Morgunblaðið - 08.07.1966, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 08.07.1966, Blaðsíða 5
Föstudagur 8. júlí 19M MORCUNBLADIÐ 5 ÚR ÖLLUM ÁTTUM VÍÐFÖHL.ASTI Islendingur- inn sem nú er uppi, er senni- lega EðvarS Helgason, sem hefur undanfarin ár verið bú settur í San Francisco. Hann hefur stundað hvalveiðar á Suður-Georgíu, sem er eyja nokkuð austur af Cape Horn í Suður-Ameríku, unnið við koparnámur á Alaska, gert út bát frá San Fransico og unnið þar við húsamálun, stundað laxveiðar í rúm 20 sumur frá Alaska, en þess á milli siglt um öll heimsins höf, m.a. farið hnattferð. siglt til Austurlanda og Ástralíu og svona mætti lengi telja. Núna er hann setztur í helgan stein og lifir góðu lífi í San Fransico af að | i p Hefur siglt um öll heimsins höf Rabbað við Eðvarð Helga- * son, Islending, sem bu- settur er í San Francisco mála myndir af seglskútum. sem hann selur, enda er hann gamall nemandi Guðmundar Thorsteinssonar (,,Muggs“). Eðvarð er fæddur á Hvíta- nesi í Kjós árið 1094, flutt- ist til Reykjavíkur 1907, og vann hér við ýmiss störf. Hann fór í hvalvinnu 1911 til Hans Ellefsen í Mjóafirði, og það var þaðan sem hann komst fyrst. í kynni við hinn stóra heim, sem síðan hefur átt hug hans allan. Hanh fór héðan með hvalveiðibát til Tönsbergs í Noregi 1913, sem síðan varð stökkpallur allra þessa ferða, sem hér eru tald ar upþ að framan. Hann hef- ur þó öðru hvoru heimsótt æskustöðvarnar, fyrst 1921, næst 1927, í þriðja sinn 1932, og svo núna er hann kom í sl. viku í fjórða sinn til fs- lands, þá eftir 32 ára stöðuga útivist. Blaðamaður Mbl. not aði þá tækifærið og fékk Eðvarð til þess að segja lítil- lega frá ferðum sínum og þvf sem fyrir hann hefur borið á þeim tíma, frá því að hann hélt til Tönsberg í Noregi árið 1913. „í>egar ég kom til Töns- berg réði ég mig nær strax í vinnu í hvalveiðistöð, sem Norðmenn ráku í Suður- Georgíu, sem er eyja um 1000 mílur austur af Cape Horn í Suður-Ameríku. Þetta er mjög hrjóstrugt land með skriðjöklum og háum fjöll- um, og voru þarna 6 hvai- veiðistöðvar. Á eynni unnu eitthvað um 1000 manns, flest ir Norðmenn. í Suður- Georgíu var ég til 1921, en fór þó tvívegis á þessum tíma í leiðangursferðir til Noregs. En þegar vistinni þarna lauk, fór ég aftur hingað heim, og dvaldi hér í eina átta mán- uði. Notaði ég tímann og fór að læra að mála hjá Guð- mundi Thorsteinssyni „Muggi“, en áður en ég fór út hafði ég lært teikningu hjá Stefáni Eiríkssyni. Hef ég síðan alltaf haft mikla ánægju af því að mála, og málað eitthvað frá flestum þeim stöðum sem ég hef kom ið til um ævina. En eftir átta mánaða dvöl hér Iheima fór útþráin að segja aftur til sin, og árið 1922 fór til Kanada. Þar dvaldi ég í um fjóra mánuði, en fór þá suður til Bandaríkj anna, og þaðan strax til Alaska, Þar vann ég við kop arnámu í tvö ár, hafði eftir- lit með húsunum, sá um að mála þau og því um likt. Ekki er hægt að segja að 3íf ið þarna hafi verið tilbreyt,- ingaríkt, unnið alla daga myrkranna á milli, nema 4. júlí og á jóladag. Alls unnu þarna í námunni um 500 manns. Launin voru mjög góð miðað við það sem gerð- ist á þeim tíma, 6 dollarar á dag, en daglaun flestra voru þá tæpir 