Morgunblaðið - 08.07.1966, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 08.07.1966, Blaðsíða 4
4 MORGU N BLAÐIÐ Föstudagur 8. júlí 1966 BILALEIGAN FERÐ Daggjald kr. 40«. Kr. 3,5« per km. SÍMI 34406 SENDUM Volkswagen 1965 og ’66. LITLA bíloleigon Ingólfsstræti 11. Volkswagen 1200 og 1’uu. Sími 14970 BILALEIGAN VAKUR Sundlaugaveg 12. Sími 35135. Daggjald 350 og kr. 4 pr. km. Fjölvirkar skurðgröfur I R I ÁVALT TIL REIÐU. N Sími: 40450 *TA'L BOSCH SPENNUSTILLAR 24 VOLT Brœðurnir Ormsson Lágmúla 9. Sími 3-88-20. •Jr Hávaðasamar „skellinöðrur“ eru ólöglegar Vegna bréfs frá P.P., sem birtist í þessum dálkum á mið- vikudag, hefur Óskar Ólason, yfirlögregluþjónn, komið að máli við Velvakanda. Hann segir þetta: ,4 Velvakanda í dag, 6. júlí 1966, skrifar P.P. um hávaða af léttum bifhjólum, og hvprt lögreglan hafi heimild til að skipta sér af farartækj-um, er valda óeðlilega miklum háv- aða. í 4. gr. umferðarlaga segir svo: „Sérhvert ökutæki skal svo gert og haldið þannig við, að af notkun þess leiði hvorki óþarfa hættu, né óþægindi, þar með talinn hávaði, reykur eða óþefur, eða hætta á skemmd- um á vegi“. í reglugerð um gerð og bún- að ökutækja segir svo í 14. gr. m.a.: „Hreyfill bifreiðar skal þannig gerður og við haldið, að ekki stafi frá honum ónauðsyn- legur reykur eða hávaði‘‘. í 45. gr. sömu reglugerðar, sem fjall ar um reiðhjól með hjálparvél, segir: „Ákvæði 14. gr. gilda um ,reðihjól með hjálparvél eftir því sem við á“. Af framanskráðu má sjá, að ekki skortir heimild til að hafa afskipti af farartækjum, sem valda óþarfa hávaða, enda ger- ir lögreglna mikið að því að stöðva og taka úr umferð slík farartæki. Lögreglan er sam- mála P.P. um, að ónauðsynleg- ur hávaði frá ökutækjum, hvort sem um reiðhjól með hjálpar- vél eða bifreið er að ræða, á ekki að eiga sér stað, enda um ólöglegt athæfi að ræða. Lög- reglan hefir kært allmörg ung menni, sem hafa ekið reiðhjóli með hjálparvél með útblásturs rörið úr sambandi. Virðast ung mennin hafa skemmtun af því að gera mestan hvávaða á leið sinni um borgina, en gæta þess þá ekki, hversu miklu ónæði þeir valda friðsömu fólki, sem ekki þolir hávaða eða vill njóta svefns og hvíldar að loknu erfiðu dagsverki. Um leið og P.P. er þakkað fyrir þarflega ábendingu, skal fólk hvatt til að gera lögregl- unni aðvart, ef vart verður við óeðlilega hávaðasöm farartæki. Jafnframt hvetur ögreglan alla þá, sem farartækjum stjórna, til að stuðla eftir beztu getu að því, að umferðin verði sem hávaðaminnst. Aðstandendur ungmenna, sem eiga létt bif- hjól, ættu að hvetja þau til að hafa tækin í sem allra beztu lagi.“ Kattagloría Jóns Óláfssonar K. Á. á Akureyri skrifar: Þegar ég las þrjú erindi af Kattagloríu Jóns Ólafssonar í dálkum yðar, minntist ég þess, að einhvern tíma höfðu mér verið kennd fjögur erindi af gloríu þessari, og set ég hér fjórða erindið: Dómarinn: Þetta er jú injúría, injúría • er það, það er það, hann lýgur því sá fjandi, en að laxinn gangi á þurru landi — þa-þa-það sagði ég, é-ég sagði það, mjá, mjá! ^ Þolinmæðin prautir vinnur allar Velvakandi