Morgunblaðið - 28.07.1966, Side 30

Morgunblaðið - 28.07.1966, Side 30
3U MUKfiU NULAOIO Fimmtudagur 28. júlí 1966 Englendingar og Portúgalar: Unnu sigur fyrir knattspyrnuna LEIKUR Englendinga og Portú I ar, en dómarinn átti náðugan i gala í uncianúrslilum HM i fyrra | dag er lofaður um allan heim j sakir prúðmennsku og glæsilegr I ar knattspyrnu. Ensku blöðin yf J irbjóða hvert annað í hástemmd j um lýsingarorðum og allir eru j á einu máli um að lið þessi hafi unni mikinn sigur ekki einungis I fyrir sjált sig — heldur fyrir ! knattspyrnuna í heiid. Hinn kunni enski dómari Arth ur Ellis segir: „Ég efast um að ég hafi noíckru sinni séð íþrótta mennsku á æðra stigi í keppni, sem var jafn þýðingarmikil og þessi. Freistingarnar eru marg dag. Aðeins 11 aukaspyrnur tala sínu máli um það“. Helmut Schoen, sagði: „Eng- lendingar stóðust prófið. Þetta var bezti leikur þeirra í keppn- inni og leikurinn á laugardaginn verður erfiðasti leikur, sem Þjóð- verjar hafa gengið til“. Herberger hinn kunni þýzki þjélfari taldi ensku vörnina hafa gengið of fast fram gegn Euse- bio — að öðru leyti hefði leik- urinn verið fullkominn. Og til gamans birtum við hér nokkrar myndir frá HM og líf* inu í London. Hér er þvaga við mark Rússa í leik þeirra við Þjóðverja í und anúrslitum HM. Sigfried rteld (nr. 10) á skot að morki en kusainov tekst að lyfta knettinum yíir. ,,Lá við slysi, en varð ekki af“, má segja hér. Uwe Seeler stekk ur yfir hinn fræga markvörð R ússa, Lev Jashin, sem grúfir sig yfir knöttinn eins og fugl yfir bráð. Danilov bakvörður horfir á Og meðan á HM stendur og all ir tala um knattspyrnu gefur enginn í London því gaum að Cassius CJay er þangað kominn og byrjaður æfingar fyrir kapp leik sinn við Brian London, sem fram fer í London 6. ágúst. — Clay segir; „Brian I.ondon verð- ur erfiðari en Cooper — en svo syngur hann: „London bridge is falling down . . . “ “. Fyrra mark Þjóðverja. Helmut Haller nær að skjóta og skora áður en hinn frægi Veronin . kemur aðvífandi til varnar. Þjóðver jar hafa aldrei unn- ið Englendinga í landsleik en tapað stórt m.a. 0-10 — 042 V-ÞÝZKA landsliðið hefur tækifæri til bess í úrslitaleik um heimsmeistaratitilinn á laugardaginn að vinna ein- stætt afrek í þýzkri knatt- spyrnusögu. Vinni Þjóðverj- ar Englendinga verður það öðru sinni, sem Þýzkaland hlýtur heimsmeistaratitiiinn (síðanst 1954 í Bern), en það verður þá í fyrsta sinn, sem Þjóðverjar sigra Englendinga í knattspyrnu Tvív^gis hefur Þjóðverjum tekizt að ná jafntefli gegn Englendingum Það var 1911 2:2 og 1930 ei úrslit urðu 3:3. Englendingai eru lærifeð- ur Þjoðverja í knattspyrnu. 1899 þegar ekki var um að ræða skipulegt landslið hjá Þjóðverjúm komu Englending ar í heimsókn og léku við úr- valslið. Úrslitin urðu 13:2 og 10:2 í Berlín og 7:0 í Karls- ruhe. Tveimur árum siðar heim sóttu Þjóðverjar Englendinga og urðu að sætta sig við stóra ósigra 0:10 og 0:12. 1908 liófust hin opinberu landsleikjaskipti landanna. Fyrsti landsieikurinn var háð ur í Berlín og unnu Englend ingar 5T. 53 árum síðar eða 23. febrúar 1966 háðu löndin sinn 11. landsleik á Wembley í London. Úrslitin urðu knapp ur enskur sigur. Leikurinn á laugardaginn verður því önnur átök land- anna á þessu keppnistímabili — og tækifæri fyrir Þjóð- verja til að rétta hlut sinn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.