Morgunblaðið - 04.08.1966, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 04.08.1966, Blaðsíða 15
Fimmtudagur 4. ágúst 1966 MORGU N BLAÐIÐ 15 Freysteinn Þorbergsson: AUSTUR OG VESTUR í TILEFNI af greia minni, Sann- leikurinn og Tarsis, hefur orðið að ráði, að ég ritaði grein um alþjóðamál. Skömmu eftir lok síðustu heimsstyrjaldar og valdatöku kommúnista á meginlandi Kína varð ljóst, að hnattríkin voru að Skiptast í tvær andstæðar fylk- ingar, sem fyrr eða síðar myndu kveikja ógnarbál þriðju heims- styrjaldarinnar, nema eitthvað óvanalegt kæmi til. Mannkyns- sagan sýnir, að skipting stórvelda í andstæðar heildir ásamt öflug-, um víglbúnaði hefur að jafnaði endað með skelfingu. Þegar svo við bætist, að styrjöld við auð- valdsríkin er beinlínis á stefnu- skrá heimskommiúnismans, talin óhjákvæmileg af aðalgoðinu Lenin, verður ljóst að heims- styrjöld númer þrjú er ekki ein- ungis í undirbúningi hjá stórveld unum, heldur einnig óhjákvæmi- leg, nema eitthivað óvænt komi til. Fjölmargt fólk, einkum á Vest- urlöndum, lifir í þeirri blekk- ingu, a'ð eitt afl sé til, sefn forð- að geti 'stórstyrjöld — atómvopn og óttinn við þau. Satt er að vísu, að ný ógnarvopn hafa stund um áhrif á tímasetningu styrj- alda, en hvort þar er um frestun eða flýti að ræða, fer eftir valda- hlutföllum þjóða, mismunandi stríðsvilja einstakra aðila, og ýmsum flóknum orsakasamlbönd- um. Ef friðsamari aðilinn í tveggja hópa deilu heldur greini- legum yfinburðum í vopnabúnaði og áætlaðri stríðsgetu, er lík- legt að friður haldist svo lengi, sem slíkt ástand varir,. en jafn- skjótt og herskárri aðilinn fær augljósa yfirburði, verður styrj- öld meira en líkleg. Einu sinni óttaðist fólk eiturgas næstum eins mikið og menn hræðast atómvopn nú. Vopn, hversu öfl- ug sem þau verða, eru aldrei einhlít vörn gegn styrjöldum. Þau rök, að nú hafi verið fund- in upp vopn, sem gereyða myndu mannkyni í heimsstyrjöld, eru Ihaldlaus. Jafnvel þótt slíkt væri rétt, eru til hundruð milljóna manna í heiminum, sem ekki trúa því. Einmitt slíkt fólk er lík- legast til að leggja út í styrjöld, ef það lætur sefjast af stríðs- áróðri og fær öflug vopn I hend- ur. Skiptist stórveldin f fleiri en tvær fylkingar, verður málið allt flóknara. Þegar ég var unglingur, og hafði gert mér ljóst, að Sovét- ríkin myndu rá’ða miklu um gang heimsmála næsta mannsaldurinn, ákvað ég að komast þangað á einhvern hátt. Gæti ég þá öðlast þekkingu á báðum meginsjónar- miðum hinna stríðandi afla, og því fremur unnið að friði, sem hlýtur að vera ein megin hug- sjón viti borinna manna. Ekki verður hér rætt náið um kynni mín af Rússlandi, slíkt væri efni í bók. Hins vegar ræði ég heims- málin á grundvelli þeirrar þekk- ingar, sem ég hefi aflað mér í Austri og Vestri. I grein minni, Sannleikurinn og Tarsis, var einikum vikið að hinum dökku hliðum Sovétríkj- anna, þar e'ð Tarsis hafði eink- um rætt þær, en hann var til- efni greinarinnar. Ýmislegt gott má þó einnig segja um ríkjasam- Steypu þessa. Framfarir eru þar miklar í vissum greinum og yfir leitt stendur ástandið til bóta. Nú, þegar Kínverjar eru að verða eitt mesta herveldi sög- unnar, getur það haft úrslita- þýðingu í heimsmálunum, hvaða afstöðu Rússar taka til þeirra. Hin svonefnda hugmyndadeila þjóða þessara hefur hlotið marg- ar lýsingar. Ein hermir, að deil- an sé aðeins tilbúningur og her- bragð til að auka andvaraleysi auðvaldsríkjanna, unz Rússland og Kína geti greitt þeim rotfaögg- ið í sameiningu. Aðrir telja, að deilan