Morgunblaðið - 04.08.1966, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 4 Sgðst 1966
MORGU NBLAÐÍD
‘d
Nýlendumálaráðuneyt
ið brezka lagt niður
Sioínað 1660 til að sjá um lendur
Breta í N-Ameríku
London. 2 ágúst — NTB:
1 GÆR var nýiendumálaráðu-
neytið brezka lagt niður sem
Ejálfstæð stjórnarskrifstofa. Verð
ur það nú sameinað samveldis-
málaráðuneytinu en Frederick
Lee, nýleadumálaráðherra mun
þó fyrst um sinn gegna embætti
áfram og hafa á hendi yfirstjórn
mála ýmissa verndarsvæða Breta
víða um álfur. um 30 talsins.
Hann mun einnig eiga sæti. í
etjórninni áfram um sinn, unz
séð verður nversu nýskipan þessi
gcfst.
Ástæðan til þess að Wilson
forsætsráðtierra ákvað að leggja
niður nýlendumálaráðuneytið er
sú sem augljós er af fréttum síð
ari ára, að nýlendum fækkar
óðfluga, svo að fáar einar eru
eftir og verða tæpast nýlendur
lengi úr þessu heldur.
Er þá lokið 300 ára sögu ný-
lendumálaráðuneytisins brezka,
sem stofnað var 1660 til þess að
hafa umsjá og eftirlit með lend-
um Breta í Norður-Ameríku og
á Vestur-Indíum.
SYNDIÐ
!IO'J metrana
A LEGSTEINI nokkrum í
' Falstad í Noregi stendur ma..
nafnið Jovan Stefanovich. Á
stein þennan er ennfremur
ritað, að Jovan Stefanovich
hafi verið tekinn af lífi 20.
október 1943. Fyrir skömmu
sá Stefanovich nafn sitt á !eg
steininum.
Einmitt þann 20. október
1943 strauk Stefanovic
ásamt tveim öðrum föngum
Þjóðverja frá herbúðum í
stad. Honum var alveg okun:
ugt um að gröf hans hafði þí
þegar verið tekin í skóginum
og taka átti hann af lífi fáein
um mínútum eftir að har.n
lagði á flótta.
Stefanovic
komst undan í tæka tíð.
Fann sína eigin gröf
Stefanovic var tekinn til
fanga 2. febrúar 1942. A
átjánda afmælisdegi öínum
var hann fluttur í Benica-
fangabúðirnar og síðar til
Austurríkis. Loks var hann
svo sendur til Noregs í þrælK
unarvirmu í skógunum. í des
ember 1942 strauk hann
ásamt 6 Júgóslövum og ein-
um Rússa en náðist og var
sendur til herbúðanna í Fal-
stad. Þar varð hann að þola
-stöðugar pyndingar í 3 mán-
uði, bað um að láta taka sig
af lífi en var „hlíft“. Þann
20. október 1943 tókst honum
loksins ásamt tveim félögurr.
sínum að komast í gegnurn
gaddavírsgirðingarnar. Vél-
byssuskotin hæfðu ekki og
hundana hafði hann hænt svo
að sér, að þeir bærðu ekki á
sér. Viku seinna voru þei;
komnir til Svípjóðar.
Stefanovic hefur í þakklæt-
isskyni boðið syni eins Norð
mannsins, sem var honnm
hjálplegur á flóttanum til
dvalar í Júgóslavíu.
— Garnaveiki
Framhald af bls. 28
víða mjög slælega framfylgt.
Þetta er mjög athyglisvert, því
miklar líkur eru til þess, að veik
'inni hefði orðið útrýmt úr hér-
aðinu á árunum frá 1956—-’59,
ef ekkert hik hefði verið á fjár
skiptum á IvrStu þremur til fjór
um bæjunum. Eftir 1960 fer veik
innar loks að verða vart á fleiri
bæjum og nú et vitað með vissu
um sýkingu í fé á 15 býlum í
Norðurárdal, Þverárdal og Staf
holtstungum og einnig hjá fjár-
eigendum í Borgarnesi. Á þessu
tímabili heíur garnaveiki einnig
komið fram á nokkrum bæjum
í Lundarreykjardal og benda all
ar líkur til þess, að hún hafi bor
izt frá veiku fé í Mýrarhólfi.
Ekki hefur garnaveiki enn
orðið vart í nautgripum á þess-
um svæðum og eru nokkrir mögu
leikar til þess, að unnt sé að
forða sýkingu nautgripastofns-
ins, ef öllum varnaðaraðgerðum
er beitt til þess ýtrasta, en það
er mjög mikilsvert fyrir fram-
tíðarbúskap þessara héraða.
Rétt er að leggja áherzlu á
það, að þótt bólusetning á fé
gegn garnaveiki sem framfylgt
er með fyllstu nákvæmni hafi
reynzt mjög vel til að kveða
niður veikina, þá dugar hún
ekki til að útrýma henni, hindra
dreifingu smitsins um landið eða
forða nautgripum frá að sýkj-
ast. Jafnframt bólusetningu þarf
að leggja áherzlu á að eyða öll
sýktu fé hvar sem þess verð-
ur vart og forðast dreifingu
smitsins milli bæja og lands-
hluta með flutningi á fé eða
nautgripum með sláturafurðum
á flutningabílum eða á annan
hátt. Fyrrnefnd fyrirmæli um
bann við búfjárflutningum eru
einmitt sett í þessum tilgF«*£i.
í Mýrarhólfi fannst eins og
kunnugt er þurramæðissýking
í fé á Hreinsstöðum í Norður-
árdal sl, haust og líkur eru til
þess, að veikin kunni enn að
leynast einhversstaðar í fé, t.d.
