Morgunblaðið - 08.07.1966, Blaðsíða 12
1*
MORGUNBLAÐIÐ
Fðáfudagur 8. júlí 1986
— Reikníngarnir
Framhaldt af bls. 32
•ndi hafa borið veg og vanda af
gerð þessa reiknings. Eeikningur
inn er að vanda ítarlegur og
sundurliðanir margar til skýr-
ingar á einstaka þáttum. Auk
þess fylgir reikningunum greina
gerð borgarritara, svo að eg
mun láta nægja að drepa á
helztu atriðin, en kemst að sjálf
sögðu ekki hjá því að endurtaka
ýmislegt, sem þar er greint frá.
FJÁRHAGSÁÆTLUN 1965.
Skal fyrst rifjað upp, hverjar
voru forsendur að gerð fjárhags-
áætlunar fyrir það ár, sem fram
lagðir reikningar taka til.
í>egar fjárlhagsáætlun fyrir
árið 1965 var samin og sam-
þykkt í borgarstjórn í desem-
ber 1964, voru lagðir til grund-
vallar þeir kjarasamningar, sem
í gildi voru við starfsmannafé-
lögin, og miðað við það kaup
og verðlag, er gilti í nóvember
1964. Rekstrargjöldin voru áætl-
uð 528.5 millj. kr., en eigna-
breytingagjöld 157.2 millj., eða
gjöldin alls 685.7 millj. kr.
Á árinu voru tvisvar sam-
þykktar til borgarstarfsmanna
launahækkanir. Sú fyrri nam
6.6%, og gilti sú hækkun fiá
1. okt. 1964, en sú seinni 4%, og
tók gildi 16. júlí s.l.
Auk þess var í marz 1965 haf-
in greiðsla vísitöluuppbótar á
laun. Var sú uppbót 3.05% fyr-
ir mánuðina marz — maí, 3.66%
júní — ágúst, 4.88% sept. —
nóv. og 7.32% I desember. Jafn-
gildir þetta meðalverðlagsupp-
bót á árinu um 3.51%.
Hækkanir þær, sem hér hef-
ur verið lýst, jafngilda að með-
al tali 12.55% hækkun á kaup
það, sem reiknað var með í fjár
hagsáætlun.
Breytingar urðu einnig á
samningum við Verkamannafé-
lagið Dagsbrún og önnur stétt-
arfélög. í júlímánuði sl. var sam
ið við Dagsbrún um vinnutíma-
styttingu, grunnkaupshækkun,
aldurshækkanir og tilfærslur
milli flokka. Er talið, að þess-
ar kjarabreytingar hafi jafngilt
alls 24 — 27.7% kauphækkun.
Þessi hækkun tók einungis til
síðari hluta ársins, en samsvar-
ar 12.7% hækkun á kaupi verka
, manna allt árið.
Áætlað er að framangreindar
launahækkanir hafi numið sam-
tals liðlega 26.7 millj. kr. Sund-
urliðun þeirrar upphæðar á
gjaldaliði er að finna í grein-
argerð með borgarreikningum,
á bls. 336—337.
Einnig reyndust lögboðin
framlög til almannatrygginga,
Atvinnuleysistryggingasjóðs og
til Sjúkrasamlags Reykjavíkur
nærri 6 millj. kr. hærri en áætl-
að hafði verið, þegar fjárhags-
áætlun var samin.
Óhjákvæmilegt er að telja
hækkanir þessar, 32.7 millj., við-
bætur við fjárhagsáætlunina,
eins og hún var samþykkt í des-
ember 1964.
Hér skal tekið skýrt fram, að
hækkun launa er eingöngu
reiknuð á hrein áætluð launaút-
gjöld borgarsjóðs sjálfs, en sam-
svarandi launahækkanir hafa
auðvitað átt sér stað almennt í
landinu á sama tíma, og hafa
því áhrif til hækkunar á önnur
útgjöld borgarsjóðs, ýmis konar
aðkeypta vöru og þjónustu.
Auk þess námu aukafjárveit-
ingar, samíþykktar af borgar-
stjórninni, 1.9 millj. kr. Við-
bæturnar námu þannig samtals
34.6 millj. kr.
SAMANBURBUR Á
REKSTRARREIKNINGI OG
REKSTRARÁÆTLUN, MEB
VIÐBÓTUM.
- Eftir að framangreindum
hækkunum hefur verið bætt
við hina upphaflegu áætlun
rekstrargjalda verður heildar-
upphæð þeirra 563.177 þús. kr.
