Morgunblaðið - 08.07.1966, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 08.07.1966, Blaðsíða 3
TTostudagur 8. júlí 1966 MORGUNBLAÐIÐ Nýr vegur norðan Hraun bæjar opnaður í haust — Rofabæ þá lokað fyrir gegnumakstri Á FUNDI borgarstjórnar í gær Siiyrði Geir Iiailgrjmsson borg- arstjóri irá þvi, aö vegur noröan háspennuijnu við Hraunbæ munai væntanlega verða opnað ur í haust og yrði þá Roiabæ lokað íyrir gegnumakstri. Þessar uppiýsingar komu íram í svari borgarstjóra við íyrirspurn Einars Águstssonar um það hvaða ráðstafanir heiðu verið gerðar til að minnka um- íerðina um Suðurlandsbraut gegnum Árbæjarnverfi A sl. ári var sett upp götu- lýsing við Suðurlandsveg í Ár- bæjarhverfi (Rofabæ) á kostnað borgarsjóðs. Jafnframt var há- xnarkshraði lækkaður úr 60 í 45 km. á klst. Hvort tveggja var gert af öryggisástæðum vegna byggingarframkvæmda í Ár- bæjarhverfinu. Á sl. hausti var Jokið við teikningar af vegi norð an háspennulínu við rfraunbæ Sá vegur á að taka við uujferð af núverandi Suðuriandsvegi (Rofabæ). Vegna frosta j jaið- vegi í vetur og bleytu fram eft- ir sumri, hefur ekki þótt ráð- legt að hefja framkvæmdir við gerð vegarins fyrr en nú. Undir- búningsframkvæmdir eru hafn- ar og verður næstu daga byrj- að að ryðja fyrir veginum og fylla vegstæði. Rætt um skólaþörf Arbæjarhverfis — á fundi borgarstjórnar Á funði borgarstjórnar í gær var rætt um skólaþarfir Árbæj- arhverfis í vetur og upplýsti borgarstjóri Geir Hallgrímsson að við innritun fyrir næsta vet- Ályktun borgarstjórnar Reykjavíkur: Nýjar ráðstafanir til að stoðar togaraútgerð nauðsynlegar Á FUNDI borgarstjórnar Reykjavíkur í gær var sam- þjrkkt með samhljóða atkvæð um eftirfarandi ályktun: „Borgarstjórn Reykjavikur telur, að ástandið í togaraút- gerðarmálum landsmanna sé nú orðið svo alvarlegt, að nauðsynlegt sé að grípa til nýrra ráðstafana til aðstoðar togaraútgerðinni, eigi togara- útgerð í landinu ekki að leggjast niður með öllu. Álit nr borgarstjórnin, að það yrði mikið áfall fyrir atvinnu líf Reykjavíkur, ef togaraút- gerð leggðist alveg niður i borginni. Borgarstjórnin telur hér um að ræða svo alvarlegt mál fyrir borgarbúa, að ítreka beri fyrri samþykktir og tilmæli borgarstjórnar lil ríkisstjórnarinnar um að gera hið fyrsta tiltækar ráðstaf- anir til þess að bæta hag togaraútgerðarinnar og felur borgarráði að óska sérstakr.r viðræðna við ríkisstjórnina í þeim tilgangi." v. ur, sem fram fór i lok maímán- aðar hefðu aðeins 30 7 ára börn verið tilk. í skólann í stað um 20 barna, sem þar hafa innritast ár- lega að undanförnu. Einnig voru þá mjög fá eldri börn innrituð. Hinn 4. júlí sl. barst bygging- ardeild borgarinnar handrit að út boðslýsingu 1. áfanga Árbæjar- skóla og er nú unnið að athug- un á útboðslýsingunni. í Árbæjarskóla eru þrjár al- mennar stofur og ein stofa í kj"állara sem notuð hefur verið til handavinnukennslu. Auk þess er ein stafa í félagsheimili hverf- isins við sömu götu og skólinn stendur. Borgarstjóri sagði að með þrísetningu í þessar fjórar stofur mætti því koma fyrir 12 bekkjardeildum, þótt handavinnu stofunni væri áfram haldið til