Morgunblaðið - 04.08.1966, Blaðsíða 18
18
MORGU NBLAÐIÐ
Fimmtudagur 4. ágúst 1966
Elskulegur eiginmaður minn, íaðir okkar, tengda-
Reinhold Richter —
faðir og afi,
EINAR B. KRISTJÁNSSON
by&ginganieistari, Freyjugöíu 37,
lézt að kvöldi hins 2. ágúst sl.
Guðrún Guðlaugsdóttir, böm,
tengdabörn og barnabörn.
Konan mín og móðir okkar,
JÓRUNN ÞORSTEINSDÓTTIR
andaðist að heimili sínu Sörlaskjóli 16, þann 1. ágúst sl.
Daníel Jónsson og böm.
Móðir mín og tengdamóðir,
GUNNHILDUR ÓLAFSDÓTTIR
Sóleyjargötu 9, Vestmannaeyjum,
lézt á Landsspítalanum sunnudaginn 31. júlí sl.
Edda Sveinsdóttir,
Páll Sveinsson.
Elsku sonur okkar og bróðir,
GUNNAR GUNNARSSON
Blönduhlíð 35,
er lézt af slysförum 28. júlí sl. verður jarðsunginn frá
Fossvogskirkju föstudaginn 5. ágúst kl. 10,30 f.h.
Athöfninni verður útvarpað.
Kirsten og Gunnar Ingimarsson,
Kristján Gunnarsson,
Helgi Gunnarsson,
Ása Gunnarsdóttir.
Elskulegi maðurinn minn og faðir okkar,
SNORRI EINARSSON
lézt í New York 9. júní s.l. — Bálförin hefur farið
fram.
Kristín Eínarsson
Einar H. Einarsson, Edward P. Einarsson.
Móðir okkar og tengdamóðir,
UNA GUÐMUNDSDÓTTIR
Drápuhlíð 21,
verður jarðsungin frá Dómkirkjunni, föstudaginn 5. ágúst
kl. 2 e.h. — Fyrir hönd aðstandenda.
Guðrún Einarsdóttir,
Guðni Sigurðsson.
Bálför konu minnar, móður, tengdamóður og ömmu,
MAGNEU ÞÓRU EINARSDÓTTUR
fer fram frá Fossvogskirkju föstudaginn 5. ágúst kl. 3
síðdegis. — Blóm vinsamlega afbeðin.
Einar J. Leó, Erlingur Einarsson,
Guðlaug Sigurðardóttir og dætur.
Föðursystir okkar,
SIGURLAUG GUNNARSDÓTTIR
frá Lóni,
verður jarðsungin í dag, fimmtudaginn 4. ágúst, og hefst
athöfnin kl. 1,30 frá Fossvogskirkju.
Fyrir hönd vandamanna.
Nanna Ólafsdóttir,
Ólafur Skaftason.
Innilegar þakkir færum við öllum þeim, sem styrktu
eiginmann, fósturföður og tengdaföður okkar,
EGIL ÞORLÁKSSON
kennara á Akureyri,
í erfiðum og langvarandi veikindum hans, og sýndu hon
um vináttu og hlýhug og veittu okkur samúð við andlát
hans og jarðarför. Sérstaklega þökkum við læknum og
hjúkrunarkonum fjórðungssjúkrahússins á Akureyri.
Aðalbjörg Pálsdóttir, Egill B. Hreinsson,
Sigríður Kristjánsdóttir, Jónas Kristjánsson.
Hjartans þakkir færum við öllum þeim, er auðsýndu
okkur samúð og vináttu við andlát og jarðarför manns
ins míns og föður okkar,
ÓLAFS GUÐMUNDSSONAR
Réttarholtsvegi 39.
Ingibjörg Sturludóttir,
Guðmundur M .Ólafsson,
Jóhanna Ólafsdóttir,
„TÍMIMN líður, trúðu mér,
taktu, maður, vara’ á þér“ —
að lokum kemur er.dadagur okk
ar allra hér á þessu jarðlífsstigj.
En þá taka við „heimar sálar-
innar“ (sbr. þá bók eftir Guð-
laugu Benediktsdóttur, útg. 1930,
ísafoldar prentsm.) þeir heimar,
sem við öll erum á leið til að
gista og njóta og starfa í. Sam-
ferðamennirnir hverfa þangað
hver af öðrum, margir þegar
horfnir, einhverjir kallaðir í
dag og enn aðrir á morgun og
síðar. Með lífinu hér búum við
okkur undir lífið þar. — Og
„tíminn líður“.
í dag, 4. ágúst 1966, verða til
moldar bornar frá Fossvogs-
kapellu kl. 3 síðd., jarðneskar
leifar skólabróður míns Bein-
holds Richters, frá Stykkishólnu.
