Morgunblaðið - 08.07.1966, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 08.07.1966, Blaðsíða 19
Föstudagur 8. tflTT 1986 KORGUNBLAÐIÐ — Reikningarnir Framhald af bls. 12 lagður fram fyrir lok maímán- aðar. Þegar reikningi er haldið opnum svo lengi, gefst tæki- færi til ýmls konar hagræðingar, og þá er erfitt að sjá hvernig staða borgarsjóðs hefur venð í árslok. En svo virðist sem borg- arsjóður hafi verið í nokkurrr fjárþröng á sl. ári. Borgarsjóð- ur hefur nýtt til hins ýtrasta alla lánamöguléika, og auk þess gengið í sjóði borgarfyrirtækja. Þá er greinilegt, að um tölu- verða skuldaaukningu er að ræða hjá borgarsjóði, aufeningu við sjóði, fyrirtæki og stofnanir borgarinnar, skuld við Trygg- ingarstofnun og 32 milljón króna lán frá Rafmagnsveitu Reykja- víkur, sem ég óska frekari skýr- inga á. Skuldasöfnunin bendir til þess að borgin hafi tæplega efni á þeim framkvæmdum, sem hún stendur fyrir. Þrjú fyrirtæki borgarinnar virðast standa tæpt fjárhags- lega, Hitaveitan, Vatnsveitan og Grjótnámið, ög þótt Hitaveitan sé heldur illa á vegi stödd fjár- hagslega, er það samt svo, e.ð borgarsjóður leggur sérstakan skatt á hana og önnur borgar- fyrirtæki, og óska ég nánari skýringa á þeim skatti, eða hvort hann er lagður á eftir séi stökum reglum. Loks vakti borg arfulltrúinn athygli á, að út- gjöld ti'l almannavarna hefðu orðið mun minni en áætláð var á fjárhagsáætlun, og sagði, að ef hér væri um að ræða, að borgarstjórn teldi friðvænlegar horfa í heiminum, væri um að ræða merkan pólitískan atburð. sem stjórnarvöld landsins ættu að veita athygli. Hann kvaðst siðan vona að tilefni gæfist til frekari athugasemda við reikn- ing borgarinnar við aðra um- ræðu. Geir Hallgrímsson, borgarstjóri, gerði stutta athugasemd við ræðu borgarfulltrúa Alþýðu- bandalagsins. Hann sagði^ að sveitarstjórnarlögin hefðu aldrei verið túlkuð á þann veg, að reikningar sveitarfélaga skyldu liggja fyrir sveitarstjórnum tnn an tiltekins tíma. „Þótt við séum mánuði seinna á ferðinni með reikninginn en venju samkvæmt munum við þó vera eitt fyrsta sveitarfélagið, sem fjallar um sína reikninga. Reikningarnir voru fullgerðir í lok maí, og kjörinn endurskoðandi borgar- innar hefur skrifað undir at- . hugasemdir sínar 9. júní. Við höf | um því ekki brotið þau buð. að reikningurinn skuli fullgerðnr í maílok. Það er Ijóst, að skuldir borg- arsjóðs hafa aukizt, m.a. vegna framkvæmda við borgarsjúkra- húsið, en um leið og endurskoð- andi Alþýðubandalagsins fárast yfir seinagangi við byggingu Borgarsjúkrahússins, gagnrýnir borgarfulltrúi Alþýðubanalags- ins skuldasöfnun vegna þeirra framkvæmda. Ég spyr, gagn- rýni hvors aðilans á ég að taka til greina? Síðan svaraði borg • arstjóri stuttlega fyrirspurnum borgarfulltrúa Alþýðubandaiags ins um lán frá Rafmagnsveit- unni og skuldir borgarsjóðs við einstakar borgarstofnanir. > Emil Jónsson, utanríkisráðherra, býður U Thant velkominn til landsins. - U Thant Framhald af bls. 1. Þar sem aðeins var um klukku tími þar til U Thant átti að vera mættur í veizlu forseta íslands að Bessastöðum varð viðdvölin á flugvellinuih örstutt. Hélt hann í fylgd utanríkisráðherra rakleitt til Hótel Sögu. Á undan bílalest- inni fóru tveir lögregluiþjónar á mótorhjólum til að sjá um, að ferðin til Reykavíkur gengi fljótt og vel. Á ’eiðinni