Morgunblaðið - 04.08.1966, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 04.08.1966, Blaðsíða 1
28 síður 53. árgangur 174. tbl. — Fimmtudagur 4. ágúst 1966 Prentsmiðja Morgunblaðsins Bandarísk þingnefnd vill endurskoðun NATO I»að er fátt skemmtilegra fyrir börnin en að busla í sjónum. WaShington 3. ágúst NTB. UNDIBNEFND í bandarísku full trúadeildinni mælti í dag með að framkvæmd yrði umfangs- mikil endurskoðun á Atlantshafs bandalaginu. Segir í skýrslu nefndarinnar að NATO hafi ekki tekizi að fylgjast nægilega með þróun mátla í Evrópu svo og annars staðar í heiminum. 1 skýrslunni segir ennfremur að tilraunir Bandarikjamanna til að fá önnur NATO lönd til raun- hæfra samvinnu hafi hingað til verið óákveðnar, ófullnægjandi o.g innihaldslausar. Bandaríkin hafi auk þess ekki gefið nægileg- an gaum að þeim breytingum ! Geispaði kjólki onn úr liði — Þetta er hundleiðinleg: sjónvarpsdagsskrá, sagði mað ■ ur nokkur í Næstved, Dan-; mörku, fertugur að aldri, viðl konu sína um leið og hann; teygði rækilega úr sér í hæg-I indastólnum sínum, geispaði; og......hélt áfram að geispal kjálkinn var farinn úr liði, * og hann gat ekki með nokkruj móti lokað munninum aftur. I ■ Læknir var kvaddur á vettl vang en allt kom fyrir ekki.; Vesalings maðurinn héltl áfram að gapa. f>á var hann; í skyndi fluttur í sjúkrahús, I Framhald á bls. 3 I Kosygin segir Kínverja hjálpa Bandaríkjamönnum Moskviu, 3. ágúst — NTB-AP ÆÐSTARÁÐ Sovétríkjanna end- urkaus í dag einróma ríkisstjórn Kosygins forsætisráðherra, svo og Podgorny forseta. Tass-frétta- stofan segir að engar breytingar hafi verið gerðar á mannaskipt- um í helztu embættum, né starfs- háttum Sovétstjórnarinnar, utan smávægilegra á starfi nokkurra ráðuneyta. Kosygin forsætisráðherra réð- ist harkalega á Kínverja á fundi Brezkir vinnuveit- endur styðja Wilson London, 3 ágúst — NTB: BREZKA vinnuveitendasamband ið ákvað í dag að veita stjórn Verkamannaflokksins fullan stuðning við að binda laun og verðlag í 6 mánuði til að bjarga sterlingspundinu Var tilkynning jn um ákvörðunina gefin út skömmu eftir að brezka iðnaðar- sambandið (CBD, sem í eru 14000 fyrirtæki og 300 vinnuveit endasambönd, hafði skorað á með limi sína að veita stjórninni fullt samstarf á þessum vettvangi. Ljóst er að stuðningur CBI er heilsteyptari en stuðningur brezka verkamannasambandsins TUC, sem lýst var yfir fyrir skömmu, en þar var fyrirvari á ýmsum atriðum. Sterlingspundið hækkaði enn í dag úr 2.7901 í 2.7904. Æðstaráðsins í dag, jafnframt því sem hann fullvissaði N-Víetnam um fullan stuðning Sovétríkj- anna. Kosygin sagði að Kínverj- ar veittu Bandaríkjamönnum miklan stuðning með hinum sí- felldu árásum á sovézka leiðtoga. Æðstaráðið samþykkti einróma aðaldrög Kosygins að stefnu Sovétríkjanna í innan- og utan- ríkismálum. Kosygin sagði að ráðamenn og dagblöð í Kína hefðu undanfarið gert æ har'ðari árásir ó Sovétrík- in, og þannig veitt bandarískum heimsvaldasinnum kærkominn stuðning. Hann sagði að Sovét- menn myndu halda áfram til- raunum til að bæta sambúð þjóð- anna á grundivelli kenninga Marx og Lenins. Kínverska þjóð- in blyti í hjarta sínu að þrá betri sambúð. Um Víetnam sagði Kosygin, að stjórnin í Honoi gæti verið þess fullviss, að Rússar muni styðja hana í einu og öllu til að brjóta- á bak aftur íhlutun Bandaríkja- manna í Víetnam. Grundvöll fyr ir lausn á deilunni væri að finna í tillögu N-Víetnam og Víet Cong, en sú tillaga er í samræmi við Bandaríkjamenn halda áfram árásum á olíustöðvar Saigon 3. ágúst NTB - AP. TALSMAÐUR bandarísku her- stjórnarinnar í Saigon sagði í dag að bandarískar sprengjuflugvél- ar hefðu enn í dag gert loft- árásir á olíubirgðastöðvar í N- Víetnam. Voru olíubirgðastöðv- arnar í 3 km fjarlægð frá hafn- arborginni Haiphong, en þar eru geymdar um 40% af olíubirgð- um N-Víetnam. Sögðu banda- rísku flugmennirnir að er þeir flugu á brott hefðu stöðvarnar staðið í björtu báli. Flugvélarnar komust allar heilu og höldnu til baka. Fregnir frá Hanoi herma að 5 flugvélarnar hafi verið skotnar niður Bandaríkjamenn gerðu einnig loftárásir á olíustöð sem var staðsett 144 km norður