Morgunblaðið - 28.07.1966, Síða 11

Morgunblaðið - 28.07.1966, Síða 11
Fimmtudagnr M. júli 1966 MORCU NBLAÐIÐ 11 r Við leggjum nú inn þá lág- marksupplíæð, sem unnt er að ávaxta í þessum nýstárlega ■banka og tökum upphæðina strax út aftur, en höldum fyrir bragðið bókinni, og þeg ar við kveðjum þá banka- n'ienn, þakka þeir okkur kær- ■lega fyrir viðskiptin. Skyldi Landsbankinn nokkru sinni ■hafa hagnast betur á viðskipt um? í tjaldi símans er þröngt á þingi og margir bfða eftir sím ■tali, enda ekki nema ein lína í sambandi við símstöðina í Borgarnesi. Þar inni hittum við Pál Gíslason lækni á Akranesi, en hann er læknir mótsins. Við spyrjum hann, hvernig skátimum heilsist og hann svarar: — Það er nú sem betur fer ekkert alvarlegt að, en hins vegar er alltaf einhver, gem fær á sig smáskeinu í svo mannmörgum hópi. Nú liggja á sjúkrahúsinu, sem er í stóru tjaldi hér miðsvæðis á mót- inu, tveir sjúklingar. Annar Séð yfir tjaldbúðirnar á Landsmótinu. (Ljósm.: Ól. K. M.), Kanadisku skátarnir frá Gimli. Lengst til vinstri er Kris Kardal, þá Neil Sander, Len Thordarson, Brian Cook og Doug Thordarson. Thordarson eru frændur og segjast eiga marga ættingja í Skaftafellssýslu, en Kris Kardal segist ekki kannast við fleiri ættingja en þrjá, sem hann eigi hér á landi. Len hefur áðallega orðið fyrir þehn félögum og hann segir: — Það er skrýtið, að ekki skuli verða dimn t á nóttunni. Heima í Gimli er orðið rokk- ið um 10 leytið, en við eigum samt ekki í neinum erfiðleik- um með að sofna. Eftir amst- ur dagsins erum við svo þreyttir, að við erum ekki fyrr lagstir út af fyrr en vi’ð erum sofnaðir. — Landið hér umhverfis er sérstaklega skemmtilegt. Alit er hér svo ósnortið. Væri þetta í Kanada væri vafalaust búið að setja upp matsölu eða pylsuvagn við fossinn hér I ánni rétt hjá, en hér er allt eins og það var áður en menn fóru að hrófla við landinu. Hér eru engir skógar, svo að Tvær reykvískar skátastúlkur, Ingvadóttir. með magakvilla, útlendingur, sem ekki hefur þolað hið breytta mataræði og hinn ís- lenzkur skáti, sem hafði of- kælzt í rigningunni. Þetta er ekkert alvarlegt, þeir verða oi'önir góðir eftir daginn. Björgvin Þorbjörnsson er Elin Óskarsdóttir og Auður runa og skilja íslenzku mæta vel, þótt þeir treysti sér ekki til að tala hana. Doug Thordarson og Len Það eru glaðir og reifir Strákar, sem við hittum í búð- um kanadískra drengjaskáta. Fimm þeirra, sem við tökum tali eru búsettir í Gimli og eru þrír af íslenzkum upp- Dagskrárstjórinn ásamt fulltrúa úr tjaldbúðastjórn. Talið frá vinstri: Gaðmundur Ástráðsson, Kristín Aðalsteinsdóttir, — Sigrún Sigurgestsdóttir í tjaldbúðastjórn og Arnfinnur Jónsson verzlunarstjóri í minjagripa- verzluninni. Þar fyrir utan er löng biðröð, svo að einna Ihelzt kemur manni í hug krepputíminn, þegar vöruval var sem fábreyttast. Orsökin hér er annars eðlis. Verzlun- in er svo lítil að ekki rúmast nema fáir inni í einu og við skiptavinir bíða utandyra í rigningunni eftir afgreiðslu. í verzluninni eru seld merki mótsins, peysur og alls kyns 6kátavarningur í tilefni móts- ins. maður getur notið víðsýnisins og séð hrikaleik hinna ís- lensku fjalla. Það er einhver munur en heima ,þar sem maður sér ekki landíð fyrir skógi — Jú, við sækjum alltaf íslendingadaginn í Winnepeg. Þetta verður í fyrsta sinn sem við missum af honum, en hann er á sunnudaginn. Þá eru haldnar ræður á íslenzku og við skemmtum okkur all/t- af konunglega. Ég hef t.d. aldrei misst af þessum degi í 20 ár. Hápunktur hátíða- haldanna er þegar fjall- konan er krýnd og á eft- ir er glimusýning. — Það skemmtilegasta við ísland er að hér er svo gott að vera í útilegu, engin skor- kvikindi eða neitt slíkt til þess að skyggja á gleðina. Við erum allir mjög hrifnir af harðfiski og skyri, enda get- um við fengið þa'ð í Gimli. Þar er það selt í verzlunum. — Hér á landi tala einnig allir 2 og 3 tungumál. Það er dáiítið skrítið fyrir okkur Kanadamenn, sem höfum sjálfir þetta eilífa tungumála vandamál heima fyrir, segja þeir félagar og við kveðjum þá. Á landsmótinu starfa í póst húsinu þrír póstmenn. Póst- meistari er Reynir Ármanns- son, en honum til aðstoðar eru þeir Axel Sigurðsson og Grímur Sveinsson. Þeir fé- lagar upplýsa okkur um, að unnt sé að fá alla fyrir- greiðslu í pósthúsinu. Þar er afgreiddur bögglapóstur, — venjulegur bréfapóstur og þar er póstsparibanki (giro) fyrir sænska og norska þátt- takendur. Þeir félagar segja, að samvinna.við skátana hafi verið öll hin ánægjulegasta. f tilefni af mótinu hefur og verið gerður sérstakur póst- stimpill með merki mótsins að grunni. Við höfum nú dvalið í góðu yfirlæti skátanna um stund og erum orðnir holdvotir, en þrátt fyrir rigninguna dáumst við að glaðlyndi þessa unga fólks. Þar er „gleði í hverri sál“. Póstmennirnir þrír, talir frá vinstri: Grimur Sveinsson, —. Reynir Ármannsson og Axel Sigurðsson. Telpur frá Blönduósi. Talið frá vinstri: Stefanía Guðmunds- dóttir, Margrét Einarsdóttir, Ingibjörg Sigvaldadóttir — og Ragnhildur Sövik.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.