Morgunblaðið - 04.08.1966, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 04.08.1966, Blaðsíða 17
Fimmttiaagtir 4. ágúst 1966 MORGUNBLAÐIÐ 17 UTVARP REYKJAVÍK ^ ■ LALtíARDAGINN 23. júlí var k þátturinn „í kvöld“, sem þær Brynja Benediktsdóttir og Hólm- fríður Gunnarsdóttir stjórna, at- hyglisverður þáttur. Þær töluðu við forstöðukonu barnaheimilis, vögguatofu og dagheimili barna bar þar á gcrna. Taldi forstö'ðu- konan slík barnaheimili nauðsyn leg hér í borginni (og sjálfsagt víðar) þar sem svo margar mæð- ur vinna úti, en betra væri að ungbörnin gætu alist upp hjá mæðrunum heima. Auðvitað eru margar undantekningar frá þessu af ýmsum ástæðum, eins og allir vita. — Önnur stjórnandi þáttar- ins sagðist hafa dvalizt í London í vetur. Þar var þá m.a. verið að leika Hamlet. Aðalhlutverkið lék ungur og efnilegur maður. Hann kom fram í gervi „bítils“, með flaksandi hár og alla tilburði þessarar manntegundar, látbragð og málróm. Auðvitað var engu orði breytt frá því er uppruna- lega var frá gengið af Shake- speare. Afskapleg aðsókn var að sýningum þessum, einkum af ungu fólki, kílómeters biðröð, held ég hún hafi sagt, á hverjum degi. Þannig þola stórskáldin breytingar tízku og smekks, þeg- ar listin og andrikið er nógu mannlegt og spekin nógu einföld í allri sinni dýpt og snilld. Undanfarin sunnudagsbvöld hefur hinn kunni útvarpsmaður Stefán Jónsson haft þátt er nefn- ist „Stundarkorn með Stefáni Jónssyni o. fl.“. Hefur þátturinn byrjað með því, að S. J. hefur lagt eina spurningu fyrir nokkra menn. 24. júlí var spurningin „Telst réttUrinn að vera latur til almennra mannréttinda?" Gunn- ar Einarsson bókaútgefandi, taldi leti ljótt orð og að vera latur löst. Verkamaðurinn hefur ekki leyfi til að slæpast í vinnutíma, hver sem vinnan er. Hvíld er nauð- synleg, ofþreyta er hættuleg. Hvíld er allt annað en leti. Leti er refsiverð en að vinna of mikið er háskalegt og getur orðið til þess að viðkomandi fái aldrei notið hvíldar. Loftur Amundason ’ (ég held járnsmiður) sagði að leti væri meðfædd en gæti líka verið á- unnin. Kvaðst aldrei hafa verið iatur. Sagði að mikill munur væri áð sjá menn vinna fyrir tímakaupi eða í ákvæðisvinnu, oft. Plága fyrir viljuga, roskna menn að vinna með letingjum. — Hannes Pétursson, skáld, kvaðst ekki vita hvort það væri refsi- vert, skv. lögum, að vera latur. Skorður eru settar öllum mann- réttindum en leti hlýtur að heyra undir mannréttindi. Ef latur mað ur viil liggja í iðjuleysi er hon- um það heimilt. Ef til vill mis- skilja menn aðra stundum. Páll Melsted segir að Jónas Hallgríms son hafi legið í leti. En var Jónas ekki einmitt að yrkja þegar Páll hugði hann slæpast? Hannes Pét- ursson kvaðst ekki hrifinn af of duglegum mönnum en kva’ðst kunna vel við hæfilega lata hæfi- leikamenn. — Jón B. Jónsson kvað engan hafa rétt til að vera Iatur. Frá 16—71 árs aldri sinum þekfcti hann ekki leti. Guðsorð segir að sá sem ekki vill vinna eigi ekki heldur mat að fá. — Ég vil bæta því við, að ég hygg að ísiendingar seu ann- að hvort mjög löt þjóð eða þá of þreytt. Byggi ég þetta á því hversu menn eru hér miklu rúm- Iatari en aðrar þjóðir, sem ég þekki