sérgreinakennsla. Undanfarna vetur hafa verið 6 deildir í skól- anum. Þessar deildir hafa verið mjög fámennar eða aðeins um 20 nemendur í deild að meðaltali sl. vetur. Væri því hægt að bæta nokkuð í þessar deildir og auk þess stofna nýja deild í hverjum aldursflokki við skólann ef þrí- setningarleiðin yrði farin. Önn- Framhald á bls. 31 Samkeppni 1 sport vöruíramleiðslu Belgjagerðin framleiðir einnig tjöld og ýmis konar útivistar- vörur, og er innflutningur á þeim vörum algjörlega frjáls. Um þessa framleiðslugrein og sam- keppnina í henni segir Árni Jónsson í fyrrgreindu viðtali: „Innflutningur á tjöldum er frjáls, en samt sem áður hefur Belgjagerðin algjörlega haldið velli í samkeppni við erlenda framleiðslu, og jafnframt aukið fjölbreytni í tjaldaframleiðslu. Ástæðan fyrir hinni sterku sam- keppnisaðstöðu Belgjagerðarinn- ar í þessari grein er fyrst og fremst sú, að innflytjendur á tjöidum hafa ekki aðstöðu til að veita nauðsynleri viðgerðar- þjónustu. Leita nýrra morkaða Hér hefur verið vitnað i viðtal, sem haft var fyrir nokkr um manuðum við forsvarsmenn fyrirtækis, sem framleiðir fyrst og fremst fatnað og sporlvörur. Forsvarsmenn þessa fv rirtækis, hafa brugðist við auknum inn- fiutningi á vinnufatnað og fleiru með því að leita markaða er- lendis fyrir framlciðsluvörur sin ar og hafa nú varla undan. Þann ig eru margar hliðar á þessu máli, og það er ekki alveg eins einfalt og kommúnistablaðið hefur viljað vera láta undan- farna daga, að það væri stjorn- arstefnunni að kenna að ákveð- in iðnfyrirtæki hætta eða draga saman starfsemi sina. STAKSTEIIIIAR Iðnaðuiinn Þjóðviljinn hefur að undan- íömu skýrt frá því að nokkur fyrirtæki, sem framieitt hafa ýmis konar fatnaðarvörur hafi hætt starfsami sinni eða í þann veginn að hætta henni. Hér er** um að ræða fyrirtæki, sem fram leitt hafa kuldaúlpur, vinnuföt, tjöld, svefnpoka og fleira. 1 þessu 'sambandi er athyglisvert að lesa viðtal, sem birtist í Morg unblaðinu hinn 2. marz sl. við forsvarsmgnn Belgjagerðarinnar h.f., en það fyrirtæki framleið- ir einmitt kuldaúlpur og vinnu- föt, og er jafnframt langstærsti framleiðandi á tjöldum og ým- is konar útivistarvörum hér á landi. t viðtali þessu skýrir Árni Jónsson, framkvæmdastjóri Belgjagerðarinnar frá því, að sala á kuldaúlpum innan lands hafi dregizt saman miðað við það, sem áður var. Síðan segir hann: „Þá er einnig töluverður inn- flutningur á úlpum, blússutn og fleiru slíku frá lönduro í Suð- austur-Asíu, og það hefur að sjálfsogðu skapað okkur nokkra erfiðleika, enda mikill munur á vinnulaunum hér og þar. Þessi innflutningur hefur hins vegar ekki valdið samdrætti í fram- leiðslu okkar á þessum vöru- tegundum, og er ástæðan sú, að fyrir u.