Morgunblaðið - 08.07.1966, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 08.07.1966, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ Föstudagur 8. júlí 1966 Innilegar þakkir færi ég börnum, tengdabömum og barnabömum mínum, svo og öllum þeim mörgu sem minntust mín með gjöfum, blómum og skeytum á 95 ára afmælisdaginn minn hinn 12. júní sl. Guð blessi ykkur ölL Svanlaug Árnadóttir, Tjarnargötu 18, Keflavík. Ung hjón óska eftir 2ja—3ja herb. íbúð í Reykjavík fyrir ágústlok. Einhver fyrirframgreiðsla ef óskað er. Tilboð merkt: „4509“ sendist afgr. Mbl. fyrir 12. júlí. SUÐVRNESJAMENN ÆVAR KVARAN hefur almennt framsagnarnámskeið l Æskulýðsheimilinu í Keflavík í þessum mánuði. Raddbeiting, framsögn, upplestur og ræðuflutn- ingur. — Upplýsingar í síma 34710. Eiginmaður minn og faðir okkar GUNNAR BÖÐVARSSON Birkimel 6 B, andaðist 6. þ.m. — Jarðarförin verður auglýst síðar. María Ásgeirsdóttir, Guðrún Gunnarsdóttir, Hildur H. Gunnarsdóttir. Móðir mín GUNNHILDUR ÓLAFSDÓTTIR Vallá, Kjalarnesi, verður jarðsett frá Brautarholtskirkju laugardaginn 9. júlí kl. 2 e.h. — Ferð frá Umferðamiðstöðinni kl. 1. Fyrir hönd vandamanna. Steinunn Benediktsdóttir. Útför sonar míns og bróður okkar HAUKS Þ. ODDGEIRSSONAR sem andaðist 29. júní, fer fram frá Dómkirkjunni laug- ardaginn 9. júlí kl. 10:30 árdegis. Þeim, sem vildu minnast hans, er vinsamlega bent á Dýraverndarfélag íslands. Þórður Oddgeirsson og systkini. Útför konu minnar GUÐBJARGAR HAFSTAÐ Messuholti i Skagafirði, verður gerð frá Reynisstaðakirkju laugardaginn 9. júlí kl. 14. Sigurþór Hjörleifsson. Móðir mín GUÐNÝ MAGNÚSDÓTTIR frá Vatnsdal, Vestmannaeyjum, sem lézt í sjúkrahúsi Vestmannaeyja mánudaginn 4. júlí verður jarðsungin laugardaginn 9. júli kl. 2 e.h. frá Landakirkju. Fyrir mina hönd og annarra vandamanna. Hilmir Högnason. Útför föður míns ÓLAFS ÞÓRARINSSONAR Laxárdal í Þistilfirði, fer fram mánudaginn 11. júlí og hefst með húskveðju að heimili hans kl. 2 síðdegis. Fyrir hönd vandamanna Eggert Ólafsson. Hjartanlegar þakkir færum við öllum þeim, er auð- sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför eiginmanns raíns, föður okkar og tengdaföður, SIGVALDA KRISTJÁNSSONAR kennara. Sigríður Vigfúsdóttir, Margrét Sigvaldadóttir, Sigríður Sigvaldadóttir, Vigfús Sigvaldason, Elísabet Friðriksdóttir. Kristján Sigvaldason. — Um fagurt land Framhald af bls. 17 íslendinga á ókynþroska fiski við strendur landsins. Sá, sem vill rækta aldin sér til viðurværis, ætti ekki að byrja á því að höggva tréið. Eða væri ekki Nátt úruverndarrá'ði nær að láta á- stand gróðurlendis og beitar á fslandi meira til sín taka, held- ur en að eýða orku sinni í að amast við erlendum tegundum gróðurs á nokkrum stöðum. — ★ — Þrátt fyrir ólíkar skoðanir á ýmsum málum, munum við öll vera sammála um það, að vilja landinu vel og jafnframt það, að afkomendur okkar geti búið hér heldur betur en við gerum í dag. Því aðeins lifum við farsællega í þessu landi, að vi’ð skiljum ekki við það rýrara en við fund- um það fyrir. Flestöll setjum við metnað okkar í að skila sælu- húsi á fjöllum ekki lakar af hönd um en við fundum það fyrir. En er sæluhúsvist á fjöllum svo mjög frábrugðin dvöl hverrar kynslóðar í landinu? Það er fyrst og fremst