til. Heimir Hannesson, lögfræð- ingur, talaði um „Daginn og veg- inn“, mánudag 25. júlí. Kvað hann sjónvarp hersins í Keflavík vera „að færa út verksvið sitt“, eins og hann orðaði það. Taldi hann þetta sjónvarp verra en gerist heima í USA. — Ég talaði við hjón, sem eru nýkomin frá Bandaríkjunum eftir 6 vi'kna dvöl þar. Segja þau Keflavíkur- sjónvarpið ekki lakara en þar, en beti i að því leyti að hér eru engar auglýsingar. Auðvitað úr meira að velja vestra, þar sem skipt er yfir á margar sjónvarps- stöðvar. — Heimir vildi láta borgarbúa nota meira gistihús úti á landi en gert er, til þess að létta undir með þeim er taka á móti ferðamönnum. En þetta er of dýrt fyrir flesta, að mínu áliti. Fólk á góðum aldri sem á bíl og tjald ferðast á engan hátt skemmtiLegar og frjálslegar en upp á eigin spýtur, með nesti og góðan viðleguútbúnað. — Þá sagði Heimir að „Fishing News“, brezka tímaritið, segði, að síld- veiði í norðurhöfum væri að verða hreinasta rányrkja og mundi þó enn margfaldast. Aftur á móti teldu Kanadamenn næga síld þar og enga hættu á ofveiði. — Hann ávítaði blöðin fyrir að ala á sundurlyndi með órök- studdri gagnrýni. Margir hættir að taka mark á slíku Hva'ð ger- um við til þess að komast að nið- urstöðu á því, hvað veldur verð- bólgunni, hvað orsakar hana? Vandamál verður fyrst og fremst að skiija ti'l þess að geta mætt þeim á viðeigandi hátt. Kenna þarf unglingum meira í hagnýt- um fræðum en minna af ýmsu öðru. Gils Guðmundsson, alþm., flutti, 26. júlí, frábærlega snjallt og fróðlegt erindi um hi'ð forna höfuðból Vatnsfjörð, þar sem sama ættin bjó frá landnámstíð í nálega fimm aildir, stórbrotið fólk og stórauðugt. Var auðheyrt að Gi'ls hafði af miklum fróðleik og þekkingu að taka í svo stutt erindi. Hefði ég óskað, að frem- ur leiðinlegri músík, sem á eftir fór, hefði verið sleppt, en erindið orðið þeim mun ýtarlegra og lengra. E.n það er eins og músík og glymur hafi ætíð forréttindi í útvarpi oikkar, enda þótt meira en heimingur hlustenda skrúfi fyrir meiri hlutann af slíku. Auð- vitað er góð músik unaðsleg, en of mikið af öllu má þó gera og að skaðlausu mætti sleppa nokkru af hljóimlist útvarpsins og spara með því stórfé. Jóhann Hjálmarsson ræddi við Þorgeir Sveinbjörnsson, skáld, og Guðrún Ásmundsdóttir las upp kvæðfð „Landsýn" úr bók Þorgeirs „Vísur um drauminn". Var þetta góður þáttur: Samtalið athyglisvert, kvæðið lítið rímað en þó skáldlegt og vandlega samið eins og við var að búast af Þeirgeiri og Guðrún las það prýðilega vel. Á föstudagskvöld- ið las síra Sigurður Einarsson ný ljóð eftir sig. Sá snjalli og gáf- aði ma'ður er í fremstu ljóðskálda röð, þeirra er lá'.a til sín heyra nú, stórkvæðið OrS, er hann orti í vor ber þess vott og raunar voru öl'. kvæðin er hann las ágæt. I Þorsteinn Jónsson. Samkoma íslands- vinafélagins í Moskvu íslandsvinafélagið í Moskvu, (SSSR-Islandije), efndi til sam- komu í Don Drushby (Vináttu- húsinu) fimmtudaginn 16. júní sl. í tilefni af þjóðhátíðardegi íslendinga. Samkoman hófst kl. 6.30. Setti Pétr Goroshkin, aðalritari sovi- ezku vináttufélaganna, hana með stuttu ávarpi. Næsti liður dagskrárinnar var erindi, sem