Morgunblaðið - 02.07.1966, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 02.07.1966, Blaðsíða 11
Laugarðagur 2. júlí 1986 MORGUNBLAÐIÐ II Hefir veriö 45 ár á varð- skipum, skipherra 29 ár Helgi Hallvarðsson, þá stýrimaður á Óðni og aðalskytta. Þórarinn Björnsson að við tókum sama Þjóð- verjann tvisvar sömu vikuna. í seinna sinnið tapáði hann sér alveg er við komum um borð. Hann rak hneiana út um brúargluggana, mölvaði glerið í flestum þeirra og skar sig mikið á höndum og handleggjum, og var alblóð- ugur eins og slátrari, þegar við komum með hann um borð í varðskipið. Urðum við að hita fleiri fötur af vatni og gera að sárum hans. — En svo kemur að því að þú gerist yfirmaður, Þórar- inn. — Ég fór í Stýrimanna- skólann 1923 og tók "þaðan próf 1924, en að því loknu aftur um borð í Þór, en ger- ist síðan fastráðinn stýrimað- ur 1926 um áramótin. Við fór um út í maíbyrjun 1926 að sækja nýja Óðin. Hann var stórt og glæsilegt skip, en fyrst í stað of stuttur, eða „krankur“, eins og sagt er á sjómannamáli. Ernu sinni lagðist hann alveg á hliðina úti fyrir Siglufirði og var því strax 1927 farið með hann út aftur og hann þá lengur um 4% metra, eftir það var hann gott skip. — Þú hefur svo verið hjá gæzlunni síðan. Hvenær verðurðu skipherra? — Það var um jólin 1937, þegar Einar H. Einarsson skipherra var settur í land samkvæmt skipun Hermanns Jónassonar, þáverandi -dóms- málaráðherra. Jóhann P. Jónsison var látinn taka við skipinu, en hann hafði verið með Mið-Þór ög ég stýrimað- ur hjó honum þar. Ég tók þá við því skipi. — En hver voru frávikin frá starfinu fyrir gæzluna? — Ég hafði farið einn túr á togaranum Apríl, einhvern- tíma milli skipa og svo fékk ég leyfi til að sækja Arctic, árið 1939, en þá var Mið- Þór lagt. Arctic sóttum við til Kaupmannahafnar í des. 1939. Þetta var frystiskip og keypt af hinu opinbera hér. Skipið þurfti mikillar við- gerðar við áður en hægt var að halda heim á leið. Það var því ekki fyrr en síðast í marz 1940 sem við komumst til Álaborgar til að lesta þar sement og rúgmjöl til flutn- ings heim. Þaðan átti svo að fara og halda innan skerja með Noregsströndum, því þá var viðsjárvert að sigla um Norðursjóinn vegna stríðs ins. Við tókum leiðsögumann í Kristiansand og héldum sið an norður. Hinn 9. apríl vor- um við komnir norður undir Bergen, en þá stöðvaði norskt varðskip okkur og sagði okk ur að leita til hafnar. Gerð- um við það og ég fór í land og tók mér far með áætlunar bíl til Bergep til að fá malun- um bjargað. Nóttina áður hafði verið gerð loftárás á Bergen og lenti sprengja of- an í reyháf stórs herskips, sem lá þar í höfninni. Varð svo mikil sprenging í því að það fór á hvolf. Fólk varð svo óttaslegið að það flúði í hrönnum úr bænum. Mættum við mörgum á leið okkar. Ég fór þá í land og bað um að fá að tala við yfirmann þeirra og kvað hann mér heimilt að fara til íslands gegn því að ég lofaði að sigla ekki til Englands eftir að þangað kæmi. Við héldum nú af stað en úti í firðinum var okkur sagt að tálmanir hefðu verið lagðar fýrir skip. Snerum við við en vorum þá stöðvað- ir af þýzkum varðbáti. Eftir að við höfðum gefið okkar skýringar var okkur ieyft að fara og við áttum ekki að verða ónáðaðir ef við sigld- Framhald á bls. 17 * Rætt við Þórarin Rjörnsson skipherra á Oðeii ÞAÐ má segja að Þórar- inn Bjömsson skipherra haldi þríheilagt þessa dag ana, því hann heldur upp á þrjú afmæli samtímis. Sjálfur varð hann 63 ára að aldri hinn 27. júní. Hann var 'þá búinn að vera 30 ár skipherra á varðskipunum hér við land og svo heldur hann upp á fertugsafmæli, stofnunarinnar, sem hann er búinn að vinna hjá frá því starfsemi hennar hófst. Á varðskipunum er