Morgunblaðið - 04.08.1966, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 04.08.1966, Blaðsíða 10
10 MORCU NBLAÐIÐ Flmmtudagur 4. Sgöst 1966 ÞAÐ mun flestum íslendingum þykja furðulegt, að ákafar deil- ur um skólamál skuli geta staðið mánuðum og jafnvel árum sam- an. Heima á Fróni er áhugi manna á skólamálum að mestu takmarkaður við tilkostnað og launakjör, auk þess sem foreldrar hafa vitanlega áhuga á einkunn- um bama sinna. Þess vegna nær sú óánægja, sem stundum brydd- ir á, sjaldan að hefjast handa um skipulega umbótaviðleitnL Slík deyfð er ekki hverri þjóð lagin. Hér í Þýzkalandi t. d. eru skólamál stöðugt umræðu- og deiluefni, allt frá óskiptum 'barna skóla smáþorpsins upp í há- skólanám og sérfræðimenntun. Þessi lifandi áhugi sprettur bæði af því, að þjóðin veit sig standa í harðnandi samkeppni, og af aldagróinni hagsýni, sem krefst Álma í byggingu uppeldisdeildar Hamborgarháskóla. Ðr. IVSatthías Jonasson: Flyzt menntun barnakenn- Þess ber að geta, að í Þýzkalandi er stúdentspróf skilyrði fyrir inngöngu í kennaraháskólana, og ekki hefir komið til orða að opna háskólana fyrir neinum öðrum, eins og t. d. Planlægningsrádet danska leggur til að gert verði þar í landi (sbr. Politiken, 10. júní ’66). Þýzka barnakennara- stéttin er vel undir þessa breyt- fyllilega undir hlutverki sínu, þó að hann skorti hinn víða vísinda- lega sjónhring almenna háskól- ans. Hugmyndin að þessum sam- runa er ekki fordæmalaus, t. d. er kennaraháskólinn í Hamburg með sínum 2800 stúdentum að- eins deild í Hamborgarháskóla, en ekki sjálfstæð stofnun. Borg- arstjórnin í Berlín samiþykkti i þessum mánuði lög um samruna kennaraháskólans þar og „Hins frjálsa háskóla Berlin“, til þess að gefa öðrum fylkjum ríkisins fordiæmi, eins og það var orðað. í Hamborg ríkir mikil ánægja með þessa tilhögun, og henni er m. a. þakkað það, að þar er eng- inn kennaraskortur, en í mörgum fylkjum. þessa auðuga lands er hann geigvænlegur. Vera má, að reynslan í Hamborg hafi ýtt und- ir rektoraþingið og aðra raða- menn að opna háskólana fyrir þeim stúdentum, sem ætla sér síðar að „leggja grunninn að þekkingu hinnar ungu kynslóð- ar“, eins og það er stundum orð- að hér. En nú kynni margur að spyrja, hvaða erindi barnakennarar eigi í háskólanám. Svarið er vitan- lega háð menningarskilningi manna, en formælendur framan- greindrar breytingar myndu s v a r a spurningunni þannig. Þýzka barnakennaraefnið velur sér eina kjörgrein í námi, sem ætlazt er til að hann nái allgóðri þekkingu í, — t- d. stærðfræði, frönsku, heimspeki eða bók- menntir. Til slíks náms veitir al- mennur háskóli allajafna betri tök en kennaraháskólinn. Þessa ara í háskólana ? Stóra kennslustofan rúmar 1800 manns í sæti. árangurs í menntun og starfs- hæfni af þeim gifurlega kostn- aði, sem fram er lagður til skóla- mála. Slagorðinu, að fjárveiting til menntamála sé arðbærasta fjárfestingin, láta Þjóðverjar fylgja þann viðauka, að skóla- kerfið sé rétt skipulagt og skili ful’lum árangri. Síðustu vikurnar hafa þessar umræður náð suðumarki. Tilefn- ið var uppeldismálaþingið í Ham- borg í byrjun júní og viku síðar tillögur Vísindaraðsins um end- urskipulagningu háskólanáms og vernlega takmörkun námstímans. Grein minni í Morgunblaðinu um tillögur Vísindaráðsins lauk og með því að minna á orðtakið, að sitt er hvað frumvarp og fram- kvæmd. Það hefir sannazt ótví- rætt í áköfum deilum, sem síðan hafa staðið um málið. Stúdentar svöruðu tillögunum með mót- miælafundum, heimspekideildir nokkurra háskóla tóku í sama streng, og þekktir vísindamenn eins og t. d. sálfræðingurinn Robert Heiss, prófessor við Há- skólann í Freiburg, hafa gagn- rýnt þær harðlega. Á hinn bóg- imi eiga tillögur Vísindaráðsins sér marga fylgjendur, bæði með- al háskólastúdenta og prófessora. Þekktir háskólakennarar, t. d. Walter Killy, prófessor