Morgunblaðið - 08.07.1966, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 08.07.1966, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ Föstudagur 8. júlí 1966 »1 tcyf m^j cjo kom 8 nik#- é > 'fcwáíf£* osf ó laxinn r" Bærileg netaveibi i Ölfusá eftir helgarfriðunina | ER bændur við Ölfusá og Hvítá lögðu net sín eftir síðustu helg- arfriðun, hýrnaði yfir mörguin er vitjað var um. Svo virðist, sem allveruleg láxaganga sé Romin í Ölfusá, og virðist Iaxin- wm hafa legið á, og gengið í striklotu, því um allt vatna- svaeðið veiddist í netin. Hefur netaveiðin verið þar mjög treg að undanförnu, en nú eru menn bjartsýnni á framtíðina. Þá hefur og frétzt af því, að 3ax sé loks farinn að ganga að ráði í Norðurá. Þar höfðu veiðst um 140 laxar á miðvikudag, og á miðvikudagsmorgun fengust 10 laxar í ánni. 1 gaermorgun höfðu 113 laxar gengið um telj- arann í Elliðaánum, en fyrír tveifnur dögum höfðu aðeins gengið 68. Hreyfing ’ virðist því vera komin á laxinn, og má segja, að tími hafi verið til kom- inn. Veiðimenn spá því, að úr því laxinn er svo- seint á fexð í ár, muni hann bókstaflega „ryðjast“ 1 árnar einhvern næstu daga. Betur að smtt væri! Hljómlisttumenn 09 slnrfsfólk í í veitingnhúsum í snmúðor- verkfoll með þjónum SAMBAND veitinga- og gisti- húsaeigenda (S.V.G.) hélt al- mennan fund á Hótel Sögu á miðvikudagskvöld, og stóð fund- urinn fram yfir miðnætti. Svo sem fram hefur komið í dag- Hitabylgja á Héraði Egilsstöðum, 7. júlí. 1 DAG mun vera hér heitasti dagur sumarsins fram að þessu. Um hádegi var rúmlega 20 stiga hiti í forsælu. Logn var og sól- skin. I slíku veðri er mjög fag- urt um að litast á Héraði. Lagar fljót er eins og spegill, tún, engi og ásar iðjagrænt eftir undan- genginn rigningarkafla og er gras spretta mjög góð. Það mun vera um hálfur mán- uður síðan fyrstu bændurnir ■þyrjuðu að sjá, en sl. viku komu riningar, og mun því sláttur ekki vera almennt byrjaður enn- þá. í vor var miklu minna sáð af korni hér á Héraði en undan- farin vor, aðeins í Fljótsöal og nokkrum bæjum í Eiðaþinghá Mun . þetta stafa af því, Ihve seint voraði. En síðan fór að hlýna hefur verið óvenjulega heitt í veðri miðað við undan- farin sumur. — Fréttaritari. blöðum hafa náðst samningar með fyrirvara milli samninga- nefnda S.V.G. og þriggja stéttar félaga, en þau eru Félag ísl. hljómlistarmanna, Félag starfs- fólks í veitingahúsum og verka- lýðsfélagsins Einingar á Akur- eyri. Á fyrrgreindum fundi S.V.G. voru samningar þessir endan- lega samþykktir, en hins vegar hefur samkomulag samninga- nefndanna enn ekki verið lagt fyrir fundi í áðurnefndum stétt- arfélögum. Félag íslenzkra hljómlistar- manna og Félag starfsfólks í veitingahúsum hafa boðað sam- úðarvinnustöðvun með þjónum frá og með 14. júlí nk., hafi samn ingar þá ekki tekist við þjón- ana. Hins vegar hafa Félag mat reiðslumanna og verkalýðsfélag- ið Eining á Akureyri ekki boðað samúðarvinnustöðvun. Verkfoll þjóna í nótt SAMNIGAFUNDUR milli Félags gisti- og veitingahússeigenda ann arsvegar og Félags framreiðslu- manna hins vegar hófst kl. 5 í gær. Er blaðið hafði síðast fregn- ir af fundinum um miðnætti voru horfurnar um samkomulag held- rrr þunglegar. Ef samkomulag hefur ekki náðst kemur áður boðað verkfall þjóna til fram- kvaémda frá og með morgninum. Hlýjasti dagur ársins 1 DAGURINN í gær, var