEIGAN FERÐ JDaggjald kr. 400. Kr. 3,50 per km. SÍMI 34406 SENDUM Volkswagen 1965 og ’66. LITLA bíloleigon Ingólfsstraeti 11. Volkswagen 1200 og 1300. • BO SC H Háspennukefli 6 volt. 12 volt. Brœðurnir Ormsson Lágmúla 9* — Sínii 38820. ^ Fánareglugerðin og lögreglan Vegna skrifa í þessum dálkum um lögregluþjóna, sem hafa ekki viljað skipta sér af því, þótt íslenzkir fánar væru hafðir upp á ólöglegum tima, heldur vísað til skáta um vitn- eskju í þeim efnum, hefur einn yfirmanna lögreglunnar komið að máli við Velvakanda. Segir hann afar ólíklegt, að lögreglu- þjónar viti ekki nákvæmlega, hvenær taki beri fána niður að kveldi, því að hver og einn lög- regluþjónn hafi fánareglugerð- ina undir höndum. Hafi þeir hana í möppu ásamt ýmsum nauðsynlegum skjölum og upp- lýsingum, sem þeir þurfi dag- lega á að halda. Þar að auki sé margsinnis kært til lögreglunn- ar vegna fána, sem hangi of lengi uppi, og standi lögreglu- þjónar oft i því að taka fána niður af stöngum. f>ess vegna sé þeim málið vel kunhugt. Varðandi umrætt atvik sé þó hugsanlegt, að um algera ný- liða eða menn, sem leysi af í sumarleyfum, hafi verið að ræða. Ljótt atvik Leigubílstjóri hefur skýrt Velvakanda frá óhugnanlegum atburði, sem hann varð vitni að. Hann kvaðst hafa verið að taka fólk upp í bíl sinn hér í borg. Þegar fólkið var að stíga inn í bílinn, sá það önd koma kjagandi þar skammt frá Önd- in var rytjuleg og hafði sýni- lega nýlegið á eggjum, enda var hún að leita sér að æti. Kom þá allt í einu 10—11 vetra gamall strákur út úr húsi þar skammt frá, og er hann kom auga á öndina, þreif hann upp stærðar stein og kastaði í hana. Öndin slasaðist greinilega eitt- hvað, en flýði bak við hús. Drengurinn elti hana þá með grjótkasti. Þannig stóð á, að fólkið, sem var með tvö ung- börn í fanginu, gat ekki heft för drengsins, og bílstjórinn þurfti að flýta sér með það og börnin. Hins vegar komst bíl- stjórinn að því, hver drengur- inn var og hvar hann átti heima, svo að hann hringdi til móður drengsins og skýrði henni frá atburðinum. Móðirin hét því að taka drenginn til bæna. Börnin og ttyrm Þeir, sem eru hlynntir einhverskonar eða jafnvel alls konar dýrahaldi í borgum, nota það oft sem röksemd, hve mik- ið uppeldislegt gildi það hafi fyrir börnin að umgangast dýr. Hitt gleymist þá um leið, að í borgum eru blessuð dýrin hrifin úr sínu eðlilega um- hverfi. Þau eru ekki lengur úti í náttúrunni, heldur á steinlögðum strætum með bíla- umferð, ysi og þysi og hávaða borgarlífsins, enda kannast margir við það, hve tauga- veikluð þessi „borgardýr" verða einatt. Og börnin, — þvi miður verður að segja það eins og er, að þau hugsa um dýrin sem eins konar tuskuleikföng, sem þau geti leikið sér að eftir vild, teygt og togað, hent upp í loftið og argað á. Stundum (eða oft) verður „leikur“ barn- anna við dýrin grimmdarlegur. Nýlega var sagt frá því hér, hvernig börn drápu önd hér í borg. Og á einum stað í borg- inni hafa borgaryfirvöldin af einhverjum óútskýranlegum ástæðum leyft búrekstur inni í miðju þéttbýlu íbúðahverfi. Þar eru kindur, endur og gæs- ir, (fyrir utan auðvitað rottur, dúfur, flugur og alls ■ konar mykjuhaugapöddur, sem dreifa sér um nágrennið en þar eru auk íbúðarblokkana a.m.k. tvö barnaheimili og sundlaug). Ætla mætti nú, að návist hinna tömdu dýra (við skulum sleppa hinum ótömdu) hefði göfgandi áhrif