hann alls búinn að vera í 45 ár og er því 5 árum eldri í starfi en landhelgis gæzlan sjálf. Það verður því ekki annað sagt en að tilefnið til að rabba við hann ofurlitla stund á þessum merku tímamót- um hafi verið ærið. — Og svo við byrjum á upphafinu þá langar okkur til að vita hvaðan þú ert og nokkuð um lífshlaupið fram- an af æfi. — Ég er fæddur að Þverá í Hallárdal í Vindælishreppi hinn 27. júní árið 1903. Þar er nú allt í eyði. Sjósókn ivar stunduð að heiman, þegar ég var strákur og byrjaði ég fljótt að fara út með ára- bátum. Árið 1920 fer ég til Vestfjarða og ræðst á skak á kútter Höllu frá Patreks- firði. Um nýárið ræðst ég svo háseti á gamla Þór, sem Vestmanneyingar keyptu og síðan hef ég nær óslitið ver- ið á varðskipum að undantekn um smáfríum, sem ég hef fengið um skemmri tíma og þá unnið á öðrum skipum. — Gaman væri að fá ör- litla innsýn í störf ykkar á gamla Þór. — Það var ólíkt erfiðara að eiga við öll gæzlustörf þá en nú. Bátarnir höfðu eng- ar talstöðvar að öll gæzla og hjálp þeim til handa því taf- söm og fyrirhafnarmikiL Við gátum tekið við skeyt- um og orðsendingum og urð um svo að koma þeim áleið- is. Þór var oft tengiliður, þeg ar sambandslaust varð milli Eyja og lands. Þá vann skip- ið að simaviðgerðum, ear símastrengurinn bilaði. For- ystumenn Vestmannaeyinga létu sér ákaflega annt um skipið og okkur. Sigurður heitinn apótekari var þar vakinn og sofinn í öllu er að skipinu laut og ég held að hon um hafi ekki komið dúr á auga þegar stormur var og við vorum úti að sinna bátunum. Það eru hálf leiðar minn- ingar, sem ég hef fró þeim tíma er erlendu lögbrjótarn- ir stungu okkur af, en fyrst í stað var Þór óvopnaður. Við fengum hins vegar fall- byssu um borð hinn 1. júní 1924 og þá fór allt varð- gæzlustarf að ganga betur. Erlendu togararnir voru yfir leitt gangbetri en Þór, en hann gekk ekki nema 8 míl- ur. Erfiðleikarnir við báta- gæzluna voru oft og einatt miklir í náttmyrkri og stór- viðrum á vetrarvertíð. Ef báta var saknað fórum við að leita og auðvitað gekk það oft seint, því ekki gátu bát- arnir sent okkur nein skeyti. Þá vorum við oft lengi að hjakka með þá í land. Ég man eftir einni ferð en þó komum við utan fyrir Geir- sambandi? — Við vorum að koma úr hafi og komum upp undir Hrollaugseyjar undan Breiða merkurjökli og sáum við þá að tveir þýzkir togarar voru að veiðum fyrir innan línu. Þeir héldu þegar á fullri ferð út er við' gáfum þeim skipun um að nema staðar. Skotið var aðvörunarskot- um, en án árangurs. Þá var skotið föstu skoti, en færið var mjög langt. Þegar kúl- an lendir á sjónum beygir hún til hægri sökum þess að hægri snúingur er á hennL Togarinn nam þá strax stað- ar. Ég var svo sendur um borð í togarann og þegar þangað kom bað skipstjórinn mig að koma út að bakborðs- síðunni og sýndi hann mér þar gat á togaranum við sjó- línu. Kúlan hafði lent inn í kolabox og þaðan fram með katlinum og inn í kyndiklef- ann og dansaði brot úr henni þar eftir gólfinu. Kyndarinn fékk taugaáfall og hélt að heimsstyrjöldin hefði blossað úpp aftur. Ekki varð honum að öðru leyti mein af. Þetta fuglasker og vorum 14—18 tima að komast upp undir Eyjar. Það var alltaf að slitna, enda kaðlar allir og togtæki ólíkt lélegri þá en nú. — Þú sagðir að ykkur hefði farið að ganga betur eftir að þið fenguð fallbyssuna. Manstu einhver atvik í því Varðskipið Óðinn mun hafa verið 1925 eða þar um bil. Á þessum árum þurftum við ekki annað en fara aust- ur undir Portland og þá átt- um við víst að finna þýzkan togara innan við linu. Þetta voru líttl skip og gátu litið fiskað nema uppi í land- steinum. Einu sinni man ég

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.