Morgunblaðið - 08.07.1966, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 08.07.1966, Blaðsíða 21
F5stu«agnr •. j«« 1999 MORGUNBLAÐIÐ 21 Halldór Jónsson verkfræðingur Um fagurt lund Faðir minn átti fagurt land. Fyrir því er ég hrelldur, að nú er það komið í svartan sand, Beiðurinn veldur, seiðurinn því veldur. SVO hljóðar hið forna kvæði. Kveðandinn harmar örlög fóst- urlands síns. Blómleg sveit er horfin undir sand. Sá, sem þar átti heima, er vegalau* og treg- ar liðna daga. Þó ævintýrabragur se yfir þessu litla kvæði, þá eru þeir atburðir, sem það skýrir frá, enn mjög áberandi í landi okkar. Sá, sem fer um Skaftáreldahraun má undrast, hversu mikil mannlífs- saga liggur grafin undir hrauni þess. Hversu önnur hefur ásýnd landsins verið áður en hraunfð forann. Enginn undrast eyðingu landsins af völdum Skaftárelda. Hún er einföld og auðskilin. Or- sök og afleiðing blasa við. Um frumorsökina, hvað olli 'hinum xnikla jarðeldi þýðir tæpast að spyrja. Að segja „seiðurinn veld- ur“ er jafngott og hvað annað. Allavega hlýtur seyðurinn í und- irheimum jarðar að valda. Það' er alkunna, að oft má ná sama marki eftir ýmsum lei'ðum. Hugvit mannsins virðist til dæm is vera máttugra nokkrum jarð- eld til tortímingar lífi í hvaða mynd sem er. í heimi nútímans virðist það vera keppikefli hvers smákóngs að fá vald yfir Surtar- loga til þess að geta kallað Ragnarök „í sjálfsvarnarskyni“yf ir næsta smákóng. f»ar er enn ein leið til tortímingar. Eftir verður voldug adðn, sem síðan kallast trúlega „stórkostleg og hrikaleg náttúrufegurð", þegar minning- in um hörmungina sjálfa hefur dofnað og túristarnir flakka um söguslóðirnar og dást að „ægifeg- urð öræfanna". Enn er til leið að sama marki. Rányrkja í hvers konar mynd hefur sömu aflefðingar, þótt hæg ar fari í fyrstu. í hinni „ægi- fögru“ Öræfasveit má sjá land, sem kiknað hefur undir búsetu manna. Sjálfgræðsla landsins heldur ekki í við sameinaða krafta vinds, vatns og búsmala. Samt hafa nokkrir hundvísir Náttúruverndarráðsmenn viljað hindra spillingu á sérkennum landsins með því að forbjóða ó þjóðlega uppgræðslu þar. Skyldi þeim ekki þykja fallegt á tungl inu? Þrátt fyrir þá yfirlýsingu eins af búvitringum okkar, að sauður- inn skili landinu meira en hann tekur af því, þá eru mannhæð- arhá rofabörð í Fnjóskadal, Landsveit, á Reykjanesi og reynd ar í hverri sveit, minnisvarðar þeirrar eyðingar, sem hér hefur átt sér stað og enn stendur yfir. í Jónsbók eru ýmis ákvæði um búsetu manna, sem enn eru í gildi, áð því ég bezt veit. Til dæmis eru þar ákvæði, sem gera eigendum búfjár skylt að halda því á eigin landi. Allir geta séð hversu er um lögin þau. í síðari tíma iagabálkum eru Akvæði um það, að .engum skuli haldast uppi að spilla eða stela eigum náunga síns. Af þeimástæð iim er mér til dæmis ekki heimilt •ð ala upp refi og beita þeim á •auðahjarðir bænda. Setjum svo, •ð ég ætti grimman hund, sem ekkert æti fremur en sauðfé á fæti. Mér