Morgunblaðið - 04.08.1966, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 04.08.1966, Blaðsíða 8
8 MORGU N BLAÐIÐ Fimmtudagur 4. ágúst 1966 UTAN AF LANDI - Á HÉRAÐSMÓTUM SJÁLFSTÆDISMANNA aruppskeran í landinu mun hafa verið um 80 þús. tunn- ur í fyrra, þá á okkar litla sveit ekki svo lítinn hluta af henni. Garðlöndin eru sízt minni í ár en að undanförnu, — Hvernig gengur heyskap urinn? — Túnaslætti er nú lokið og yfirleitt búið að hirða og bera á aftur. Nýting heyja hefir verið góð og spretta sæmileg. Tún voru nokkuð kalin í vor, en þær skemmdir hafa gróið furðanlega í sum- ar. — Auðvitað skiptir miklu máli, hvernig seinni sláttur gengur. Við berum mikið á milli slátta, bæði til að fá góða há og til að geta látið skepnur ganga á túnunum á salnum. Húsfyllir á Akureyri Húsfyllir var á héraðsmót- inu í Sjálfstæðishúsinu á Ak- ureyri á föstudagskvöldið. Auk Akureyringa mátti þar sja fólk víðs vegar úr byggð- um Eyjafjarðar og janfvel víðar að, og undu menn sér í góðum fagnaði í hinum glæsilegu salarkynnum. Ræðu menn kvöldsins voru dr. Bjarni Benediktsson, forsæt- isráðherra, Jónas G. Rafnar, alþ.m., og Lárus Jónsson, bæjargjaldkeri í Ölafsfirði, sem talaði af hálfu ungra sjálfstæðismanna. — Um skemmtiskrána sáu leikararn ir Gunnar og Bessi og hljóm- sveit Magnúsar Ingimarsson- ar. Meðan dans dunaði inni í salnum, tókum við tali há- vaxinn og hnarreistan sæ- garp utan af Árskógaströnd, Gunnar Níelsson frá Hauga- nesi, og spurðum hann af hög um hans og fólksins þar um slóðir. — Hvar ertu fæddur, Gunn ar? — Ég er fæddur á Kálf- skinni, þar sem Hærekur kóngur dó, en uppalinn í Birnunesi og var þar fram um tvítugsaldur. Þar byggði ég nýbýlið Brimnes í Birnu- neslandi, en fluttist svo að Bátarnir eru orðnir fjórir alls og hafa allir borið nafnið Níels Jónsson hver eftir ann an. Sá fyrsti var rúm 4 tonn, en síðan hafa þeir verið að stækka, og núverandi bátur með þessu nafni er rúm 14 tonn. Hann er 9 ára gamall. — Hvernig er aðstaðan til útgerðar á Hauganesi? — Hún hefur ekki verið sem allra bezt. Fyrir 9 ár- um voru hafnarskilyrði bætt nokkuð hjá okkur, byrjað á komið er hefur hún brugð- izt í sumar, hvað sem verður. Bátar, sem hana stunduðu, eru núna með færi, það er skárra. — Hvað viltu segja um af- komu manna yfirleitt? — Nú, sem dæmi get ég nefnt, að 3 fjölskyldur hafa af staðaldri afkomu. — All- miklar byggingaframkvæmd- ir eru á döfinni, verið að reisa kennarabústað með Gunnar Níelsson frá Hauganesi. Hauganesi árið 1936. Stund- aði aðallega sjóinn, en hafði skepnur til búsílags. — Hvenær eignaðist þú fyrst bát? — Árið 1933 eignaðist ég fyrst trillubát og var með hann sjálfur þangað til við fluttum í Hauganes, þá tók Niels sonur minn við honum, en ég fór í land. Halldór son- ur minn er í þessu líka og er með bátinn, þegar Níels er við annað bundinn, og hefir þeim hvorum sem öðrum gengið alveg skínandi vel. Já, það er alveg sérstakt, hvað hefir gengið vel mð þannan bát. — Varla eru þeir enn með trilluna frá 1933? — Nei, nei, biddu fyrir þér. steinbryggju. Svo þurftum við það er hreppsfélagið, að sam einast um hafnargerð á Litla Árskógasandi, framkvæmd, sem nauðsynlega þurfti að koma, og lokið var við í hitt- eðfyrra, en á meðan höfum við á Hauganesi orðið að bíða. Nú er fyrirhugað að bryggj- an hjá okkur verði stækkuð næsta sumar, verði 30 m. löng og 12 m. breið. Það er þegar byrjað að steypa kerin vestur á Skagaströnd. Oft er mikill sjógangur í hafátt og þarna verður aldrei lokuð höfn, en það verður mikil bót að fá þessa bryggjuleng- ingu. — En hvernig er aðstaðan í landi? — Við höfum haft léleg og ófullnægjandi hús fram að þessu, en í sumar á að byrja á verbúðum. Við höfum ekk- ert frystihús, en beitugeymsl ur. Við höfum að mestu leyti verkað fiskinn heima (salt- að). Bátarnir þarna .