Morgunblaðið - 08.07.1966, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 08.07.1966, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ Fostudagur 8. júlí 1966 FÁLKAFLUG ••••••••••••• EFTIR DAPHNE DU MAURIER A. C0SPER-»W — Ég skil núna, hvernig þetta verkar. Hvers vegna sleppir þú mér ekki úr þessu. hann forframaðist og fékk her- bergi út af fyrir sig. En nú skein enginn ljósgeisli út milli lokaðra gluggahleranna. Ég velti því fyr- ir mér, hver mundi eiga þarna heima nú — ef þá nokkur. Ein- hvern veginn fannst mér húsið yfirgefið — ásakandi. Og garð- múrinn, sem mér .hafði alltaf fundizt svo hár, hafði gengið saman. Ég læddist burt eins og einhver þjófslegur flökkuköttur, niður framhjá Marteinskirkj- unni og komst þannig beinustu leið niður á Lífstorgið. Á þessari landkönnunarferð mdnni hafði ég ekki hitt eina einustu mannveru. Ég fór inn í hótelið og upp í herbergið mitt, afklæddi mig og fór í rúmið. Hundruð mynda þutu gegn um huga minn, langs og þvers, rétt eins og hliðarvegg ir, sem liggja að bílabraut. Sum ar voru gxeinilegar, en aðrar í þoku. Nútíðin hrærðist saman við fortíðina, andlit fþður míns blandaðist saman við andlitið á Aldo, og meira að segja líka ein kennisbúningarnir sem ég hafði séð þá í síðast. Einkennisbúning- urinn, sem hafði prýtt Aldo nitján ára gamlan, með flug- mannsvængjum á, blandaðist saman við einkennisbúninginn á ástmönnum móður minnar — þýzka yfirforingjanum og am- eríska foringjanum í Frankfurt, sem við bjuggum með í tvö ár. Jafnvel yfirþjónninn í Spiend- ido, sem ég hafði aðeins séð í svip og aldrei tekið eftir, svo teljandi væri varð að' banka- stjóranum, sem móðir min gift- ist að lögum, stjúpa mínum, En- rico Fabbio í Torino, sem gaf mér bæði menntunina mína og nafnið sitt. Þarna voru ofmargir ókunnugir og mörg hótelher- bergi, og ekkert þeirra mitt, ekk ert, sem ég gat kallað' heimili. Lífið endalaus ferð — flug án tilgangs. Hvell bjalla úti á ganginum vakti mig og þegar ég kveikti, sá ég að það var kominn dagur — klukkan orðin átta. Ég reif upp gluggahlerana. I>að var hætt að snjóa og sólin skein. Fyrir neðan mig, á Lífstorginu var fólkið þegar tekið til við störf sin. Búðir höfðu verið opnaðar og búðarlokurnar voru að sópa snjónum af gangstéttinni, og hin löngu gleymda morgunmynd af Ruffano tók að skríða saman. Skarpi þefurinn frá torginu barst að nösum mínum — þessi þefur, sem ég mundi svo vel. Kona hristi mottu út um glugga. Hópur karlmanna, rétt fyrir neð an mig, var að rífast. Hundur með rófuna beint upp í loftið elti kött, sem var á harðahlaup- um, og var rétt orðinn undir bíl. Meiri umferð en í gamla daga, eða var það bara í styrjöld, sem herinn hreyfði sig? Ég minntist ekkert lögreglumanns við um- ferðarstjórn í þá daga, en nú stóð þarna einn, sem rétti út höndina og beindi bílunum yfir torgið og til Via Rossini og her- togahallarinnar. Þarna var fullt af unglingum, á skellinöðrum og gangandi, og stefndu allir í suð- urátt, upp brekkuna, og mér datt í hug að litli háskólann sem ég mundi eftir, hlyti að hafa þanizt allmjög út, og það svo, að her- togahöllin væri ekki einvöld í baenum, eins og áður. Ég sneri frá glugganum, klæddi mig og gekk niður í borð- salinn til að fá mér kaffi, til þess að spara stúlkunni í lúg- unni eina ferð. Hr. Longhi kom sjálfur með bakkann til mín og setti hann á borðið með skjálf- andi höndum. — Afsakið herra minn, gagði gamli maðurinn, — en við erum í svoddan hraki með fólk, og erum auk þess að láta breyta eldbúsinu, áður en ferðamanna- straumurinn byrjar. Ég hafði, eftir að ég vaknaði, heyrt barsmíð og smiði, sem voru að kalla hver til annars og fundið þefinn af málningu og kalki. — Hafið þér átt þetta gistihús lengi? spurði ég. — Já, já, svaraði hann og nú brá fyrir þessum sama ákafa, sem ég mundi svo veí frá fyrri tíð, — meira en í þrjátíu ár, en svo varð hlé meðan hernámið stóð yfir. Þeir höfðu aðalstöðina sína hér. Við hjónin fórum til Ancona. Hingað í Hertogahótel- ið komu margir frægir menn í þá daga — rithöfundar, stjórn- málamenn. Ég get sýnt yður . . . □---------------□ 10 □---------------□ Hann haltraði að skáp úti i horni og kom með gestabók, sem hann snerti varlega eins og hún hefði verið reifabarn Hún opnaðist sjálíkrafa á vissum stað. — Enski ráðherrann, Stanley Baldwin heiðraði okkur einu sinni, sagði hann og benti á nafnið..