Hann var fæddur þar 6. jan.
1886 og uppalinn, stundaði aðal-
lega verzlunarstörf í einhverri
mynd lengst af ævinnar, og and
aðist hér í Reykjavík aðfara-
nótt 29. júlí sl. hátt á 7. mánuði
yfir áttrætt; hafði þá átt við
vanheilsu að stríða fá síðustu
árin.
Reinhold var af góðu bergi
brotinn. Foreldrar hans voru:
Samúel Richter, faktor (verzl-
unarstjóri) við Tangsverzlun í
Stykkishólmi, og kona hans
Soffía Emilía Thorsteinsson frá
Haga á Barðaströnd. Voru börn-
in 6 og Reinhold yngstur þeirra,
og nú kvaddi hann líka síðastur
þeirra þetta líf hér.
Um forfeður og mæður Rein-
holds er þessa næst að geta:
Samúel faðir hans var annálað-
ur ágætismaður eins og sjá má
í æviminningum þeirra Sigurðar
frá Syðstu-Mörk og séra Árna
Þórarinssonar. Faðir hans, afi
Reinholds, sem einnig hét
Samúel, var af dansk-þýzkri
ætt — Suður-Jóti — fluttist hing
að til lands sem beykir um 1790.
Hann giftist hér íslenzkri konu,
Guðrúnu Jónsdóttur frá Jóns-
nesi í Helgafellssveit (komið í
eyði 1961), var hún talin skör-
imgs-kona, komin í kariiegg af
Nikulási príor á Möðruvöllum.
— Móðir Reinholds, Soffía Emi-
lía, var systir Davíðs heit. lækn-
is Schevings Thorsteinsson. Fað-
ir þeirra var Þorsteinn Þor-
steinsson, fyrr verzlunarstjóri
(faktor, þaðan Thorsteinsson
nafnið) á Þingeyri, en síðast
bóndi í Æðey, mikilhæfur mað-
ur og vinsæll, kominn af ætt
Arngríms Jónssonar hins lærða,
en móðir þeirra systkina var
Hildur Guðmundsdóttir Schev-
ings, sýslumanns að Haga á
Barðaströnd, Bjarnasonar kaup-
manns Schevings.
Reinhold var gæddur góðum,
fjölhæfum gáfum. Settu foreldr-
ar hans hann til náms í Lærða
skólann (síðar Menntaskólann)
í Reykjavík og las hann þar
skólaárin 1901—03, síðan utan-
skóla næstu 2 árin, 1903—05, en
hætti þá og sneri sér algerlega
að verzlunarstörfum, sem hon-
um voru alla tíð hugþekkust og
sem hann hafði jafnframt unnið
við meira og minna, allt frá
bamsaldri, i Stykkishólmi, Ólafs
vík og Hellissandi. Auk þess var
hann á þessum árum og síðar
oft á hinum svokölluðu „Spekúl-
ant-skipum“, er sigldu á allar
hafnir við Breiðafjörð og víðar
og höfðu verzlunarbúðir um
borð. Þá fór hann og til fjár-
kaupa á haustin fyrir verzlun
föður síns.
Á skólaárunum man ég hann
sem sérlega fiman, snarpan og
stæltan leikfimimann og svo
hversu fimlega hann gat leikið
ýmsar listir á reiðhjóli, en þá
voru þau farartæki afar sjald-
gæf og ennþá ófríhjóla og að-
eins með hand-bremsum á báð-
um hjólum, þurfti því marg-
falda og allt aðra fimi og leikni
til að beita þeim að ýmsum
þessum listum.
Síðar reyndist hann og góður
á öðrum íþrótta-sviðum, meðai
annars í ísl. glímu, er hann mun
hafa iðkað þó nokkuð þar heima.
Tók hann oft þátt í sýsluglímu
Snæfellinga, sem haldin var í
Stykkishólmi árlega um nokkurt
tímabil, og gekk þar þrátt með
sigur af hólmi.
Reinhold var maður glaðsinna
og góður í viðkynningu, fynd-
inn og skemmtilegur og auk
þess vel hagmæltur. Yarð þetta
allt til þess að fljótlega lenti
hann framarlega í skemmtana-
lífi þar sem hann dvaldi hverju
sinni. Hann var og fæddur leik-
ari og tók mikinn þátt í leik-
starfsemi þar, er hann var. .
Árið 1914 fluttist hann til
Ólafsvíkur og hóf þar sjálfstæða
verzlun. Jafnframt varð hann
þar líka driffjöður í leikstarf-
semi og skemmtunum.
Bílskúr óskast
Óska eftir rúfngóðum bílskúr, til leigu nú þegar.