í stað 528.539 þús. Samkvæmt
reikningi urðu rekstrargjöld
aamtals 567.154 þús. kr., auk
afskrifaðra og eftirgefinna
skulda 578 þús. kr., eða um 4
millj. kr. umfram rekstraráætl-
un.
Samanburður á áætlunartöl-
um og niðurstöðutölum reikn-
ings leiðir m.a. þetta í ljós:
Stjórn borgarinnar fór 1.1
millj. kr. fram úr áætlun. Veld-
ur aukin húsnæðiskostnaður, að-
allega vegna hækkunar á húsa-
leigu, mestu um þá umfram-
greiðslu.
Löggæzla varð 0.5 millj. kr.
lægri en áætlað hafði verið.
Brunamál urðu 0.2 millj. kr.
lægri en áætlað hafði verið.
Fræðslumál. Fjárveiting til
•þessa gjaldabálks var, að kaup-
hækkunum meðtöldum, 67.2
millj. kr. Gjöldin reyndust sam-
kvæmt reikningi 76.1 millj. kr.
og fóru þannig rösklega 9 millj.
kr. fram úr áætlun, eða sem
svarar 13%. Umframgreiðslur
urðu aðallega vegna barna-
fræðslu, gagnfræðaskóla og
vinnuskóla. Einkum var varið
áberandi hærri upphæðum til
viðhalds húsa og lóða og til
tannviðgerða skólabarna en áætl
unin gerði ráð fyrir.
Listir, íþróttir og útivera.
Heildarfjárveiting nam28.1milj.
en útgjöldin urðu 29.4 millj.,
eða 1.3 millj. umfram áætlun.
Umframgreiðslan fellur svo til
eingöngu á skemmtigarða og
kostnað við jólatré og áramóta-
brennur. %
Heilbrigðis- og hreinlætismál
urðu 1 millj. kr. undir áætlun.
Félagsmál. Fjárveitingar og
viðbætur til þessara mála námu
liðlega 178 millj. kr. samtals.
Stóðst sú áætlun, þar sem gjöld-
in fóru einungis 100 þús. kr.
fram úr áætlunarupphæðinni.
Gatna. og holræsagerð. Til
þessara framkvæmda var á ár-
inu varið 184.5 millj. kr. í borg-
arreikningi færast þeirri upp-
hæð til frádráttar eftirtaldar
fjárhæðir:
millj. kr.
1. Hluti borgarsjóðs af benzín-
skatti 14.2
2. Gatnagerðargjöld 28.0
3. Geymslufé frá fyrra ári 10.0
Á rekstrarreikningi eru þann-
ig færðar til gjalda 132.3 millj.
kr. '
Brúttókostnaður við nýjar
götur og holræsi, svo og ýmsar
framkvæmdir gatna- og hol-
ræsagerðar, en þær verður að
telja til nýbygginga, nemur alls
142.9 millj. kr.
Til fróðleiks er rétt að skýra
frá því, hver þessi gjöld hafa
verið sl. 7 ár og hundraðshluti
þeirra af heildarrekstrargjöld-
um borgarinnar:
Ár: Rekstrargjöld: Gatnag. nýb.
fniilj. millj. %
1959 212.2 30.2 14.23
1960 220.4 33.5 15.20
1961 248.8 32.8 13.18
1962 288.4 45.2 15.67
1963 374.5 57.3 15.30
1964 482.6 109.4 22.67
1965 567.2 142.9 25.19
Það skal tekið fram, að kostn-
aðurinn til gatnagerðar er í töfl-
unni tilgreindur án tillits til yf-
færslu óeyddra fjárveitinga né
notkunar á þeim, og ekki er
heldur höfð þar hliðsjón af
gatnagerðargjöldum né benzín-
skatti 1965.
Geymd fjárveiting frá fyrra
ári, kr. 10. millj., var nú notu
að fullu.
Fasteignir Hér nam fjárveit-
ingin 13.6 millj. kr., en bókfærð
rekstrargjöld nema tæpuin 8
millj. kr. Eins og segir í grein-
argerð borgarritara með reikn-
ingnum stafar þessi mismunflr
af ' því, að fasteignakaup eru
mestmegnis færð á eignabreyt-
ingareikning, — enda hefur nú
við gerð fjárhagsáætlunar yfir-
standandi árs verið ætluð í
fyrsta sinn sérstök fjárveiting til
fasteignakaupa á eignabreyting-
um skv. ábendingum hér í borg-
arstjórn.
Vaxtakostnaður varð ekki
hærri en áætlað hafði verið.
