Morgunblaðið - 08.07.1966, Side 1

Morgunblaðið - 08.07.1966, Side 1
28 síður Viðrœður Wilsons og Pompidous: London, 7. júlí. — (NTB) — FORSÆTIS^ÁÐHERRAR Bret- Iands og Frakklands, þeir Harold Wilson og Georges Pompidou, ræddu saman í London í dag um möguleikana á því, að Bretar gerðust aðilar að Efnahagsbanda lagi Evrópu. Allar horfur eru hins vegar á þvi, að viðræður þeirra hafi reynzt nær árangurs- lausar. Haft er eftir opinberum heim- ildum, að vfðræðurnar, sem stóðu í hálfa aðra klukkustund, hafi ekki bætt hið fyrirrfam slæma útlit með þær viðræður um að- Ild Breta, sem bráðlega eiga að hefjast. I>eir Wilson og Pompidou héldu sér nær alveg við þau sjón armið, sem Bretland og Frakk- land hafa áður haldið fram. Forsætisráðherrarnir luku í dag viðræðum sínum um þau þrjú aðalatriði, sem voru á dag- skrá viðræ'ðnanna — samskipti austurs og vesturs, deilurnar innan Atlantshafsbandalagsins og afstöðu Breta til Efnahags- bandalagsins. Fram kom, að afstaða þeirra gagnvart hernaðarlegri heildar- samvinnu innan NATO er ólík, en reyndu áð skapa sameiginleg- an grundvöll fyrir bættri sam- vinnu milli austurs og vesturs. Wilson gerði Pompidou það ljóst, að það væri fullur ásetn- ingur Breta að ganga i Efna- hagsbandalagið, en bætti því viðr-*- að því aðeins myndu Bretar fara þannig að, að ákveðnir hagsmun- ir þeirra yrðu tryggðir, m.a. á sviði landbúnaðar. Pompidou lýsti því hins vegár yfir, að væri Bretland reiðubúið til þess að taka á sig þá ábyrgð og þær byrðar, sem því fylgdu að gerast aðili, myndu Frakkar bjóða Breta velkomna i banda- lagið. Fundi Varsjárbandalagsins lokið: Vill senda sjálfboða lida til Vietnam Forseti Islands, hr. Asgeir Asgeirsson, fagnar U Thant er hann kom til Bessastaða 1 gærkvoldi s Myndina tók ól.K.M. Bukarest, 7. júlí NTB-AP. SOVÉTRÍKIN og hin sex banda- lagsríki þeirra innan Varsjár- bandalagsins tilkynntu í dag, að þau myndu senda sjálfboðaliða til Vietnam til þess að hrinda hinni „bandarísku árás“ eins og segir í tilkynningunni, ef Norð- ur-Vietnam fer fram á slika að- stoð. Framkvæmdastjóri S.Þ. í heimsókn hér: Rigning og rok mætti II Thant á íslandi FRAMKVÆMDASTJÓRI Sam- einuðu þjóðanna, Burmamaður- inn U Thant, kom síðdegis í gær til landsins í boði ríkisstjórnar- innar og dvelst hann hér til laugardags. Framkvæmdastjór* inn sat i gærkvöldi veizlu að Bessastöðum, sem forseti íslands, hr. Ásgeir Ásgeirsson, hélt hon- um til heiðurs. Til íslands kemur U Thant frá Genf, en hann tók sér far hing- að í gærmorgún í Kaupmanna- höfn með þotu frá Pan American flugfélaginu, sem hafði viðkpmu í Prestwick. * Upphaflega var ráðgert, að Iþota framkvæmdastjórans lenti á Keflavíkurflugvelli kl. 6.20 síð- degis, en henni seinkaði í Prest- ■wick um rúman klukkutíma vegna slæmra veðurskilyrða í Keflavík. Varð flugvél frá Loft- leiðum m. a. að hætta við lend- ingu í Keflavík vegna veðursins og snúa við til Stavanger. Um tíma var algjör óvissa um, hvort þota U Thants lenti á Keflavíkurflugvelli og varð það ekki Ijóst fyrr en hún kom upp undir landssteina. Lenti hún svo kl. 7.10, eða um 50 mínútum síð- ar en