þykir trúlegt, að ég y>ði gerður ábyrgur fyrir því ef hundurinn gengi laus. En mér er •purn: Gret ég ekki alveg eins krafizt þess, að búkarlar girtu sau'ði sína af, svo þeir yrðu ekki fyrir hundi mínum? Já, það er von að ég spyrji. — ★ — Svo er mál með vexti, að faðir minn átti fagurt land, þar sem heitir í Lækjarbotnum fyrir of- •n Reykjavík, það er að segja kartöflu og matjurtagarð. Þar í komum við með ærinni fyrir- höfn og kostnaði bæði kartöfl- um og nokkur hundruð kálplönt- um, ásamt fleiri jurtum, sem góðar eru til manneldis. Vantrúaðir á það, að bú- andkarlar Reykjavíkur og nágrennis hlýði Jónsbók, reistum við girðingu kring- um garðinn. Hann gerðum við úr vírneti, þar sem okkur leidd- ist gaddavír. Nú eru meðal ífoúa Reykjavík- ur sauðahöldar ákafir. Hefur jafnvel sést til sumra þeirra svifa sauðum sínum inn fyrir friðunargirðingar, þótt slíkt at- hæfi sé nú orðið fátíðara en áð- ur vegna vaxandi umferðar og menningar. En skemmst er frá að segja, að einn góðan veður- dag komum við fe'ðgar að öllum okkar kálplöntum uppétnum. En eins og kvittun fyrir greiðann lá sauðatað ómælt í traðkinu, „þar sem áður akrar huldu völl“. Höf- um við síðan beðið eftir því að orð búvitringsins rætist og við uppskerum kálhöfuðin fleiri og stærri. Halldór Jónsson Faðir minn átti fagurt land. Fyrir því er ég hrelldur, að nú er það komið í svartan sand, sauðurinn veldur, sauðurinn því veldur. — ★ — Eg er siður en svo a moti sauð- fjárrækt á íslandi. En ég vd, að ábyrgir aðilar taki til alvarlegr- ar íhugunar þær kenningar ým- issa vísindamanna okkar, að kerf isbundinn búskapur borgi sig betur, bæði fyrir bændur og land ið sjálft, en hjarðmennskan, sem er stunduð í dag. Hafa íbúar Reykjavíkur og annarra svæða, sem ekki eru til sauðfjárræktar fallin, gert sér grein fyrir þeirri fjárhæð, sem sport örfárra íbúa kostar okkur hina? Ég á hér við allar fjárheldar girðingar, sem við þurrabúðarmenn verðum að reisa. Ég spyr enn: Hver er ábyrgur fyrir því tjóni, sem stökkfénað- ur og smugurollur valda? Ætti félagsskapur fjáreigenda ekki að vera ábyrgur in solidum? Ég hef heyrt það eftir ábyrg- um aðilum, að tekjur af hverri sauðkind nemi eigi undir 700—- 1000 kr. nettó árlega. Vera má, að sauðfjárhald sé einhver bú- bót efnalítilla borgarbúa. En ég sé ekki hver nauðsyn rekur bjargálna menn til þess að hafa kindakofa innan bæjarmarka og láta skjáturnar leika lausum hala í landi, sem ekki er hægt að kalla afrétt. Og væntanlega gleyma hvorki þeir né skatt- stjórinn afurðatekjunum af fénu á framtölum, sem eru væntan- lega gerð í samræmi við böðunarskýrslur sauðpenings á hverjum stað, frekar en búnað- arskýrslur. Þó því fari fjarri, að mér finnist við feðgar vera skyldug- ir til þess áð girða grasgarð okk- ar með gildum gaddavír, þá höf- um við orðið að beygja okkur fyrir ólögum aldarinnar. Og þar sem við feðgar erum náttúrlega komnir af fornkon- ungum og hetjum í beinan karl- legg, þá höfum við