Önnur útgjöld fara 1 miiij.
kr. fram úr áætlun. Kostnaður
við ráðstefnur varð 300 þús. kr.
hærri en áætlað hafði verið,
veikindafrí tíma- og vikukaups-
manna 350 þús. og óviss útgjöld
rösklega 300 þús. hærri.
TEKJUR HÆRRI
EN ÁÆTLAÐ VAR
Tekjur, aðrar en útsvör, vqru
áætlaðar 240.1 millj. kr. Útsvör
voru áætluð 445.6 nillj., auk
vanhaldaálags. Tekjur voru því
samtals áætlaðar 685.7 millj. kr.
Samkvæmt borgarreikningun-
Um urðu tekjur á árinu 1965
722.8 millj. kr., eða 17.1 millj.
umfram það sem áætlað hafði
verið.
Þess skal getið, að í reikning-
um ársins 1965 er nú tekin upp
bréytt aðferð við færslu útsvars
og aðstöðugjalda tii tekna.
Fram til ársins 1965 var færsl-
um hagað þannig, að til tekna
var færð á rekstrarreikning á-
lagflingarupphæð útsvara og
aðstöðugjalda, að meðtöldum ó-
innlheimtum upphæðum þeirra,
en að frádregnum burtfelldum
eftirstöðvum fyrri ára. Á eign-
Geir Hallgrímsson
abreytingareikningi voru færð-
ar til tekna innheimtar og burt-
felldar eftrstöðvar frá fyrri ár-
um, en til gjalda eftirstöðvar
til næsta árs. Bókunartilhögun
þessi hefur á undanförnum ár-
um valdið því, að raunveruleg
rekstrarafkoma ársins hefur
ekki komið fram á rekstrarreikn
ingi og því hafa ýmsir og þ.á.m.
jafnvel borgarfulltrúar álitið og
haldið því fram, að borgarsjóð-
urinn hefði á bókhaldsárinu
fengið til ráðstöfunar alla áiagn-
ingarupphæð útsvara og aðstöðu
gjalda í reiðu'fé.
Til að koma í veg fyrir þenn-
an misskilning eru nú færð til
tekna á rekstrarreikningi inn-
heimt útsvör og aðstöðugjöld á-
lagningarársins, svo og innheimt
ar eftirstöðvar þessara gjalda
frá fyrri árum. Eftirstöðvar til
næsta árs, svo og breytingar á
eftirstöðvum eldri ára, færast
nú á efnahagsreikning með höf-
uðstólsfærslu. Yfirlit um álagn-
ingu, innheimtu og eftirstöðvar
útsvara og aðstöðugjalda er að
finna á bls. 34 og 35 í borgar-
reikningnum, en heildarupphæð-
ir eftirstöðva þessara gjalda eru
sýndar í eignaskrá borgarsjóðs
á bls. 93.
Færsluaðferð þessi fullnægir
ákvæðum 2. málgr. 9. gr. reglu-
gerðar um bókhald og ársreikn-
inga sveitarfélaga og fyrirtækja
þeirra, frá 19. marz 1963. Sam-
kvæmt nefndu ákvæði skal færa
tekjur og gjöld svo sem unnt
er í reikning þess árs, sem þau
tilheyra, hvort sem greiðsla fer
fram á sama ári eða ekki. í
bókum borgarsjóðs færast allar
raunverulegar tekjur ársins til
bókar á árinu, en með því að
útsvör eru álögð með 5-10% á-
lagi fyrdr vanhöldum, hefur ekki
verið talið gefa rétta hugmynd
um rekstrarafkomu ársins að
færa slíkt vanhaldaálag sem
tekjur, heldur horfið að því ráði
sem fyrr var lýst.
Hins vegar eru eftirstöðvar út
svara færðar til eignar á efna-
hagsreikningi að fullu, og er
það ef til vill vafasamt, þar
sem ekki er um örugga eign að
ræða, og ætti því jafnvel sú upp
hæð að færast að frádregnum
vanhöldum, — en raunar koma
slík vanhöld fram á efnahags-
reikningum seinni árá, jafnóð-
um og þau eiga sér stað, t.d.
við lækkanir framtalsnefndar,
ríkisskattanefndar, borgarráðs
eða stjórnar gjaldheimtunnar.
Nákvæmar sundurliðanir yfir
allar þessar færslur er að finna
í reikningunum, bls. 34 og 35,
svo að sambandið milli rekstr-
arreiknings og efnahagsreikn-
ings komi sem greinilegast frarn.