var loft þungbúið og mikil rigning, en heldur létti tli er komið var á móts við Hafnar- fjörð. ísland skartaði því ekki sínu fegursta, en skömmu áður en U Thant steig upp í þotuna á Kastrupflugvelli í Kaupmanna- höfn hafði Gunnar Thoroddsen, sendiherra, einmitt sagt við framkvæmdastjórann er þeir kvöddust, að liklegast fengi hann sólskin á íslandi, þar sem rign- ing væri í Kaupmannahöfn. Að Hótel Sögu hafði U Thant aðeins skamma viðdvöl og hélt svo til Bessastaða til að sitja veizlu forseta. Kom hann þangað um kl. 9. Lax og rjúpur á borðum Forseti fagnaði U Thant á tröppunum og er þeir höfðu heilsazt hafði U Thant á orði, að forseti hefði fagran bústað. For- seti svaraði því til, að víst væri svo, en fegurstir væri Bessastað- ir í heiðríkju og sól. Veizluna sátu, auk U Thants og forseta, frú Björg Ásgeirs- dóttir, Bjarni Benediktsson, for- — / lifshættu Framh. af bls. 1 þegar það var uppgötvað, að það var parathion, lífshættu- legt eitur fyrir fólk, sem rigndi niður. Heilbrigðisyfir- völd telja, að þetta efni muni verða eitrað í marga daga til viðbótar, en ekki sé unnt að skera úr um, hve hættulegt það kunni að vera. Parathion er skordýraeitur, sem fer inn í líkamann í gegnum húðina og því hefur öllum verið ráð- lagt að snerta ekki jurtir eða annað í þorpinu, án þess að vera með hanzka. sætisráðherra, Emil Jónsson, ut- anríkisráðherra, Gylfi Þ. Gísla- son menntamálaráðherra, Ingólf- ur Jónsson, landbúnaðarráðherra, Jóhann Hafstein, dómsmálaráð- herra, Magnús Jónsson, fjármála- ráðherra, Eggert Þorsteinsson, félagsmálaráðherra; James K. Penfield, sendiherra Bandaríkj- anna; Jean Stráuss. sendiherra Frakklands; Aubrey Seymour Halford-MacLeod; Nicolai K. Tupitáyn, sendiherra Sovétríkj- anna; Henning Thomsen, sendih. Sambandslýðveldisins Þýzkal.; Birgir Ove Kronmann, sendi- herra Dánmerkur, Gunnar K. L. Granberg, sendiherra Svíþjóðar; Wiktor Jabczynski, sendifulltrúi Póllands; Jaroslav Písarík, sendi- fulltrúi Tékkóslóvakíu; Gizur Bergsteinsion, forseti Hæstarétt- ar; Agnar Kl. Jónsson, ráðuneyt- isstjóri; Hannes Kjartansson, sendiherra; Ármann Snævarr, formaður félags Sameinuðu þjóð- anna; Páll Ásgeir Tryggvason, deildarstjóri; ívar Guðmundsson, forstjóri upplýsingaskrifstofu SÞ á Norðurlöndum; og Hr. Donald Thomas. Á borðum vöru nýr lax og rjúpur. Varðveizla friðar aðalstefnumál U Thants í viðtali við Mbl. sagöi Hannes Kjartansson, sendiherra, sem kom til landsins til að taka á móti framkvæmdastjóranum, að U Thant hefði reynt að heim- sækja eins margar þjóðir og hon- um hefði verið unnt, en heim- sóknir þessar væru yfirleitt ekki farnar í pólitískum tilgangi, held- ur til að kynnast aðildarþjóð- um SÞ. Hannes sagði, að stefna U Thants væri að reyna að halda friði i heiminum umfram allt, m. a. með dvöl gæzluliðs í Kongó, ísrael og Kýpur. Hann teldi rétt, að Kína aetti að fá aðild að SÞ, en þar væri erfitt um vik, m. a. vegna afstöðu Pekingstjórnar- innar til Formósu. Stefna U Thants í Víetnam. málinu væri sú að reyna að koma á vopnahléi og fá aðila til að setjast að samningaborðinu. Fer til Þingvalla Klukkan 10 árdegis í dag mua U Thant heimsækja forsætisráð- herra, Bjarna Benediktsson, og Emil Jónsson, utanrikisráðhei ra, í Stjórnarráðið. Um kl. 11 held- ur hann til Þingvalla og um ívá- degi verður hann staddur á