Morgunblaðið - 28.07.1966, Blaðsíða 23
ílmmtudagur 28. júTí 1966
MORCUNBLAÐIÐ
23
— Um framsýni
Framhald af bls. 17
mál að ræða — útrýming hung-
ursins í heiminum, og því ekki
óeðlilegt, að margar þjóðir sam
einist um úrlausn þess.
*r
Þáttur verðbólgunnar
Þá hefur verðbólgan á fslandi
séð fyrir því, að ekki hefur ver-
ið unnt að koma á fót með eðli-
legum hætti fiskiðnaðarfyrirtækj
um, eins og t.d. niðursuðuverk-
smiðjum, sem krefjast öðrum út-
ílutningsgreinum fremur vegna
erlendra markaðsaðstæða. mikils
jafnvægis í þróun framleiðslu-
kostnaðar. Verðteygnin í niður-
lögðum eða niðursoðnum sjávar
afurðum er lítil, þ.e. verðlagið
á hinum erlendu mörkuðum all-
stöðugt ár frá ári. Áhrifin eru,
að jafnhraðvaxandi, árleg verð-
bólga, eins og verið hefur á ís-
landi síðustu tvo áratugina, hef-
ur gert að engu framleiðslu- og
söluáætlnanir fyrir fullunnar
síldarafurðir til manneldis og
komið í veg fyrir' uppbyggingu
öflugs niðursuðuiðnaðar. Örari
verðbreytingar til hækkunar á
frystum sjávarafurðum til árs-
loka 1965 og fastmótuð uppbygg
ing þessa i^inaðar hefur forðað
Ihraðfrystiiðnaðinum frá sömu
örlögum.
Vegna verðbólguþróunarinnar,
íem hefur dregið úr getu manna
til að fara út í fullvinnslu síld-
arinnar til manneldis, hefur þró
unin því orðið sú, að leitað hef-
ur verið þeirra leiða, sem til-
tækilegastar hafa verið til að
mæta þessum kringumstæðum
og nýta hinn mikla síldarafla,
með því að bræða hann í afkasta
miklum síldarverksmiðjum og
framleiða dýrafóður. Að vissu
marki hefur verið um ákveðið
kapphlaup að ræða um að koma
aflanum í vinnslu og sölu, sem
með sem skjótustum hætti skilar
andvirði framleiðslnnar til baka.
Þessum hraða skilar síidar-
hræðslan mun betur en full
vinnsla sildar til manneldis við
núverandi kringumstæður. Til
að vinna fullunnum matvælum
markað, þarf viðkomandi fram-
leiðandi, sem yrði að skapa eftir-
spurn eftir vörunum, að hafa
yfir miklum fjármunum að
ráða, bæði til að eiga jafnan
nægilegt hráefni í birgðum, sem
trýfegði stöðuga framleiðslu miili
veiðitímabila, og til að festa í
birgðum fullunnar vöru ailt frá
eigin vöruskemmu í smásölu-
dreifinguna á erlendum mörkuð
um, auk nauðsynlegrar fjárfest-
ingar í húsum, vélum o.þ.h. í
byrjun gæti verið um langt
tímabil að^ræða, sem þyrfti að
brúa frá utlögðum framleiðslu-
kostnaði, þar til greiðslur af söl
um færu að koma inn. Er aug-
ljóst mál, að íslenzkir fiskfram-
leiðendur hafa ekki yfir slík-
um fjármunum að ráða og út-
vegsmenn með sína nýju og
dýru fiskibáta geta ekiki beðið
eftir fullnaðargreiðslum fyrir
síldina, sem full vinnsla henn-
ar myndi krefjast á fyrsta stigi
í uppbyggingu almennilegs nið-
ursuðu- eða niðurlagningariðn-
aðar.
Um framleiðslu síldar- og
fiskimjöls til manneldis liggja
hérlendis ekki — svo mér sé
kunnugt um — fyrir neinar fram
leiðslu- né sölukostnaðaráætlan-
ir, þrátt fyrir miklar umræður
um hugsanlega nýtingu mjölsins
til manneldis. Hins vegar mun
þess skammt að bíða, að banda-
rísk vísindastofnun birti skýrsl-
ur um jákvæðan árangur á til-
raunastarfsemi til að framleiða
fiskimjöl til manneldis með hag-
kvæmum hætti.
Þörf sameinaðs átaks
Hér þarf að koma ákveðinn
stuðningur þjóðarheildarinnar
fyrir tilstuðlan ríkisvaldsins við
íslenzka fiskframleiðendur, ef
þjóðin vill byggja upp öflugan
og fjölbreyttari síldariðnað, sem
margfaldaði hráefnisverðmætið
í vinnslu.
