Morgunblaðið - 08.07.1966, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 08.07.1966, Blaðsíða 16
16 MORGU NBLADIÐ F5studagur ®. júlí 196« Útgefandi: Framkvæmdastjóri: Ritstjórar: Ritstj órnarf ulltr úi: Auglýsingar: Ritstjórn: Aiiglýsingar og afgreiðsla: Jtskriftargjald kr. 105.00 I lausasöiu kr. Hf. Árvakur, Reykjavík. Sigfús Jónsson. Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Þorbjörn Guðmundsson. Árni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6. Aðalsiræti 6. Sími 22480. á mánuði innanlands. 5.00 eintakið. ALDARFJÓRÐUNGUR ¥ gær voru 25 ár liðin frá því að Bandaríkin tóku við hervernd íslands með sam- komulagi ríkisstjórnar ís- lands og forseta Bandaríkj- anna, Franklin D. Roosevelts. Þar með lauk hernámi Breta á íslandi og þáttaskil urðu í utanríkismálum landsins. — Bretar tóku landið með her- valdi en hersveitir Banda- ríkjanna komu hingað með samþykki ríkisstjórnar og Al- þingis, og jafnframt lýsti rík- 'isstjórn Bandaríkjanna yfir að þessar aðgerðir væru með fullri viðurkenningu á full- veldi og sjálfstæði íslands og því var i>.eitið, að Bandaríkin mundu beita áhrifum sínum við þau ríki, sem að friðar- samningum stæðu að ófriðn- um loknum til þess að þau viðurkenndu einnig algjört frelsi og fullveldi íslands. Þar til Bretar hernámu ís- land í síðari heimsstyrjöld- inni höfðu íslendingar haldið fast við hlutleysisstefnu sína í utanríkismálum, en her- nám Breta sýndi þó ljóslega, að hlutleysisstefna hafði gengið sér til húðar, hún var ekki lengur vörn gegn yfir- gangi annarra þjóða. Með sam komulaginu, sem gert var við Bandaríkin 7. júlí 1941 hefja íslendingar þátttöku í sam- starfi vestrænna þjóða sem miðað hefur að sameiginleg- um vörnum gegn ofbeldis- árás einræðisríkja og sem jafnframt hefur þróazt upp í æ nánari viðskiptaleg og meningarleg tengsl þeirra ríkja, sem við Atlantshafið liggja. Bandaríkjaher hvarf frá íslandi að styrjöldinni lok- inni, en þegar ljóst varð, að Evrópu mundi áfram standa ógn af ofbeldistilhneigingum ^einræðisríkis, Sovétríkjanna, J"bundust ríki Vestur-Evrópu og Vesturálfu samtökum um stofnun Atlantshafsbanda- lagsins og íslendingar gerðust þátttakendur í því. Bandarísk ur her kom svo aftur til ís- lands með sérstökum samn^ ingi íslands og Bandaríkj- anna og hefur dvalið hér síð- an. Nú að 25 árum liðnum, þegar íslendingar líta yfir farinn veg, verður ljóst, eins og þróun heimsmála hefur orðið, að þeir menn, sem mót- að hafa utanríkisstefnu ís- lands á þessu tímaþili hafa gert það af einstakri.framsýni og skilningi á þörfum þjóðar- innar til þess að eiga góða samvinnu við nágrannaríkin beggja vegná Atlantshafsins. Kommúnistar hafa jafnan barizt »af heift gegn þeirri ufanríkisstefnu, en ánægju- legt er til þess að vita, að yf- irleitt hafa lýðræðisflokk- arnir staðið einhuga að henni, þótt því miður hafi einstaka sinnum gætt tækifæris- mennsku í afstöðu^ sérstak- lega eins lýðræðisflokkanna, til öryggismála íslands. En um það munu íslend- ingar almennt sammála, að sú utanríkisstefna, sem mót- uð hefur verið á þessum ár- um hafi verið landinu farsæl, og erfitt er að sjá, að önnur leið hefði orðið betri en sú, sem farin hefur verið. Þess er hollt að minnast nú, þegar miklar breytingar eru að verða á sviði alþjóða- stjórnmála, að þar geta skjótt skipazt veður í lofti og öryggi íslands er of mikilvægt til þess, að breytt sé um stefnu af fljótfærni og pólitískri tækifærismennsku. Við höf- um á þessum árum átt sífellt nánari samvinnu við ná- grannaríki okkar í Vestur- Evrópu og Norður-Ameríku. Sú samvinna hefur borið ríkulegan ávöxt og reynzt okkur heilladrjúg, og þess vegna hljótum við í framtíð- inni að leitast við að halda henni við, efla hana og auka allt eftir aðstæðum hverju sinni. ATVINNUFYRIR- TÆKIN OG STJÓRNARAND- STÆÐINGAR rkki verður annað sagt en málflutningur