minnir enn á það, að hann birtir ekki ádeilu bréf frá nafnlausum sendend- um. Nöfn bréfritara eru ekki birt, ef um það er beðið, en bréf frá fólki, sem Velvakandi veit engin deili á, eru ekki birt. Þess vegna fser t.d. S.H., sem skrifar um nýtt gistihús hér i borg, bréf sitt ekki birt. Sama er að segja um bréf, sem Vel- vakandi hefur borizt undir dul nefninu „Ein af fínustu frúm Hafnarfjarðar á sínum tima“. Ýmsir gerast óþolinmóðir, ef bréf þeirra eru ekki prentuð í dálkum Velvakanda daginn eft ir að þau berast. Sem betur fer (eða því miður?) berast Vel- vakanda allt of mörg bréf til þess, að hægt sé að birta þau samstundis. En bréfunum er ekki fleygt! Þau bíða síns tíma. Æskilegt er og allra hluta vegna, að bréfin séu vélrituð í aðra hverja línu, eða a.m.k. skrifuð gisin. 'lr Sköpunargáfan • og eyðileggingar- fýsnin Úlfur Ragnarsson, læknir, skrifar eftirfarandi bréf: „Ég bý í blokk eins og fleiri, Hér utan við húsið voru nokkr ar hrúgur af stórgrýti, sem voru eftirlætis leikvangur barnanna. Þar áttu húsmæður bú og vík- ingar vígi, og nokkuð var sótzt í að kynda þar eld milli steina. Lengi hafa maður og eldur átt samleið í rás aldanna og senni lega eins gott að kynnast eðli éldsins í bemsku, eins og að brénna sig á honum síðar. Lóðin var sem sagt ólagfærð enn. En stórvirk tæki höfðu verið pöntuð til að fjarlægja þetta grjót, sem ekki féll inn í framtíðarskipulagið. Á fundi í húsfélaginu fór ég fram á, að grjótið væri tekið inn í skipulagið, af því að það væri börnunum til yndis og þá tæplega okkur, sem fullorðin nefnumst, til verulegs óyndis. Grasið átti að fá að gróa kring- um þessa fallegu íslenzku steina. Tillagan hlaut góðar undir- tektir, svo að það hefur senni- lega orðið fyrir misskilning, að stóru vélarnar komu í dag og hirtu megnið af grjótinu, sem ég og fleiri vildu fá að sjá í friði. Og nú er ég dálítið sár yfir þvi, að hluti þess fjár, sem mér er gért að greiða í hússjóðinn, rennur til þess að skapa börnun um fátæklegra umhverfi en nauðsyn bar til. Svona er nútíminn. Við höld- um, að við höfum efni á því að skipuleggja í hel umhverfi, sem börnin okkar eiga að alast upp við. Við breytum fjölbreytilegu umhverfi, sem vel gæti verið þokkalegt, þó að það fengi að halda sínum svip, í eggsléttar eyðimerkur. Eyðimerkur þessar eru að vísu fagurgrænar þá fáu mánuði, sem við njótum sum- ars á íslandi, en þarna eiga sálir barnanna engin raunveru leg lífsskilyrði. Sköpunargáfan á sér engin verkefni á ósnert- anlegum montblettum fávisra húseigenda, sem eiga sér þá afsökun eina, að þeir vita ekki hvað þeir gera. Það er sköpunargáfan, sem gerir manninn að manni. Ef hún laðast ekki að jákvæðum verkefnum fyrir áhrif góðs um hverfis og uppeldis, breytist hún í ranghverfu sína, eyði- leggingarfýsn. Þar sem skil- yrði til- frjórrar, jákvæðrar sköpunar eru eyðilögð t.d. með óhóflegri eða óskynsamlégri skipulagningu, verða þessi ó- sköp í sálum mannanna. Sjáandi og hugsandi manni er það engin ráðgáta, hvers vegna eyðileggingarfýsn er landlæg plága í sumum ríkjum, sem talin eru háþróuð. Þar hverfur