Lóg- bergi. Hádegisverð snæðir fram- kvæmdastjórinn í Valhöll í boði ríkisstjórnarinnar en að því búnu verður haldið til Hveragerðis og komið þangað um kl. 3 síðdejis. Þar verður gufugos m. a. skoðað. Til Reykjavíkur verður komið aftur um kl. 4.30. Klukkan 5 flytur U Thant fyrirlestur í hátíðasal háskól; ns á vegum Sameinuðu þjóðanna, en að honum lokrium helc’ur hann fund með blaðamönnum. Ríkisstjórnin heldur U Thant kvöldverðarveizlu í Ráðherrabú- staðnum og hefst hún kl. 8. Héðan fer U Thant kl. 8 i fyrramálið til Glasgow með fh g- vél frá Flugfélagi íslands, en frá Bretlandi heldur hann til Nsw York. - EBE Framh. af bls. 1 SamKvæmt upplýsingum nefnd arinnar hafa fiskveiðar í heim- inum aukizt um 50% frá 1956 til 1965 og heildarframleiðslan nú er um 46 millj. tonna á ári. Ástæðuna til þessa mun fyrst og fremst vera að rekja til fram- leiðsluaukningar í Perú, Japan og nokkrum löndum Austur- Evrópu. Á sama tímabili hefur framleiðsla landa Efnahagsbanda lagsins staðið í stað en hún er um 2 millj. tonna á ári. í þeim aðgerðum, sem nefndin mælir með felst m. a., að hin mismunandi stefna bandalags- ríkjanna í fiskveiðimálum nú verði samræmd, svo sem að kom- ið verði á samræmdum skilyrð- um varðandi vörugæði. Hvað verzlun utan að komandi aðila með fisk snertir, segir nefndin, að sameiginlegur ytri tollur muni tryggja sanngjarna vernd miðað við samkeppni við venju- legar kringufnstæður. Ennfrem ur telur nefndin, að gera verði sérstakar ráðstafanir ti.l þess að hindra markaðstruflanir, sem stafa kynnu af innflutningi fisks frá ‘ löndum utan banda- lagsins. Forsetinn og U Thant í anddyrinu á Bessastöðum. Að baki þeim eru (frá vinstri); Páll Ásg. Tryggvason, deildarstjóri, ívar Guðmundsson, forstjóri Upplýsingaskrifstogu S.Þ. á Norður- löndum og Hannes Kjartansson, sendiherra. Vietnam Framhald af bls. 1 Stjórnmálafréttaritarar í Buka rest benda á. að yfirlýsingin felur ekki í sér neina skuld- bindingu um neinar ákveðnar aðgerðir varðandi stuðning við N-Vietnam og minna á, að af sovézkri hálfu hafi áður verið gefið í skyn, að til mála kæmi að senda sjálfboðaliða til N- Vietnam. Fyrir fimm dögum var því lýst yfir í Norður-Kóreu, að þaðan yrðu sendir sjálfboðaiðar til Vietnam. Kínverska stjórnin, sem notaði orðið „sjálfboðaliðar einnig um þann her, sem hélt inn í Kóreu 1950, gaf út þá til- kynningu s.l. sunnudag, að hún áliti vegna réttlætissjónarmiða sig hafa rétt til þess að senda kinverskan her til Vietnam Yfirlýsingin hafði samt ekki að geyma neina beina hótun um, I að slík ákvörðun yrði tekin. Til sölu Eitt glæsilegasta einbýlishúsið í Arnarnesi er til sölu. Tilbúið undir tréverk og málningu. Húsið stendur á 1450 ferm. sjávarlóð, (eignarlóð) og er samtals 230 ferm. að stærð, auk 65 ferm. bílskúr. í húsinu eru 5 svefnherbergi, bað, sturtuklefi, WC, borðstofa, með útgangi í garð, eldhús með borð- krók, dagstofa, húsbóndaherbeigi. Sér þvottahús. Harðviðar gluggar og tvöfalt vestur-þýzkt gler í öllu húsinu. Allar innréttingar teiknaðar af inn- anhúsarkitekt. Lofthæð 3 metrar og hús þetta er í sérflokki hvað gæði og frágang snertir. Til greina koma eignaskipti á 6—7 herb. nýlegri íbúðarhæð eða raðhúsi. — Allar nánari uppl. gefur Skipa- og fasteignasalan kirkjuhvoli Simar: 14916 or 1384S

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.