út frá hafa lagt nokkuð upp í frysti hús í Hrísey og á Dalvík til skiptis. — Eru margir bátar gerðir út frá Árskógaströd? — Á Hauganesi eru gerðir út 2 bátar af svipaðri stærð og Níels Jónsson og nokkr- ar trillur. Á Litla-Árskóga- sandi eru svo gerðir út 4 þil- farsbátar, þar af 1 leigubátur, og 2 trillur. Allt er þetta í sjálfseign. — Er afli nokkuð að glaíð- ast? — Hann glæðist lítið, og menn leggja í meiri kostnað en áður. f fyrra fékkst svo- lítið í snurvoð, en enn sem skólastofum, íbúðarhús, fjós, hlöður o.fl. Sveinn Jónsson byggingameistari og faglærð- ir og ófaglærðir menn með honum hafa haft nóg að gera allt árið við nýbyggingar og endurbætur. Afkoma manna er að vísu nokkuð misjöfn eins og alls staðar er, en það er ekkert sultarvæl í mönn- um, og þeir hafa yfirleitt ekki undan neinu að kvarta, held ég. Rétt í þann mund sem við Gunnar slitum talinu niðri í anddyrinu, kom ég auga á Jóhannes Laxdal, bónda og hreppstjóra í Tungu á Sval- barðsströnd. Hann gaf sér góð fúslega tíma til að spjalla við mig stundarkorn. — Hvað geturðu sagt mér um búskapinn á Svalbarðs- strönd, Jóhannes? — Ja, það eru þá fyrst kartöflurnar, sem eru ein af þremur aðalstoðunum undir okkar búskap. Útlitið var gott, já, mjög gott fyrir norð- angarðinn um daginn og betra en 2-3 síðustu ár, en grasið virðist alveg orðið svart og sölnað, þar sem garðar vita móti norðri. Sérstaklega er þetta áberandi niðri við sjó- inn, þar sem sjávarseltan hefir rokið á garðlöndin. Annars gekk særokið langt upp í sveit. Hins vegar sér ekkert á görðum, sem eru alveg í skjóli. Við getum feng ið sæmilega uppskeru, ef ekki koma frostnætur í ágúst. — Hver hefir uppskeran verið undanfarin ár? — Við höfum fengið upp nálega 6000 tunnur á ári. Þegar þess er gætt, að heild- haustin. Kýr ganga á rækt- uðu landi eingöngu allt sum- arið, og fé taka margir heim á tún seint í ágúst, eftir því sem það næst úr heimahög- um. Sumir beita lömbunum á kál á haustin. Dilkarnir verða betri og kjötið flokk- ast betur. Gallinn er sá, að sumum þykir koma óbragð af kjötinu af kálinu, og hafa því margir bændur beitt lömbunum á túnin síðasta hálfa mánuðinn fyrir slátrun til að fofðast þetta óbragð. — Hvernig er efnahagur manna yfirleitt í þinni sveit? — Hann má teljast mjög góður. Fyrir þremur árum voru að meðaltali 15 mjólk- andi kýr og um 100 vetrar- fóðraðar kindur á bónda. Hlut föllin hafa ekki raskast að ráði síðan, en þó er hungur í mönnum að fjölga heldur sauðfé en nautgripum. Og frekar hefir öllu fjölgað hin síðari ár. Tekjuhæsti bóndinn lagði inn u.þ.b. 140 þús. lítra mjólkur sl. ár. Hann ber nú 102 þús. krónur í tekjuskatt og 8 þús. krónur í útsvar eða 188 þús. krónur í opinber gjöld. Hann velti eitthvað um 2 milljónum á árinu. Margir bændur bera 50-60 þús. krón- ' ur í tekjuskatt og eitthvað minna í útsvar, og meðalinn- legg mjólkur var eitthvað um 50 þús. lítrar á bónda á ár- inu. — Svo að Svalbarðsströnd- in er gjöful sveit. — Jarðirnar eru engar hlunnindajarðir og engar stórjarðir. Þær eru orðnar það, sem þær eru vegna mik- illar vinnu bændanna við Símar 16637 og 18828 Til leigu ný íbúð um 85 fermetra, jarð- hæð, sérinngangur, sérhita- veita, fyrirframrgeiðsla. Tilb. skilist til blaðsins fyrir 6/8, merkt: „Góð íbúð á góðum stað — 4957“. Jóhannes Laxdal, hreppstjóri í Tungu. ræktun og byggingar. Þeir vinna hörðum höndum og taka sjaldan sumarfrí. — Sv. P. Til sölu 2ja herb. íbúðir við Freyjug., Lokastíg, Meistaravelli, — Skipasund. 3ja herb. íbúðir við Braga- götu, Brávallagötu, Fells- múla, Grandav., Grænuhliíð, Hjallaveg, Hringbraut, Laug arnesveg, Melgerði, Njáisg., Rauðagerði, Skipasund, Víði mel, Ægissíðu. 4ra herb. íbúðir við Álfheima, Ásbraut, Ásvallagötu, Hof- teig, í Hlíðunum, Langholts- veg, Nökkvavog, Skipasund, Víðihvamm. 5—6 herb. íbúðir við Auð- brekku, Bugðulæk, Grænu- hlíð, Hvassaleiti, Laugar- nesveg, Reynimel, Sólheima, Mávahlíð, Lindarbraut. Parhús og einbýlishús við Akurgerði, Grundargerði, Hlíðarveg, Hrauntungu, — Þinghólsbraut og víðar. / smiðum 3ja og 4ra herb. íbúðir við Hraunbæ. Hæðir í tvíbýlishúsum við Hraunbraut, Holtagerði, Hlégerði, Hrauntungu. J-ASr£IGMASALAN HÚS&EIGNIR OANKASISÆII t

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.