í greinargerð borgarritara,
sem reikningnum fylgir, er gerð
nákvæm grein fyir teknahlið
rekstrarreikningsins og rek ég
ekki þá sundurliðun hér. Tekj-
ur urnfram fjárhagsáætlun urðu
37.1 millj. eins og áður segir.
Af þeim gengu 34.6 millj. kr.
til að mæta áætluðum kaup-
hækkunum hækkun lögboðinna
framlaga og þeim viðbótum sem
borgarstjórn gerði við gjaida-
áætlun ársins, en þeim viðauk-
um hefi ég þegar gert skil.
Rekstrargjöldin fóru 4 millj.
kr. fram úr fjárhagsáætlun með
áorðnum viðbótum. Eftirgefnar
voru skuldir að upphæð 0.6
millj. (barnaheimilið Lyngás).
Við það, að gjöld umfram fjár-
hagsáætlun, gerða í desember
1964, urðu 39.2 millj., en um-
fram tekjurnar 37.1 millj.,
minnkar áætluð yfirfærsla á
eignabreytingareikning um 2.1
millj. kr. og verður 155.0 millj.
í stað 157.1 millj. kr.
HREIN EIGN BORGARINNAR
EYKST UM 254 MILLJ. KR.
Breytingar á höfuðstóli borg-
arinnar má sjá sundurliðaðar á
bls. 12—13 í reikningnum. Þar
kemur fram eignaaukning, er
nemur 254 millj. kr. Hrein eign
borgarinnar nemur því í árslok
1965 röskum 1.5 milljarði. Eins
og undanfarin ár eru eignir
borgarinnar bókfærðar ýmist á
fasteignamatsverði• eða á kostn-
aðarverði lausafjár, að frádregn-
um afskriftum. Nýjar götur og
holræsi eru ekki, frekar en und
anfarin ár, færð til eignaaukn-
ingaa.
Af framannefndri eignaaukn-
ingu ársins kemur í hlut borg-
arsjóðsins sjálfs rösklega 179
millj. kr. í þessu sambandi er
rétt að benda á, að höfuðstóls-
hluti borgarsjóðs í Sogsvirkjun
pr. 31. des. 1964 var á árinu 1965
yfirfærður á höfuðstól Rafmagns
veitu. Höfuðstóll borgarsjóðsins
lækkaði þannig um 49.2 millj.
kr., en höfuðstóll Rafmagns-
veitu jókst um þá upphæð. Þar
að auki færist Rafmagnsveitu
til höfuðstólsaukningar helming-
ur eignaaukningar Sogsvirkjun-
ar á árinu 1965, kr. 8 millj.
Myndar þessi höfuðstólsaukn-
irig Rafmagnsveitu hluta af fram
lagi Reykjavíkurborgar til
Landsvirkjunar.
Athygli er vakin á því, að
hjá tveim fyrirtækjum borgar-
innar hefur átt sér stað eigna-
lækkun, þ.e.a.s. hjá Korpúlfs-
staðabúi, 515 þús. kr., og hjá
Bæjarútgerð, 24.6 millj. kr. Verð
ur ekki hjá því komizt að gera
nauðsynlegar ráðstafanir til að
koma í veg fyrir áframhaldandi
hallarekstur þessara borgar-
stofnana. Mun borgarstjórnin
verða að taka málefni þessara
fyrirtækja til sérstakrar abhug-
unar. í því sambandi vil ég
benda á, hvað Bæjarútgerð
snertir, að þetta fyrirtæki skuld
ar nú Framkvæmdasjóði 95,4
millj. kr., og hefur sú skuld
aukizt um 30.2 millj. kr. á tveim
undangengnum árum.
í greinargerð þeirri, sem reikn
ingnjjm fylgir, eru eignabreyt-
ingar ítarlega skýrðar. Tel ég
því ekki ástæðu til þess að sinni
að rekja efni greinargerðarinn-
ar varðandi þessi atriði.
SKULDIR BORGARSJÓÐS
HÆKKA UM 69,2 MILLJ. KR.
Skuldir borgarsjóðs eru í árs-
lok 1965 232.1 mitlj. kr., en voru
í árslok 1964 150.2 millj. kr. Mis-
munurinn er 81.9. Hér ber þó
þess að gæta, aö á móti þessari
skuldaraukningu kemur lækk-
un geymdra fjárveitinga um 12.7
miilj. kr., þannig að skuldar-
aukning borgarsjóðsins á árinu
er raunvemlega 69.2 millj. kr.
