Morgunblaðið - 08.07.1966, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 08.07.1966, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ Föstudagur 8. júlí 1966 hækkun nú. Ef farið hefði verið eftir þeirri stefnu í fyrra, væri Hitaveitan með 10 millj. kr. minna framkvæmdafé a.m.k. nu í ár. Ef farið er að fill. þeirra núna, mundi Ilitaveitan verða að stöðva allar sínar fram- kvæmdir. Borgarftr. Framsókn- ar var með 10% hækkun í fyrra og 15% núna, en hann hefur ekki sýnt fram á, hvernig á að aflá fjármagns til að halda þeirri framkvæmdaáætlun ,sem nú er í gildi. Borgarftr. Alþfl. gat ekki um stefnu sína í málinu, en borg- aráðsmaður Alþfl sagðist mundi fylgja 20% hækkun hitaveitu- gjalda. Þá- höfum við samstæð- an minni hl. í borgarstjórn, enga hækkun, 15% hækkun,. 20% hækkun ,en enginn þessara full- trúa hefur sýnt fram á það, hvernig á að sinna þörfum fyrirtækisins. Víst er það ekkert ánægjuefni að koma fram með hækkunartill. á þjónustugjöld- um slíks fyrirtækis, sem nær til svo margra borgarbúa eins og hitaveitan, og í sannleika sagt hefur meiri hl. dregið það við sig, ekki bara núna, ekki bara í fyrra, heldur undanfarið að fylgja verðlaginu og verðlags- þróuninni í landinu hvað snertir þjónustugjöld þessarar stofnun- ar. Ég hef ekki trú á því, að borgarbúar almennt aðhyllist þá stefnu, að nú eigi að stöðva hita- veituframkvæmdir. Og ég hygg, að hvað sem segja má um út- reikninga og samenburð á kynd ingarkostnaði á olíu og hita- veitu, finni hver borgarbúi fyrir sig, sem hvort tveggja hefur reynt, að pyngjan var mun létt- I ari, meðan búið var við olíukynd ingu heldur en eftir að hita- veitan leysti þá aðferð af hólmi. Þess vegna er ég sannfærður um það og hygg, að það sé líka réttlætismál, að áfram sé haldið með hitaveituframkvæmdir, þótt þar kosti þessa hækkun, sem nú er lagt til, að gerð verði. Það er rétt að nefna hér atriði, sem borgarftr. Jón Snorri Þorleifs- son nefndi, að Hitaveitan hefði ekki lagt áherzlu á að lækka framkvæmdakostnað sinn. Ég tók það fram í minni fyrri ræðu, að einmitt við byrjun fram- kvæmdar fjögurra ára áætlunar- innar hetði framkvæmdakostn- aður Hitaveitunnar lækkað um £0—30% og ein meginástæðan til þeirrar lækkunar var einmitt sú, að verkin voru boðin út. Við stöndum núna andspænis þeirri staðreynd, að fjárskortur hamlar frekari framkvæmdum Hitaveitunnar, ef við hækkum ekki tekjur hennar. Ég þekki ekki ráð, en það kann að vera, að Bárður Daní- elsson, sem er verkfræðingur, þekki ráð til þess að selja heitt vatn samkv. hitastigi og magni, en slíkur útbúnaður er mér sagt, að sé ákailega dýr og því hygg ég, að ekki þyrfti hækkun mælaleigu eða hækkun hita á hitaveitugjöldum almennt að verða minni, ef slíkir mæl- ar yrðu upp t.eknir eða slíte söluaðferð. Hitt er arrnað iru'L. að Hitaveitan hefur lagt á það meiri og meiri uherzlu að sam- ráema gæði vörunnar, sem hún selur, og hún getur gert það með samtengingu hverfa og dælustöðva- og e ftirlit innan- dælustöðvanna og uppblöndunar á heitu vatni. Til slíkra fram- kvæmda og endurbóta þarf ekki síður fjármagn. Ég vil að lokum segja, að það er heiðarleg afstaða að segjast ekki vilja neina hækk- un eða minni hækkun en þarf, en þá verða þeir hinir sömu um leið að segja, að þeir séu reiðu- búnir að fresta framkvæmdum eða draga úr framkvæmdum. Annað er ekki heiðarleg afstaða. Og ég vil spyria: Eru borgar- fulltrúar minnihlutaflokkanna reiðubúnir til þess að taka af- leiðingum af afstöðu sinni í borg arstjórn nú, eru þeir reíðubúnir til þess að sleppa því að leggja hitaveitu í Árbæjarhverfi eða Breiðholtshverfið eða Fossvogs- hverfið? Vilja þeir sleppa því að leggja hitaveitu í eitthvert þess- ara hverfa, en það mundi ein- mitt verða aflciðing þeirrar af- stöðu, sem þeir hafa tekið gagn- Vart þessum tillögum um hækk- un á gjaldskrá Hitaveitunnar. Meirihluti Boigarstjórnar vill það ekki, meirihluti borgarstjórn ar vill halda áfram uppbyggingu Hitaveitunnar . Magnús Thorlaeius hæstaréttarlögmaður. MáUlutningsskrifstota. Aðalstræti 9. — Simi 1-1875. SKÚLI J. PÁUMASON Sambandshúsinu, Sölvhólsg. 4. héraðsdómslögmaður Símar 12343 og 23338. JÓN FINNSSON hæstaréttarlögmaður Sölvhólsg. 4 (Samb.hús, 3. h.) Simar 23338 - 12343. Arni Grétar Finnsson ndL Strandgötu 25. Hafnarfirði. Simi 51500. N Ý K O M I N Rosótt frotté-handklæði Verð aðeins kr. 49,00 Eldhúshandklæði Verð aðeins kr. 25,00 stk. — Margir litir og gerðir — Austurstræti 9. í sumarieyfið KJÓLAR, PEYSUR, BLÚSSUR. Glugginn Laugavegi 30 og 49.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.