í austurhluta hólfsins. Reynsl-
an hefur sýnt að þurramæði
á byrjunarstigi smitast með því
móti, að veikt fé sé haft með
heilbrigðu fé í húsi. Mesta hætt
an á útbreiðslu veikinnar er í
því fólgin að dreifa kindum úr
þeim fjárhópum, þar sem þurra
mæði kann að leynast í fénu inn
an um heilbrigt fé á öðrva bæj-
um. Við vitum ekki frá hvaða
hjárhópum hættan stafar, en við
vitum að víðtækustu hindranir
á fjárflutningum milli bæja eru
beztu ráðin til að forðast dreif-
ingu á þurramæði í Mýrarhólfi
sem annars staðar.“
- NATO
Framhald af bls. 1
Nefndin segir að lokum að lita
beri á dvöl bandarískra herja
í Evrópu í beinu sambandi við
hina breytilegu öryggisþörf á
meginlandinu, en ekki sem eitt-
hvað varanlegt. Það sé ekki hægt
að ætlast til að Bandaríkjaher
fyilr í þau skörð er myndast
þegar hin NATO löndin bregð-
ast skyldu sinnL
— Geispaði
Framhald af bls. 1
og fór kona hans með honum
til þess að róa hann. En varla
var læknirinn byrjaður að
stunda hann, þegar leið yfir
frúna. Svo fór fyrir þessum
lækni sem hinum. Hann fékk
ekkert að gert. Þá var katlað
á sérfræðing, og tókst honum
að lokum að koma kjá’kan-
um í liðinn með þeim afleið-
ingum að hann hlaut slæmt
bit á einum fingri, og blæddi
mikið úr.
Þessi óheppni sjónvarps-
áhugamaður hefur nú lofað
sjálfum sér og konu sinni að
vera vandlátari í vali á dags-
skráratriðum sjónvarpsins og
sniðganga allar útsendingar,
sem leitt geti til geispa.
STAK8TEIÍVAR
r
Islendingar
í fjórða sæíi
Ýmsum mun hafa komið á 6-
vart sú frétt, sem Morgunblaðið
birti í gær, að íslendingar væru
fjórða mesta framleiðsluþjóð ver
aldar miðað við fjölda einstak-
linga. Við könnun á heildar-
framleiðslu 68 rikja miðað við
íbúatölu kemur í ljós, að í Banda
ríkjunum er verðmæti heildar-
framleiðslunnar á íbúa $ 3.482 á
ári. Næst kemur hið olíuauðuga
en fámenna ríki Kuwait með
? 2.692, þá velferðarríkið Svíþjóð
með 2.683 Bandaríkjadali og síð-
an ísland með 2.487 dollara árs-
framleiðslu á íbúa. Næstu ríki á
eftir íslandi eru Kanada, Sviss,
Noregur, Danmörk, Vestur-
Þýzkaland og Nýja-Sjáland.
Öflum mikils — en
eyðum líka miklu
Hér kemur þó ekki annað
fram en það, sem kunnugt hefur
verið, að hver einstaklingur ís-
lenzku þjóðarinnar aflar óvenju-
mikilla verðmæta, þegar miðað
er við aðrar þjóðir. Hitt er ann-
að mál, að þjóðin mun einnig
dugleg við að eyða því, sem afl- .
að er. Gamla máltækið, „grædd-
ur er geymdur eyrir“, er lítt í
hávegum haft um þessar mund-
ir, heldur er fremur lifað eftir
öðru máltæki: „Fé græðist, fé
eyðist“. Skýrslur sýna, að ís-
lendingar eru manna duglegastir
við að bjarga sér, en þeir gera
einnig meiri kröfur til lifsins en
flestir aðrir og eyða því meiri-
hluta aflafjár síns iafnóðum eða
því sem næst. — Hvað sem því
liður, þá sýna þessar tölur þó, að
þetta fólk á enn ærinn auð, ef
það kann að nota hann, svo að
vikið sé til alþekktri tilvitnun.
Fyrsii fundur
Hagráðs
Þetta atriði verður vafalaust
rætt í Hagráði, en fyrsti fundur
þess var haldinn i gær. Ráðið
var stofnað með lögum í lok síð-
asta þings, og i því sitja fulltrú-
ar ríkisstjórnarinnar, þingflokk-
anna, verkalýðsfélaga, atvinnu-
rekenda og samtaka helztu at,-
vinnugreina þjóðarbúsins. Með
stofnun þess er fundinn fastur
vettvangur, þar sem þessir aðilj-
ar geta rætt opinskátt um vanda-
mál efnahagslífsins og fengið öll
gögn á borðið. Má búast við, að
á næstunni fjalli Ilagráð um nú-
verandi ástand cfnahagsmála.
Fram að þessu hafa fulltrúar
vinnuveitenda og launþega
sjaldnast ræðzt við, fyrr en kjara
deilur eru þegar hafnar, og brest
ur þá oft á skilning á högum hins
aðilans. Þá er einnig oftast um
seinann að fjalla um ástand efna-
hagsmála þjóðarinnar í heild,
heldur eru einstök atriði tekin
út úr og að lokum samið um
þau, án þess að nægilegt tillit sé
tekið til áhrifa þeirra á þjóðarbú
skapinn í heild.
Stofnun Hagráðs er einn þátt-
ur í þeirri viðleitni rikisstjórn-
arinnar til þess að skapa skiln-
ing milli launþega og vinnuveit-
enda og raunar milli allra hinna
sundurleitu þátta og hagsmuna-
hópa, sem ráða gangi efnahags-
lífsins. Þess vegna er það vor
manna. að stofnun hins nýja ráðs
verði skref í þá átt að sætta ólíh
sjónarmið, áður en út í ógöngui
er komið, og stuðli að því al
skapa þjóðarbúskapnum þá festu,
scm bann þarfnast