3 dollarar. Svo fór þó um síðir að ég varð að hætta þarna í nám- unni vegna slæmsku í hné, og fór ég þá til Los Angeles, þar sem ég fékkst við húsamálun ásamt bróður mínum, Brynj- ólfi, sem flutzt hafði vestur 1910. Unnum við um tíma hjá kvkimyndafélaginu fræga Metro-Goldwin-Mayer, og máluðum m.a. húsin og must erin, sem koma fyrir í fyrri útgáfunni af kvikmyndinni Ben Hur, sem var þá mikil- fenglegasta mynd, er gerð hafði verið. Myndina sá ég hins vegar ekki fyrr en ég kom hingað heim 192(7, og komu þá margar byggingarn ar í henni mér ákaflega kurm uglega fyrir sjónir. Vorið 1925 hafði ég fengið nóg af húsamáluninni, og réði ég mig þá á „Star of Peru“, sem var sérstaklega útbúið seglskip, sem stundaði neta- laxveiðar í Bristolflóa frá Alaska. Ég man þegar við fór um fyrstu ferðina að ekki tókst betur til en svo, að þegar við vorum rétt komnir út úr höfninni brotnaði þessi fullkomni seglaútbúnaður, þannig að við urðum að sigla in aftur, og komumst ekki út í heila viku. Annars var þetta sumar aumasta lax- vertíð í manna minnum, svo að hagnaðurinn hjá mér varð enginn. Þó gafst ég ekki upp á laxveiðinni, heldur réð mig á annan stað, Chignek, og þaðan stundaði ég stauranóta veiði á laxi næstu 20 sumur- in. Bezta veiðisumarið var árið 1932, en þá fengum við 200 þúsund kassa af laxi, eða yfir tvær milljónir laxa á þessari, einu vertíð. Ég man það líka að þetta ár fengam við einn morguninn 45 þús- undir laxa. Fastakaupið okk- ar voru 85 dollarar á mánuði, en auk þess fengum við ákveðinn hluta af hverjum kassa, og þegar vel lét gátum við því fengið yfir 1000 doll- ara yfir sumarið, auk fasta kaupsins. En núna mun veið- in þarna stórlega hafa dreg- izt saman, og er þar eflaust ofveiði um að kenna. Miili þess sem ég stundaði laxveiðar á sumrin sigldi ég til Ástralíu með Matson- skipafélaginu í San Fran- sico flesta veturna, sem há- seti. Þó fór ég eina hnattferð á skipinu President Pierch árið 1938, og kom ég þa við á um 20 stöðum víðs vcgar í heiminum. Sérstaklega þótti mér nýstárlegt að koma til Singapore, Bomibay og Ceylon, og einig var ákaf- lega fróðlegt að koma t.il Alexandríu, Napólí og Genúa. Skipið sem ég var á, var i eigu Dollar-skipafélagsins. sem er undanfari American President Line í San Fran- sico. Tók ferðin okkur 4% mánuði. Má geta þess að ég skrifaði um þetta ferðasögu, sem síðar birtist í lesbók Vís- is. Árið eftir festi ég kaup á um 200 tonna nótabát, ásamt félögum mínum, og stunduð- um við veiðar frá San Fran- sieo á „pitcharts", • sem eru eins konar sardínur, á vet- urna, en á sumrin var ég sem áður við laxveiðar í Alaska. En við áttum 'bátinn ekki svo ýkja lengi, því eftir árásina á Pearl Harbor tók stjórnin bátinn ásamt einum 30 af sama tagi, og útbjó þá sem strandgæzlúbáta, vopnaða fallbyssum og öðru þess hátt- ar. Okkur var síðar boðið að kaupa bátinn aftur, en þá var álhuginn búinn. Siglingarnar höfðu aftur náð sterkum tökum á mér, og 1944 réði ég mig á her- flutningaskip, sem sigldi til Ástralíu og Suður-hafsins með 5000 ’hermenn innan- borðs, en það var miklu meira en skipið gat með góðu móti tekið. Tveimur árum síðar þegar stríðinu var lokið, réði ég mig aftur á