skyggnin á lífsskilyrði mannssálarinnar fyrir áhrif þeirrar kærleikssnauðu eigin- girni, sem dafnar óneitalega vel í velferðarríkjum. Og svo verð ur ekki annað en það, sem við má búast, hvar sem kröfuharð- ir blindingjar með fjármagn í höndum 'hafa aðstöðu til þess að skipuleggja lífið í hel. — Þar, sem kærleikurinn er ekki með í verki, erfiða smiðirnir til ónýtis. Ef fyrri tímar voru tímar vanþróiVa landa, þá eru okk- ar tímar tímar vanþróaðra hjartna. Birtan af gáfnaljósun- um virðist blinda sálarsjón flestra nútímamanna. Þess vegna sitja gáfnaljósin öðrum fremur í valdastólunum. Við nánari athugun getur þó hver heilbrigður maður séð, að sumir eru þessir menn raun- yerulega vangefnir, vangefnir að því leytinu, að þeir eru van heilir á hjarta. Óbrigðul greind er ekki til, né heldur óbrigðul heilindi mannlegs hjarta. En hvort tveggja má rækta, greind ina og hjartað. Nútíminn og framtíðin þarfn ast þess öðru fremur, að at- hyglin beinist að ræktun hjart- ans. Samkvæmt íslenzkri mál- venju er það sama og alhliða ræktun hugarfarsins með heil- indin að takmarki. Barnið er upphafið, barnið í okkur sjálfum og líka önnur börn, sem lífið leggur okkur f hendur. Við verðum að vaxa upp úr því að eyðileggja þroska skilyrði barnanna. Við verðum að hafa gát á því að smíða fram tíðinni hús, en ekki líkkistur. Úlfur Ragnarsson, læknir“. Hyrnurnar enn Velvakandi fer nú brátt að verða leiður á öllum hyrnu- bréfunum, þótt hann skilji vel gremju álme'nnings yfir þess- um óþægilegu umbúðum. Hér birtist eitt stutt bréf, sem nokkuð lengi hefur beðið: „Reykjavík, 29. maí 1966. Velvakandi minn! Margir hafa kvartað undan mjólkurhyrnunum við þig, en fáu verið svarað til af hálfu þeirra, sem því ráða, að þær eru notaðar. Þó minnir mig, að Mjólkursamsalan hafi einu sinni lýst því yfir, að hyrnurn ar væru svo þægilegar í „pakkn ingu“ frá Samsölunni. Þ.e.a.s. að gott og auðvelt væri að stafla þeim í grindur, sem síð- an eru fluttar á vörubílum í búðimar. Þetta er alveg „typiskt“. Það er ekki vefið að hugsa um okk ur, sem kaupum mjólkina, hvort hyrnurnar eru þægilegar fyrir okkur, heldur er allt mið að við þægindi seljandans. Það er náttúrulega algert auka- atriði, að hyrnurnar eru þann- ig í laginu, að ekki er hægt að bera þær frá mjólkurbúð og að heimili nema í netum, sem þær skera gjarnan; í töskum er það ekki hægt. Við, sem ekki eig- um því stærri ísskápa, sjáum eftir plássinu, sem þær taka, enda er það ekki lítið, ef heim ilið er stórt. Svo eru þær svo óþægilegar í meðförum, að engu lagi er líkt. Hvers vegna má ekki selja mjólkina hérna í Reykjavík í köntuðum plast- umbúðum, eins og t.d. í Noregi, í Bandaríkjunum og í Luxem- borg? Þurfum við alltaf að vera á eftir Akureyringum, sem mér skilst að hafi þegar fgngið þessar köntuðu? Svo er þetta ekki lengra i bili, með kveðju. Guðrún Jónsdóttir“. Herrabuxur úr Terlanka (hliðstætt terylene). Þykkt efni og gott snið. Vandaðar og góðar buxur stærðir: no. 44—46—48—50—52. verð kr. 595,- Lækjargötu 4 — Miklatorgi — Akureyri.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.