á börnin. En það er nú öðru nær. Litlu börn- in láta sér nægja að arga á ali- fuglana og rollurnar, en eldri drengirnir læðast einstöku sinn" um inn fyrir girðinguna og snúa eina önd eða eina gæs úr háls- liðrium, „stúta fugli“, eins og það heitir. Holl og göfgandi uppeldisáhrif? ÍC Hvernig skólar geta eignazt fögur listaverk „Listunnandi" sendir þetta bréf með ofangreindri fyrirsögn: „Ég var nýlega við skólaupp- sögn Húsmæðraskóla Reykja- víkur, og varð mér starsýnt á falleg málverk, sem hengu þar á veggjum eftir nokkra önd- vegis málara okkar. Ég fór að grennslast eftir því, hvermg skólinn hefði eignazt þau, og fékk ég þetta svar: Frú Ragnhildur Pétursdóttir i Háteigi var skólanum mikil stoð og stytta alla tíð, en hún var fyrsti formaður skólanefnd ar. Við lát hennar var stofnað- Ur sjóður til minningar um hana, og var ákveðið að úr honum yrði varið fé til lista- verkakaupa. Þennan sjóð hafa ýmsir nemendahópar skólans eflt með peningagjöfum við skólauppsögn á vorin. Mættu t.d. nú 20 ára nemendur, 15 ára, 10 og 5 ára, og bættist töluvert í sjóðinn á þessu vori. Nýlega mátti sjá í blöðum frétt af skólauppsögn Kvenna- skólans í Reykjavík, og þess getið m.a., að stofnaður hafi verið þar listaverkasjóður. Það er ánægjulegt til þess að vita, að skólarnir verði jafnframt hinu almenna námi vettvangur fagurra lista, og glæði með því áhuga og skilning nemendanna á góðri list. Mér er það enn í fersku minni, er ég fyrir mörgum ár- um kom í heimsókn í Mennta- skólann á Akureyri og sá þann fagra listaauð, sem hékk þar á veggjum. En frumkvöðullinn að söfnun sígildra málverka þar var hinn merki skólafröm- uður, Sigurður skólameistari Guðmundsson. Það sýnir sig, að með stofn- un og eflingu listaverkasjóðs i skólum má smátt og smátt auðga þá og prýða af úrvais listaverkum". „Listunnandi". Héru samankomnir í heimsókn í Ingólfs Apóteki læknakan didatar vorið 1966 frá Háskóla fslands. Það er orðin árlega venja að nýbakaðir læknakandidatar séu gestir apóteksins dags- stund. Á myndinni eru frá vinstri: Kristján Sigurjónsson, lngólfur S. Sveinsson, Þorsteinn Svörfuður Stefánsson, Ingvar Kristjánsson, Baldur Fr. Sigfússon, Brynjóifur Ingvarsson, Þór- arinn B. Stefánsson og Auðólfur Gunnarsson. Ashtabula, Ohio. SEX manna fjölskylda fór i helgarferðalag yfir Erie-vatu til sjóskíðaferða og annarrar skemmtunar og bar ekkert til tíðinda fyrr en að kvöidi laug ardags er þau voru á heimleið. Þá varð báturinn benzinlaus og þá tók gamanið að kárna, þvi vistir ailar voru á þrot- um. Síðan rak bátinn stjórn- laust um vatnið en fjölskyld- an reyndi árangurslaust að vekja á sér athygli með neyð- arblysum, speglum og öðrum tiitæku. Að kvöldi sunnudags sáu þau loks land og tókst að róa i átt þangað með sjó- skíðunum og hlutu að vonum góðar viðtökur því þá hafði verið gert aðvart um að þau væru týnd. Malflutningsskrifstoia JON N. SIGURÐSSON Sími 14934 — Laugavegi 10 Arni Grétar Finnsson, hdl. Strandgötu 25, HafnarfirðL Sími 51500. Hárþurrkur til sölu Höfum til sölu þrjár vel með farnar Southwind hár- þurrkur. — Upplýsingar í síma 30414 eða 32801. Mílæðaframleiðendiir .Klæðskeri með margra ára starfsreynslu í fata- framleiðslu og verkstjórn, óskar eftir atvinnu í haust. — Tilboð, merkt: „Suðurland — 8968“ legg- ist inn á afgr. Mbl. fyrir 7. júlí.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.