herflutn- ingaskip — nú til þess að sækja hermenn á Hawai, og urðum við að fara fjórar ferðir. Þegar því verki var lokið fór ég aftur í Ástralíu- ferðir, og nú fórum við til þess að sækja hvorki meira né minna en 600 ástralskar stúlkur, sem gifst höfðu bandarískum hermönnum á meðan styrjöldinni stóð. Og í þeirri för hitti ég einmitt konuna mína, sem var á skip inu í þessari sömu ferð, en við giftum okkur ekki fyrr en tveimur árum síðar. Ég hætti laxveiðunum 1 Alaska um leið og ég var genginn í heilagt hjónaband, og stundaði þá eingöngu sigl- ingar — fyrst með Matson- skipafélaginu, sem hélt þá uppi ferðum til Hawai, en síðan hjá American President Line, og með þeim sigldi ég til Japans, Hongkong, Manila á Filippseyjum og til Shang- hai, þar til kommúnistar náðu yfirráðum í Kína, en þá lögðffst ferðirnar þangað niður. Litlu síðar settist ég í helgan stein, og hef hin þrjú síðustu ár fengist við það að mála seglskipamyndir, sem seldar eru í þremur verzlun- um í San Fransico, og hef ég haft ágætt upp úr því. Já, það hefur margt breyzt síðan ég var hér síðast á ferð inni fyrir 32 árum, og sann- ast sagna var ég hálf hrædd- ur við að koma aftur hingað þess vegna. En hér hef ég átt yndislegar stundir þessa viku, sem ég hef dvalizt hér. Við fórum 37 nánir ættingj- ar og heimsóttum fæðingar- staðinn, Hvítanes, sem er nú komið í eyði, en það var samt dásamlegt að koma þangað. Já, og borgin hefur breytzt alveg geysilega — núna rata ég hreint ekkert um borgina, stórhýsi hafa risið hvarvetna, og þið hafið eignast hótei og veitingastaði, sem standa þeim erlendu ekkert að baki hvað glæsileik snertir. Og við hjónin snúum aftur til San Fransico með hugann fullan af fögrum 'og góðum minningum." ALLTMEÐ EIMSKIP A NÆSTUNNI ferma skip vor til íslands, sem hér segir: Brottfarardagar: ANTWERPEN: Lagarfoss 9. júlí Blexersand 11. júli Bakkafoss 20. júlí * Skip um 30. júli HAMBORG: Blink 8. júlí Skógafoss 11. júlí Dettifoss 1«. júlí Askja 20. júlí * * Tungufoss 29. júlí Brúarfoss 30. júlí ROTTERDAM: Blink 11. júlí Dettifoss 20. júlí Askja 22. jú'lí** Brúarfoss 26. júU LEITH: Gullfoss 11. júlí Gullfoss 25. júlx Gullfoss 8. ág. LONDON: Blexersand 13. júU Bakkafoss 18. júH Tungufoss 26. júlí HULL: Bakkafoss 13. júlí Tungufoss 22. júlí Askja 26. júlí** GAUTABORG: Mánafoss 8. júlí ** Skógafoss 16. júlí Mánafoss um 4. ág. ** K AUPM ANNAHÖFN: Gullfoss 9. júlí Goðafoss 18. júlí* Gullfoss 23. júlí Mánafoss um 2. ág. ** NEW YORK: Fjallfoss 13. j'úlí * Selfoss 5. ágúst KRISTIANSAND: Mánafoss 11. júlí ** Skógafoss 17. júlí Mánafoss um 6. ág. ♦* KOTKA: Rannö 13. j'úlí Lagarfoss um 12. ágúst VENTSPILS: .... foss um 2. ág. LENINGRAD: Reykjafoss 18. júU GDYNIA: Goðafoss 11. júlí* GDANSK: Goðafoss 13. júlí* * Skipið losar á öllum aðal- höfnum, Reykjavík, ísa- firði, Akureyri og Reyðar- firði. ** Skipið losar á öllum aðal- höfnum og auk þess í Vestmannaeyjum, Siglu- firði, Húsavík, Seyðisfirði og Norðfirði. Skip, sem ekki eru merkt með stjörnu, losa í Reykja- vík. VINSAMLEGAST athugið, að vér áskiljum oss rétt til breyt- inga á áætlun þessari, ef nauðsyn krefur. AT.T.T MEÐ EIMSKIP

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.