sé djúpstæðari en á yfir- bor’ði sjáist, og styrjöld milli Rússa og Kínverja sé á næsta leiti. Enda þótt síðari skýringin sé að líkindum nær sanni, væri það hættulegt andvaraleysi að reikna ekki með kommúnista- ríkjunum öllum saman í blökk, ef til styrjaldar dragi í náinni framtíð. Allir þeir, sem heimskommún ismann þekkja, vita, að hann stefnir að heimsyfirráðum með þeirri aðferð að mola fyrst bar- áttuþrek þjóða með skemmdar- starfsemi og sundrungu, senda síðan heri á vettvang og taka eitt land af öðru. Bandaríki Nörður- Ameríku er sá máttarstólpi hinna frjálsu þjóða, sem þær byggja á öryggi sitt og lýðræði. Ef Banda- ríkin drægju sig inn í skel sína, einangruðu sig, og neituðu bág- stöddum þjóðum um aðstoð gegn árás, gæti svo farið, að hnöttur- inn yrði brátt óbyggilegur öðrum en fámennri stétt kúgara, sem héldi almenningi í járngreipum andlegrar og líkamlegrar þrælk- unar. Myndu þó jafnvel járn- mennin — Stalinarnir, eins og það heitir á rússnesku, lifa í stöð- ugum ótta við þrælinn og rétt- lætið. BREZHNEV — valdamesti maðurinn ræður her, lögreglu og menntastétt. Bandaríkin eru sterkasta stór- veldið í dag og það friðsamasta. Framkoma þess er eðlileg í meg inatriðum og aðstoð þess á efna- hagssiviðinu við smáríki og stór- þjóðir ýmissa heimsálfa er feiknarleg að vöxtum. Afstaða annars stórveldis er jafn ótvíræð, en í aðra átt. Er það Kína meginlandsins. Kína stefnir að ófriði og fer ekki dult með þa'ð. Aðrar þjóðir verða stöð ugt að vera á varðbergi gagnvart þessu fjölmennasta ríki verald- ar, sem leitar mjög á nágranna sína. Hefði Kína yifir nægilegu magni atómvopna að ráða til þess að lama Bandaríkin, hæfi það væntanlega styrjöld þegar í stað. Kína er sem óðast að fraimleiða kjarnorkuvopn og verður hættu- legra með hverju ári, sem líður. Loks er svo þriðja stórveldið — Sovétríkin. Hver yrði afstaða þess í styrjöld? Hver er hún nú? Hver verður hún í framtíðinni? Aðeins eitt er víst. Enginn treystir Rússum í dag. Vestræn- ar þjóðir verða að telja þá með Kínverjum ennþá, og miða allar varnir, áætlanir og gerðir í sam- ræmi við það. Hitt getum við leyft okkur að vona, að þeir fylgi okkur síðar. Það er hláleg staðreynd, að meginþorri Rússa er mjög hrif- inn af Bandaríkjamönnum, þrátt fyrir ofboðslegan áróður gegn þeim, og kysi sér enga fremur að bandamönnum. Er hér einkum átt við almúgann — Undirstétt- ina. Yfirstéttin er að meirihluta gegnsýrð valdagræðgi og hugsar um það framar öðru, að halda sessi. Aðgerðir hennar verða ekki sagðar fyrir. Mikil barátta á sér nú stað í Sovétríkjunum. Er hér ekki áti við hina venjulegu baráttu um æðstu völd, sem ekki er lengur eins blóðug og áður, heldur hina miklu hugsjónabaráttu, sem fram fer hvarvetna í byggð og borg. Þjóðin er orðin þreytt á að búa sífellt við lakari lífskjör en aðr- ar iðnaðarþjóðir. Sannar fregnir um lífskjörin á Vesturlöndum síast stöðugt inn í landið eftir ýmsum leiðum. í bönnuðum út- varpsstöðvum, með erlendum námsmönnum, me'ð erlendum ferðamönnum og rússneskum listamönnum og íþróttamönnum, sem ferðast til Vesturlanda. Naumast finnst sá fulltíða maður í öllu Sovétveldinu, að hann trúi áróðrinum um hið gagnstæða. Stjórnin verður siífeilt að slaka á. Viðurkenna fleiri misfellur. Hin hefðbundna aðferð, að skella skuldinni á fyrri stjórnendur, dugar ekki ætíð. Kapítalískir hættir í framleiðslu hafa þegar verið teknir upp áð nokkru. Kommúnistar sjálfir, sem eru að- eins lítið brot þjóðarinnar, txúa yfirieitt ekki á skipulagið sjálf- ir, þótt þess