Morgunblaðið - 28.07.1966, Page 4

Morgunblaðið - 28.07.1966, Page 4
4 MORCU N BLAÐIÐ Fímmtudagur 28. júlí 1966 BÍLALEIGAN FERÐ Daggjald kr. 400. Kr. 3,50 per km. SÍMI 34406 SENDUM Volkswagen 1965 og ’66. RAUÐARÁRSTÍG 31 SÍMI 22022 LITLA bílaleigon Ingólfsstræti 11. Volkswagen 1200 og 1300. Sími 14970 i§4Í5: 4vÞRBSTUR^ 22-1-75 Fjaðrir, fjaðrablóð, hljóðkútar púströr o.fl. varahlutir i margar gerðir bifreiða. Bílavörubúðin FJÖÐRIN Laugavegi 168. — Sími 24180. BO S C H ÞOKULUKTIR BRÆÐURNIR ORMSSON Lágmúla 9. — Símí 38820. Elzta vikublað landsins Jakob Ó. Pétursson, á Ak ureyri minnist á það í bréfi, ao sum blöðin hafi komizt svo að orði hér á dögunum (fyrir skömmu), að nú væri „elzta vikublað landsins að leggja sig til hvíldar eftir 38 ára göngu“. Hins vegar sé „íslendingur" á Akureyri elzta vikublað lands ins. Fyrsta balðið kom út 9. apríl 1915, og var afmælisins minnzt með sérstakri viðhafn- arútgáfu fyrir rúmlega ári. „fslendingur" kemur enn út og hyggst ekki „leggja sig tj.l hvíldar". ^ Þulir útvarpsins „Sveitadrengur" skrifar: „í sambandi við gagnrýni þá, sem fram kom á kvennaraddir í útvarpinu í þáttum Velvak- anda nýlega, fór ég að veita at hygli lestri kvenþulsins, sem nú starfar. Hún heitir að mig minnir Ragnheiður. Og það verð ég að segja: Að mér finnst hún frábær í þessu starfi. Ekkert atkvæði fellur niður í nokkru orði í framsögu hennar og hún tekur fast, skýrt og eðlilega á orðunum. Sera sagt mér finnst hún tala ein- hverja fegurstu íslenzku, sera ég hef heyrt, og skil ekki í öðru en gagnrýnin, sem korn fram um daginn á kvenþul út- varpsins hljóti að vera beint að henni af annað hvort and- úð, misskilningi eða algjöru þekkingarleysi. Hins vegar tók ég eftir því við sömu athugun, að einn af karlþiulunum talar ailtof fljótt og óskýrt. Einkum verða löng orð í munni hans að ein- hverri samfelldri runu, sem verður nær óskiljanleg og svo óíslenzkuleg, að þar er hætta hraðmælis og latmælis alveg á næstu grösum. T.d. verður orðið Sameinuðu þjóðirnar að samnuðu þjóðnar í máli hans Efnahagsráð Evrópu verður Efnagsrárópu, o.s.frv. Þetta er afleitt og það því fremur að börnum og ungu fólki hættir við að taka þetta eftir í dag- legu tali. Samnmi orða og at- kvæða (í íslenzku tafsmæli) er málinu óeðlilegur, en við þekkj um slíkt bæði úr ensku og dönsku, og er nú svo komið, að gagngerðra breytinga þykir þörf í ritmáli og stafsetningu æskunnar af þeim sökum. En slíkur málgalli vex nú hröðum skrefum með hverri kynslóð íslenzkri. Væri nauð- syn að taka þetta fyrirbrigði föstum tökum í skólunum og víðar og þá ekki sízt útvarpinu. Hver kannast ekki við sam- runa eins og „bleska" úr dag- legu máli og „taura“, érakom". En þessi „málblóm” tafsmælis- ins þýða á íslenzku fullum stöf um: „Blessuð elskan“ (mín) „áttu aura“, „Ég er að koma.“ Annars hefur þessi fulltrúi tafsmælisins í útvarpinu ákaf- lega fallega og karlmannlega rödd. En hvers vegna fer hann ekki til talkennara, Sem ætti að geta lagað þetta á nokkrum dögum? Það væri gott fyrir alla, sem á hann hlýða. Til að koma í veg fyrir mis- skilning vil ég taka það fram, að mér eru allir þulirnir per- sónulega ókunnir. Ég dæmi að- eins um verk þeirra eins og þeir koma mér fyrir eyru. Ég hef þó bæði lært og kennt framsögn og sterfað við flutn- ing íslenzks máls um áratugL Sveitadrengur". •+C Hafnarfjarðar- vagninn Silfurtúni, 20.7 ‘66. „Herra Velvakandi! Langt er nú orðið síðan ég fyrst ætlaði að senda þér línu út af rekstri „Landleiða hf.“ á Hafnarfjarðarvögnunum, en nú get ég ekki lengur orða bundist, því það gengur svo fram af öllum (að minnsta kosti sem ég þekki til) að erfitt er áreiðanlega að finna hlið- stæðu, þótt víða se pottur brot inn. Það sem fékk mig til að gera þetta er atvik sem átti sér stað kl. 6 e.h. 19. júlí. Ég var komin inn í áætlunarvagn- inn sem ég hélt að ætti að leggja af stað kl. 17.45 eða kort er fyrir 6 frá Reykjavík. Þeg- #ir klukkuna vantaði 10 mín í 6 spurði ég vagnstjórann klukk an hvað þessi vagn ætti að leggja af stað þá sagði hann að vagninn ætti að leggja af stað kl. 6. Ferðum hafði þá verið fækkað úr 4 ferðum á klukku- tíma í 3. Sem sagt ferðirnar sem áður voru um miðjan dag- inn á 15 mín. fresti voru núna á 20 mín. fresti. Sennilega hef- ur það verið auglýst einhvem staðar þegar breytingin átti sér stað, svo það var sjálfsagt mér að kenna að ég vissi þetta ekki, enda ferðast ég mikið á milli á eigin bíl. Nú, ég er nú kom- in svolítið út fyrir efnið, og bezt er að halda sig við aðal- atriðið. Þegar svo klukkan er að verða 6 og vagninn er svo troðfullur að staðið er líka í tröppunum við innganginn er annar Hafnarfjarðarvagn kom- inn og vagnstjórinn úr hon- um kemur snöggvast í gættina og segir við þann sem var að fara að leggja af stað: „Heyrðu, þú ferð kl. 6, eg á að fara 20 mín. yfir 6.