hlýj- asti dagur sem komið hefur á íslandi í ár, og jafnvel þó tek- ið sé nokkurra ára bil. Nón- hitinn var víða milli 20—30 stig á Norður- og Austur- landi, t.d. 26 á Akureyri og 25 stig á Egilsstöðum. Kuldaskilin vestur af land- inu áttu að færast austur yfir andið í nótt. Þá má búast við skúraveðri á Suður- og Vest- urlandi, en bjartviðri norðan og austanlan-ds. Kortið hér að ofan sýnir veðurlagið á landinu á þess- um hlýjasta degi ársins það, sem af er. Guðmundur Gíslason (þriðji frá vinstri) ásamt verzlunarfulltrúa Sovétíkjanna, A.P. Grachev (annar frá hægri) og hinni sovézku sendinefnd. Talið frá vinstri: Bolotin, Tzimbal, þá Guð- mundur, aðalforstjórinn V. M. Petrov, >á verzlunarfulltrúinn og loks Ledentsov. (Ljósm. Sv. Þorm.) Sovézk bifreiöasýning opnuð í dag í DAG mun hefjast bifreiðasýn- ing á rússneskum bifreiðum á annarri hæð í húsi Bifreiða og Landbúnaðarvéla að Suður- landsbraut 14. Mun sýning þessi standa til sunnudagskvölds og verður opin þessa þrjá daga frá kl. 9 árdegis til kl. 10 að kvöldi. Því næst mun sýningin flutt til Akureyrar og stendur þar yfir hinn 12. og 13. júlí, að því er Guðmundur Gíslason, fram- kvæmdastjóri Bifreiða og Land- búnaðarvéla tjáði blaðamönnum á blaðamannafundi, er hann hélt í gærdag. í sambandi við þessa sýningu er hérlendis staddur aðalfor- stjóri V/O Avtoexport, hr. V. M. Petrov ásamt föruneyti og átti hann samtal við blaðamenn við opnun sýningarinnar. Hr. Petrov, sem er yfirmaður alls bifreiðaútflutnings Rússa sagði það sér mikið ánægjuefni að hafa orðið var við, að inn- flutningur Rússa á bifreiðum til Islands hefði aukizt svo mjög á síðari árum og það skapaði grundvöll fyrir auknum kaup- um Rússa á íslenzkri fram- leiðsluvöru. Einnig hefðu þessu ánægjulegu viðskipti orðið til þess að auka ánægjuleg sam- skipti þjóðanna. Hann kvaðst mjög ánægður með samstarfið við Bifreiðar og Landbúnaðarvélar og sagðist þakklátur fyrir alla þá gestrisni, sem hann og þeir félagar hefðu mætt. Aðspurður um til hve margra landa Rússar flyttu út bifreiðar sagði hr. Petrov, að löndin væru 67. Ekki kvaðst hann vita, hve stór hluti tslands væri í þeim viðskiptum, en sér væri kunnugt um, að 12.5% bifreiða á íslandi væru rússneskar. Hann kvað, eins og kunnugt er af fréttum, Rússa vera að undirbúa samvinnu við ítala um bifreiða- framleiðslu og kvað þá tegund, sem í þeim verksmiðjum yrði framleidd algjörlega nýja. Myndu ítalir senda tæknimenn og myndi allt koppkostað til að Siglufir'ði, 5 .júlí. SUNDHÖLL Siglufjarðar var loksins opnuð almenningi í dag, það er að segja kvenfólki í dag og karlmönnum á morgun. Og geta þá Siglfirðingar væntanlega farið að synda 200 metrana, en hér hefur enginn synt þá í þess- ari lotu enn sem komið er. Ein- hverjar breytingar hafa átt sér stað í sundhöllinni í vor og sum- ar og ekki er þeim lokið enn. — Sk. gera bifreiðina sem traustasta og bezta. Framleiðslugeta verk- smiðjanna yrði um 600.000 bif- reiðar á ári. í þeim verksmiðj- um, sem nú eru í Sovétríkjun- um er hins vegar unnt að fram- leiða um 200.000 bifreiðar. Hann kvað Rússa hafa lagt aðaláherzlu á að framleiða vöru- bifreiðar til þessa, en nú myndi aukin áherzla lögð á fólksbif- reiðar. Hins -vegar kvað hann gert ráð fyrir í fimm ára áæltun ríkisstjórnarinnar að bifreiða- framleiðsla Sovétríkjanna fjór- faldaðist á þessum fimm árum. 