Morgunblaðið - 08.07.1966, Síða 10

Morgunblaðið - 08.07.1966, Síða 10
10 MORGUNBLAÐID Fðstudagur 8. júlí 1966 VEIÐITÆKNIGETUR í VAXANDI LEYST BRJÖSTVITIÐ Af HÖLMI — segir Hilmar Kristjónsson, forstöðumaður fisk veiðideildar FAO, í viðtali við Mbl. HILMAR Kristjónsson, forstöðu maður fiskveiðideildar FAO, Matvæla- og landbúnaðarstofn- unnar Sameinuðu þjóðanna. er staddur hér á landi um þessor mundir í orlofi ásamt f jol- skyldu sinni. Hilmar hefur starfað í rösk 14 ár í þjónustu FAO og hefur fylgzt betur en flestir aðrir með þróun fiskveiða í heiminum. Morguntelaðið hefur* því gripið tækifærið og haft tal af honum. Hilmar skýrði frá því, að hann hefði farið til Indlands um miðjan aprílmánuð á veg- um Alþjóðabankans og FAO til að gera áætlanir um stórfellda þilskipaútgerð frá ýmsum stöð- um á ströndum landsins. Hann sagði svo: — Þegar ég fór fyrst til Ind- lands árið 1953 var vélvæðing fiskiflotans þar ekki hafin. Eng- ir mótorbátar voru notaðir til veiða utan Bombay-rikis. — 1 þá tíð var allerfitt að sannfæra menn um það í Ind- landi, að þeir þyrftu að hefja útgerð smávélbáta sem millistig áður en þeir gætu gert út stór fiskiskip. En þeir höfðu hugsað sér að læra af reynslu annarra og sleppa millistiginu og hefja útgerð stórra togara strax. í>á voru ekki til viðunandi hafnir, þar sem slík skip gætu athafnað sig. Fiskimið voru ekki þékkt, þar sem líklegt væri að slík skip fengju nægan afla til að bera sig og þá skorti alla tækni- lega þjálfaða menn. Einnig skorti fiskiðnað og dreifingar- kerfi til að taka við stórum förmum. Hilmar Kristjónsson Indverjar féllust þó loks á ira stig af stigi og læra að a áður en þeir lærðu að pa. Árið 1954 sendi FAO vegna Guðjón Illugason, itjóra frá Hafnarfirði, til mds og tvo opna vélbáta. Guðjón kannaði með Ind- im veiðisvæðin rétt utan •=» miða, sem óvélvæddir >g flekar Indverja veiddu kannaði Guðjón hvaða veiðiaðferðir og veiðar- færi hentuðu bezt. — Hann gerði út bátana bæði á austur- og vesturströndinni, Alltof dýrt, að skipstjórar læri af reynslunni einni saman — Fáum dögum áður en ég kom til íslands fór ég til Ný- fundnalands, en mér vor-boðið að opna þar ráðstefnu um fisk- FIGURE 4- Cotch p«r boot- EFFECT 0F TRAINING Línuritið, sem sýnir síldarafla á hvern bát i íslenzka flot- anum. Athugið, að miðað er við fyrsta, tiunda, fimmtugasta bát o. s. frv. oft úr árósum eða smávogum, og varð vel ágengt. Veiddi hann svo vel, að það varð bráðlega auðvelt að telja stjórnina á að hlynna að véltátabyggingum með styrkjum og á sama tíma jók FAO starfslið sitt á Ind- landi, sendi þangað fleiri fiski- menn til að leita miða með ströndum fram, bátasmiði og aðra sérfræðinga í fiskveiðimál- um. Einn þeirra var Skapti Jónsson skipstjóri frá Hrísey. — Nú eru gerðir út 4 þúsund vélbátar á Indlandi en þeir eru nærri allir opnir, á stærð við gömlu nótabátana. Samtals dra'ga þeir nú á land um 250.000 tonn, eða um fjórðung alls sjáv- arafla. — Útgerð þessara báta og rannsóknarskipa hefur leitt í ljós, að við Indlandsstrendur eru góð fiskimið utan þeirra svæða, sem nú eru nytjuð. Er nú tímabært að hefja útgerð þilskipa í stórum stíl, segjum 60—100 feta og hef ég lagt til að um 350 skip verði byggð eða keypt á næstu 4 árum. — Það er ljóst, að auknar fiskveiðar eru fljótasta ieiðin til að auka eggjahvítufram- leiðslu í