íslenzka þjóðin er nú það vel
efnum búin, að hún getur lagt
út í 'þetta stórvirki. Ríkisstjórn-
in og Alþingi i samvinnu við
stéttarsamtökin verða að gera
ráðstafanir, sem duga til að
draga úr hinni óeðlilega hörðu
verðbólgu, sem brýtur niður ís-
lenzka útflutningsframleiðslu og
framtíðarmöguleika hennar Marg
háttaðar leiðir koma til greina
í þeim efnum, en eitt er víst, að
eigi að byggja upp atvinnugrein,
sem krefst hudraða milljóna
króna í fjárfestingu, verður að
draga úr verðbólguhraðanum og
skapa hinni nýju atvinnugrein
nægilegt fjármagn. í glímunni
við verðbólguna verður að fara
verðhjöðnunarleiðina, með því
m.a. að draga úr opinberum
framkvæmdum, einkaneyzlu og
óarðbærum atvinnurekstri og
beina að ákveðnu marki fjár-
magninu í uppbyggingu fiskiðn-
aðar, sem eykur útflutningsverð-
mæti fisk- og síldarhráefnisins
Eins og málum er nú háttað, geta
íslendingar í heild þrautalítið
dregið um takmarkaðan tíma
úr einkaneyzlu vegna
betri framtíðar fyrir eftirkom-
endur, jafnframt því sem þe'tr
styrkja sjálfstæði þjóðarinnar.
Efling íslenzkra atvinnuvega og
betri nýting auðlinda hafsiirs,
hlýtur að vera keppikefli sér-
hvers hugsandi fslendings, og
getur enginn skorazt undan
þeirri ábyrgð að taka af heilind
um þátt í nauðsýnlegum aðgerð
um til að treysta grundvöll út-
flutningsframleiðslunnar og
byggja þjóðinni bjartari framtið.
TJÖLD
Mikil eftirspurn hefur verið síðustu daga
eftir tjöldum með hlífðarþökum. —
Hlífðarþökin þétta tjöldin fyrir kuldanæð
ingi eða rigningu eins og veðurfar hefur
verið undanfarið. — Eigum enn eftir nokk
ur 5 manna tjöld með útskoti og
lilífðarþaki.
Verð kr. 3.690.-
Miklatorgi - Lækjargötu 4 - Akureyri
Lokað
vegna sumarleyfa tii 7. ágúst.
Kristínn Benediktsson
Heildverzlun — Óðinsgötu 1.
MONROE-MATIC og
Monroe-Super 500
Höggdeyíoi
ávallt fyrirliggjandi
í flestar tegundir bifreiða.
FJAÐRAGORMAR
SLITHLUTIR
BREMSUHLUTIR
TJAKKAR 1%—12 tonn
STUÐARATJAKKAR
HJÓLATJAKKAR
FARANGURSGRINDUR
POKAR
á farangursgrindur
BÖND
fyrir farangursgrindur
AURHLÍFAR
MOTTUR
ÚTVARPSSTENGUR
L J ÓS AS AMLOKUR
6 og 12 volt
KAPPAR í dekk
SPEGLAR
ÞVOTTAKÚSTAR
LUKTIR allskonar fyrir
vinnutæki
ISOPON til allra viðgerða
smyrst sem smjör,
harðnar sem stál
PLASTI-KOTE sprautu- *
lökkin til blettunar
CAR-SKIN bílabónið,
þarf ekki að nudda,
endist lengi.
isth.f
Qþnau
Höfðatúni 2. — Sími 20185.
ATHUGIÐ
Þegar miðað er við útbreiðslu.
er langtum ódýrara að auglýsa
í Morgunblaðinu en öðrum
blöðum.
‘K'ásti
utiini
í helguiferðina
Peysur, peysuskyrtur, peysujakkar,
stretchbuxur, úlpur o. m. fl.
Góðar vörur á lágu verði.
Verzlun Ó.L. *'
Traðarkotssundi 3.
(Á móti Þjóðleikhúsinu).
Hestamannafélagið
FÁKUR
hefur ákveðið í sambandi við hestmannamótið í
Skógarhólum 30. og 31. júlí nk. að senda bíl með
farangur þeirra, sem ætla sér á hestum á móts-
stað. Tekið verður á móti farangri laugardaginn
30. júlí kl. 9—12 f.h. við félagsheimilið
ATH.: Geldinganesið verður smalað laugardag
og verða hestar komnir í rétt kl. 10.00 f.h.
STJÓRNIN.
1. vélstjóri óskast
á togbát
Upplýsingar í síma 50565.
the 'ekgant’
DELUXE
leisure chair
%
Sólstólar
Margar gerðir nýkomnar.
— Ódýrir —
Ceysir hf,
STÁLOFNAR
Ideal - {$tattdafd
Þýzkir og enskir panelofnar úr stáli
vandaðir, áferðarfallegir. Hagstætt verð.
Miðstöðvarofnar frá
Jdeal - í^tatnJard
hafa áratuga, mjög góða reynslu hér á landi
Allt til hita- og vatnslagna á einum
stað hjá oss
J. Þorláksson & IMorðmann hf.
Bankastræti 11. — Skúlagötu 30.