— Hann var hér eina nótt en sagðist hefðu viljað vera leng ur. Og ameríska kvikmynda- stjarnan, Cary Cooper — hérna á næstu síðu. Hann ætlaði að gera kvikmynd hérna, en það varð nú ekkert úr því. Hann fletti bókinni stoltux á svipinn, til að sýna mér. Þarna voru öll bernskuárin mín, frá 36 til 40, og mig langaði mest til að segja: — Og hr. Donati, hallarvörðurinn, þér munið hann og frúna? Þér munið eftir Aldo, fimmtán ára jgömlum? Og Beo, honum Beato litla, sem var svo lítill eftir aldri að fólk hélt hann vera fjögurra ára í stað- inn fyrir sjö? Jæja, hérna er hann kominn. Lítill er hann enn, og lítt áberandi. En ég stillti mig og hélt áfram að drekka kaffið. Hr. Longhi hélt áfram að fletta, en hljóp yfir smánarárin og svo var hann kominn fram yfir 1950 og sextíu og nú voru engir ráðherrar og engar kvikmyndastjörnur, en í þess stað voru síðurnar fullar af nöfnum skemmtiferðamanna, enskra, amerískra', þýzkra, svissneskra sem komu og fóru — Þetta var samskonar fólk og ég hafði undir mínum verndar- væng fyrir Sólskinsferðir. Hvell rödd gall við úr eld- húsinu og hann haltraði í átt- ina, til að hlýðnast skipunum konu sinnar. Ég stalst til að líta í bókina og þarna var það, und- ir árinu 44 — nafn yfirforingj- ans, frá mánuðunum, þegar hann hafði aðalstöðvar sínar hér. En svo var ekki meira á síðunni — Longhihjónin höfðu flutt sig til Ancona .... Ég skellti bókinni aftur og stakk henni inn í skáp- inn. Hérna var staðurinn með öllum sínum gömlu endurminn- ingum. Yfirforinginn með dramb samlega göngulagið, harðstjóra- röddina, sem gat orðið viðkvæm snögglega — alltof snögglega .... nei, hann var betur geymd- ur undir lás og slá. Ef ekki hann hefði verið og hin táknræna nærvera hans — sigraðs sigur- vegara, skrautfjöður í hattinum hennar — þá hefðum við móðir mín, eftir að pabbi var dáinn I fangabúðum og Aldo skotinn niður í ljósum loga — þá hefð- um við mamma getað farið til Ancona með Longhihjónunum. Það hafði komið til mála. Og svo? Nei, það þýddi ekki að vera að hugsa um þetta. Hún hefði bara náð sér í annan karlmann; við ströndina og strokið með honum og dröslað honum „Beato“ sínum með sér. — Eruð þér tilbúinn? Ég leit við. Hr. Turtmann og kona hans stóðu í dyrunum, ferð búin og með ljósmyndatækin sín hangandi um sig öll. — Ég er reiðubúinn hr. Turt- mann, sagði ég. Það var ætlun þeirra að skoða hertogahöllina og aka siðan út úr Ruffano og halda áfram norð- ureftir. Ég hjálpaði þeim til að koma farangrinum fyrir og hr. Turtmann fékk mér peningana til að borga reikninginn. Frú Longhi taldi seðlana, gaf til baka og geispaði. Bf móðir mín hefði ek’ki dáið úr magakrabba árið 56, hefði hún litið út eins og frú Longhi. Því að hún va* líka tekin að gildna. Og hún var líka með litað hár. Hvort það hefur verið af vonbrigðum eða af sjúkdómi hennar, þá var hún vön að skamma hann stjúpa, hann Enrico Fabbio, með sömu strigaröddinni og frú Longhi skammaði sinn halta eiginmann. — Er mikil sam’keppni hjá ykkur hérna í Ruffano? spurði ég um leið og ég braut saman reikninginn. — Jú, það er Hotel Panorama. Byggt fyrir þremur árum. Allt nýtízkulegt. Það er á hinni hæð- inni rétt við Carlotorg. Hvernig getur maður búizt við að neitt gangi hjá manni í svona hreysi? Maðurinn minn er orðinn gamall og ég þreytt. Við ráðum ekki við þetta lengur. Eftir að hafa lesið þessi eftir- mæli eftir sjálfa sig, hlammaði hún sér niður bak við afgreiðslu borðið. Ég gekk út í bílinn til hjónanna og hafði nú afskrifað einn kaflann í viðbót af upp- vaxtarsögu minni. Við ókurn eftir hinni mjóu Rossinigötu og lögðum bíinum úti fyrir Hertogahöllinni. Morg- uninn hafði gert drauma mína frá kvöldinu áður að veruleika. Aðrir bílar stóðu milli ákvörð- unarstaðar okkar og dómkirkj- unnar, fótgangandi fólk kom og fór og skellinöðrur þutu fram- hjá okkur áleiðis til háskólans lengra burtu. Þegar inn kom sneri sér að okkur vörður, sem var þarna i einskonar skrifstofubúri. — Viljið þið fá leiðsögumann? kallaði hann. Ég hristi höfuðið. —■ Ég rata, sagði ég. Fótatakið okkar bergmálaði á steingólfinu. Ég gekk á undan yfir húsagarðinn og var aftur orðinn að afturgöngu í heimsókn. Hérna var það, sem ég var van- ur að ös'kra, svo að bergmálaði í bogagöngunum: — Aldo! Aldo! Bíddu eftir mér! VEGNA SUMARLEYFA á verkstæði okkar frá lí. júlí til 4. ágúst getum við aðeins afgreitt nauðsynlegustu, minniháttar viðgerðir. Smurstöðin verður þó opin eins og venjulega. P. Stefánsson h. f. Laugavegi 170—172.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.