þ.b. áratug hófum við út- flutning á kuldaúlpum og höf- um nú ekki undan við fram- leiðsluna. Utflutningurinn hefur verið að aukast, og flytjum við nú, út meira en helming af öll- um þeim kuldaúlpum, sem við framleiðum, og einnig vinnuföt lika. Við flytjum mest út til Norðurlandanna, þar á meðal Færeyja, og einnig Grænlands og seljum við Færeyingum ár- lega eins mikið af úlpum og nemur fjölda landsmanna. Skýr ingin á þessari miklu sölu til Færeyja er liklega sú, að þeir flytja eitthvað áf þessu magni aftur til annarra landa. Sam-, keppni á Norðurlöndum er hörð, en samt sem áður aukum við útflutning okkar til Norðurlanda á þessari vörutegund jafnt og þétt“. Sagt frá þýzkri kvikmyndatöku hér á landi é sumar um sem eru frá um 1200 e. k. og kaflinn um æsku Sigurðar Fáfnisbana í • Snorra Eddu. Þátturinn sem tekin verður hér á landi verður u.þ.b. 1/6 hluti myndarinnar, en heildar sýningartími hennar er áætl- aður um 4 klst. Gísli skýrði frá því, að nú væri í smíðum 15 metra langt vikingaskip í skipasmíðastöð Njarðvikur, en Sigurður Fáfn- isbani mun tvívegis taka land á því við Dyrhólaey. Sagði Gísli að skip þetta væri til söl.u hæstbjó'ðanda til afhend- ingar í september að kvik- myndatökunni lokinni. Hann sagði að annað vandamál sem þeir ættu við að etja, væri út- vegun eldfjalls. í myndinni á að sjást gjósandi eldfjall, og höfðu forráðamenn CCC hugs að sér að nota Stóra Dímon austur í Rangárvallasýslu • með því að sprengja efst á fjallinu 5000 lítra benzín- sprengju, en ekki hefur enn fengizt leyfi viðkomandi aðila til þessara framkvæmda, og sagði Gisli að ef einhver vissi um eldfjall sem hægt væri áð nota þá væri honum ábend ingar um það mjög kærkomn- ar. Kvikmyndatakan mun hefj- ast um miðjan ágúst og standa i einn mánuð. Ails munu um 50 manns taka þátt í henni, þar af 10—20 íslendingar. — Kvikmyndun mun fara fram víða um land m.a. á Þing völlum, Surtsey, við Gullfoss og í Mývatnssveit, og verður mikil áherzla lögð á íslenzkt landslag. Með hlutverk Sigurðar Fáfnisbana mun fara ungur Þjóðverji, Uwe Beyer, en hann er Evrópumeistari í sleggjukasti. Var hann valin eftir að 71 leikari hafði verið reynslumyndaður. Uwe, sem er hár ljóshærður myndarleg- ur maður, hefur aldrei áður komi'ð nálægt leiklist, en á- kvörðun um að ráða óþekktan leikara í hlutverkið var tek- in að lokinni víðtækri skoð- anakönnun. Með hlutverk Brynhildar Buðladóttur fer Karin Dor, fræg þýzk kvik- myndastjarna, en hún er eig- Smíða víkingaskip og bda til eldfjall inkona leikstjórans, dr. Reinl, en hann er einn frægasti leikstjóri Þjóðverja, hefur stjórnað 37 kvikmyndum. — Konu Sigurðar Fáfnisbana, Grímhildi, leikur Maria Mar- low, sem einnig er fræg fyrir kvikmyndaleik. Alls eru hlut- verkin í myndinni um 30 og verður hún í litum og Cin- emaScope. EINS og áður hefur verið skýrt frá i Mbl. mun þýzka kvikmyndatökufyrirtækið CC C Film taka hluta kvikmynd- ar úr Völsungasögu hér á landi í sumar. Verður mynd þessi i tveim hlutum og mun verða dýrasta kvikmynd, sem Þjóðverjar hafa tekið frá stríðslokum. Er kostnaður áætlaður um 85 milljónir isl. króna. Framkvæmdastjóri félags- ins við kvikmyndatökuna hér á landi er Gisli Alfreðsson leikari og honum til aðstoðar Þorleifur Hauksson. Á fundi með fréttamönnum í gær skýrðu þeir frá helztu undir- búningsframkv. og frá þeim stöðum, þar sem kvikmynd- un á að fara fram. Kvikmynd- in sem heitir „Die Nieblung- en“ er byggð á Niflinguljóð- Grimhildur situr yfir Sigurði Fáfnisbana á dánarbeði hans.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.