Indlandi, en á henni er þar mikill skortur eins og alkunnugt er. veiðar og veiðarfæri. Mikill hugur er í Nýfundlendingum að auka fiskveiðar sínar. Þeir draga nú á land aðeins þriðja hluta þess fiskmagns, sem ís- lendingar afla, en nota til þess þrefalt fleiri sjómenn, mest á smáum skipum. — Til þess að auka fram- leiðni fiskveiðanna O'g gera þær nýtízkulegri var stofnaður sjó- mannaháskóli í St. Johns fyrir 2 árum. Háskólinn hefur farið myntfarlega af stað og kennir bæði farmönnum og fiskimönn- um skipsstjórn, vélgæzlu, skipa- smíðar, meðferð og viðgerð hinna flóknu nýju fiskileitar- og siglingatækja. Meðal náms- greina eru einnig veiðarfæra- gerð og veiðitækni. — Síðustu árin hefur mikið áunnizt í að skilja og skýra margt það er lýtur að fiskveið- um og veiðarfærum, þannig að unnt er að leysa brjóstvitið af hólmi að töluverðu leyti. — Það er alltof dýnt að láta skipstjóra læra af reynslunni einni saman og æfa sig með dýrum skipum og skipshöfn. Slíkan reynslutíma er unnt og nauðsynlegt að stytta með skipulegri kennslu. —• Fiskileit er til dæmis auð- veldara að kenna á landi en á sjó. Má nota til þess tæki, sem flytur af segulbandi yfir á sjálf- ritandi dýptarmæla, fisksjár eða asdic-tæki hljóðmerki frá fiskitorfum, sem fundizt hafa áður við veiðar og eru þekktar að stærð og tegund. Einnig má breyta styrkleika merkjanna og auka eða minnka truflanir frá hraða skipsins, sjógangi, dýpt- armun, hitaskiptalögum og svo frv. —*■ Snurpuveiðar með asdic má kenna í tæki svipuðu því sem notað er til blindflugs- kennslu (Link-trainer) og svo um borð í æfingaskipi, þar sem minni spenna er og betra tóm til íhugunar, heldur en þegar kastað er á torfu hundruð þús- unda virði. — í fyrirlestri, sem ég hélt í St. Johns, skýrði ég nauðsyn veiðikennslu með línuriti, er sýnir afla á hvert skip á vor- og sumarveiðum við ísland árið Fiski matað í gúnuníbarkana niðri í lest. 1954. — Línuritið sýnir hinn gífur- lega mun á veiðni skipstjóranna á mjög „sláandi“ hátt — miklu greinilegar en aflaskýrslur í tölum einum saman. — Meðalafli var 1400 torrn, en hæsti bátur veiddi nær 5 þúsund tonn, eða meira en þre- faldan meðalafla. — E f a 11 i r skipstjórarnir hefðu farið á 4—6 vikna nám- skeið í veiðitæk-ni milli vertíða virðist mér varlega áætlað, að meðalaflinn hefði hækkað um að minnsta kosti 400 tonn, en sennilega miklu meira. Heildar- afli íslenzka síldveiðiflotans hefði þá orðið um 100 þúsund tonnum hærri og gefur auga leið, að kennslan hefði ekki kostað tíunda hluta þess verð- mætis og ber auk þess árangur um mörg ár. — Línuritið fyrir árið 1965 sýnir enn sama óhæfilega mun- inn á veiðni skipstjóranna og virðist engin breyting hafa á orðið, nema hvað smærri skip- um hafði fækkað í flotanum. \ ' / * Markaður fyrir sildina í Vestur-Afríku? — Bætt veiðitækni er engu að síður mikilvæg, þar sem far- ið er að ganga á fiskistofnana og leggja verður áherzlu á að ná ákveðnu afjamagni með sem minnstum tilkostnaði frekar en að auka heildaraflann. Sam- hliða þarf auðvitað að leggja ríka áherzlu á að gera sem mest verðmæti úr aflanum. — Mörgum blöskrar, hve lít- ið af íslenzku síldinni er seld. til matar. Stundum kemur mér þetta í hug á ferðum mínum, ekki sízt í löndum Vestur- Fisksuga landar úr tveim lestum í togara i St. Johns.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.