stjórnar- andstöðublaðanna um afkomu atvinnuveganna, skattgreiðsl- ur þeirra og fleira, lýsi ein- stakri fyrirlitningu á heil- brigðri skynsemi og dóm- greind almennings í landinu og þeirra sem fyrir atvinnu- fyrirtækjum standa. ■ Þannig hafa bæði málgögn Framsóknarflokksins og kommúnistaflokksins að und- anförnu haldið því fram, að atvinnutækjum væri ívilnað í skattgreiðslum, og fyrir nokkru sagði Framsóknar- blaðið í leiðara, að „ýmsir einstaklingar væru farnir að nota hlutafélagalöggjöfina sér til framdráttar í þessari iðju, sem er í rauninni ekk- ert annað en beinn þjófnaður á fjármunum samborgar- anna“ og kommúnistablaðið hefur fullyrt, þrátt fyrir ítrek aðar leiðréttingar, að skatt- greiðslur félaga væru nú hlut fallslega lægri en áður. Ef á annað borð er rætt um ein- hver sérréttindi félagsforma í landinu í skattamálum, þá er auðvitað alveg ljóst, að það dgnaöi de Gaulle vestrænum áhrifum leið inn í Sovétríkin? FERÐALAG de Gaulles, for- seta Frakklands til Sovétríkj- anna hlýtur að hafa verið mikil viðburður jafnt í aug- um þátttakenda sem áhorf- enda. Því fer fjarri, að áhrif ferðarinnar séu að fullu komin fram og víst er, að þau kunna, að verða djúpstæð ekki siður í hugum almennings í Sovét- ríkjunum sem á því sviði, sem athygli manna beindist mest að í sambandi við heimsókn- ina þ.e. alþjóðamálum. Hver veit nema þessi heimsókn hins franska forseta eigi eftir að verða upphaf þess, að Sovét- ríkin taki upp nánari sam- skipti við Vestur-Evrópu. Enn þá er allt of snemmt að spá nokkru um slíka þróun, er jafnvel, þegar bezt léti hlyti að taka fleiri ár. En löngun almennings í Sovétríkjunum ti þess að fá tækifæri til nán- ari samskipta við vestræn lönd, er eftir ferðalag franska forsetans orðin augljósari en nokkru sinni fyrr. De Gaulle kom til fimm mikilvægustu borga Sovétríkjanna, og alls staðar varð það ljóst, að al- menningur þráir aukin, vin- samleg samskipti við önnur lö«d, vill að dregið verði úr spennu alþjóðamála og að geta skipað sér við hlið ann- arra þjóða sem góðir ná- grannar. Mikilvægi heimsóknar franska forsetans liggur ekki sízt í þessu. Þær milljónir So- vétborgara, sem alls staðar þyrptust að, þar sem forsetinn lagði leið sína, hafa vart allar fengið fyrirskipun í þá átt, enda þótt sovézkir ráðamenn hafi auðsýnilega talið þessa heimsókn afar mikilvæga og þess vegna viljað, að forset- inn hlyti óvenjulega glæsileg- ar móttökur, sem tæki fram heimsóknum jafnvel vin- veittra stjórnmálamanna svo sem Títos og Ben Bellas, varð fögnuðurinn yfir komu de Gaulles vafalaust með þeim hætti, að það kom sovézkum yfirvöldum sjálfum á óvart. í Moskvu og Leningrad var t.d. íbúunum hvorki kunnugt í tíma um dagskrá heimsókn- arinnar né heldur nákvæm- lega um hvenær og hvaða leið er fyrst og fremst samvinnu- reksturinn í landinu sem not- ið hefur sérstakra fríðinda í skattgreiðslum og væri vissu- lega ástæða til að athuga það mál nánar. Á sama tíma og þessi blöð hafa fjargviðrazt yfir of litl- um skattgreiðslum atvinnu- fyrirtækja,|hafa þau dag eft- ir dag haldið því fram, að stefna ríkisstjórnarinnar hafi leitt atvinnufyrirtækin á helj arþröm, og er erfitt að skilja samræmið í þeim málflutn- ingi, þegar annan daginn er krafizt hærri skatta á atvinnu fyrirtæki, en hinn daginn sagt, að atvinnufyrirtækin séu svo illa stödd, að þau séu að þrotum komin. Sannleikurinn er auðvitað sá, að atvinnutækjum á ís- landi hefur í fjölda ára vwið Charles de Gaulle hinn tigni gestur færi um inn í borgina. Þrátt fyrir þetta þyrptust örugglega meira en ein millj. manna í hvorri þess ara borga að á leið forsetans og fylgdarliðs hans, til þess að fagna honum. Til Kiev kom forsetinn mörgum klukku stundum á eftir áætlun, þegar dimmt var orðið. Engu að síður biðu hans mörg hundruð þúsund manns meðfram þjóð- veginum frá flugvellinum til borgarinnar, sem er löng leið. Hvers