40% framleiðslunnar væru vöru bifreiðar, en 60% fólksbifreiðar. Guðmundur Gíslason upplýsti að um s.l. áramót hafi verið í notkun hérlendis 2614 bifreiðar af rússneskri gerð eða 12%, þar af hafi verið 2421 Moskvitch bifreið. Árið 1955 var innflutn- ingur rússneskra bifreiða 10.5% af heildarinnflutningi lands- manna, en 1965 nam hann 31%. Sagði Guðmundur innflutning- inn hafa aukizt jafnt og þétt þessi ár þótt afturkippur hafi komið í hann um stund árið 1960. Ríki og borg greiða 35-65 "/« á aflaverðmæti — togara bæjarútgerðarinnar f UMRÆÐUM á fundi borgar- stjórnar í gær um vandamál togaraútgerðarinnar, upplýsti borgarstjóri, Geir Hallgrímsson, að auk ríkisstyrksins til togar- anna, sem nemur frá 20—25% af aflaverðmæti þeirra leggur borgarsjóður til viðbótar til tog ara bæjarútgerðarinnar 15% til 45% af aflaverðmæti þeirra. Þetta þýðir að ofan á það fisk- verð, sem togararnir fá, bæta ríki og borgarsjóður frá 35% og allt upp í 65% á aflaverðmæti skipanna. Borgarstjóri sagði að hér væri í raun ■ réttri um að ræða uppbótarkerfi, sem hægt væri að réttlæta í takmarkaðan tíma, en óeðlilegt væri, að eitt sveitarfélag stæði undir svo miklum hluta af gjaldeyrisöfl- un. Þá skýrði borgarstjóri einnig frá því, að samkvæmt þeim upp iýsingum, sem forstjóri Bæjar- útgerðar Reykjavíkur hefði gef- ið sér, hefði stjórn Félags ís- lenzkra botnvörpuskipaeigenda gengið á fund ríkisstjórnarinnar fyrir skömmu til þess að ræða vandamál togaraútgerðarinnar og mundi svars að vænta fra ríkisstjórninni í næstu viku um það, hvað hægt væri að gera til úrbóta í málefnum togaraútgerð arinnar. Umræður þessar spunnust í tilefni af ályktun, sem borgar- stjórn gerði um málefni tog- araútgerðarinnar, og birt er á öðrum stað í blaðinu. Borgarstjóri sagði í ræðu siinni, að einkum hefði verið bent á þrennt, sem orðið gæti togaraútgerðinni til aðstoðar. 1 fyrsta lagi aukin veiðisvæði, i öðru lagi breytt vinnufyrirkomu lag á togurum, en því miður hefði ekki reynzt unnt að koma á viðræðum milli útgerðar- manna og sjómanna um bað at- riði, og í þriðja lagi hár olíu- kostnaður togara, sem stafaði af jöfnunarverði á olíu, en ef það væri ekki fyrir hendi, mundi olíukostnaður hér í Reykjavík vera miklu lægri. — Við höfum gert séj:stakar tillögur hér í borg arstjórn um að opna beri land- helgina fyrir togurum, sagði borgarstjóri, og ég er samrnála því að ítreka þau tilmæli, en það er ekki um að ræða neina einfalda lausn þessa vandamáls. Björgvin Guðmundsson (A) sagði, er hann mælti fyrir til- lögu er hann flutti um vanda- mál togaraútgerðarinnar og sam þykkt var með breytingartillögu frá borgarstjóra, að Reykjavík- urborg ætti það mikið undir tog araútgerð, að hún gæti ekki lá*- ið hjá líða að spyrna gegn þeirn þróun, að togaraútgerð legðist niður.— Frystihúsin byggja mik ið á hráefnúm frá togurum, og ef þeir hætta veiðum, er rekst- ursgrundvelli kippt undan þeim. Ég tel óhjákvæmilegt, að auka veiðisvæði togaranna innan fisk veiðitakmarkanna, sagði Björg- vin Guðmundsson, en jafnframt verður að auka fjármagn til togaraútgerðar, Ennfremur tóku til máls við þessa umræðu Guð- mundur J. Guðmundsson og Kristján Benediktsson. En síðan var samþykkt samhljóða í borg arstjórn ályktun um málefni borgarútgerðarinnar, sem birt er á öðrum stað í blaðinu í dag.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.