af Hanoi. í>á voru gerðar sprengjuárásir á ýmsar samgönguleiðir og birgða- stöð skammt frá 'bænum Dong Hoi. Frá því var skýrt í Saigon í dag, að Ky forsætisráðherra myndi fara í opinbera heimsókn til Filipseyja innan tíðar og hitta Marcos forseta að máli. Munu þeir ræða styrjöldina í Víetnam. Tilkynningin um heimsókn Kys var gefin út skömmu eftir að Marcos hafði skýrt frá því, að stjórnin í Peking hefði hafnað kuldalega beiðni Marcosar um að hún beitti sér fyrir friðarumleit- unum milli hinna stríðandi aðila í Víetnam. Lögreglan í Saigon hindraði í dag búddamunkinn Tri Quang í að yfirgefa sjúkrahúsið sem hann hefur dvalizt í síðan 21. júní er hann var fluttur þangað frá Hue þar sem hann hóf hungurverkfall til að lýsa andúð sinni á stjórn Kys. Tri Quang hefur nú fastað í 57 daga og nærist aðeins á eimuðu vatni og hafði hann ætl- að að sækja fund Búddatrúar- manna og kaþólskra manna í Saigon, er lögreglan stöðvaði hann. Yfirvöldin í Saigon hafa Framh. á bls. 2 grundivallaratriðin í Genfarsam- þykktinni frá 19ö4. Sovétmenn munu gera allit sem í þeirra valdi sitendur til hjálpar Víetnambú- um víð að reka Bandarífcj amenn burt úr landinu eins fljótt og mögulegt er. Er hér var komið ræðu Kosygins kvað við mikið og langvarandi lófatak frá við~ stöddum, sem voru 1517 að tölu. Hann hélt áfram og sagði, að stjórnin væri fast ókveðin í að styrkja stjórnmálalega, hernað- arlega og efnahagslega sam- vinnu við önnur kommúnista- ríki. Staða kommúnískra þjóða í heiminum myndi verða ennþá traustari ef um samvinnu væri Framhald á bls. 27 sem átt hafa sér stað í Evrópu, og að þau hafi haft tilhneigingu til að gefa fyrirskipanir fremur en veita forystu. Nefndin mælir m.a. með að frumkvæði verði haft til að koma á samningaviðræðum við War- sjárbandalagið um fækkun í landherliði Evrópulandanna. Skýrslan segir að veita beri hinu umdeilda vandamáli um sameig inlega stefnu NATO landanna í kjarnorkumálum mikla ahygli, en hún kemur ekki með tillögu þar að lútandi. Ennfremur segir að með til- liti til að Frakkar hafi nú sagt sig úr hernaðarsamvinnu NATO álítur nefndin að víkka beri starfsgrundvöll bandalagsins, og í því sambandi er á það bent að næg rök séu nú fyrir inn- göngu Spánar í NATO. Framhald á bls. 3 Bretar styrkja flagvéloíðnaðinn London, 3. ágúst — NTB: BREZKA stjórnin ákvað á fundi í dag, að gera ráðstafanir til styrktar brezkum flugvélaiðnaði, en hann hefur orðið fyrir miklum áföllum er stjórnin hefur ákveð ið að hætta við ýmis stór verk- efni á sviði flugmála. Hafa ríkisflugfélögin fengið fyrirskipun um að nota eingöngu. brezkar flugvélar, en þó fékk BOAC sem er systurfélag BEA leyfi til að kaupa 6 Boeing 747 frá Bandaríkjunum að upphæð 6 milljarða ísl. kr. BEA verður aftur á móti að snúa sér að end urbættum útgáfum af brezku flugvélagerðunum VC-10, Trid- ent og BAC-111. Johnson dæmdur? London, 3. ágúst — NTB: FRÁ ÞVÍ var skýrt í London í dag, að 3. nóvember nk. myndi óopinber stríðsglæpa- dómstóll undir forystu brezka heimspekingsins Bertrand Russels, koma saman í París til þess að dæma Johnson Bandaríkjaforseta og aðra bandanska forystumenn fyrir hlutdeild þeirra í styrjöldinni í Vietnam. Einkaritari Russels sagði fréttamönnum að dómstóllinn yrði skipaður 12—15 þekkt- um mönnum frá Evrópu og S- Ameríku, sem hafa getið sér nafns á sviði utanríkismála, réttarfars, trúmála, stjórn- vísinda og lista. Munu vitna- leiðslur fara fram í 3 mán- uði og síðan kveðinn upp dóm ur. Einkaritarinn sagði að Bandarikjamennirnir væru á kærðir fyrir að hafa notað eit urefni, gas og napalmsprengj- ur í styrjöldinni í Vietnam. Flogið verður með 200 N-Viet nambúa til Parísar, sem munu skýra frá ógnum þeim er þeir hafa þurft að þola vegna styrjaldarinrar. Meðal dómaranna verðá franski rithöfundurinn Jean- Paul Sartre, Simone de Beau voir, ítalski lögfræðingurinn og ritstjórinn Lelio Basso, Lezaro Cardtnas fyrrum for- Bcrtrand Russel seti Mexikó, júgóslavneski stjórnvísindamaðurinn VÍadi- mir Dedijer, þýzk-sænski rit höfundurinn Peter Weiss o. fl. Bertrand Russel er nú 94 óra að aldri.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.