Upplýsingar í síma 37636.
Verzlunarhúsnæði
eða verzlun óskast til leigu. — Tilboð sendist afgr.
Mbl. fyrir 9. ágúst, merkt: „Góður staður — 4799“.
Þökkum innilega samúð og vinarþel við andlát og
útför konu minnar, móður og tengdamóður,
SÓLVEIGAR STEINUNNAR GUÐMUNDSDÓTTUR
Sérstakar þakkir færum við starfsmönnum Rafveitu
Hafnarfjarðar og Bæjarútgerðar Hafnarfjarðar.
Lárus Gamalielsson,
börn og tengdabörn.
Innilegar þakkir til allra þeirra er sýnd.u okkur samúð
og vinarhug við andlát og jarðarför móðurbróður okkar,
GUÐMUNDAR JÓSEFSSONAR
fyrrverandi hreppstjóra frá Staðarhóli, Höfnum.
Guðrún Magnúsdóttir,
Sigríður Ólafsdóttir.
Þóra Magnúsdóttir.
Árið 1919 fluttist hann svo til
Reykjavíkur og stundaði bar
síðan meðan starfsþrek leyíði
ýmisleg verzlunarstörf, ýmist
sjálfstætt eða í þjónustu ann-
arra. Þá var hann og um tíma
verzlunarstjóri í Færeyjum.
Hann' mun hafa verið meðal
fyrstu manna hér, lærði sérstak
lega sultugerð og efnagerð og til
þess dvaldi hann um tíma í Eng
landi. Vann hann síðan lengi
við þann iðnað bæði fyrir sjálf-
an sig og aðra. Og síðustu starfs
árin vann hann hjá Sælgætjs-
gerðinni „Vikingur“.
Einna kunnastur út í frá mun
Reinhold bafa orðið fyrir þátt-
töku sína í leikstarfsemi og fyr
ir gamanvísnasöng sinn. Má ó-
hætt segja að á þeim tíma hafi
hann verið eftirsóttasti skemmti
kraftur landsins svo að þeir hafi
verið mun færri, sem ekki höfðu
þá séð hann og heyrt.
Um tíma lék hann nokkuð hjá
Leikfélagi Reykjavíkur og fór
þá stundum með nokkuð stór
hluíverk. En þegar hinar svo-
kölluðu .Revíur" komu til sög-
unnar sneri hann sér að mestu
að þeim leik og hygg ég að hann
hafi leikið í þeim flestum þau ár
sem gengi þeirra var mest.
Auk þessa hélt hann oft sjálf-
stæðar skemmtanir með gaman
vísnasöng og ferðaðist þá víða
um landið. Oftast mun hann hafa
hlotið mjög góða aðsókn á þess-
ar skemmtanir sínar, hvar sem
hann kom. Meiri hlutann af þeim
gaman-brögum, er hann flutti,
mun hann hafa ort sjálfur.
Um einkalíf Reinholds er mér
persónulega lítið kunnugt, veit
þó að hann var tví giftur og
eignaðist sinn drenginn með
hvorri konunni.
Fyrri konan var Ragnhildur
Kristmundsdóttir, ættuð af Sn»
fellsnesinu eins og hann. Þau
skildu. Þelrra sonur heitir Ulrich
er stundar nú verzlunarstörf,
Kona hans er Margrét kjördóttir
Sigurðar heit. Hjaltested, bakara
meistara. Þau eiga 3 syni.
Síðari konan er Guðný Stefáns
dóttir, skósmiðs og síðar um
mörg ár bæjarvinnumanns hér I
Rvík, Gúðnasonar. Hún er góður
píanóleikari og hefur oft stundað
það mikið allt frá því að ég man
eftir henni uim eða upp úr ferm-
ingaraldri, auk þess er henni
fleira vel til lista lagt. Þau giftust
1930. Þeirra sonur hei/tir for-
eldranöfnum Reinholds; Emil
Samúel, og starfar hér í bæ að
ýmsum viðgerðum og snyrtingu
bíla. Kona hans heitir Guðrún
Snæbjarnardóttir og eiga þau
nokkur börn.
ÖUum ykkur, ásfcvinum Rein-
holds Ridhters, sem nú eigið hér
honum á bak að sjá, votta ég
mína innilegustu samúð og bið
ykkur allra heilla í framtíðinni
og að þið megið lifa vi‘ð björtu,
Ijúfu minningarnar héðan og
vonina um endurfundi sálnanna
að ykkar leiðarlokum.
Munum ætíð hið fornkveðna, að
„Hamingijan býr í hjarta
(=huga) mauns, höpp eru ytri
gæði“ ag að „Aldrei myrkvast
myndin bjarta á meðam hjartað
trygga slær“.
St. Bj.