séu fá dæmi, að þeir játi slíkt. Þeir halda áfram MAO TSE-TUNG — halda þarf í horfinu gegn vaxandi getu Kína. að mynda hinn fasta kjarna hinn ar drottnandi stéttar — forrétt- indastéttarinnar. Öll fnávik geta kostað þá mikið, allt að lífinu. Hér er sagan ekki sögð öll. Jafnvel í sumar æðstu stöður eru nú farnir að veljast allhæfir menn. Menn, sera þora að horf- ast í augu við staðreyndir og glíma við þær, en lifa ekki áð- eins í dauðum heimi brjálaðrar teoríu. Þessir menn, ég nefni Alexei Kosygin sem dæmi, hafa hlotið nafnið „endurskoðunar- sinnar" og bera það með rentu. Þeir geta að vísu ekki glímt við öll vandamálin í einu, ekki opin- berað ástandið eins og það er. En þeir reyna að sníða a-f van- kanta á kerfinu, einn í einu, slaka til hér og þar. Hvort þeir koma nokkru sinni réttu lagi á óskapn- aðinn, skal ósagt látið. Stundum váxa tvéir hnútar á, þá einn er hogginn. Auk þess hafa þessir menn ekki öll völd. Æðstu völd hefur flokkurinn sjálfur. f dag er Leonid Brezhnev valdamesti ma'ð ur landsins. Flokikurinn hefur tögl og hagldir á her, lögreglu og menntastétt, sem aftur ríkja yfir almúganum. En hvarvetna, í öllum þessum hópum, heyrist pískur óánægju. Ungir náms- menn eru margir róttækir í skoð- unum', en aðstaða þeirra til mót- mæla er engin. Þeir lifa af naum um námsstyrk frá ríkinu og fá sumir viðbót fná ættingj.um. Séu þeir með múður, eru þeir sviptir námsstyrknum og reknir úr skóla fyrir fullt og allt. Um svipað leyti og ég var i Moskvuháskóla var tvö hundruð námsmönnum vikið úr skóla í einu. Hvað Krustshov enga þörf á að ala slíka uppivöðsluseggi, sem ynnu á móti kerfi-nu. Útskúfun frá há- skóla er sovézku ungmenni næst um eins slæm og fangelsisdóm- ur, sem raunar fylgir stundum með. Yfirstéttin í Rússlandi lít- ur á verkamanninn sem skítuga skepnu, hvað sem öllum barna- -legum blaðaskrifum og hofmóð- ugum útvarpsfregnum um hið ■gagnstæða líður. Aðstaða ann- arra Stétta til mótmæla er svipuð. Gagnrýnispískrið er því ekki eins hávært, eins og það er al- mennt og áleitið. Stjórnin hefur gott svigrúm. Alvarlegir atburð ir, svo sem uppreisnir, stórslys og hungursneyð, sem ekki eru eins óalgengir í Rússlandi og haldið er á Vesturlöndum, eru þaggaðir niður sem fastast. Ó- ljósar fregnir um eina slíka upp- reisn bárust til Moskv-u, meðan ég var þar við nám. Víst var um það, að ferðaleyfi innlendra og erlendra manna til viss svæð- is í suðurhluta Sovétríkjanna, voru skorin niður undir núllfð, unz allt var um garð gengið. Mitt í allri eymdinni, óánægju og barlómi, sækir sovézka þjóðin ifram á ýmsum sviðum. Rússar eru dugmiikil þjóð. Hið stöðuga KOSYGIN — heflar stærstu vankantana af „kerfinu“. ih-arðrétti hefir þroskað m-eð þeim fádæma þrautseigj-u og þolin- mæði. Hafa þeir eiginlega verið rússneSku þjóðinni alger nauð- sy-n í lífsbaráttunni. Rússar gætu Iþví orðið verðug-ir og voldugur ibandamaður annarra hvítra þjóða í framtíðinni, ef atburðir skipuðust þannig, að friður héld- ist að kalla enn u-m sinn. Ef Kín- verjar fengju yfir miklu magni atómvopna að ráða, og rússneska stjórnin virti vilja almen-nin-gs og gerðist bandamaður vestrænna þjóða. Langt er nú liðið síðan Rússar yörpuðu fyrir borð í orði kvéðnu lögmáli Lení-ns um óhjákvæmi- lega styrjöld við auðvaldsríkin. Stundarnauðsyn, sökurn ótta al- mennings við atómvopn, gerði þá breytinigu á áróðri nauðsyn- lega. Auk þess sem styrjöld var iþá ekk-i talin æskileg í svipinn, sökum yfirburða Bandaríkjanna á sviði atómvopna. Svo virðist hins vegar