víggirzt hið rammlegasta og höldum enn fram kálræktinni. Enda hefði Agli þótt lítilmannlegt að lúta í lægra haldi, þó honum hefði kannski verið annað nær skapi en að dútla við garðhleðslu. — ★ — Þar með virtiist Jónsbók fyrir bí og lög landsins hafa lotið í lægra haldi fyrir fjáreigendum. Er þá ekki nærtækt að hugsa sér, að lögregla verði þessu næst lögð niður, því að borgararnir geta sjálfir víggirt sig gegn bóf- um og missindismönnum. Minni- háttar misklíðarefni, eins og hæfni kvenfólks í akstri, hvort Ari fróði hafi haft krækiberja- lyng í huga í frægri setningu íslendingabókar og þar fram eft- ir götunum, má útkljá á frjáls- um hólmvelli Velvakanda, en að öðru leyti sjái hver um sig. En sleppum öllu gamni. Hinu er meira um vert að sinna, að í stórum ' hluta fslands byggðar liggur nú við landauðn af völd- um ofbeitar sauðfjár. íslenzkir sauðfjárhöldar hafa lengi tali'ð allt það land, sem ekki er beinlínis varið vera þeim heimilt til þeirrar meðferðar og beitar, sem þeim sýnist. Hugsa þeir þá jafnlítið um velferð sauðarins og landsins. Eða vildi Dýraverndunarfélagið kannski kynna sér holda- og heilsufar kindanna, sem ganga sjálfala á örtraðarlóðum steypustöðvanna og malbiksins inn við Elliðaár. Eða úða í sig grængrésinu, sem vex í opnu klóakskurðunum í nágrenni borgarinnar. — Eft- ir þá athugun væi'i kannski fróðlegt fyrir Geðvérndarfélagið að skoða eigendurna. Er ekki tímans fylling komin til þess, áð þeir menn á íslandi, sem vilja að rányrkju landsins ljúki, taki höndum saman gegn hinum, sem ekki hafa sýnt þann félagslega þroska, að þeir skilji að landnýting megi ekki vera landskemmd. Einhliða yfirlýsing ráðherra um það, hvað ræktað skuli er ekki nóg. Búnaðarlegar forsend- ur verða að vera fyrir hendi. Hér gildir sama og um veiðiskap Framhald á bls. 18 ÚLAFSVAKAN - FÆREYJUM 28.-31. JÚLÍ LÖND OG LEIÐIR efna í ár til hópferðar á Ólafsvökuna í Fær- eyjum. Farið verður frá Reykjavík kl. 8 f.h. fimmtudaginn 28. júlí n.k. og komið til baka um miðnætti aðfaranótt mánu- dagsins 1. ágúst. Flogið verður báðar leiðir. LEITIÐ UPPLÝINGA. L0\D & LEIÐIR AÐALSTRÆTI 8, REYKJAVÍK SÍJVIL 24313 — 20800 GEISLAGÖTU, AKUREYRI SÍMI 12940. Allt í viðlegunu tjöldin eru sterk og gerð fyrir is- lenzka veðráttu. Þau eru með föstum botni, sem gengur upp á tjaldið til varnar bleytu. Þau eru með þrem rennilásum. Þau eru með ~ rissúlum í staðinn fyrir einni súlu i miðju. 5 manna fjölskyldutjöldin með bláu aukaþekjunni, eru tjöld ársins! Kosta aðeins kr: 3890.— Þýzk hústjöld, svefntjöld og dagtjöld á kr: 5.850.— Æw svefnpokarnir eru hlýir, enda stoppaðir með íslenzkri ull. Verð frá kr: 685.— PALM A-vindsœngur Verð frá kr: 485.- Ferðaborðbúnaður í tösku. — Pottasett margar gerðir. — Ferðagasprímusar. Tjaldsúlur með rislagi. — Stög og hælar. MUNIÐ EFTIR VEIÐISTÖNGINNI en h ún fæst einnig í — PÓSTSENDUM — Verzlið þar sem hagkvæmast er. LAUGAVEGI 1S.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.