vegna? — Af forvitni? í löngun í tilbreytni frá hvers dagsleikanum? Já, örugglega. En þær móttökur, sem þessi mannfjöldi veitti hinum frönsku gestum, sýndi geysi- lega vinsemd, þar sem sú von kom augljóslega einnig fram, að einangrun Sovétríkjanna frá fornu fari taki enda. Þarna á hinum breiðu strætum stór- borganna, jafnt og á þjóðveg- unum, tjáði þjóðin ósjálfrátt vilja sinn í þá átt, að múr tor- tryggninnar og fjandskapar- ins gagnvart Vesturlöndum yrði brotinn niður. í þessari ósk íbúanna felst fyrsta mikil- væga pólitíska yfirlýsing heimsóknarinnar. fbúar Kiev, Volgagrad og Novósibirsk not uðu tækifærið til þess að opin bera dulda þrá sína. Lenin- grad, þar sem áhrif Vestur- landa eru greinilegri en ann- meinað að safna nauðsynleg- um sjóðum til uppbyggingar rekstri sínum, og það hefur auðvitað skapað þeim mikla erfiðleika. Á þessu hefur orð- ið mikil breyting í tíð núver- andi ríkisstjórnar. Margar at- vinnugreinar hafa blómgazt mjög á þessu tímabili eins og glöggt má sjá á þeirri miklu fjárfestingu, sem orðið hefur bæði í sjávarútveginum og í myndarlegum nýbyggingum iðnfyrirtækja og verzlunar- fyrirtækja, sem á undanförn- um árum hafa risið upp í Reykjavík, og nú er að rísa myndarlegt iðnaðarhverfi, Iðngarðar, sem óneitanlega bendir til annars en þess, að iðnaðurinn sé á heljarþröm, eins og stjórnarandstæðirtgar vilja halda fram um þessar mundir. ars staðar í landinu, hefur álitið hina frönsku heimsókn vera staðfestingu á sérstöðu sinni gagnvart Moskvu — þungamiðju Sovétríkjanna. Ósk De Gaulle um, að borg Péturs mikla fengi lifað sam- kvæmt eigin vilja og yrði „Miðstöð samskipta við Vest- urlönd“ og „Gluggi að Evrópu" vakti ólýsanlega hrifningu meðal ibúanna. Rússar — og í þessu atriði einnig Sovétleiðtogarnir í Moskvu — eru De Gaulle þakklátir fyrir þessa vinar- heimsókn. Hún virðist hafa þau áhrif að leysa Sovétríkin úr höftum, með því að í henni i felsit viðurkenning á því, að Sovétríkin tilheyri Evrópu. Mennirnir í Kreml virða þann greiða, sem De Gaulle hefur gert þeim með kaldri skyn- semi. Með því að gefa í skyn, , að Sovétríkin aðhyllist frið- ( samleg markmið og hafi á- byrgðartilfinningu, þrátt fyrir hernaðarlega yfirburði þeirra gagnvart Vestur-Evrópu, þrátt fyrir landvinninga þeirra og þrátt fyrir stefnu þeirra að i koma komúnisma á hvar sem I unnt er, leitast forsetinn við i að skapa traust á Sovétríkj- \ unum í vestri. ' Vel getur farið svo, að So- vétríkin efni til alvarlegra deilna á alþjóðavettvangi í framtíðinni og taki þá upp á- I rásarkennda stefnu, sem bygg- 1 ist á hernaðarlegum hótunum. Hinn fjandsamlegi áróður þeirra, sem nú beinist fyrst 1 og fremst gegn Bandaríkjun- um og Vestur-Þýzkalandi, gæti orðið svo víðtækur, að | hann tæki til Vesturlanda í i heild. En slíkri stefnu myndi þó reynast örðugra en áður að hrinda evrópskum íbúum Sovétrí'kjanna út í einangrun Stalín-tímabilsins. Viðleitni leiðtoga Sovétrílkjanna til þess að einangra ilbúa þeirra frá ( umheiminum mun hér eftir mæta harðri mótspyrnu. Það hefur heimsókn De Gaulles ( Frakklandsforseti haft í för með sér. i (Lauslega tekið upp úr i „Die Welt“). | En það er svo aftur aug- Ijóst mál, að atvinnurekstur- inn hefur átt og á í nokkrum erfiðleikum fyrst og fremst vegna hins síhækkandi kaup- gjalds í landinu. Þar er ekki aðeins um að ræða, að laun hækki reglulega samkvæmt vísitölu, heldur verða jafnan á ári hverju verulegar grunnkaupshækkanir, sem hljóta að skapa atvinnurekstr inum verulega erfiðleika. En það sýnir svo heilindin í málflutningi Framsóknar- manna Og kommúnista, að þeir hafa á undanförnum tveimur til þremur árum lagt sig fram um að krefjast miklu hærri beinna kauphækkana heldur en samið hefur verið um, og er væntanlega ljóst, að það er ekki gert með hags- muni atvinnuveganna í huga.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.