nú, sem meiri hugur fylgi mál-i, þegar rætt er um teoríuna um friðsamlega sa-mbúð ríkja, sem búa við ólíkt þjóð- skipulag. Friðarvilji rá'ðamanna Sovétríkjanna virðist vera að aukast — ekki lengur vera orðin ■tóm. Almenningur í Sovétríkjun- u-m vill frið. Sá eini ófriður, sem ‘ha-nn kann að ós-ka sér að meiri- hiluta, er gagnbýlting í eigin landi. Friðarvilji Sovétleiðtoga er þó naumast meiri en svo, að fremur kysu þeir heimsstyrjöld við Bandaríkin, en að afsala sér völdum. í hvert skipti, sem völd þeirra komast í hættu, verða að- gerðir þeirra óráðnari. Freysteinn Þorbergsson. . Það er vestrænum þjó'ðum lifs- nauðsyn að stan-da saman gegn hugsanlegri skyndiárá-s. Efla vestræn bandalög og-samheldni. Efling þessi er nauðsynleg a,f þeim sökum, að sameinaður varnarstyrkur vestrænna þjóða í heimsstyrjöld verður stöðugt að -vera meiri, en sa-manlagður árás- armáttur Kína, Sovétríkjanna og annarra kom-múnistaríkja. Og herstyrkur Kína er að aukast. Með þessu móti er helzt hægt að komast hjá heimsstyrjöld í svip- inn. Hættan er nægjanleg fyrir, þótt árásaröflunum sé-u ekki veitt ir yfirburð-ir að óþörfu. Þessar sa-mræmdu varnir ves-tursins verða að halda áfram, unz frfð- arhorfur aukast á verulegan hátt. Afvopnun finnur engan hljóm- grunn að sinni. Mun svo verða næstu árin. Finna þarf nýjar leiðir til friðar. Sú na-uðsyn er meiri en lífsnauðsyn. Það er nauðsyn ó- ta-linna ókominna kynslóða. Skapa þarf nýjar hagnýtar hug- myndir og hrinda þeim í f-ram- kvæmd. A m-eðan leita þarf í þeim efnum, er það helzta von vestrænna þjóða, að vinna Sovét- ríkin til fylgis við vestrið sök- um hættunnar frá hinu stríðsó'ða stórveldi Asíu — Rauða-Kína. Horfur á að þetta takist, eru ekki slæmar, ef vel er unnið. Auka þarf sem mest menningar skipti við Sovétríkin. En þar sem land þetta er lokað, jafnvel fyrir hlutlausum skrifum, verður að finna nýjar leiðir, þar sem þær notuðu í dag eru of hægfara. Heimsóknir ferðafólks, sem dvelst aðeins skamma stund á hverjum stað, og heldur hóp sinn, en blan-dast ekki umhverf- inu, eru að vísu jákvæðar, en árangurslitlar. Áhrifaríkt væri, að mínurn dómi, ef kom-ið væri af stað fjöldaheimsóknum almúgafólks milli austurs og vesturs til all- langrar dvalar og starfa. Vil ég taka dæmi ti-1 skýringar: Sam- einuðu þjóðirnar fengju fjár- framlög og leýfi viðkomandi þjóða til þess að standa straum a-f kynningarskiptum. Hundrað rússneskir landbúnaðarverka- menn flygju í þotu tiil Banda- ríkjanna, þar sem þeir stunduðu landbúnaðarstörf við amerí-sk kjör og aðstæður í einn mánuð. Fengju þeir jafnframt tækifæri til að kynnast landi og þjóð. Þotan tæki tilsvarandi hóp Bandaríkjamanna úr sömu starfs grein til baka til Rússlands. Báða hópana þy-rf-ti að velja með hlu-t- kesti eða á annan hlut-lausan máta. Starfsmenn Sameinuðu þjdðanna hefðu eftirlit með skipt unum. Sæju um að srfstýra á- róðri efti-r megni og gera ráð- stafanir til að allt færi fram á eðlilegan máta. Undir lokin hitt- ust hóparnir í hófi og skiptust á munnlegum og skriflegum álits- gerðum va-rðandi fag sitt. Kynningarskipti á stárfshóp- um myndu auka víðsýni, þroska og vinnuþekkingu viðkomandi hópa og þess fólks, sem umgeng- ist þá. Báðir aðilar myndu læra nýjar starfsaðferðir, sem í sum- um tilfelílum gætu aukið afköst og gæði vara. Mikilvægast er þó hitt, að slík kynningarskipti gætu orðið upphaf á víðtækri samvinnu einstaklinga, hópa og þjóða, sem búa við ólík-t þjóð- Framhald á bls. 21

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.