dr. Alexei N. Kress- ilnikov, deildarstjóri sögudeildar- sovézku vísindaakademíunnar, fyrsti sendiherra Sovétríkjanna á íslandi, flut.ti. Rifjaði hann þar upp minningar línar frá lýð- veldisstofnuninni 1944 og frá dvöl sinni á íslandi árin 1044— 1946. Fléttaði hann inn í frá- sögnina ýmsum þáttum um sam- skipti íslands og Sovétríkjanna. Var góður rómur gerður að er- indi hans. Sendiherra ísiands, dr. Krist- inn Guðmundsson, ræddi um við- skiptaleg og menningarleg sam- skipti íslands og Sovétríkjanna. Mælti hann á rússnesku við mik- inn fögnuð áheyrenda og var hluta af ræðu hans sjónvarpað 17. júní, þegar skýrt var frá þjóðhátíðardegi íslendinga. Að ræðum loknum var gengið í kvikmyndasal Dom Drushby og þar sýndi Vladimir Jakob lit- skuggamyndir frá íslandi og gaf stuttar og skemmtilegar skýr- ingar með hverri mynd. Hafði hann valið myndir úr eigin safni og myndum frá Eddafótó og Sólarfilmu. Var þetta í senn fróðlegt dagiskráratriði og hin bezta skemmtun. Þar næst voru sýndar tvær stuttar kvikmyndir frá Sovétríkjunum. Samkoma þessi var vel sótt og var húsfyllir í fundarsalnum, þar sem ræður og ávörp voru flutt, en það var sjónvarpað. Á meðal samkomugesta voru, auk framangreindra, Alexander M. Alexandrov fyrrverandi amb- assador á íslandi, en.hann starf- ar nú í utanríkisráðuneytinu í Moskvu sem sérstakur ráðunaut- ur utanríkisráðherrans; dr. Nic- olas Kolli, forseti arkitektafélags Sovétríkjanna; Koryagin, fulltrúi í utanrfkisráðuneytinu og margir fleiri. (Samkvæmt skýrslu sendi- ráðsins í Moskvu). (Frá Utanríkisráðuneytinu). T'aldstæði bönnuð í Litlu-Drageyrarlandi Vegna stóðalegrar umgengni ferðafólks, neyðumst við til að hanna tjaldstæði í Litlu Drageyrarlandi i Skorradal. EIGENDUR. Atvinna Duglegur og reglusarnur maður getur fengið at- vinnu í verksmiðju vorri. Kexverksmiðjun Frón hf. Skúlagötu 28. Lokað Vegna jarðarfarar verða skrifstofur okkat lokaðar á morgun (föstudag) til kl. 1 e.h. I. Brynjólfsson & Kvornn Stúlkur óskast til afgreiðlustarfa í nýlenduvöruverzlun. Önnur til afleysinga í sumarleyfum. Upplýsingar í síma 12319. L AU GARDALS VÖLLUK: í kvöld, kl. 8,30, leika K.R. - VALUR Dómari; Steinn Guðmundsson. Síðast sigraði K. R. Tekst Val nú að sigra ? Mótanefnd. Kennari óskar eftir vel launuðu starfi, t.d. á sviði viðskipta, iðnaðar eða erindreksturs. Tilboð, merkt: „2030 — 4797“ leggist inn á afgr. Mbl. fyrir 10. ágúst. Auglýsing um skipulng í Hafnurfirði Samkvæmt lögum nr. 19 1964 er hér með auglýst eftir athugasemdum við tillögu að skipulagi mið- bæjar Hafnarfjarðarkaupstaðar. Tillagan, er nær yfir svæði sem afmarkast af Austurgötu, Lækjar- götu, Fjarðargötu og Reykjav;kurvegi, verður á- samt líkani og fylgiskjölum til sýnis í skrifstofu bæjarstjóra í Ráðhúsinu við Strandgötu frá og með deginum í dag til 15. september nk. Hlutaðeigendum ber að skila athugasemdum sínum til bæjarstjóra eigi síðar en 29 september nk., að öðrum kosti teljast þeir hafa samþykkt tillöguna. 4. ágúst 1966. Skipulagsstjóri ríl.isins. Bæjarstjórinn í Hafnarfirði. FASTEIGNA SKRIFSTOFAM AUSTURSTRÆTl 17 (HIÍS SIIU OG VALÐft) SlMI 11466

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.