ráðgert hafði verið. Á Keflavíkurflugvell i voru mættir til að taka á móti U Thant þeir Emil Jónsson, utan- ríkisráðherra, Agnar Kl. Jónsson, ráðuneytisstjóri, Hannes Kjart- ansson sendiherra íslands hjá Sameinuðu þjóðunum, og Páll Ásgeir Tryggvason, deildarstjóri í utanríkisráðuneytinu. Slagveðursrigning og rok Er U Thant steig út úr þot- unni var slagveðursrigning o.g rok, en hann var berhöfðaður og yfirhafnarlaus. í fylgd með hon- um voru ívar Guðmundsson, for- stjóri upplýsingaskrifstofu SÞ á Norðurlöndum og hr. Donald Thomas. Á flugvellinum sagði U Thant við blaðamenn, að hann fagnaði því að vera kominn til íslands og þakkaði ríkisstjórninni og ís- lenzku þjóðinni fyrir heimboðið. Framhald á bls. 19 Ríki Efnahagsbandalagsins vilja vernda eigin fiskveiðar Heildarframleiðsla fiskafurða í heiminum nú um 46 millj. tonn Brússel, 7. júlí -NTB. LÖND Efnahagsbandalogs Evr- ópu vilja vernda eigin fiskveiðar gagnvart innflutningi á fiski frá löndum utan bandalagsins. Kom þetta fram í tillögu sem n e f n d Efnahagsbandalogsríkj- anna í Brússel bar fram í dag. Tillagan mun ekki gera ráð fyr- ir því, að innflutningur á fiski frá löndum utan bandalagsins verði stöðvaður ,heldur að gerð- ar verði ráðstafanir, sem geti komið sér illa fyrir útflutning fiskjar til bandalagsríkjanna frá öðrum ríkjum. Danmörk flytur mest út af fiski og fiskafurðum til landa Efnahagsbandalagsins, en á eftir koma Japan, Noregur, Portúgal, Marokko, Spánn og ísland. Nefndin skýrði í dag opinber- lega frá tillögu sinni um sam- eiginlega stefnu Efnáhagsbanda- lagsríkanna varðandi fiskveiðar. Nær tillagan yfir 340 síður og er þar gert ráð fyrir, að hin sam- eiginlega stefna komi til fram- kvæmda í síðasta lagi h. 1. júlí 1968. Framhald á bls. 19 í yfirlýsingu, sem gefin var út í lok fundar æðstu manna ríkja Varsjárbandalagsins í dag í Buk- arest kom ennfremur fram auk-^- inn stuðningur við Norður-Viet- nam með öðrum hætti og þar m.a. gert ráð fyrir vopnasend- ingum í auknum mæli. Samtímis var skorað á öll lönd að gera það, sem í þeirra valdi stendur til þess að stöðva hina „banda- rísku innrás“, að loftárásum verði hætt, að Bandaríkin flytji allan her sinn brott, og áð svo- kölluð þjóðfrelsishreyfing, þ.e. a'ð Viet Cong verði viðurkennd. í Varsjárbandalaginu eru auk Sovétrikjanna Búlgaria, Kúm- enia, Ungverjaand, Pólland, Tékkóslóvakía og Austur-Þýzka- land. Framhald á bls. 19 i lífshættu vegna skordýraeiturs Argyle, Minnesota, 7. júlí. — (NTB-AP) — MEIRA en 300 manns hafa orðið að yfirgefa heimili sín í smábænum Argyle í Minne- sota, eftir að það uppgötvað- ist, að flugvél hafði dreift ban vænu skordýraeitri yfir bæ- inn um nóttina. Þeim íbúanna, sem ekki höfðu þurft að yfirgefa heim- ili sín, var gefið það ráð að sprauta hús sín sem og tré og runna umhverfis þau með vatni, samtímis því að mót- eitur hefur verið sent frá Minneapolis allrar varúðar vegna. Flugvélin, sem átti að dreifa eitri gegn mýflugum, hafði farið þrjár ferðir yfir bæinn, Framhald á bls. 19 Slæmar horfur um - aðild Breta að EBE

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.