“ Sem sagt, hann átti að bíða þarna við garnla Iðnskólann, (því þetta var í Reykjavík) í 20 minútur. Þeg- ar við svo komum á Miklatorg ið beið að minnsta kosti 10—15 manns þar, en þar var auðvitað ekki stanzað, fólkið var bára skilið eftir, það gat bara beðið eftir næsta vagni, hvað munaði það um svoleiðis smámuni, og ef ekki væri pláss í næsta vagni heldur, þá bara sá þarnæsti. í útvarpinu þennan dag var fólk hvatt til að nota áætlunarvagn ana á milli borganna, fremur en að aka á eigin bilum, vegna vegaframkvæmda í Garða- hreppi, svo að auðvitað hefur fleira fólk ferðazt með vögn- unum þennan dag en endra- nær, hefði þá ekki vrið eðli- legra að sendir væru tveir vagnar kl. 6, eða að fjölga ferð unum eitthvað á milli kl. 5—7 að minnsta kosti þennan dag, en það er auðvitað til of mkiils mælzt af þessu fyrirtæki að þeir fari að bera hag fólksins fyrir brjósti. Það eru þeir sem ráða, og sé eitthvað fundið að er bara svarað með skætingi. Ég er nú ekki kunug lögum þeim sem sérleyfishafar eiga að fara eftir, en ég hfði haldið að bannað væri að skilja eftir farþega á auglýstum brottfar- artímum. Nú er þetta ekki út af vagnaleysi hjá Landleiðum því að ég veit um að minnsta kosti einn bíl góðan, sem þeir leigja út í hópferðir á meðan þeir ekki geta annað farþegum á sérleyfisleið sinni, Reykja- vík — Hafnarfjörður. Hvað skyldu mörg hundruð manns geta tekið undir með mér þeg- ar ég segi: „Það féll niður ferð sem ég ætlaði með?“ Það kem ur fyrir mörgum sinnum bæði sumar og vetur. Einu sinni (það var í fyrravetur), biðu 5 manns í hörkufrosti í 50 mínút ur, segi og skrifa 50 mínútur, úti við biðstöðina hjá Silfur- túni. Enginn vagn fór frá Hafn arfrði til Reykjavíkur 1 nær klukkutíma. Ef maður svo vog ar sér að tala um þetta eða spyrja hvað valdi er annað hvort ekki svarað eða svarað með skætingi. Okkur farþegun um kemur þetta sem sagt ekk- ert við, við gtum bara beðið þangað til þeim þóknast að senda vagna. Ég skora á alla farþega Hafn arfjarðarvagnanna að rísa nú upp allir sem einn, og heimta betri þjónustu, það hefur sýnt sig áður að mörgu er hægt að koma til leiðar ef sameigin- legt átak er gert og gerum þa<5 nú. Ef Landleiðir ekki geta veitt betri þjónustu ætti að taka af þeim sérleyfið og leyfa ein- hverjum öðrum að reyna, það gæti aldrei orðið verra en það er. Um leið og ég finn að rekstr inum vil ég leyfa mér að þakka þeim vagnstjórum, sem eru, margir svo þolinmóðir og lið- legir við farþegana. Að lokum þetta til farþeg- ana. Sýnum meiri kurteisi þeg ar stigið er upp í vagnana á bið stöðum, en ekki ryðjast hver sem betur getur, og kralmenn þurfa ekki að láta konur troð- ast framfyrir þá. Við konur viljum jafnrétti kynjanna og þá vrðum við að taka það góða með því vonda og öfugt. Við íslendingar erum alltaf að apa eftir öðrum þjóðum, því ekki að læra af þeim að stíga upp í strætisvagna. Þeir raða sér upp á biðstöðum eftir þvl sem þeir koma á þær og ganga svo rólega upp í vagnana, eng- ar ýtingar og engum d’ettur I hug að troðast framfyrir. Svo vona ég að þessi skrif mín, sem ég veit að svo margir vita að eru rétt og sannleikanum samkvæm, hafi einhver áhrif til góðs, sérstaklega hjá hinum háu herrum hjá Landleiðum. Þá er tilganginum náð. Með þökk fyrir birtinguna. Virðingarfyllst. Elsa Guðsteinsdóttir. Ullarvinna Reglusamur maður óskast til starfa strax við ullarkembivél. Nánari upplýsingar hjá verkstjóra næstu daga. Ullarverksvnföjan Framfíðin Sími 13060. Erum fluttir með skrifstofuna að Laugavegi 103 3. hæð, og vöruskemmu að Skeifunni 8 Mðrs Trading Company hf.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.