í germönskum fræðum við Há- skólann í Göttingen, tala um þær sem síðasta bjargráð (letzte chance) fyrir háskólana, sem nú standi framrni fyrir nær óleysan- legu verkefni, hinum sívaxandi fjölda stúdenta, sem hvorki kennslustofur né lestrarsalir há- skólanna rúmi lengur. Ofan í þessar deilur féll svo samþykkt vestur-þýzka rektora- þingsins fyrir fáeinum dögum. Hún gerði öllum ljóst, að hér var um brennandi vandamál að ræða. Rektoraþingið féllst í öllum meginatriðum á tillögur Vísinda- ráðsins um róttæka breytingu á náms- og kennslutilhögun og styttingu námstímans. Kunnugan þarf ekki að undra þessi samhug- ur. Vísindaráðið er kjörið af há- skólaprófessorum og að miklu leyti úr þeirra hópi til þess að gera tillögur um skipan æðri menntunar, þ. á m. stofnun nokkurra nýrra háskóla, sem nú eru að rísa hér í landi. Það lætur því að líkum, að ráðið líti á málin frá líku sjónarmiði og rektorarnir, sem bera hver um sig ábyrgð á sínum skóla. — Að vísu, úr framkvæmanleik hinnar nýju stefnu er ekki skorið með samþykktum einum. Rektoraþingið lét sér þetta þó ekki nægja. Það sté annað skref í átt til róttækra breytinga á æðri menntun: Það samþykkti að háskólarnir yfirtækju menntun barnakennara. Samkvæmt því er núverandi kennaraháskólum ætl- að að falla sem deild (institut) inn í háskólann, hvar sem því verður við komið fyrir fjarlægð- ar sakir. En einnig þar sem mik- il fjarlægð hindrar sameiginlega kennslu, skulu þessar stofnanir þó hafa samráð og samvinnu, enda hafa stúdentar beggja sama rétt til náms við hvora sem er, t. d. geta stúdentar kennarahá- skólans lokið meistara- og dokt- orsprófi við almenna háskólann. ingu búin, enda er þetta loka- þátturinn í langri baráttu henn- ar fyrir náms- og flélagsjafnrétti við aðra kennara. Samþykkt rektoraþingsins, sem kveður nánar á um fram- kvæmdina, lýkur með þessum orðum: „í meðvitund um sam- ábyrgð sína varðandi menntun allra kennara skora þeir vísinda- háskólar, sem sameinaðir eru í vestur-þýzka rektoraþinginu, á menntamálaráðherrana, rektora- þing fylkjanna og á kennarahá- skólana að taka höndum saman um framkvæmd þessarar sam- þykktar í þágu samfeldrar vís- indalega grundvallaðrar mennt- unar barnakennaraefnanna". Sjálfir eru kennaraháskólarnir miklar stofnanir, margar þeirra með um 3000 stúdenta, þ. e. ná- lægt þrefalt stærri en Háskóli íslands, en miklu betur búnir að húsakynnum og kennslutækjum. Aðalkennarar þeirra eru prófess- orar, sem margir hverjir kenna einnig við almennan háskóla. Þá eru einnig kennaraháskólar, sem fást eingöngu við rannsóknir, en annast enga venjulega kennslu, en aðeins einn almennur háskóli af því tagi er til hér á landi, eða öllu heldur er að verða til, Háskólinn í Constanz. Hér er því ekki um að ræða, að almennur háskóli taki örbjarga þurfaling á framfæri sitt. í mörgum grein- um stendur kennaraháskólinn á stúdentinn að njóta, þó að hann ætli sér barnakennslu að atvinnu. Hins vegar kostar fyrirlestur prófessorsins ekki meiri vinnu, þó að 500 hlusti í stað 100 manns. Stærsti kennslusalur (auditorium maximum) Hamborgarháskóla rúmar. 1800 manns í sæti. Þannig er leitazt við að veita sem flest- um stúdentum aðgang að kennslu óvenjulegra hæfileikamanna, og að því miðar áskorun rektora- þingsins varðandi barnakennara- efnin. Hitt skiptir einnig máli, að menntun ræður miklu um álit kennarastéttarinnar í samfélag- inu. Virðulegur samfélagssesa þykir hverri stétt eftirsóknar- verður. Mestu varðar þó, að að- eins í krafti eigin menntunar má kennara lánast að glæða menn- ingarskilning og menntunarlöng- un ungrar kynslóðar. Við allt þetta eiga fulltrúar vestur-þýzka rektoraþingsins, þegar þeir tala um „samábyrgð sína varðandi menntun allra kennara". Hamiborg, 16. júlí 1066. Matthías Jónasson. Anddyri uppeldisdeildar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.