Afborgunarlán, m.a. vegna
Borgarsjúkrahúss og fasteigna-
kaupa, en þau hafa aukizt mjög
upp á síðkastið, vegna hinn víð-
tæku skipulagsaðgerða borgar-
innar, hækka um 63, 3 millj.
kr. Lausaskuldir hækka um 2.3
millj.
Skuldir við sjóði borgarinnar
hækka um 5.3 millj. kr. Á árinu
myndast 5.7 millj. kr. skuld við
Vélamiðstöð, skuld við Lífeyr-
issjóð lækkar um 3.2 millj.,
skuld við Ráðhússjóð hækkar
um 13.5 millj., skuld við Húsa-
tryggingar lækkar um 10.7 millj.
Hins vegar sýnir eignaskrá
borgarsjóðs, að skuldir borgar-
fyrirtækja við borgarsjóðinn
hafa á sama tíma aukizt um
23 millj. kr. Skuld Áhaldahúss
hækkaði um 0.2 millj. kr.; skuld
Grjótnáms, Pípugerðar og Mal-
bikunarstöðvar hækkaði um 1 3
millj., auk þess sem fyrirtækið
yfirtók 16.5 millj. kr. skuld við
Lands'þanka fslands Bygg-
ingarsjóður. kemst nú f
skuld við borgarsjóð, að
upphæð kr. 5.7 milli. Skuld
Vatnsveitu hækkar um 5 milij.
kr. Skuld Framkvæmdasj óðs
hækkar um 14.3 millj. og skuld
Korpúlfsstaðabúsins hækkar um
0.4 millj. kr. Skipulagssjóður
greiðir niður skuld sína um 0 3
millj. kr. og Vélamiðstöð grciðir
að fullu skuld frá fyrra ári, kr.
4.2 millj.
Inneignir lánardrottna hækk-
uðu á árinu um 11.2 millj. kr.,
en útistandandi skuldir hjá óðr-
um en borgarfyrirtækjum juk-
ust um 37.4 millj. kr.
SKULDIR RtKISSJÓÐS
OG ÍÞRÓTTASJÓÐS
Skuld ríkissjóðs hækkar um
22.9 millj. kr. Er hér eingöngu
um að ræða skuldaraukningu
vegna byggirigar Borgarsjúkra-
hússins í Fossvogi. Til smíði
þess var á árinu várið 51.5 millj
kr., en þar af ber ríkissjóði að
leggja fram, skv. sjúkrahúsalög-
uim, 60%, eða 30.9 millj. kr. Þar
sem aðeins var heimild í fjárlög
um til greiðslu á 8 millj. kr. í
þessu slcyni, hlaut þessi skuld-
araukning að eiga sér stað. í
þessu sambandi þykir mér rétt
að geta þess, eins og fram kem-
ur í fundargerð borgarráðs, sem
liggur hér fyrir borgarstjórninni
að ríkissjóður hefur nú aðstoð-
að borgarsjóð við öflun á 30
millj. kr. láni til greiðslu bygg-
ingarkostnaðar sjúkrahússins.
Verður lánið endurgreitt á
næstu 4 árum af framlöguim
ríkissjóðs til sjúkrahússins.
Skuld fþróttasjóðs við borg-
arsjóðinn hefur enn aukizt og
nam aukning skuldarinnar 4.6
millj. kr. á árinu. Skuldar í-
þróttasjóðúr þá, samkv. bókum
borgarsjóðs, samtals 13.1 millj.
kr. Engar teljandi fjárveitingar
hafa hlotnast þessum sjóði á
fjárlögum undanfarinna ára. A
sl. greiddi sjóðurinn aðeins 390
þús. kr. upp í skuld sína við
borgarsjóðinn.
HAGSTÆÐUR GREIÐSLU-
JÖFNUÐUR.
Greiðslujöfnuður borgarsjóðs-
ins var á s.l. ári hagstæður um
750 þús. kr. Sjóðseign rýrnaði
um 6.7 millj. kr. vegna niður-
greiðslu á hluta borgarsjóðs i
yfirdráttarláni við Landsbanka
íslands.
Að svo mæltu leyfi ég mér,
virðulegi forseti, að leggja til,
að reikningi Reykjavíkurborgar
fyrir árið 1965 verði vísað til
2. umræðu í borgarstjórninni.
Jón Hannibalsson (K) gerði í
upphafi máls síns athugasemd
við þann drátt, sem hann sagði,
að hefði orðið á framlagningu
reiknings Reykjavíkurborgar.
Þessi dráttur er brot á lögum
um sveitarstjórnir, sagði borgar
fulltrúinn, en þar er gert ráð
fyrir því, að ársreikningur sé
Framhald á bls. 19