afstöðu- leysi alls almennings, sem við- heldur hinni varhugaverðu hjarmennsku okkar. Gróður- lendi íslands flakar í sárum eftir aldarlanga rányrkju. Ef við höld um áfram að fara um landið án þess að augu okkar opnist fyrir eyðileggingunni, hlýtur að síga enn á ógæfuhlið. Ef hins vegar allir þeir, sem vilja reyna að vinna af skynsemi leggjast á eitt, þá ætla ég að þeir geti verið all-þykkur garður fyrir vanvit- um þeim, sem reka rányrkju á deyjandi landi. Ekki frýi ég sauðahöldum vits, heldur gruna þá um ann- að. En væri ekki betra frá þeirra sjónarhóli séð, að afkomendur þeirra gætu átt hér fleiri sauði og vænni, þegar sá tími kemur. Og slíkt er mogulegt, fái skyn- semisglæta að komast að. En landið grær ekki upp á einni nóttu. Tímabundin krónusjónar- mið mega ekki fá að ráða hér, annars miðar enn afturábak. Það myndi gera meira gagn, en að ég héldi þessu skrifi á- fram, ef hver sem það les vildi hugleiða með sér, hvort hann hefir meira gagn eða ánægju af hinum gróna hluta landsins eða hinni „nöktu fjalladýrð", svo ágæt sem hún er á sínum stöð- um. Einnig ef sérhver reyndi að skima eftir merkjum um græð- ingu lands eða eyðingu í sínu umhverfi. Sá, sem þetta reynir í fyrsta sinn, hér í nágrenni Reykjavíkur, á fyrir höndum að verða furðu lostinn. Það mun taka mannsaldra þar til „sárin foldar gróa“. En þvi aðeins gróa þau, að ekki sé sí- fellt vegið í sama knérunn. Það er ekki eingöngu af trega yfir tapaða kálinu okkar feðga, sem ég hef stungið niður penna, held- ur það, að mér finnst það hvorki vera skynsamlegt, réttlætanlegt né mannúðlegt að sauðfé fái að ganga laust á Reykjanessvæðinu og víðar á landinu. Sömuleiðis get ég ekki séð, að einstakir rollukarlar hafi lagalegan eða siðferðilegan rétt til þess að láta skjátur sínar valsa eftirlitslaust um bæjarland Reykjavíkur, Kópavogs og flestra annarra bæja. Það er ekki hægt að ásaka kindarskömmina þó hún kræki sér í allt sem hún nær. til. En við eigendurna þarf að tala með tveimur hrútshornum. Það yrði sjálfsagt talinn þjófnað ur að rækta kartöflur á annars manns landi. En hver ermunurinn á þvi og að ræktasauðféáófrjálsu landi? Því ættu engir rollukarlar að hafa heimild til þess að beita á afrétt án þess að þeir, sem ekkert fé eiga, en eiga hlutdeild í afréttinum fái að hafa hönd í bagga um beit og beitarþunga. Og síðast en ekki sízt ætti að virða betur gildandi lög lands- ins, ef einhver man þá eftir Jónsbók, þannig, að hver sauð- areigandi verði að eiga, rækta og girða allt það land, sem sauðir hans þurfa. Að öðrum kosti ætti hann að láta búskapinn eiga sig. Halldór Jónsson, verkfræðingur. I FERÐALAGIÐ Enskir svefnpokar, dúnpokar. íslenzkir teppa- og dúnpekar. Sænskir teppapokar. ★ Gasprímusar, allar stærðir, mikið úrvaL ★ Vindsængur, norskar, danskar, franskar, 7 gerðir. ★ Norskir bakpokar frá Bergens. 1770 kr. 1990 — 2295 — 2785 — 3890 — Hike-tjöld (létt göngutjöld) 1700 kr. MATARSETT í TÖSKUM 2ja manna á kr. 705.— 4ra manna á 6 manna á kr. 1055.— kr. 1310.— Kaupið vöruna hjá þeim, sem hafa reynzlu í notkun liennar. ÍPM® Sígaretturnar, sem allir hafa beðið eftir eru nú loks á markaðnum. Biðjið um Black & White. MARCOVITCH • PICCADILLY • LONDON m

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.